Morgunblaðið - 02.09.1975, Page 7

Morgunblaðið - 02.09.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 Refsiaðgerðir V-Þjóðverja f Tímanum sl. sunnudag er fjallað um refsiaðgerðir V-Þjóðverja i garð ísiend- inga. Þar segir svo m.a.: „fslendingai eru sein- þreyttir til vandræða. f samræmi við þann hugsunarhátt hefur tslenzka Landhelgisgæzl- an starfað og hún hefur þess vegna ekki beitt harkalegum aðgerðum gegn erlendum land- helgisbrjótum, en þó sýnt fulla einurð í skiptum stnum við þá. En vitaskuld er ekki hægt að sýna endalausa þolinmæði þeg- ar frekja og yfirgangur er- lendra veiðiþjófa gengur úr hófi fram og tslenzk fiskveiðiskip verða fyrir áreitni þeirra. Það var þess vegna nauðsynleg aðgerð af hálfu Land- helgisgæzlunnar að hala- stýfa vestur-þýzku togar- ana tvo s.l. miðvikudag. En á sama ttma og fs- lendingar fara svo vægi- lega t sakirnar gegn vest- ur-þýzkum landhelgis- brjótum, sýna Vestur- Þjóðverjar óbilgirni og beita fyllstu hörku I þeirri von að geta beygt íslend- inga t landhelgismálinu. Þannig hafa þeir beitt sér fyrir þvt, að fslendingar njóta ekki eðlilegra við- skiptakjara við Efnahags- bandalagið. Auk þess hafa Vestur-Þjóðverjar sett löndunarbann á islenzk fiskiskip t höfnum Vestur- Þýzka lands." Eftirlitsskip — njósnaskip Stðan er fjallað um hugsanlegar gagnaðgerðir Islendinga og þar sagt: „En það er ekki aðeins á þessu sviði, sem vert er að kanna aðgerðir gagn- vart Vestur-Þjóðverjum. Nýlega hefur Landhelgis- gæzlan staðfest þann grun, sem lengi hefur legið á, að vestur-þýzku eftirlitsskipin hér við land njósni um íslenzku varð- skipin og gefi togurunum upplýsingar um ferðir þeirra. Þessar aðgerðir eru alveg sambærilegar við það, er Bretar sendu flugvélarfrá Bretlandseyj- um til þess að njósna um tslenzku varðskipin. Við- brögð ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar voru þá þau, að þessum vélum var bannað að lenda á Kefla- víkurflugvelli til þess að fyrirbyggja, að þær fengju nokkra þjónustu hér. Afleiðingin varð sú, að Brétar gáfust upp á þessu njósnaflugi stnu. Það er hins vegar látið afskiptalaust, að þýzku eftirlitsskipin, njósnaskip vestur-þýzka togaraflot- ans hér við land, fái vatn og vistir t tslenzkum höfn- um. Það verður að teljast mjög óeðlilegt, að fslend- ingar geri Vestur- Þjóðverjum með þessum hætti kleift að halda njósnaflota stnum úti til hjálpar veiðiþjófum, er fara rænandi og ruplandi um Fslenzka fiskveiðilög- sögu. Ekki virðist þvt óeðlilegt, að sett verði hafnbann á þýzku eftirlits- skipin." Svör sjávarút- vegsráðherra f þessu sambandi er vert að minna á svör sjávarútvegsráðherra, Matthtasar Bjarnasonar, t viðtali við „News from lceland". Hann segir: „Það er eindregin skoðun mfn, að við eigum ekki að semja við neitt land innan Efnahags- bandalagsins, nema með þvt skityrði að þær tak- markanir á gildistöku sér- samninga fslendinga um tolla verði samstundis afnumdar." Ráðherrann leggur t viðtalinu áherzlu á að islendingar verði að koma t veg fyrir, að er- lendar þjóðir beiti þá efna- hagslegum refsiákvæðum vegna landhelgismálsins og sagðist ráðherrann hér eiga við framkomu V- Þjóðverja, þrátt fyrir þá staðreynd, að íslendingar hefðu samið við Breta og Belga eftir útfærsluna t 50 sjómtlur. f viðtalinu lýsir ráðherran ennfremur vonbrigðum stnum yfir þeirri ákvörðun Bandartkj- anna, Noregs og sérstak- lega Kanada, að fresta út- færslu i 200 sjómtlur. Hann fjallar og um mót- mæli SovétrFkjanna gegn útf ærslu okkar og segir að „I nýlecjri heimsókn minni til Sovétríkjanna fann ég, að þar er mjög sterk and- staða gegn slikri afstöðu strandrtkja" Sú andstaða kemur engum á óvart, þvt ásókn Rússa og Japana t fisk- stofna um öll heimsins höf er helzta orsök þeirrar samstöðu á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem þar tókst með meirihluta þátttökurikja um 200 sjómilna fisk- veiðilandhelgi, þó sú sam- staða dygði ekki til af- greiðslu nýs hafréttarsátt- mála t þessum áfanga. spurt & — Hringið í síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstu- dags og spyrjið um Lesendaþjðnustu Morgunblaðsins. ______________/ MÖRK VIÐ VESTUR- BÆJARSKÓLA Steingríniur Gunnarsson, Seljavegi 17, Reykjavfk, spyr: ,,Við Vesturbæjarskóla er engin aðstaða til iðkunar knatt- spyrnu, því þar eru ekki mörk eins og við aðra skóla. Er ekki hægt að setja upp mörk þar eins og við aðra skóla?“ Stefán Kristjánsson, fþrótta- fulltrúi Reykjavfkurborgar svarar: „Það sem ræður því að ekki hafa verið sett upp mörk við Vesturbæjarskóla er hversu lóðin er iítil og aðkreppt af íbúðarhúsum.“ YFIRLIT ÁVlSANAREIKNINGS Stefán Halldórsson, Miðbraut 8, Seltjarnarnesi, spyr: Landsbankinn sendir mér mánaðarlega yfirlit yfir færsl- ur á ávísanareikningi mínum. A yfiriitinu eru ávísanirnar taldar upp f þeirri röð, sem þær berast bandanum, en ekki núm- eraröð. Verður samanburður við færslur f ávísanaheftinu því seinlegri fyrir vikið. Getur bankinn breytt þessu? Einnig væri gott, éf bankinn gæti gefið upp í yfirlitinu á hvern ávísun- in er stíluð, til aukins hagræðis og öryggis. Er það hægt? Lúðvík' Bjarnason, forstöðu- maður ávfsana- og hlaupareikn- ingsdeildar Landsbanka Is- lands svarar fyrri spurning- unni: „Þetta er mögulegt en hefur eingöngu verið notað í þeim tilfellum, þegar fjöldi ávísana er sérstaklega mikill. Reikni- stofa bankanna er f þessum mánuði að taka við tölvu- vinnslu fyrir bankana og tekur hún m.a. við vinnsiu á þessu tékkaverkefni og opnast þá ýmsir nýir möguleikar, sem ekki hefur áður verið boðið uppá. Óski menn að fá ávísanir á yfirliti sínu taldar upp í núm- eraröð verður viðkomandi aðili að leggja fram sérstaka ósk þess efnis við bankann." Sveinbjörn Guðbjarnarson, forstöðumaður reiknideildar Landsbankans svarar seinni spurningunni: „Það hefur ekki komið til tals að geta þess í hverju mánaðar- yfirliti á hvern ávísunin er stíl- uð en það væri mögulegt en gerði kröfu til töluverðrar vinnu. Með notkun nýrra tölva hafa opnazt möguleikar, sem ekki voru fyrir hendi áður.“ SLYSAHÆTTA í GELDINGANESI Þorbjörg Steinþórsdóttir, Safamýri 71, Reykjavfk, spyr: „Þegar ég var á ferð í Geld- inganesi fyrr f sumar sá ég að hestur hafði farið ofan í mýrar- fláka, sem þar er og drepizt þar. Ég vil því spyrja forráðamenn Fáks, sem hefur hross f haga- göngu í Geldinganesi, hvort ekki sé nauðsynlegt að girða umrætt mýrarsvæði?" Bergur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hestamannafé- lagsins Fáks, svarar: „Því miður leynast víða hætt- ur, þar sem erfitt er að koma í veg fyrir að hross fari sér að voða, og má þar t.d. nefna skurði. Að mati starfsmanna félagsins er ekki um að ræða hættu á að hross fari sér að voða þarna á sumrin, en það er sá tími sem hross eru höfð f hagagöngu í Geldinganesi á vegum Fáks. Þessi umræddi hestur, sem fórst í þessari mýri, hefur komizt þangað á liðnum vetri en þá eiga engin hross að ganga þar.“ 7 0STRATFORD E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtrausfir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1 —3, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 litmyndir yöará dögum Allar myndir okkar eru fram- leiddar á úrvals Kodakpappír meö silkiáferð 0 £3 ° Myndirnar eru afgVeiddar án hvítra kanta Höfum þrautþjálfað starfsfólk er vinnur myndir í fullkomnustu vélum sem fáanlegar eru Eð Þér greiðið aðeins fyrir myndir sem hafa heppnast hjá yður 12 Notið einungis Kodak-filmur svo þér náið fram sem mestum gæðum í myndum yðar 12 Munið: Það bezta verður ávallt ódýrast Umbodsmenn um land allt — ávallt feti framar HANS PETERSEN'1, BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.