Morgunblaðið - 02.09.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
11
ý? m
sýslum, þar eru tekjur bænda
tiltölulega lágar í hlutfalli við
bústofninn.
Gunnar Guðbjartsson formaður
Stéttarsambands bænda vék að
þessum athugunum í skýrslu
sinni á aðalfundi Stéttarsam-
bandsins, sem lauk síðdegisj gær.
Hann sagði, að augijóst væri að
bústærðin væri ekki einhlitur
mælikvarði á afkomu bænda og
væri margt, sem þar gripi inn f.
Gunnar benti á að áætlanagerð f
landbúnaði væri vandasöm og
ekki mætti hrapa að henni. Hins
vegar væri ljóst að vissar byggðir
væru f nokkurri hættu, þvf að
fólki fækkaði þar stöðugt.
Fagna fyrirhugaðri
Blönduvirkjun
Fundur haldinn í U.M.F. Hún-
um, sem er eitt af átta ungmenna-
félögum í A-Hún., gerði eftirfar-
andi samþykkt á almennum fé-
lagsfundi föstudaginn 22. ágúst
sl.: Fundurinn fagnar fyrirhug-
aðri stórvirkjun á Norðurlandi
vestra og hvetur eindregið til
áframhaldandi rannsóknar á
virkjun Blöndu f því sambandi
þar eð allar fyrri rannsóknir hafa
sannað hagkvæmni stórvirkjunar
þar.
Frá Stéttarsambandsfundinum:
Fundurinn lýsir furðu sinni á
afstöðu einstakra afturhaldssinna
og æsingamanna í Svínavatns- og
Bólstaðarhlíðarhreppi sem hafa
með furðulegum fundum og
fréttatilkynningum reynt að
varpa skugga á hagkvæmni
Blönduvirkjunar.
Fundurinn skorar á stjórnvöld
orkumála, svo og þingmenn Norð-
urlands vestra að vinna með ein-
hug og festu að því að Blöndu-
virkjun verði að raunveruleika
svo fljótt sem verðá má.
Einnig skorar fundurinn á önn-
ur ungmenna- og æskulýðsfélög í
A-Hún. að láta þetta stórmál ekki
Framhald á bls. 27
Stærstu búin í
Rangárvallasýslu
— en tekjurnar mestar í Eyjafirði
A VEGUM Iandbúnaðarráðuneyt-
isins starfar nú nefnd, sem vinn-
ur að gerð tillagna um áætiana-
gerð f landbúnaði. Unnið hefur
verið að ýmis konar athugunum á
vegum nefndarinnar og er m.a.
búið að gera úrtak af tekjum
bænda um land allt árið 1973. Þá
hefur einnig verið kannað hvaða
bústærð bændur f hverju
byggðarlagi og hverri sveit hefðu
að mcðaltali. Athugun þessi hef-
ur verið unnin f Skýrsluvélum
rfkisins og hefur hún náð til 4815
bænda. Bændurnir hafa verið
valdir eftir atvinnumerkingu á
skattframtölum, en f þau hafa
einnig verið sóttar upplýsingar
um tekjur bænda.
Eins og áður sagði náði þetta úr-
tak til 4815 bænda og reyndust
meðaltekjur þeirra vera
556.146,00 krónur og meðal bú-
stærð 334 ærgildi. Við þessa
athugun var búfé metið með sama
hætti og Hagstofan gerir, þ.e. að 1
kýr gerir 20 ær o.s.frv.
Stærstu búin reyndust vera f
Rangárvallasýslu eða að meðaltali
447 ærgildi, en minnstu búin eru f
Strandasýslu 205 ærgildi að
meðaltali. Hæstu tekjur bænda
eru f Eyjafjarðarsýslu, kr.
679.403,00 að meðaltali, en lægstu
tekjur bænda eru f Gullbringu-
sýslu kr. 407.235,00. Bændur f
Gullbringusýslu voru 29. Næst
lægstu tekjur bænda eru f
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu eða kr. 445.286,00 að meðal-
tali.
Við þessa athugun kom í ljós að
ekki er beint samhengi milli bú-
stærðar annars vegar og tekna
hins vegar og munar þar mjög
miklu. Má nefna að í Strandasýslu
eru tekjur bænda tiltölulega háar
eða yfir meðallagi, þó þar í sýslu
sé minnsta bústærðin. En þessu
eru öfugt farið f sumum öðrum
FLORIDA
AUGLVSINGASTOFA KRISTINAR 36.2
í
Meö sófasettinu FLORIDA kynnum vió merka
nýjung. Sófinn er jafnframt fullkomió hjónarum
af beztu geró, þótt engan gruni viö fyrstu sýn,
aó um svefnsófa sé aó ræóa.
SKEIFAN
KJÖRGARÐI SÍMI 16975
AIls ekki. í»ær gömlu standa ennþá fyrir sínu. „Hakkavél-
arnar“ skiluðu góðum árangri, vinnusparnaði og hagræð-
ingu, — miðað við þær kröfur, sem gerðar voru til
almennra skrifstofustarfa fyrir tveim áratugum eða svo.
Þeir, sem ennþá vilja sitja við sömu skilyrði og þá, þurfa
svo sannarlega ekki að endurnýja vélakostinn. Þær gömlu
standa fyrir sínu.
Auknar kröfur Önnur vinnubrögð
„Eitthvað dálítið sérstakt.“
Með auknum kröfum til þeiría, sem annast hvers konar
reikningsskil, meira vinnuálagi á hvern einstakling og
hærri launagreiðslum, verður að nýta starfsmöguleika
hvers einstaklings til hins ýtrasta. Það verður aðeins gert
með fullkomnum skrifstofuvélum, sem eru við hæfi starfs-
mannsins og uppfyllir adar sérkröfur starfsins.
Uppfyllir óskir þeirra og kröfur, sem stunda viðskipti í
dag. Ricomac 1221 PD reiknivélin býður upp á:
1. Þrjú sjálfstæð reikniverk. 4. Upphækkun aukastafa.
2. Skýrir Ijósastafir og strimill. 5. Sjálfvirkur % lykill.
3. Aflestrar-komma.
Kynnið yður verð og möguleika Ricomac 1221 PD og þér
munuð sannfærast.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
\ + "c# Hverfisgötu 33
^tix^ Sími 20560
Sölumenn okkar veita yður fúslega allar upplýsingar um Ricomac við yðar hæfi.