Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 17 Rætt við leikmenn og forystnmenn Rejnis Árskógsströnd „Þeir segja það fremra að sjómennirnir sén svona harðir” Texti og myndir: Stefán Halldórsson VAFALÍTIÐ hefur frammistaSa islenzka landsliSsins í knattspyrnu i leikjum viS erlendar stórþjóSir orSiS til aS skipa fslandi veglegri sess á landakorti knattspyrnuáhugamanna i Evrópu en áSur. HiS sama má segja um Árskógsströndina, sem vafalaust hefur veriS mörgum fslenzkum knattspyrnuáhugamönnum óþekkt nafn um langa hriS, en er nú skyndi- lega orSin umræSuefni manna á meSal, vegna óvæntrar frammistöSu liSs Reynis frá Árskógsströnd í knattspyrnukeppni annarrar deildar i sumar. LiSiS hefur reynzt andstæðingum frá miklu stærri byggðarlögum erfitt i skauti og hirt af þeim ófá stigin — sem þeir hafa kannski verið búnir að bóka sem unnin fyrirfram. Er blaðamaður Mbl. var á ferð við vestanverðan Eyjafjörð fyrir nokkru, átti hann kost á að ræða við forystu- menn og leikmenn Reynis, að lokn- um leik liðsins við Selfyssinga Reynismennirnir, sem rætt var við, voru þeir Gylfi Baldvinsson for- maður félagsins og aldursforseti knattspyrnuliðsins. 34 ára gamall, Magnús Jóhannsson gjaldkeri og eins konar framkvæmdastjóri liðsins og leikmennirnir Jens Sigurðsson og Gunnar Valvesson. Magnús er raunar gamall leikmaður líka, en hefur orðið að hætta beinni þátttöku I iþróttinni vegna meiðsla. Eru upp- lýsingarnar og ummælin, sem hér fara á eftir, frá þeim komin I samein- ingu. „MENN VORU ORÐNIR STÍFIR ( FÓTUNUM" Knattspyrna hefur verið leikin á Árskógsströnd um áraraðir, en þátt- taka heimamanna i mótum verið lltil, nema þá helzt innan vébanda UMSE — Ungmennasambands Eyjafjarðar. Nokkrir piltar af Ár- skógsströnd höfðu einnig leikið með liði UMSE I þriðju deild og olli það liði Reynis nokkrum erfiðleikum, þvl að erfitt var að halda æfingar án þátttöku þessara manna. í fyrra var ákveðið að senda lið Reynis til þátt- töku í þriðju deildinni — i tilrauna- skyni. „Það átti ábyggilega enginn von á þvl að við ynnum riðilinn," sögðu Reynismenn i samtalinu við Mbl. En þeir unnu hvern einasta leik og komust i úrslitakeppni þriðju deildar sem háð var á Melavellinum í Reykjavfk f fyrrahaust. Þar stóðu Reynismenn sig með prýði og kom- ust i úrslit gegn Ólafsvíkur- Vikingum. Þeim leik tapaði Reynir og var kannski ekki að furða, því að þetta var fimmti leikurinn á fimm dögum. Fyrst voru þrír leikir í öðrum riðli úrslitakeppninnar, síðan auka- leikur um efsta sætið i þeim riðli, og loks úrslitaleikurinn. Allir leikirnir voru leiknir á malarvelli. en slíkum velli eru Reynismenn óvanir, þvl að þeir eiga bara einn grasvöll sjálfir „Menn voru orðnir stifir í fótunum eftir þessa fimm leiki," sögðu þeir. En þegar lið ÍBA, sem féll í aðra deild sl haust klofnaði í frumeindir sinar, KA og Þór, sem ákváðu siðan að taka bæði sæti í þriðju deild, losnaði eitt sæti í annarri deild og í marzmánuði sl. var Reyni boðið að taka það sæti. Og það boð var þegið HELMINGUR LEIKMANNA SJÓMENN Á félagssvæði Reynis búa um 330—40 manns og höfðu öll hin liðin f annarri deildinni miklu fleiri ibúa á bak við sig, allt frá þúsund manns í Ólafsvik upp í 10 þús. manns i Kópavogi og jafnvel enn- meira hjá Reykjavikurliðunum Þrótti og Ármanni. Þar er heldur ekki úr mörgum mönnum að velja i lið Reynis. Yfirleitt hafa 14—16 manns verið í liðshópnum og helm- ingur þeirra sjómenn sem erfitt eiga með að sækja æfingar — og jafnvel leiki. Vikuna áður en Reynir lék við Selfoss komust fimm leikmenn liðs- ins aldrei á æfingu og liðið varð að vera án þeirra i leik við Þór á Akur- eyri í bikarkeppninni. ( þeim leik var tjaldað til öllu því, sem unnt var, og t.d. var annar varamaðurinn á leið frá Raufarhöfn, þegar leikurinn hófst, og komst ekki á völlinn fyrr en i hálfleik. „Það er erfitt að æfa við þessar aðstæður," sögðu Reynismenn, „mikið bras og fyrirhöfn að halda mannskapnum saman. Og þetta verður alltaf sama vandamálið fyrir okkur. Hér er enga atvinnu að hafa nema sjómennsku eða búskap " Sumir leikmannanna vinna meira að segja inhi á Akureyri, en láta sig hafa það að aka hátt i 40 km leið á æfingar á kvöldin FENGU ÞJÁLFARA FRÁ HONG KONG Þegar Reynir hóf keppni i annarri deild í vor, var liðið þjálfaralaust. í fyrra, er það komst i úrslit i þriðju deild, var það alveg þjálfaralaust og heita má, að eldrei hafi verið þjálfari á Árskógsströndinni, nema um stutt- an tlma fyrir nokkrum árum. En nokkru eftir að keppnin hófst i sum- ar, var allt i einu kominn þjálfari til Reynis alla leið frá Hong Kong. Maðurinn var þó ekki með öllu ókunnur fslandi og íslendingum, þvi að þetta var Skotinn Duncan McDovell, sem hefur m a. þjálfað lið ÍBÍ, FH og landsliðið fyrir nokkrum árum. En hver var aðdragandi þess, að Duncan kom hingað frá Hong Kong, þar sem hann þjálfar nú, til að þjálfa lið i annarri deild? Reynis- menn segja svo frá: „Við lásum i Vísi nokkrum dögum áður en við kepptum við Hauka fyrir sunnan, að Duncan vildi koma hing- að og þjálfa i sumarfriinu sinu, að þvi er haft var eftir Árna Ágústssyni Þegar við komum suður, höfðum við strax samband við Árna, hann sendi Duncan skeyti og svo koll af kolli, þartil Duncan kom hingað " Duncan vildi þó hafa nokkuð fyrir snúð sinn og fékk tæplega 140 þús. kr. á mánuði i kaup, auk frís hús- næðis og uppihalds En Reynis- menn töldu það peninganna virði að njóta leiðsagnar hans: „Hann hefur náð úthaldinu geysimikið upp Leik- skipulagið hefur batnað mikið, sér- staklega vörnin. Við fengum öll stig- in eftir að hann kom og það er óliklegt að við hefðum náð þeim öllum án hans stjórnar Hann hefur gert mikið fyrir þetta lið og lika fyrir umglingana hérna Hann hefur þjálf- að þá á morgnana og daginn, bæði í knattspyrnu og frjálsum iþróttum," sögðu þeir. Að visu kváðu þeir hann kannski ekki fyllilega skilja aðstöðuna á Ár- skógsströnd, erfiðleika leikmanna við að kömast á æfingar og þreytu þeirra eftir langan vinnudag: „Þegar' við komum þreyttir úr vinnunni, þá er erfitt að fara á erfiðar æfingar hjá honum " mikill kostnaður — LITLAR TEKJUR En manni verður spurn: Hvernig hefur svo litið félag sem Reynir efni á að hafa erlendan þjálfara á launum í tvo mánuði þegar fyrstu deildar liðin eru alveg að kikna undir slíku? „Við höfum betri fjáröflunarað- stöðu en mörg félögin fyrir sunnan með því að geta haldið böll," segja þeir Reynismenn Félagið á þriðjung i litlu félagsheimili á Árskógsströnd og þar heldur það dansleiki af og til. Félagið er að því leyti betur sett en mörg önnur íþróttafélög, sem reyna að fara sömu leið i fjáröflun, að afnotagjaldið af félagsheimilinu er mun lægra en tíðkast víðast hvar annars staðar og því meiri von um góðar tekjur. „Afstaða fólksins i sveitinni er sú að vera ekki að okra á félaginu," segja þeir ennfremur. „Það er geysi- mikil samstaða meðal fólksins og allir vilja styðja við bakið á okkur. Allir hjálpa til eins og þeir geta og mikið sjálfboðastarf er unnið á mörgum sviðum." Sem dæmi um stuðning heima- manna má nefna, að skömmu áður en blaðamaður ræddi við þá Reynis- menn, höfðu nokkrir aðilar gefið félaginu 40 þús. kr. Mörg áheit og smágjafir berst félaginu, sveitarfé- lagið hefur styrkt félagið og á einum fundi félagsins komu nokkrir skip- stjórar fram með þá hugmynd að láta allar tekjur af róðri einn daginn renna til félagsins. En mikið má ef duga skal. Ferða- kostnaður liðsins er geysilegur, enda þótt leikmenn beri talsverðan hluta af honum sjálfir, t d. kosti sjálfir keppnisferðir itil Húsavikur og akstur til og frá Akureyri vegna flug- ferða Liðið þurfti I sumar að fara fjórar ferðir til Reykjavlkur, eina til Selfoss og eina til Ólafsvíkur og flugfargjöldin ein nema hundruðum þúsundum króna Þennan bagga háfa liðin utan suðvesturhorns landsins raunar alltaf þurft að bera vegna þátttöku i fyrstu eða annarri deild, en næsta sumar kann svo að fara, að liðin af suðvesturhorninu lendi í sama potti og hin i þessum Fögnuður heimamanna i lok leiks- ins við Selfoss var mikill, þvi að þarna hafði Reynir krækt sér i eitt stigið enn og var að mestu kominn úr fallhættu i annarri deild efnum, þ.e. ef t.d. bæði Akureyrar- liðin komast i aðra deild. „Okkur var sagt, að andstæðing- amir hefðu í vor verið að bölsótast út af þvi að þurfa að eyða svona miklum peningum I norðurferð til að sækja þessi tvö stig sem þeir töldu sig eiga bókuð í leik við okkur," segja Reynismenn. En nú er Ijóst, að ekkert lið getur talið sig eiga sigur visan i viðureign við Reynismenn, sem hafa reynzt mjög sterkir á heimavelli i sumar. En tekjur Reynis af leikjunum eru ekki miklar og þó meiri af heima- leikjunum en flest önnur lið eiga að venjast i annarri deild Tekjurnar hafa verið frá 4 þús. kr. á leik og upp i 17—20 þús. kr.. en þegar Reynismenn hafa keppt fyrir sunn- an, hafa þeir ævinlega fengið minna I sinn hlut en sömu lið fengu, er þau kepptu fyrir norðan. Þó hefur að- sókn að heimaleikjum Reynis verið minni en vonazt var til, vegna þess að Akureyrarliðin hafa yfirleitt veþð með heimaleiki á sama tima og það hefur dregið úr oðsókn Akureyringa á leiki á Árskógsströndinni EIN ÚTIÆFING FYRIR FYRSTA LEIKINN Völlur Reynis á Árskógsströnd er grasvöllur, sem félagið á sjálft Hann var vigður 1970 og i vígslu- leiknum vann Reynir stóran sigur, 10:0, og þar af skoraði Gylfi Bald- vinsson níu mörk Þetta er þó ekki vallarmet i markatölu, því að þar fór einu sinni 13:1 fyrir Reyni. Enginn malarvöllur er á Árskógsströnd og eru Reynismenn lítt vanir að leika á slíkum völlum. Snjóþungt er i sveit- inni og þvi ekki unnt að hefja útiæf- ingar fyrr en seint á vorin og má sem dæmi nefna, að liðið varð að fresta fyrsta heimaleiknum sinum af þvi að völlurinn var ekki orðinn nógu þurr. Hafði liðið aðeins náð að hafa eina útiæfingu i vor, áður en það keppti fyrsta leikinn i deildinni gegn Haukum fyrir sunnan. — 0— I lokin er rétt að nefna tvær spurn- ingar, sem lagðar voru fyrir þá Reynismenn að síðustu — Hvernig stendur á þvi að Reynir frá Árskógsströnd er svona miklu sterkari I knattspyrnu en önn- ur lið úr sveitum Eyjafjarðar? „Þeir segja það fremra," er svar Reynismanna, „að sjómennirnir séu svo harðir i þessu . ," — Og að lokum: Eruð þið bjart- sýnrr á að halda sæti ykkar i deild- inni næstu árin? „Við hugsum aldrei fram i tímann en við erum orðnir ánægðir með það sem búið er „ Forystumenn og leikmenn Heynis, sem rætt var vi8: (Frá vinstri) Gylfi Baldvinsson formaSur félagsins, Jens Sigurðsson leikmaður, Magnús Jóhannsson gjaldkeri og „framkvæmdastjóri" og Gunnar Valvesson leikmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.