Morgunblaðið - 02.09.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
21
FH í Evrópukeppnina
MORGUNBLAÐINU barst I gær svohljóðandi fréttatilkynning
frá Handknattleikssambandi tsiands:
I dag, 28. ágúst, hefur HSÍ borizt staðfesting frá IHF um að
þátttökutilkynning FH I Evrópukeppni bikarmeistara hafi ver-
ið tekin gild, þó hún hafi ekki borizt tfmanlega.
Það skal tekið fram, að undanfarin ár hefur þátttaka fslenzkra
liða f Evrópukeppni ætfð verið tilkynnt af félögunum sjálfum.
Þátttökutilkynningar hafa verið uppáskrifaðar af HSl, formsins
vegna. HSÍ vísar þvf á bug allri ábyrgð á sfðbúinni tilkynningu
FH-inga að þessu sinni.
Þá skal einnig tekið fram að dráttur fer ekki fram fyrr en 25.
október næstkomandi.
Var því ekki minnsta hætta á að FH félli út úr keppninni þrátt
fyrir þessi mistök forráðamanna FH. _Stjórn HSl.
Áhugalítil lið
í Kaplakrika
ÞEIR sárafáu áhorfendur sem
lögðu leið sfna á Kaplakrikavöll-
inn f Hafnarfirði á laugardaginn
til þess að fylgjast með viðureign
FH og Vfkings f 1. deildar keppni
Islandsmótsins f knattspyrnu,
hafa vafalaust flestir séð eftir þvf
að leggja það á sig að norpa úti f
rigningunni og kuldanum, meðan
á leiknum stóð. I það minnsta sást
lftið úti á vellinum sem gat yljað
áhorfendum og má mikið vera ef
þetta hefur ekki verið slakasti
leikur beggja liða á keppnistfma-
bilinu. Virtist svo sem að leik-
mennirnir væru þeirri stund
fegnastir er Guðjón Finnbogason,
dómari frá Akranesi og bezti
maðurinn á vellinum, flautaði
leikinn af.
Það voru Víkingar sem gengu
með sigur af hólmi á laugardag-
inn — skoruðu tvö mörk gegn
engu. Eftir atvikum var þessi sig-
ur nokkuð sanngjarn. Það eina
sem sást vel gert í leiknum var af
þeirra hendi, á stuttum kafla í.
seinni hálfleiknum, en þá skor-
uðu þeir líka bæði mörk sín.
Fyrra markið kom þegar á fyrstu
mfnútu hálfleiksins og var algjört
útsölumark, en að hinu seinna var
laglega að staðið hjá Víkingunum.
Annars var það ekki oft f þess-
um leik sem mörkin komust f
hættu. Lengst af gekk knötturinn
mótherja á milli á vallarmiðjunni,
eða var þá útaf.
Stefán Halldórsson, miðherji
Víkinganna, skoraði fyrra mark
leiksins, og sannaði að það borgar
sig jafnan að gefast ekki upp fyrr
en í fulla hnefana. Knötturinn
var sendur í átt að FH-markinu og
áttu bæði Jón Hinriksson bak-
vörður og Ómar Karlsson mark-
vörður kost á að ná honum. En
einhverra hluta vegna rúllaði
knötturinn milli þeirra og fram-
hjá þeim, þar sem Stefán Hall-
dórsson kom aðvífandi og sendi
knöttinn í tómt FH-markið.
Seinna Víkingsmarkið kom
skömmu síðar. Leikið var upp
hægri kantinn og þar sendi Gunn-
laugur Kristfinnsson knöttinn
fyrir markið. Vörn FH var afar
illa á verði og Gunnar örn fékk
óhindrað að skalla á mark þeirra.
Skalli hans var ekki fastur, en
eigi að síður missti Ómar Karls-
son knöttinn undir sig og í mark-
ið.
Með þessu marki voru úrslit
leiksins ráðin. I FH-liðið skorti
algjörlega þann neista sem oft
hefur verið í því í vetur, og það
var tiltölulega sárasjaldan sem
það náði að komast upp undir
mark Víkinga, og hittu skot
þeirra á markið, varði Diðrik af
miklu öryggi. Eini FH-ingurinn
sem lék af fullri getu f þessum
leik var Ólafur Danivalsson, sem
er að verða einn af skemmtileg-
ustu knattspyrnumönnum lands-
Texti: Steinar J. Lúðvfksson.
Myndir: Ragnar Axelsson.
ins. Hann hefur góða knatttækni
og auka fyrir möguleikum sem
gefast, en það er ekki nóg, þegar
samherjarnir ganga að hangandi
hendi til leiks.
Annars mega FH-ingar vel við
sinn hlut una í þessu Islandsmóti.
Staða nýliðans í deildinni er oft-
ast mjög erfið — það hefur
reynslan sannað, og vfst er að
fyrst FH-ingar komust yfir hinn
örðuga hjalla í deildinni í sumar,
og héldu sér þar með heiðri og
sóma, þá þurfa þeir engu að kvíða
í framtíðinni. Flestir leikmenn
liðsins eru ungir að árum og eiga
örugglega eftir að bæta miklu við
sig. Óhætt er að spá þessu liði
frama þegar það getur farið að
æfa og leika á grasi, en einhvern
veginn er það þannig, að mölin
virðist taka það fínasta úr liðinu.
Hið sama má segja um Víkings-
liðið. Lengi vel var það þess hagur
að leikið væri á möl, en liðið leik-
ur nú mun nettari knattspyrnu en
áður, en breytist í hálfgert stór-
karlalið á mölinni.
Vfkingarnir Stefán Halldórsson og Óskar Tómasson sækja að Ómari
Karlssyni, markverði FH.
Haraldur Erlendsson, fyrirliði Breiðabliks hampar bikarnum sem félagiS fékk fyrir glæsilegan sigur sinn I 2.
keppninni I knattspyrnu I ár.
deildar
mm
LiS Þróttar — varS I öSru sæti I annarri deild og leikur við Vestmanneyinga um sæti þaS I fyrstu deild sem fjölgað
verður um.
Breiðablik kvaddi
2. deild með sigri
BREIÐABLIKSMENN settu punktinn
yfir i-ið hjá sér I 2. deildar keppninni
s.l. föstudagskvöld er þeir sigruðu
Selfyssinga á Selfossi með 3
mörkum gegn einu. Var útkoman hjá
Breiðabliksliðinu sérlega glæsileg I
sumar, þar sem það vann 13 af 14
leikjum slnum I deildinni og skoraði
51 mark gegn 10.
í leiknum á Selfossi var Breiðablik
betri aðilinn og náði fljótlega forystu
I leiknum með marki sem Þór
Hreiðarsson skoraði. GIsli Sigurðs-
son bætti stðan öðru marki við og
Hinrik Þórhallsson tryggði sér
markakóngstitilinn I 2. deild með þvl
að skora úr vttaspyrnu. Fyrir Selfoss-
Mðið skoraði Jakob Gunnarsson.
í Hafnarfirði léku Haukar og Ár
menningar og urðu úrslit þess leiks
jafntefli 0:0. Þrátt fyrir markaleysið I
leiknum var nokkuð um góð tæki-
færi, einkum af hálfu Ármenninga,
en þeim gekk ekki að finna réttu
leiðina að Haukamarkinu.
Þróttur sigraði svo Víkinga frá
Ólafsvlk á Þróttarvellinum á sunnu-
daginn með tveimur mörkum gegn
engu. Leikur þessi var heldur tilþrifa-
lltill og áhugi beggja liða á leiknum
virtist takmarkaður. Það voru þeir
Halldór Arason og Bergur
Garðarsson sem skoruðu mörk
Þróttar.
Á Árskógsströndinni léku svo á
laugardaginn heimamenn, Reynir og
Völsungar frá Húsavtk og var þar
talsvert heitt I kolunum. Spjöldunum
gulu og rauðu var brugðið á loft. þvt
rauða einu sinni, þegar Hafliði Jóns-
son, Völsungur, veittist að dómara
leiksins, Hreini Hrafnssyni, og sló
hann. Leikurinn var nokkuð jafn bar-
áttuleikur, þó voru Völsungar öllu
aðgangsharðari og var sigurinn
þeirra — þrjú mörk gegn einu, eftir
að jafnt hafði verið t leikhléi, eitt
gegn einu. Tvö marka Völsunga voru
skoruð úr vitaspyrnum og var
Magnús Torfason að verki i bæði
skiptin Vitaspyrnudómarnir voru i
meira lagi vafasamir, einkum þó
hinn siðari. Þriðja mark Völsunga
gerði Jóhannes Sigurjónsson en
Björgvin Gunnlaugsson skoraði
mark heimamanna.
Armann vann Coca-Cola mótið
ÁRMENNINGAR báru sígur
úr býtum f Coca Cola hraðmót-
inu í körfubolta, sigruðu Val í
úrslitaleik með 67 stigum gegn 61.
Alls tóku 8 lið þátt í keppninni
sem var úrsláttarkeppni. Urslit
leikjanna urðu þessi:
1. umferð:
UMFN : Fram 52:40
KR: ÍR 61:52
Valur: ÍS 77:70
Armann: Staines 67:66
Undanúrslit:
Valur: UMFN 62:42
Armann: KR 61:51
Það voru því Valur og Ármann
sem léku til úrslita. Framan af
leiknum var hann mjög jafn en
Valsmenn höfðu yfir f hálfleik
43:37. En um miðjan sfðari hálf-
leik sigldu Ármenningar framúr
og sigruðu með 67 stigum gegn 61.
í eitt ár, og verður gaman að sjá
hann þegar hann kemur þaðan
aftur.
Þá lék Þröstur Guðmundsson,
áður í HSK, með Val í þessu móti
og styrkti liðið mikið, en hann
ætlar að leika með Val f vetur.
Ármenningar nöfðu það fram yfir
önnur lið að þeir eru komnir í
mun betri þjálfun, enda þátttaka
liðsins í Evrópukeppni framund-
an.
-Kk.
- Skagamenn
Framhald af bls. 15
ekki fyrr en á síðustu
stundu. Sennilega
hefur þar enn einu
sinni komið til að þegar
mest á reynir standa
KR-ingar «sig jafnan
bezt. Lið þeirra var
mjög tætingslegt f sum-
ar, og það var tiltölu-
lega sjaldan sem það
náði verulega að sýna
hvað f því býr í raun og
veru. Þjálfari liðsins,
Tony Knapp, kvartaði
undan því að leikmenn
liðsins hefður misst
sigurvonina og baráttu-
viljann, en það kom ör-
ugglega eitthvað fleira
til að liðið náði ekki
betri árangri.
Vestmannaeyingar,
sem flestir áttu von á að
yrðu f baráttunni um Is-
landsmeistaratitilinn í
ár, höfnuðu þess í stað á
botninum f deildinni.
Liðið byrjaði keppnis-
tfmabilið mjög vel —
vann hvern æfingaleik-
inn af öðrum og suma
með miklum mun.
Þegar á hólminn kom,
reyndist liðið svo öllu
lélegra en það hefur
verið I langan tíma, og
sérstaklega þó vörn
þess sem oftast var sem
sáld. Það var liðinu mik-
ið áfall að tveir af
traustustu leikmönnum
þess: Ölafur Sigurvins-
son og Óskar Valtýsson
gátu lítið sem ekkert
leikið með því i sumar,
og var greinilegt að
Eyjamenn höfðu ekki
leikmenn til þess að
fylla í skörð þeirra.
Frammistaða Vals í þessari
keppni kom vægast sagt mjög á
óvart því liðið lék nú fyrsta skipti
án Kára Maríssonar. En það sem
gerði gæfumuninn var að
„risinn“ ungi, Pétur Guðmunds-
son, sýndi stórkostlegan leik og
var hreint óstöðvandi. Hann skor-
aði um 25 stig f öllum leikjunum
og hirti aragrúa frákasta enda
meir en höfðinu hærri en allir
aðrir (2,16 m). Pétur er nú á
förum til Bandaríkjanna til náms
Heimsmet
LANDSSVEIT Búlgaríu setti nýtt
heimsmet í 4x800 metra boð-
hlaupi kvenna á móti sem fram
fór í Sofia um helgina. Hljóp
sveitin á 8:05,2 mfn., en gamla
metið sem sveit frá Búlgaríu átti
einnig var 8:08,6 mfn. Methaf-
arnir heita Nikolina Shtereva,
Lilyana Tomova, Rossitsa
Pehlivanova og Svetla Zlateva.