Morgunblaðið - 02.09.1975, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
Þórkatla Þorkelsdótt■
ir — Minningarorð
Magnús Þórðarson frá
Neðradal — Minning
Fædd 1. marz 1885
Dáin 23. ágúst 1975
Síðastliðnir níu áratugir hafa
verið timi mikilla framfara á Is-
landi. Af eldmóði og dugnaði
tókst þjóðinni að brjótast úr
Örbirgð til velsældar, og það svo,
að hún getur jafnvel skipað sér á
bekk með helztu velferðar-
þjóðfélögum nútímans. Vafalítið
hefur róðurinn reynzt erfiðastur í
fyrstunni fyrir þá kynslóð, sem
nú er að mestu horfin, en ruddi
brautina í fátækt og skorti á flest-
um sviðum. En þetta var harðgert
fólk, þrautseigt og viljasterkt og
sigurinn varð þess að lokum.
Mér hefur alltaf fundizt, að
amma mín, Þórkatla Þorkelsdótt-
ir, sem f dag verður borin til
grafar 1 Fossvogskirkjugarði, hafi
verið dæmigerður fulltrúi þessa
fólks. Þrátt fyrir svo margt mót-
lætið í lífinu var hún óbuguð til
hinzta dags, gædd þeirri andlegri
reisn og höfðingskap, sem þá eina
prýðir, sem lokið hafa ætlunar-
verki sínu hér á jörð í sátt við guð
og menn.
Ekki verður sagt, að lífið hafi
brosað við litlu stúlkunni, sem
fæddist í Fremri-Hjarðardal í
Dýrafirði þann 1. marz árið 1885.
Faðir hennar, Þorkell Árnason
frá ísafirði, hafði látizt nokkrum
mánuðum áður af slysförum og
móðirin, Guðfinna Jónsdóttir frá
Læk í Dýrafirði, stóð nú uppi ein
með soninn Guðmund tveggja ára
og Þórkötlu. Hafði hún neyðzt til
að ráða sig í vist, með því skilyrði,
að hún kæmi yngra barninu fyrir.
Grejp hún þá til þess ráðs að leita
á náðir föðurbróður síns, Sig-
mundar Bjarnasonar bónda á
Alviðru 1 Dýrafirði, og var Þór-
katla flutt þangað, fjögurra vikna
gömul. Tók hún miklu ástfóstri
við gamla manninn, sem reyndist
henni framúrskarandi góður, en
hún naut hans þó ekki lengi við,
því að hann lézt, þegar hún var
fimm ára. Næstu sex árin var hún
I fóstri hjá Ólöfu, dóttur Sig-
mundar, og Sveini Jónssyni
móðurbróður sínum, en þau gift-
ust og bjuggu að Bakka (nú
Neðri-Hjarðardalur) f Dýrafirði.
Ellefu ára gömul fluttist Þór-
katla til Bolungarvíkur til móður
sinnar, sem þá hafði gifzt Jens
Þórðarsyni frá Tungu í Skutuls-
firði. Jens var formaður í Bol-
ungarvík. Þremur árum sfðar
fórst Jens með skipi sínu, en Guð-
mundur, bróðir Þórkötlu, þá
sextán ára, bjargaðist naumlega.
Stóð nú Guðfinna enn uppi ekkja
með tvö stálpuð börn og tvær
kornungar dætur þeirra Jens,
Guðrúnu og Þórdísi. Fluttist hún
þá inn í Hnífsdal, þar sem systur
hennar tvær, Guðný og Björg,
voru giftar þeim bræðrum Jónasi
á Bakka og Valdimar f Heimabæ
og naut hún góðrar aðstoðar
þeirra.
Atján ára gömul giftist Þór-
katla fyrri manni sínum, Hálfdáni
Brynjólfssyni, sjómanni, ætt-
uðum úr Reykhólasveit og
Geiradal. Eignuðust þau tvö börn,
Henry Alexander, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Slysavarnafélags
íslands, hann lézt 1972. Hann var
kvæntur Guðrúnu Þorsteins-
dóttur og lifir hún mann sinn.
Þórhildur, hún lézt 1954. Hún var
gift Jóni Guðmundssyni, en hann
fórst við landtöku í Vík í Mýrdal
árið 1941. Hálfdán mann sinn
missti Þórkatla árið 1909, en hann
drukknaði í Isafjarðarhöfn.
Nokkrum árum sfðar gekk Þór-
katla að eiga Björn Friðfinnsson
sjómann, ættaðan úr Svarfaðar-
dal og varð þeim fimm barna
auðið:
Guðrún, hjúkrunarkona, gift
Ólafi Pálssyni pípulagninga-
manni, Haraldur, búfræðingur,
hann varð úti ásamt tveim félög-
um sfnum norður í Fljótum
haustið 1935; Guðbjörg, gift Adolf
Smith forstjóra; Sigriður, gift
Gunnari Proppé kaupmanni;
Birna, gift Pétri Pálssyni verk-
fræðingi.
Árið 1926, nokkrum dögum eft-
ir fæðingu yngstu dótturinnar,
fórst Björn með skipi sínu, en
hann var þá skipstjóri á bát, sem
gerður var út frá Siglufirði.
Næstu árin hafa vafalítið verið
býsna erfið, en hún talaði lítt um
þá hluti, helzt að hún minntist
þess með stolti, að hún hefði þótt
allra kvenna mestur forkur til
vinnu, enda var það i samræmi
við skapgerð hennar að sætta sig
ekki við annað en fyrsta sætið.
Árið 1935 flytur hún svo til
Reykjavíkur og gerist ári síðar
ráðskona hjá Sigurði Hannessyni,
bónda að Sumarliðabæ i Holtum.
Þar var hún í tæp tíu ár, eða þar
til hann brá búi og fluttist fyrst á
höfuðborgarsvæðið, en nokkru
síðar til Keflavíkur. Var hún ráðs-
kona hjá honum allt til ársins
1964, þá komin fast að áttræðu.
Síðustu tíu ár ævinnar dvaldist
Þórkatla að Hrafnistu. Hún hafði
skilað löngu og ströngu ævistarfi
og naut þess nú að sjá afkomenda-
hópinn eflast og stækka. Hún bar
hag þeirra allra mjög fyrir
brjósti, og fylgdist af vakandi
áhuga með velferð þeirra til
hinztu stundar.
Enn 1 hárri elli bar mjög á þeim
eðlisþáttum, sem ríkastir voru í
fari hennar, en það voru framúr-
skarandi dugnaður og sjálfsbjarg-
arviðleitni, eiginleikar, sem vel
höfðu dugað henni á lífsleiðinni.
Alla tíð hafði henni látið betur að
vera heldur veitandi en þiggj-
andi, og því fór henni vel hlut-
verk ættmóðurinnar, miðlandi
öðrum af kærleik sínum og um-
hyggju.
Blessuð sé minning hennar.
Henry Þór Henrysson.
t
Móðir okkar
MAGNEA INGIBJÖRG
HRÓBJARTSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu,
Bergþórugötu 4 að morgni hins
31 ágúst 1975 Jarðarför aug-
lýst síðar.
Þóra Aradóttir,
Ágúst Arason.
t
Litli sonur okkar og bróðir,
HANS OLAF
er lézt 24 ágúst verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 3. sept kl. 3. e.h.
Dröfn Kalmansdóttir,
Leif Nielsen og systkini.
t
Útför bróður okkar,
HARALDAR
ÞORLEIFSSONAR
Tjarnargötu 10 A,
fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 4 september kl
1:30
Systkinin.
I dag er til moldar borinn
Magnús Þórðarson frá Neðradal í
Mýrdal. Mig langar til að votta
minningu hans virðingu mfna og
þökk fyrir þá góðvild, sem ég og
mínir hafa notið frá hans hendi.
Við erum víst mörg, sem hugsum
til Magnúsar með.hlýhug þegar
minnzt er liðinna gleðistunda á
æsku árum þegar hann lagði á sig
erfiði og næturvökur til að
skemmta okkur, og laun hans
voru aðeins vitundin um að hafa
glatt aðra. Ég hygg að allir sem
honum kynntust geti sagt eins og
ég. Ég heyrði hann aldrei óvirða
nokkurn mann í orði né gera sig
að dómara. Ég trúi því fastlega að
honum séu hagstæð þessi orð:
ALLIR þeir er reka fyrirtæki f
hinum svonefndu Iðnvogum, þ.e.
Súðarvogi, Dugguvogi, Kænuvogi
og Tranavogi, hafa nú stofnað
með sér félag, sem nefnist Iðn-
vogar. I stofnskrá félagsins segir
að tilgangur þess sé að vinna að
sem beztri samvinnu og samstöðu
fyrirtækja í Iðnvogum, m.a. með
þvf að reka sameiginlega nætur-
vörzlu og tryggja með þvf öryggi
húseigna og fyrirtækja.
Næturvarzla hefur nú verið um
nokkurt skeið og hefur haft gífur-
leg áhrif til bóta. Innbrot voru
þarna oft í viku áður, en sfðan
næturvörðurinn hóf starf sitt
hafa innbrotsþjófar forðazt hverf-
ið eins og heitan eldinn.
Afmælis-
og minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða aö berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hiiðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
„Með sama mæli og þér mælið
öðrum mun yður aftur mælt
verða.“ Aldrei ætlaði Magnús öðr-
um illt, hafði líka kannski minni
ástæðu til þess en margir aðrir,
því að það á heima um margan
gallagrip „með góðum ertu góð-
ur.“ Það væri vissulega hægt að
byggja upp kristið þjóðfélag, ef
margir einstaklingar væru líkir
Magnúsi heitnum, jafnvel þó að
ýmsir þeirra væru veikburða og
smáir. Nú að kveðjustund er mér
efst í hug: Hjartans þökk fyrir
áratuga vináttu sem aldrei brást
og djúpa virðingu fyrir daglegri
framkomu sem í öllu sýndi góðan
mann. Hjartans þökk fyrir allt og
allt. Sigrfður Gfsladóttir.
A næstunni á að koma upp mjög
fullkomnu brunavarnarkerfi í öll-
um fyrirtækjunum og verður ein
sameiginleg stjórnstöð fyrir það.
Um leið og skynjarar kerfisins
verða varir við eld, fer sjálfvirkt
slökkvikerfi f gang. — Þá er einn-
ig í bígerð að koma upp sameigin-
legum sima- og póstþjónustu í
Iðnvogum.
1 fréttablaði, sem félagið gefur
út, segir, að það sé stefna félags-
manna að ganga sem bezt frá lóð-
um og húsum á þessum stað, en
oft hefur verið talað um sóðaskap
þarna á undanförnum árum, og
sjálfir hafi eigendurnir gert
mikið átak á þessu ári en Reykja-
vfkurborg trassi sífellt að hreinsa
lóðir og koma upp götulýsingu,
þrátt fyrir gefin Ioforð.
Ekið á bíl
AÐFARANÓTT s.l. laugardags
30. ágúst var ekið á bifreiðina R
32936, þar sem hún stóð við hús
númer 27 við Skipasund. Bifreið-
in er Toyota, hvít að lit, og
skemmdist vinstra frambretti all-
mikið. Liklegt er talið að rauð
bifreið hafi valdið tjóninu, en bif-
reiðastjóri hennar fór af vett-
vangi án þess að gera vart við sig.
Er hann beðinn að gefa sig fram
við rannsóknarlögregluna, svo og
sjónarvottar ef einhverjir eru.
t
Útför eiginmanns míns,
ARNBJÖRNSGUÐJÓNSSONAR,
Hverfisgötu 49,
Hafnarfirði.
fertram fimmtudaginn 4 sept. frá Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði kl 2.
Fyrir hönd dóttur okkar, tengdasonar og annarra vandamanna,
Guðrún Gissurardóttir.
t
Eiginmaður mínn,
STEINDÓR PÉTURSSON,
Kringlumýri 1,
Akureyri,
sem lézt í Kristneshæli þann 26. ágúst, verður jarðsunginn
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. september kl. 1 3:30
Jóhanna Vigfúsdóttir.
frá
t
Útför
SESSELJU GUÐJÓNSDÓTTUR
Norðurbrún 1,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 4. sept kl 3
Vandamenn
t
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Arkarholti \4, Mosfellssveit,
fer fram frá Bústaðakirkju, miðvikudaginn 3 sept kl 13.30
Sigrún Gunnarsdóttir,
Hjörtur, Anna Siifa, Gunnar Reynir
SVAR MITT
0
EFTIR BILLY GRAHAM
mÉbk**imFm
Mig langar til að trúa þvf, að lff sé eftir dauðann. En ég er
fullur efasemda og get ekki eignazt vissu.
Hvernig getið þér orðið fullviss um það að sólin
komi upp á morgun? Hvernig getið þér orðið viss
um, að sumarið líði og vetur gangi í garð? Vfs-
indamaður gæti gefið langt og flókið svar. Flest
byggjum við á trú.
Við vitum öll, að i efnisheiminum verður
ekkert til úr engu. Enginn hlutur, sem til er, á sér
upphaf í „engu“. Guð, hann sem gætir þess af
kostgæfni, að ekki fari einu sinni laufblað til
spillis, mun vissulega koma í veg fyrir, að sál
týnist.
En við þurfum ekki að leita vísindalegra rök-
semda. Við getum reitt okkur á orð Jesú. Hann
sagðist fara og búa lærisveinum sínum stað (Jóh.
14.2). Allir þeir, sem gefa Jesú hjarta sitt, munu
lifa með honum. Við eigum loforð hans: „Sá, sem
trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver,
sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu
deyja.“ (Jóh. 11,25—26).
Þeir, sem syndga, munu einnig lifa eftir dauð-
ann, en ekki á himnum. Með því að kjósa hið illa
skilja þeir sig frá Guði, — nema þeir beiðist
fyrirgefningar. Jesú sagði við ræningjann á
krossinum, þann er iðraðist: „Þú skalt vera með
mér í paradís (Lúk 23,43).
1 orðum Jesú finnum við vissu þess, að líf sé að
loknu þessu lífi. Treystið honum, og allar efa-
semdir yðar munu hverfa.
Fullkomnasta brunavamar-
kerfi landsins í Iðnvogunum