Morgunblaðið - 02.09.1975, Page 33

Morgunblaðið - 02.09.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 33 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Veðrið og afkoman Friöfinnur Finnsson frá Odd- geirshólum skrifar: ,,Það er almennt talið, að fáar þjóðir séu eins háðar veðri og tslendingar, enda er venja þeirra, þegar þeir mætast á förnum vegi, að tala um veðrið því að svo er atvinna þeirra til sjós og lands háð þvi. Á þessu sumri hefur fólki hér sunnanlands sennilega ekki orðið eins tíðrættumneitteinsog tíðar farið og er það sannarlega að von- um. A Norðurlandi og á Aust- fjörðum hefir veðrið verið mjög hagstætt og heyskapur gengið þar mjög vel og er sums staðar lokið. Hér sunnan- og suðvestanlands hefur aftur á móti verið þvílík ótíð, að með eindæmum má telj- ast, sífelldar rigningar, þoka og ekki hefur séð til sólar dögum saman. Þessi eindæma ótið I stærstu landbúnaðarhéruðum landsins yfir hábjargræðistimann hefur að sjálfsögðu skilið eftir spor sin víða og með margvísleg- um hætti, Hey hafa ekki náðst inn í hlöður nema að litlu leyti og þá stórhrakið og skemmt. Það er ekki þörf á að rekja það nánar, sem öllum er ljóst, en þetta bakar þjóðinni og þá alveg sérstaklega bændastéttinni hér sunnanlands mikið tjón. Vitað er að mennirnir standa ráðþrota gagnvart náttúruöflun- um þegar þau fara hamförum og þar fær mannleg þekking og sú mikla orka, sem mennirnir hafa yfir að ráða, engu eða litlu um breytt. Oft hefur mér og sjálfsagt mörgum öðrum komið í hug, • hvers vegna mennirnir leiti ekki til Guðs og biðji hann um hjálp þegar svona misæri verður. Við erum kristin þjóð og vitum, að einn höfuðþáttur í kenningu frelsara vors var éinmitt um blessun bænarinnar og hvatning hans til lærisveina sinna um að vera stöðugt í bæninni og fullviss- unni um bænheyrslu. Væri ekki þess vert, að forystu- menn islenzku þjóðarinnar ósk- uðu eftir að haldinn yrði bæna- dagur þar sem Guð væri beðinn um að hjálpa þjóðinni að leysa þann vanda, sem hún ræður ekki við? Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum." 0 Staða konunnar Kristjana Thorsteinsson skrif- ar: „í Morgunblaðinu 26. ág. sl. spyr Elin Magnúsdóttir um stöðu hvaða konu sé rætt á kvennaár- inu. Mér finnst hún sjálf hafa svar- þekkta sem alvöruleikkonu. Ahorfendur trúa þvf oft að sú ein geti farið með slíkt hlutverk sem hefur mikla hæfileika til brunns að bera. Aftur var kominn þessi vand- ræða- en þó frekjusvipur á andlit hennar. — Og í reynd krefst þetta hlut- verk ekki dramatiskra hæfileika. Eruð þér að gefa það í skyn? sagði hún. — Ég segi aðeins að ég held að þér hafið það sem til þarf ungfrú Hudgin, og ég get styrkt yður og ráðlagt eftir beztu getu, svo að árangurinn verði okkur báðum til framdráttar. Eg gat ekki sagt öilu skilmerki- legar að ég gerði mér grein fyrir hver hún væri, eða hvað finst yður? Varla hefði ég farið að bjóða algerlega óþekktri og reynslulausri stúlku aðalhlut- verkið í kvikmyndinni. Hún virtist stutta stund sem á báðum áttum. Svo sagði hún: — IVlig langar aö sjá þetta handrit. Eg stillti mig um að brosa, þvf að þetta hefði byrjandi aldrei heimtað. IVIeð stóiskri ró rétti ég henni handritið. að þessari spurningu á mjög eftir- minnilegan hátt og svo vel, að svarið sýni mörgum sinnum betur en margar ræður stöðu konunnar i þjóðfélaginu nú. Það er setning- in, þar sem Elin talar um konuna, sem er búin að ljúka námi og vinnur fullan starfsdag utan heimilis, en heimilisstörfin biða hennar þegar heim kemur að sjálfsögðu. Starfsdegi eigin- mannsins er auðvitað lokið. Það getur verið, að grammófón- platan um jafnrétti kvenna sé orðin of slitin, að minnsta kosti er greinilegt, að allir skilja ekki til fulls þann boðskap, sem hún flyt- ur. Virðingarfyllst, Kristjana Thorsteinsson." 0 Áfangar Jón S. Jóhannsson skrifar: „Kæri Velvakandi. A þessum síðustu og verstu „rigningar“tímum heyrist aldrei of mikið af hrósi og lofsyrðum. Undirritaður vill lýsa óskiptri ánægju sinni með tónlistarþátt- inn „Afangar" í Ríkisútvarpinu. Þáttur þessi hefur aldrei boðið upp á annað en úrvalstónlist. í stuttu máli má segja, að þar sér rjóminn fleyttur ofan af poppi og skyldum tónlistarstefnum síðari ára. Þar við bætist góð þekking og kynning umsjónarmanna þáttar- ins. Sérstaklega skal þakka umsjón- armönnum, þeim Ásmundi Jóns- syni og Guðna R. Agnarssyni, fyr- ir óbeinan fjárhagsstuðning. Kemur þar til, að plötukaup reyn- ast óþörf á öld segulbanda með slíkum úrvalsþætti á öldum ljós- vakans i viku hverri. Með beztu þökk fyrir birtingu. Jón S. Jóhannsson.“ Hlíðabúinn, sem gagnrýndi um- gengni á Reykjavíkurflugvelli í siðustu viku, hefur nú sent Vel- vakanda hraðbréf ásamt mynd- inni hér að ofan. Meðfylgjandi orðsending er svohljóðandi: „Leyfi mér að senda þér þessa mynd af æfingasvæði slökkviliðs- ins á Reykjavíkurflugvelli sem svar við bréfi flugvallarstjóra. Ég ætlaði mér ekki að þrasa við einn eða neinn, aðeins benda á þann Eitthvað hljóta segulböndin þó að kosta, en vera má, að hag- kvæmara sé að kaupa þau en hljómplötur. % Umferðin og börnin í þessari viku taka barnaskól- arnir til starfa á ný, og þá er runninn upp sá tími ársins, sem börn eru í mestri hættu í umferð- inni. Bæði kemur það til, að nú endist dagsbirta skemur og það, að börn eru nú meira á ferðinni en verið hefur yfir sumarmánuð- ina. Þá er mikill fjöldi barna, sem hlýtur eldskírn sína í umferðinni, ef svo má að orði komast, á hausti hverju. Það eru börnin, sem eru að hefja skólagöngu sina. Það verður aldrei nægilega brýnt fyrir for- eldrum barna og öðrum forráða- mönnum, að nauðsynlegt er að fylgja yngstu börnunum úr og i skóla fyrst í stað, bæði til að kenna þeim umferðareglurnar og leiðina, sem hættuminnst er. Um leið og börnin byrja i skólanum eykst eftirspurn eftir endurskins- merkjum mjög, en til gleðitíðinda má telja, að æ fleiri framleiðend- ur yfirhafna leggja nú metnað sinn í að útbúa flíkurnar með þessum lifsnauðsynlegu merkj- um. Á næstu vikum stendur yfir aðalvertíð úlpusalanna því að þennan þjóðbúning islenzkra barna þarf yfirleitt að endurnýja á hverju hausti eins og annað tilheyrandi. Þá skaðar ekki fyrir kaupendurna að hafa það i huga, að litsterkar yfirhafnir hafa mik- ið öryggisgildi i umferðinni, á sama hátt og daufir litir koma að litlu haldi að þessu leyti. ósóma sóðaskap, sem þarna hefur viðgengizt mánuðum saman, og ég vona að myndin sýni að nokkru. Séu húsbændur flugvallarsvæðis- ins ánægðir með þetta, þá þeir um það, en þá hlýtur að eiga við mál- tækið „hverjum þykir sinn fugl fagur“. Er ég kom til að taka myndina, var búið að hreinsa nokkuð af því drasli, sem þarna lá, þegar ég kom þar nýlega, þótt enn sé þar af nógu að taka.“ — Þar sem lífið er saltfiskur ... Framhald af bls. 10 skógsströnd keppti í annarri deild íslandsmótsins í sumar, í fyrsta skipti, og þrátt fyrir að andstæðingarnir væru allir frá miklu fjölmennari stöðum og hefðu betri aðstöðu að mestöllu leyti, þá hefur Reynir samt haldið sér í deildinni og leikur þar á ný næsta sumar. Brynjar hafði farið á leikinn fyrr um daginn og við spurðum hann álits á leíknum og frammistöðu piltanna: „Mér leizt bara vel á þetta," segir hann. Og við spyrjum hann um áhuga íbúanna á þessu svæði á knattspyrnunni: „Menn hafa alltaf leikið sér að þessu hérna,“ segir Brynjar. „Ahugi fólksins á keppni Reyn- is í mótinu er mikill, en það bjóst enginn við þessum árangri, sem þeir hafa náð.“ Það skyldi þó aldrei vera, að knattspyrnan yrði til þess að gera nafn Litla-Árskógssands frægt á Islandi, þessa litla pláss, sem aldrei er minnzt á, svo að heitið geti, jafnvel ekki fyrir saltfiskframleiðsluna? Myndir og texti: — sh. lOrgimtiMtói] IIMNRI NJARÐVÍK TEIGAHVERFI MOSFELLSSVEIT óskar eftir starfsfólki HELLISSANDUR SEYÐISFJÖRÐUR HVERAGERÐI Umboðsmenn óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. uppl. hjá umboðsmönnum oq á afgr. í síma 10100. Einkaritaraskólinn S krif stof u þjá If u n fyrir karla jafnt sem konur Almenn skrifstofustörf — skrifstofutækni — verzlunarreikningur Tvö námskeið, tólf vikur hvort, 22. sept. — 12. des. og 1 2. jan. — 2.^apríl. Þrjár kennslOstundir á dag má. mi. og fö. tvær kennslustundir á dag þr. og fi. Kennsla fer fram á ensku og íslenzku. Yfirkennari er til viðtals kl. 4 — 7 e.h. Mímir Brautarholti 4 — sími 11109 (kl. 1—7 e.h.) HEWS FROMICEIAHD Published Monthly by iQOÍand Review Mánaðarlegt fréttablað á ensku fræðir vini yðar og viðskipta- menn stöðugt um viðburði og þróun mála hérlendis: Almennar fréttir, efnahagslíf, iðnaður og viðskipti. Sendið þeim gjafaáskrift strax i dag. September-blaðið er nýútkomið — fjölbreytt og -flytur m.a. helztu atriðin varðandi landhelg- ismálið. Hringið í sima 81590, eða skrif- ið i pósthólf 93 i Reykjavik. Fæst einnig i helztu blaðasölum. NEWS FROMICEIAHD flýgur með Islandsfréttir um allan heim. í^YÞARFTU að kaupa? Lx \l) ^JTÆTLARÐU AÐ SELJA? HEWS FROM ICElAHD _________Putxwfd Monthiy by tceland Review ^-"7 wo. í itwmw_______._______ i»Tt Umttktm BJmnma*, MMtfr •! Fhketin, <m Me#ofltrtwu.- T Large-scale Reduction in Catch and Short-term Agreements | Disappointment on Canada's Deciaion Not to Extend Limita

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.