Morgunblaðið - 02.09.1975, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.09.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 35 — Úrelt Framhald af bls. 36 landflótti iðnaðarmanna á sér jafnvel stað.“ Til úrlausnar er m.a. bent á það I skýrslunni, að æskilegt sé að skipaður yrði byggingastjóri, sem hefði það hlutverk að takast á hendur ábyrgð meistara við árit- un á húsateikningar, bera ábyrgð á framkvæmd byggingarinnar og losa húsbyggjandann þannig við að fylgjast með verkinu, eins og tiðkast hefur hér. Þá er mælt með þvi, að allt iðnnám, jafnt bóklegt sem verklegt, verði flutt inn i iðnskóla. I staðinn fyrir núver- andi tilhögun greiðslu fyrir um- samið verk er bent á, að.svokallað verkeiningabónuskerfi, þar sem hinar ýmsu faggreinar og annar starfskraftur, sem vinnur að sama verkefni, skipta á milli sín bónus eftir ákveðnu kerfí. Mbl. leitaði umsagnar þriggja fulltrúa úr byggingaiðnaðinum á framansögðu. Benedikt Davfðsson formaður Sambands byggingamanna sagði: „Ég get út af fyrir sig ekki tjáð mig mikið um þetta án þess að hafa lesið skýrsluna í heild. Það má vel vera, að ýmislegt af því, sem að framan stendur, sé á rökum reist, en mér heyrist að þetta séu að mörgu leyti fl'ft- færnislega uppkveðnir dómar. Ég er sammála því, að það er nauðsynlegt fyrir okkur að endur- skoða byggingakerfi okkar, en éjg held, að þar sé lánakerfið miklu meira atriði en menn hafa almennt gert sér grein fyrir.“ Ólafur Jónsson málarameistari, sem er varaformaður meistara- sambands byggingamanna, sagði: „Þarna er verið að slá fram alls konar fullyrðingum, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hugmyndin um byggingastjóra miðar einungis að þvi að bæta ofan á einum Iiðnum í viðbót. Það er ekki rétt, að taxtar séu samdir af iðnaðarmönnum einum, — sífelld endurskoðun á þeim fer fram. Haraldur Sumarliðason er for- maður Meistarafélags húsasmiða, sem er fjölmennasta aðiidarféiag Meistarasambands bygginga- manna. Hann sagði: „Siðan ég sá þessa skýrslu fyrst hafa ýmsir hlutir gerzt. Líkur eru t.d. á því, að breytingar á meistarakerfinu og bygginga- stjóramálið komi til framkvæmda á næsta þingi, en þarna er um að ræða hluta af furmvarpi að nýjum byggingalögum. Hins vegar tel ég, að það sem þarna er sagt um ákvæðisvinnu, sé að mörgu leyti rétt, en félögin standa misjafnlega vel að þessum málum. Sum félög Ieggja t.d. geysilega vinnu í að leiðrétta ákvæðisvinnutaxta jafnóðum. I sambandi við að færa iðnnámið inn í skólana get ég sagt, að ég hef verið því fylgjandi í mörg ár, enda er þetta orðið I sumum greinum. Sjónvarps- og útvarps- virkjanám er t.d. alveg komið inn í iðnskóla, en til þess að þetta verði algilt þarf að koma til mikil breyting í iðnskólanum í sam- bandi við aðstöðu." I skýrslunni er einnig rætt ýtar- lega um lán til húsbygginga. Talið er, að nýting þess fjármagns, sem fyrir hendi er, sé að mörgu leyti ábótavant. Gerð er grein fyrir því hvernig haga megi ráðstöfun fjár- magns með því móti að til hags- bóta verði fyrir húsbyggjendur og þjóðfélagið í heild, m.a. með því að koma á föstu veðlánakerfi, enda þótt gert sé ráð fyrir því að tryggja þurfi efnalitlu fólki áframhaldandi styrki til húsbygg- inga. Þá er vakin athygli á þeim möguleika að gefa húsbyggjend- um kost á hækkandi lánum með hækkandi verðtryggingu, sem mundi leiða til hraðari fram- kvæmda með aukinni iðnvæðingu og lækkun byggingakostnaðar. Þá er talið nauðsynlegt að taka til gagngerrar athugunar, hvort ekki „nnt að koma hér á verðbréfa markaði í sambandi við húsbygg- ingar. Talið er, að lóða- og skipulags- mál bæjar- og sveitarfélaga um land allt hafi verið í mikium ólestri um langt skeið, m.a. þánnig, að sveiflur í lóðaúthlut- unum hafi verið mjög miklar. Þetta geri m.a. það að verkum, að þegar úthlutað sé í einu miklum fjölda lóða, þá verði álagið á vinnumarkaðnum og í lána- kerfinu langt umfram það, sem efnahagskerfið getur risið undir án þess að verða fyrir verulegri röskun. I skýrslunni er talið, að stein- steypa muni um ófyrirsjáanlega framtíð verða aðalbyggingarefnið hér á landi og bent á nauðsyn þess að vanda betur til blöndunar steypunnar og efnisvals. Þá segir að breytingar á ytra útliti og gerð húsa verði þær helztar á næstu árum, að einangrun verði færð út fyrir burðarveggi í meiri mæli en nú á sér stað, en það muni aftur hafa í för með sér minnkandi hitakostnað og minni hættu á myndun þenslusprungna. Eins og fyrr segir er skýrslan gerð á vegum Rannsóknaráðs ríkisins. Fyrir hönd stofnunar- innar hefur Reynir Hugason haft á hendi forystu um vinnslu skýrslunnar, en formaður starfs- hóps sem Rannsóknaráð ríkisins skipaði f ársbyrjun 1974, er Júlíus Sólnes prófessor. Aðrir f hópnum eru Öttar P. Halldórsson yfirverk- fræðingur, Guðmundur Einars- son framkvæmdastjóri, Guðmundur Ó. Guðmundsson framkvæmdastjóri, Halldór Jóns- son verkfræðingur, Magnús G. Björnsson arkitekt og Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri. — Leiðari Vísis Framhald af bls. 3 ræður um þessi efni með því að beita flokkspólitískum þvingunum . . . Vfsir hefur ekki og mun ekki láta hagsmunásamtök bænda né nokkur önnur hafa áhrif á stefnu blaðsins eða koma í veg fyrir að þar verði rætt um til- tekin málefni. Vísir er miklu mun sterkari en svo, að hann muni láta slíkar hótanir hafa áhrif. öfgafull viðbrögð for- manns Stéttarsambands bænda eru ögrun við frjálsa skoðana- myndun í þjófélaginu." — Portúgal Framhald af bls. 1 þeirra sem hann ræður yfir gerðu uppreisn gegn honum um helg- ina. örlög Corvachos f embættinu eru talin verða fyrsta merkið um styrk Goncalves, og hann er sagður leggja mikla áherzlu á að Corvacho verði áfram yfirmaður hersins f hinum íhaldssömu norðurhéruðum landsins. Willy Brandt formaður vestur- þýzka Sósíalistaflokksins sagði f dag í Bonn að vestur-evrópskir sósíalistaleiðtogar myndu koma saman til fundar í London 5. þessa mánaðar til að ræða beinar hjálparaðgerðir til handa portúgölskum skoðanabræðrum þeirra. — Blaðprent Framhald af bls. 2. með hlutabréf í Blaðaprenti hf. en telur sér jafnframt skylt að standa við þau fyrirheit, sem gefin eru Vísi í stofnsamningi Blaðaprents hf. um að séð verði um prentun hans á hefðbundn- um tfma. Með skírskotun til framan- ritaðs ályktar stjórn Blaða- prents hf. eftirfarandi: 1. Stjórn Blaðaprents hf. ákveður að Vísir skuli unninn og prentaður í prentsmiðju félagsins með sama hætti og áður. 2. Stjórn Blaðaprents hf. sam- þykkir þá beiðni meirihluta stjórnar Járnsíðu hf. að taka til vinnslu og prentunar nýtt dag- blað enda sé það framkvæman- legt og felur framkvæmdar- stjóra og yfirverkstjóra að hefja samninga um útkomu- tfma og tæknileg atriði og Ieggur niðurstöður þeirra fyrir stjórn Blaðaprents hf. hið fyrsta. Samþykki allra stjórnar- manna í Blaðaprenti hf. þarf til ákvörðunar um útkomutíma blaðsins. 3. Með því að ekki verður talið, að réttur hvers hluta- bréfaflokks í Blaðaprenti hf. sé til að láta prenta tvö dagblöð samkvæmt hinni sérstöku gjald skrá, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins, ákveður stjórn Blaða- prents hf. að gefa C hlutabréfa- flokki til bráðabirgða, kost á að njóta viðskiptakjara 18. greinarinnar fyrir bæði blöðin, Vísi og hið nýja dagblað, enda samþykki þau eitt af tvennu: (a) að skipa hvort um sig, einn fulltrúa í 3ja manna gerðardöm þar sem farið yrði fram á, að Hæstiréttur skipaði oddamann, en gerðardómur þessi kvæði á um það innan 4 vikna, hvort dagblaðið ætti rétt á að njóta hinna sérstöku við- skiptakjara 18. greinarinnar. (b) að deponera eða leggja fram tryggingar fyrir mismun- inum á hinni sérstöku gjald- skrárgreiðslu og útsölutaxta, þar til úr því verður skorið með samkomulagi eða dómi, hvort dagblaðið eigi rétt á að njóta viðskiptakjara 18. greinar- innar. 4. Stjórn Blaðaprents hf. telur, að við sölu stjórnar Járn- síðu hf. á hlutabréfum Járnsiðu í Blaðaprenti hf. til Jónasar Kristjánssonar og Sveins R. Eyjólfssonar hafi ekki verið gætt forkaupsréttar annarra hluthafa í C hlutabréfaflokki Blaðaprents hf. samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins. Mun stjórn Blaðaprents hf. sjá um, svo sem henni er skylt, að sölu- meðferð þessara hlutabréfa, fari fram í fullu samræmi við samþykktir Blaðaprents hf.“ Morgunblaðið ræddi í gær við Þóri Jónsson, sem sæti á í út- gáfustjórn Vísis og spurði hann um álit á þessari ályktun og þá einkum því atriði, sem segir um forkaupsréttinn á hlutabréfun- um f Blaðaprenti h.f. Þórir sagði að hann og Ingimundur Sigfússon hefðu átt samanlaet 50 þúsund króna hlutabréf, en síðan hafi Reykjaprent átt 150 þúsund krónur. Jónas, Sveinn og Pétur Pétursson hafi hins vegar átt 200 þúsund krónur og 950 þúsund hafi verið eign Járnsiðu. Sagði Þórir að ekki hefði farið fram formleg sala á eign Járnsíðu til Jónasar og Sveins, þar sem viðskiptin hefðu aldrei verið lögð fyrir stjórnina og því væri salan ólögleg. Ennfremur hafi for- kaupsréttur ekki verið til- kynntur. Um það atriði, að um tfma prentunar Dagblaðsins eigi að fara fram samningar milli Dag- blaðsins og Blaðaprents, sem sfðan eigi að samþykkja af stjórn Blaðaprents, en þar á Vísir nú enga fulltrúa, sagði Þórir, að stjórn Reykjaprents treysti því að aðrir stjórnar- menn f Blaðaprenti gættu hags- muna þeirra. Með tilliti til stofnsamningsins um Blaða- prent væri rætt um ákveðin fjögur dagblöð og að þau eigi að skipta með sér arði af rekstri félagsins. Því kvað hann það alveg ljóst, hvaða blöð það væru, sem njóta ættu þeirra sérstöku kjara hjá fyrirtækinu, þ.e.a.s. blöðin, sem nefnd eru í stofnsamningnum. Þar er Dag- blaðið ekki með og kvað Þórir engin sérréttindi fylgja því að hafa á hendi einhver hlutabréf, þegar svo ákveðið er greint frá því á hvern átt eigi að reka fyrirtækið f stofnsamningi. Jónas Kristjánsson ritstjóri hins nýja blaðs sagði að vissu- lega viðurkenndi hann það, að sala hlutabréfanna gæti verið umdeilanleg, þar sem færir lög- fræðingar væru alls ekki á eitt sáttir um hana. Hins vegar kvað hann þetta alls ekki vera kjarna málsins, það eð 60% þeirra sem ættu forkaupsrétt að bréfunum fylgdu sér og Sveini R. Eyjólfssyni að málum. Jónas sagði að stefnt væri að því að Dagblaðið kæmi út mánudaginn 8. september og væri að þvi unnið. Hann sagði að viðræður milli framkvæmda- stjóra og yfirverkstjóra Blaða- prents annars vegar og fulltrúa Dagblaðsins hins vegar hefðu hafizt nú á sunnudaginn. Alltof snemmt væri að skýra frá þeim á nokkurn hátt, en verið væri að kanna málin. Jónas kvaðst þess fullviss að unnt yrði tækni- lega að prenta Dagblaðið á und- an Vfsi, en eins og af ályktun- inni sæist hafi Blaðaprent samþykkt að prenta Vísi eins og áður. tískusýningar meó tónlist og ljósagangi Tvisvar á dag alla daga nema laug- ardaga og sunnudaga, kl. 4.30 og 8.45 eru tízkusýningar í veitinga- salnum. Modelsamtökin og Karon sýna. Við höfum útbúið sérstakan Ijósabúnað sem blikkar allavega lit- um Hjósum í takt við tónlistina, og teljum okkur brautryðjendur á sviði svo glæsilegra tískusýninga. A laugardaginn verður sýning á barnafatnaði kl. 2.30 og 4.30, sem verzlunin Bimm Bamm sér um. HAPPDRÆTTISVINNINGURINN í DAG ER: FERÐ FYRIR TVO TIL KAUP- MANNAHAFNAR Á SCANDINAV- IAN FASHION SHOW 15 — 17. SEPTEMBER. ÚTSÝN SKIPULEGG- UR DVÖLINA í KAUPMANNA- HÖFN. Tízkusýningar í dag kl. 4.30 og 8.45. Karon samtökin sýna. Verð aðgöngumiða 350 kr. fyrir fullorðna og 1 00 kr. fyrir börn. DALÞIÚflLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK 1975 itx*sujo<084»9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.