Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKT0BER 1975 r Enn um olíu og Noreg Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans, heldur ðfram í fyrradag að skrifa i þann veg, aS undir eng- um kringumstœSum megi kanna möguleika á oliu- kaupum fri Noregi og bit- ur sig i þau rök ein, aS mikill halli sé i viSskipt- um íslands og Noregs, is- lendingum i óhag meS sama hætti og halli sé i viSskiptum okkar viS Sov- étríkin. Hins vegar sýnist engar líkur i þvi, aS viS getum jafnaB viSskipta- hallann viS NorSmenn meS fisksölu til þeirra, en talsverSar likur séu i þvi, aS viS getum jafnaS hall- ann viS Sovétríkin meS auknum fisksölum. Eins og iSur hefur kom- iS fram i Morgunblaðinu, I_____________________ kaupum við nú vörur frá Sovétrfkjunum fyrir 2500-3000 milljónum króna hærri fjárhæð en þeir kaupa af okkur. Vel má vera að hægt sé að auka fisksölu til Sovétríkj- anna og er það vel ef svo er. Hins vegar hafa Sovét- menn oft á tíðum verið býsna erfiðir f viðskiptum við okkur en kannski er þeim svo mikið í mun að selja okkur alla þá oliu, sem við notum, að þeir séu reiðubúnir til þess að stórauka fiskkaup frá okk- ur. Sjálfsagt er að láta á þetta reyna og vissulega væri það ánægjulegt, ef hægt væri að stórauka sölu á afurðum okkar til Sovétrikjanna á viðunandi verðlagi, ekki sfzt á þeim afurðum sem illa gengur að koma inn á markaði annarsstaðar og má f þvf sambandi nefna lagmetið. Olían er pólitískt vopn En viS fslendingar hljót- um aS leiSa hugann aS því, aS nú á dögum er olian pólitiskt vopn í höndum framleiSsluþjóS- anna. ÞaS hafa Arabaríkin sýnt i verki og enginn vafi á þvi, aS þau hafa náS umtalsverSum árangri i þvi aS beita oliunni sem pólitisku vopni á siðustu misserum og mi i þvi sambandi visa til gjör- breyttra viðhorfa i Evrópu til deiluefna Araba og fsraelsmanna en Evrópa er mjög háð oliukaupum frá Arabarikjunum. Það hlýtur að vera mikið ihug- unarefni fyrir okkur að vera svo mjög háðir oliu- kaupum frá Sovétmönn- um sem raun ber vitni um, og það væri skynsamleg pólitik og hyggilegt að dreifa oliukaupunum nokkuð. ViS getum treyst þvi að NorSmenn mundu aldrei beita oliunni sem pólitisku vopni gagnvart okkur fslendingum. Hitt vekur óneitanlega nokkra furðu hve snörp viSbrögð Þórarins Þórarinssonar hafa orSiS við ábending- um og umræðum um oliu- kaup frá Noregi. Þær rök- semdir, sem Þórarinn hef- ur sett fram sjónarmiðum sinum til stuSnings. eru ekki fyllilega sannfær- andi. Það er t.a.m. ákaf- lega óliklegt, aS Sovétrík- in fáist til þess aS tvöfalda kaup á fiskafurSum frá is- landi. Og þaS er næsta óskiljanlegt hversvegna ekki má aS mati Þórarins ræSa um eSa kanna möguleika á oliukaupum frá Noregi. HvaS veldur þessari viSkvæmni? Rökin fyrir þvi aS skoSa n möguleika á oliukaupum I frá Noregi skulu hér enn I upp talin: f fyrsta lagi kaupum við vörur frá Sov- I étrikjunum fyrir 2500- I 3000 milljónum króna , hærri upphæð en þeir af I okkur. Þennan mismun I verðum við að borga i . hörðum gjaldeyri. Á I stundum hafa Sovétmenn I verið aðgangsharðir vegna þeirra skulda, sem I við höfum þannig safnað. I f öðru lagi: ef möguleik- : inn á oliukaupum frá Nor- | egi leiðir til þess að Rúss- I ar vilja kaupa af okkur 1 meiri fisk, er gagnlegt að | hreyfa þessum kosti. í I þriSja lagi: Margt bendir ' til aS innan fárra ára verði | Sovétrikin ekki afiögufær I um oliu til útflutnings. Sá * timi kann aS koma fyrr en | taliS hefur verið. Þess I vegna er hyggilegt að 1 opna aSra möguleika. f | fjórða lagi: ViS erum I hættulega háSir þessari 1 einu þjóð, ef við kaupum | alla oliu frá henni. Þess i vegna er skynsamlegt aS ’ dreifa olíukaupunum | nokkuS. f fimmta lagi: i Það hefur aldrei heyrzt, * aS Sovétmenn geri kröfu | til þess, aS viS kaupum I tvöfalt magn af þeim á við ' þaS, sem þeir kaupa af | okkur. Þess vegna er eng- I in ástæða til aS ætla, að 1 við stofnum fiskmörkuð- | um okkar þar i hættu, i með þvi að kaupa oliu frá ' Noregi. ----------------------------1 ----------------------- Hringið í síma 10100 milli kl. 16 og 17 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. ______________________/ HVAR ERU LITLU Þ-YRLUR LAND HELGISGÆZLUNNAR? Jóhannes Tómasson, Mána- braut 16, Kópavogi spvr: Nokkru eftir að Landhelgis- gæzlan festi kaup á þyrlunni TF GNÁ, keypti Gæzlan tvær minni þyrlur frá Bandaríkj- unum. Hvað kostuðu þessar þyrlur og hvar eru þær staðsett- ar um þessar mundir?" Pétur Sigurðsson, forstjóri Laifdhelgisgæzlunnar, svarar: ,,Þær eru báðar í flugskýli Landhelgisgæzlunnar á Reykja- víkurflugvelli. Verið er að setja nýjan mótor í aðra, en mótor hennar yfirhitnaði. Hin er gangfær en hefur ekki verið notuð í sumar og er gert ráð fyrir að taka hana einnig til viðgerðar. Kaupverð þessara þyrla til samans var 25 þúsund dollarar en þær voru keyptar notaðar. Upphaflega voru þær keyptar til að nota á skipum Landhelgisgæzlunnar en óskir um að fá þær til vinnu í landi voru viðameiri en hægt var að anna. En hvað sem þvi Iíður er það enn ætlun Gæzlunnar að nota þessar þyrlur til starfa á skipum hennar." HVENÆR Á UPPHITAÐA GANG- STÉTTIN AÐ KOMA? Ingibjörg Jónsdóttir, Ilátúni 10, Reykjavfk spyr: ,,Á s.l. ári mun hafa verið samþykkt einróma í borgar- stjórn að leggja gangstétt niður að húsinu Hátúni 10. Hvað líður framkvæmd þessa verks?“ Ingi (J. Magnússon, gatna- málastjóri Reykjavíkurborgar, svarar: „Búið er að mæla fyrir þess- ari gangstétt og ákveða stað- setningu hennar og eiga fram- kvæmdir við lagningu hennar að hefjast í þessari viku. Ekki hefur verið hægt að hefja fram- kvæmdir við verk þetta fyrr, þar sem staðið hefur á skipu- iagi lóðarinnar. HVENÆR TEKUR ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI TILSTARFA? Gréta Guðmundsdóttir, Eyja- bakka 8, Reykjavík, spyr: „1. Hvers vegna hefur kennsla enn ekki hafist í öskju- hlíðarskóla, þegar aðrir skólar hafa starfað í mánuð? 2. Verður nemendum skól- ans, sem síst af öllum mega við að missa úr námi, bættur upp þessi námsmissir? 3. Hvenær tekur skólinn til starfa?" Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri verk- og tækni- menntunardeildar mennta- málaráðuneytisins svarar: „1. Þetta er nýr skóli og er þessa dagana verið að leggja síðustu hönd á frágang hús- næðisins. 2. Þessi skóli starfar ekki lengur á þessu skólaári en aðrir skólar enda er hér um að ræða óviðráðanlegar tafir. 3. Ekki er á þessu stigi hægt að nefna ákveðinn dag en það ætti að geta orðið á næstunni." HVENÆR ER AÐALSKOÐUN BIFREIÐA AUGLÝST? Þór Geirsson, Dvergabakka 32, Reykjavfk spyr: „Hvaða reglur gilda um aug- lýsingu á árlegri aðalskoðun bifreiða og með hvaða hætti hefur bifreiðaskoðun í Reykja- vik verið auglýst í ár?“ WiIIiam MöIIer, aðalfulltrúi lögreglustjóra svarar: „Samkvæmt Umferðarlögun- um geta lögreglustjórar eða eftirlitsmenn, hvenær sem er krafizt þess, að öll ökutæki, sem skráð eru eða notuð í umdæmi þeirra, séu færð til skoðunar á tiltekna staði i umdæminu, svo að ganga megi úr skugga um, hvort . þau séu í lögmætu ástandi. Dómsmálaráðherra ákveður, hve oft almenn skoð- un skráningarskyldra ökutækja skuli fara fram. Lögreglustjóri ákveður, hvenær og hvar i um- dæmi hans skoðun ökutækja fer fram. í Reykjavík er aðal- skoðun bifreiða auglýst með þeim hætti, að lögreglustjóri birtir auglýsingu í öllum dag- blöðunum um, að ákveðnar bif- reiðir miðað við númeraröð skuli mæta til skoðunar og er þetta gert síðast í hverjum mánuði og gildir fyrir komandi mánuð.“ Verksmióju útsala Alafoss Opid þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsölunm: Flækjulopi. Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT JJCöxrD©©®tm Vesturgötu 16, simi 1 3280. (S® Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. Hinn margumtalaði og vinsæli OtsölumarKaður vekur athygli á . . . . Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverri viku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega Látið ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aðeins stuttan tíma verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.