Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBEh 1975 Hitler ætlaði að láta ræna Stalín Kaupmannahöfn 6. októbcr — AP ÞÝZKA nasistastjórnin hafði í hyggju árið 1942 að senda 15 herflugvélar til Moskvu og láta þær nema á brott Jósef Stalfn, að þvf er danska blaðið Berlingske Tidende sagði I gær. Blaðið hefur fregn sína eftir óncfndum dönskum flug- manni scm I heimsstyrjöldinni síðari var f þýzka f.lughernum. Ránið á Stalfn átti að fara fram undir stjórn Otto Skorszeny, kafteins í SS-sveitunum, sem tveimur árum síðar náðj hcims- frægð er hann stjórnaði frelsun Benito Mussolini, einræðis- herra á ttalíu. Skorszeny lózt fyrr á þessu ári án þess að hafa nokkurn tfma minnzt á mál þetta. Hætt var við ráðagerðir þessar vegna þess eingöngu að þýzkir njósnarar f Moskvu treystu sér ekki til að segja til um það með öruggri vissu hvenær Stalín yrði f stöðvum herstjórnarinnar í Kreml, þar sem ránið átti að fara fram, að þvf er blaðið segir. Aætlunin, sem gerð var af Heinrich Himmler, yfirmanni öryggissveita Hitlers, var á þá leið, að Skorszeny stjórnaði ferð 15 JU-52 flugvéla, sem að- eins þurfa 300—500 metra fyrir flugtak og lendingu, frá Þýzka- landi til Moskvu, búnum vél- byssum og ljóssprengjuvörp- um. í leifturárás áttu vélarnar að lenda innan Kremlmúranna, hermennirnir áttu að skjóta sér leið gegnum varðlínu rússneskra starfsbræðra sinna inn í aðsetur herstjórnarinnar þar sem Stalín átti að vera og hafa einræðisherrann á brott með sér. Allt var til reiðu fyrir ránið. Vélarnar og hermennirn- ir voru tilbúnir á flugvelli ein- um í Austur-Póllandi snemma árs 1942 og beið Skorszeny að- eins eftir fyrirskipun um brott- för frá Heinrieh Gehlen, yfir- manni leyniþjónustunnar. Sú skipun kom aldrei því að njósn- arar Þjóðverja í Moskvu gátu ekki fylgzt nægilega með ferð- um Stalíns, og var hætt við allt saman, að því er Berlingske Tidende segir. Austurrískir sósíalistar sigra í þriðja sinn í röð Vínarborf’ 6. októbcr — Hcutcr SÓSÍALISTAFLOKKUR Austur- ríkis hrósaði ídag þriðja kosninga sigri sfnum í röð og á nú fyrir þöndum fjögurra ára stjórnar- setu til viðbótar með dr. Bruno Krcisky f embætti kanslara. I kosningunum f gær fengu sósfal- istar sitt mesta fylgi hingað til eða um 50,6% greiddra atkvæða og eru öruggir um meirihluta á þinginu, sem 183 þingmenn eiga sæti á. Úrslitin eru talinn mikill persónulegur sigur fyrir dr. Kreisky, sem nú er 64 ára að aldri, og hann virðist hafa gjör- samlega hrundið árás stjórnar- andstöðunnar á stefnu stjórnar- innar f efnahagsmálum. 1 gær- kvöldi tók kanslarinn skýrt fram að hann hefði engin áform á prjónunum um að draga sig f hlé áður en kjörtfmabilið rennur út og engar breytingar yrðu gerðar á rfkisst jórninni f bráð. Síðar ávarpaði hann fjöldafund fagnandi stuðningsmanna sinna fyrir framan ráðhúsið í Vínar- borg. Hann gaf þar i skyn að stefna stjórnarinnar kynni að taka breytingum á næstunni: ,,£g hef aldrei reynt að fela þá stað- reynd að þessi rikisstjórn fylgir sósíaldemókratískum stefnumál- um. Ef umbóta er þörf þá munum við framkvæma þær.“ Kosningaúrslitin, sem ekki munu liggja i smáatriðum fyrir fyrr en á þriðjudag eftir að utan- kjörstaðaatkvæði hafa verið talin en þau eru 270.000, munu að öll- um líkindum feia í sér 94 þing- sæti til handa sósíalistum, 78 handa hinum íhaldssama Þjóðar- flokki og 11 handa Frelsisflokkn- um, sem er frjálslyndur hægri flokkur. Aðeins var um smávægi- legar breytingar frá síðustu þing- kosningum árið 1971 enda eru Framhald á bls. 35 Krelsky — staða hans er. sterkari en áður CLA reyndi að myrða Castro segir Frank Church Washington, 6. okt. — AP. BANDARÍSKA leyniþjón- ustan CIA gerði bæði áætl- anir um og beinar tilraunir til að láta myrða Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, í tíð þriggja forseta, að því er Frank Church, formaður rannsóknar- nefndar bandarísku öld- ungadeildarinnar á starf- semi leyniþjónustunnar sagði í sjónvarpsþætti i gær. Hann sagði að þessar aðgerðir hefðu verið ákveðnar í valdatíð Dwight Eisenhowers, John F. Kennedys og Lyndon Johnsons, en hins vegar hefði nefnd sín engar bein- harðar sannanir fyrir því að einhver þessara forseta hefði vitað um þær. Ekkja Alexanders Kerenskys látin London, 3. október. AP OLGA Kerensky, ekkja mannsins sem var leiðtogi einu lýðræðis- legu ríkisstjórnarinnar í sögu Rússlands, er Iátin, níræð að aldri að sögn The Times. Hún lézt að heimili sinu í Stockport. W FRETTIR Eiginmaður hennar, Alexander Kerensky, kom til valda eftir febrúarbyltinguna 1917 en VI. Lenín steypti honum af stóli i októberbyltingunni sama ár. Kerensky fór í útlegð til Parisar en bjó lengst af í Bandaríkjunum þar sem hann lézt. ..N\ augu” í Books Abroad I JANÚARHEFTI hins kunna al- þjóðlega bókmenntatfmarits, Books Abroad sem gefið er út f Bandaríkjunum birtist umsögn eftir Richard Beck um bók Krist- ins E. Andréssonar Ný augu. Tfm- Framhaid á bls. 35 SKALAÐ FYRIR HIROHITO — Ford forseti skálar fyrir Hirohito, Japanskeisara, i kvöldverðarboði I Hvita húsinu fyrir helgina. Grunur um banatil- ræði við Hirohito? New York 6. október — Reuter HIROHITO, Japanskeisari, hélt áfram dagskrá heimsóknar sinnar til Bandarfkjanna eins og ekkert hefði f skorizt þrátt fyrir þá upp- Ijóstrun að hugsanlega hefði átt að sýna honum banatilræði. A laugardag réóst leyniþjónustan inn f fbúð eina f New York, sem hjón ein eiga og tók þaðan vopna- kistu og gaf jafnframt f skvn að hugsanlega væru tengsl við heim- sókn Hirohitos. Hjónin, Kenneth Chin, 27 ára Kfnverji, og Eliza- beth Young, 30 ára, voru handtek- in sfðar og áttu f dag að koma fvrir rétt. Levniþjónustan og al- rfkislögreglan, FBI, vildu hins vegar ekkert segja annað en það, að rannsókninni væri haldið áfram. Talið er að Hirohito hafi ekki verið sagt frá handtökunum, en hann átti m.a. að heimsækja Sameinuðu þjóðirnar. I gær fór hann m.a. í heimsókn til Rocke- fellers, varaforseta, og á fótbolta- leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.