Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. ORTÖBER 1975 33 VELVAKANDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Golfið vanrækt f sjðnvarpi og útvarpi Golfunnandi á Akureyri skrifar: „Tilefni þess að ég tek mér penna í hönd er áhugaleysi sjón- varps og útvarps á golfiþróttinni, eins og hefur komið í ljós í sumar. Ég minnist þess ekki að hafa séð einn einasta þátt um golf í sjón- varpinu, að undanskildum tveim- ur lélegum og illa teknum þáttum frá Nesinu og Grafarholti. Þetta var hrein hörmung. í sumar var haldið landsmót í golfi á Akureyri, sem virðist hafa farið fram hjá Ómari Ragnars- syni, því ekki sá hann ástæðu til að láta mynda neitt frá Iandsmót- inu. Ég minnist þess að hafa lesið um daginn í Morgunblaðinu um för öldunga til Bandaríkjanna, og satt að segja hef ég beðið eftir frétt um þetta í sjónvarpinu. Fram kom í blaðinu, að för þessara manna var með ágætum og öllum til sóma. Ég er hræddur um, að við hefð- um fengið stórfrétt um þetta í sjónvarpinu, hefði þetta verið ein- hvern önnur grein en golf. Eitt árið fengum við að sjá nokkra þætti um golf í sjónvarp- inu þótt þeir væru styttir. Ég held, að þeir hafi verið frá Shell og voru þeir mjög góðir. Nú langar mig til að spyrja: Er von á fleiri slíkum þáttum í sjón- varpinu í vetur, eða er sjónvarpið alveg búið að láta golfið út á gadd- inn? Golfunnandi." 0 Mótmælin vegna líflátsdómanna á Spáni Guðjón V. Guðmundsson skrifar. „Atakanlega táknrænt dæmi um hræsni manna á sér stað nú um þessað mundir. Þar á ég við þær mótmælaöldur, er ganga yfir víða um heim vegna aftöku fimm ungra manna á Spáni, er fram fóru fyrir nokkrum dögum. Mót- mæli þessi birtast i hinum furðu- legustu myndum og frá ólik- legustu aðilum, þannig að maður hlýtur að minnast orðanna „maður líttu þér nær.“ Hvað er nú það sem hér hefur gerzt? Jú, þessir ungu menn eru ákafir andstæðingar spænsku stjórnarinnar og ber'jast gegn henni með öllum tiltækum ráðum svo sem skemmdarverkum og morðum; stjórnin sýnir enga miskunn og þessir menn eru ekki lengur i tölu lifenda. Þá sem sagt ris fólk upp með harmkvælum og á ekki nógu sterk orð til að lýsa andúð sinni á spænskum yfirvöld- um. Sumar ríkisstjórnir kölluðu sendiherra sína heim og slitu stjórnmálasambandi við Spán. Ein í þessum hópi er stjórn A- Þýskalands, taki menn vel eftir; kommúnistastjórnin i Alþýðulýð- veldinu. Þeim ferst að vera að mótmæla, þessum aumu þrjótum, sem skjóta landa sína miskunnar- laust, ekki aðeins fyrir andóf heldur er nóg að menn vilji ekki lifa við stjórnskipulag þeirra og reyni að flýja þegar önnur leið er ekki fær. Hvað skyldu margir hafa látið lifið við Berlinarmúr- inn einan siðan kommúnistar tóku völdin i A-Þýskalandi með hjálp Rússa? Hvar eru mótmæli heimsins gegn þessu? Hverjir kalla sendiherra sina heim frá þessu landi? 0 Stjórn Francos englum lík samanborið við A-Þýzku stjórnina Hvar eru kröfurnar um, að þessi smánarblettur „Berlínar- múrinn“ verði rifinn niður? Stjórn Francos á Spáni er englum lik I samanburði við þessa böðla tuttugustu aldarinnar. Einna ákafasti mótmælandi nú er stjórn Sviþjóðar með Palme í broddi fylkingar. Þessir sömu Sviar studdu með öllum tiltækum ráðum skæruliða kommúnista i S-Vietnam við að ná völdum þar í landi, þessir skæruliðar og félag- ar þeirra í norðri svifust einskis í bardagaaðferðum sínum, hentu sprengjum inn í matsöluhús og strætisvagna troðfulla af fólki og þar fram eftir götunum. Þetta var ekki neinn glæpur f augum Svi- anna, tilgangurinn helgar sem sé meðalið, hér voru á ferðinni hetj- ur — „Þjóðfrelsisfylking", ja svei. Hvar voru Svíar, þegar þýzku nazistarnir óðu yfir Evrópu? Hvað höfðust þeir að? Þeir voru hlutlausir og þénuðu vel á báðum aðilum stríðsins. Stjórn Theus í S-Víetnam var gerspillt og Bandarikjunum til ævarandi skammar að styðja hana, hún mátti svo sannarlega sigla sinn sjó Tilgangurinn getur aldrei helgað meðalið. Það er ekki sama hvernig staðið er að andstöðu. Eigi maður í höggi við miskunnar- lausa andstæðinga og beiti þeirra eigin aðferðum þá er maður engu betri. Ekki má gleyma í upptaln- ingu mótmælenda sjálfum páf- anum. Það er ekki langt síðan birtust f blöðum myndir af þessum sama manni þar sem hann var að fagna af miklum inni- leik Ugandaforseta, Idi Amin. Hvað skyldi sá náungi hafa mörg líf á samviskunni? Saga kaþólsku kirkjunnar hefur ekki verið nein postulasaga hingað til. Það Ilður varla dagur svo að ekki sé maður drepinn hér rétt við bæjardyr okkar tslendinga. Þar á ég auðvit- að við N-írland hvað gerir heimurinn til að stöðva þá vitfirr- ingu? Ofbeldisverk eins og mann- dráp eru viðbjóður hver sem þau fremur og hvar sem þau eru framin. Þessari gegndarlausu mannvonsku sem nú tröllríður heiminum verður að linna. Ut úr svona hildarleik kemst enginn óskaddaður, þetta leiðir aðeins til glötunar. Guðjón V. Guðmundsson." • Verkfall en ekki frí S.L. skrifar: „Nú er um fátt meira talað en svokallað kvennafrí, sem á að verða 24. október. Ég get ekki látið hjá líða að leggja orð í belg, vegna þess að ég álít að hér sé alls ekki um neitt frí að ræða heldur hreinræktað verkfall. Hví má ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum? Það er frí, þegar það verður að samkomulagi milli samningsaðila á vinnustað, þ.e.a.s. atvinnurek- enda og starfsmanna, að starfs- maðurinn fái leyfi frá störfum sé ekki um að ræða lögboðinn frí- dag, eins og t.d. 1. maí. Það er verkfall þegar annar aðilinn, þ.e. starfsmaðurinn, ákveður að koma ekki til vinnu i vinnutíma, af hvaða orsökum sem það svo er. Á sama hátt er það ekki frí, ef vinnuveitandinn ákveður, að starfsmaðurinn komi ekki til vinnu, ef honum (þ.e. vinnuveit- andanum) býður svo við að horfa. Það er verkbann. Mér er sem ég sæi upplitið á mínum vinnuveitanda, ef ég tæki upp á því að vinda mér inn til hans einn daginn og tilkynnti honum, að þar sem mér þætti ég ekki nógu mikils metin í starfi minu þá hefði ég ákveðið að taka mér frí einhvern tiltekin dag. Ég er anzi hrædd um að vinurinn ryki upp á nef sér, og þætti mér ekki hægt að áfellast hann fyrir það. En það er eins og lögmál, að sé vitleysan nógu útbreidd og víð- tæk, þá sé hægt að líða hana, sbr. yfirlýsingar einhvers sjálfskipaðs starfshóps, sem nú æsir til verk- falla undir þvi yfirskyni, að aðeins sé verið að fara i frí. Ég get vel fallizt á að konur geri eitthvað til að vekja á sér athygli á þessu kvennaári, en það er ekki vænlegt til árangurs að sigla undir fölsku flaggi. S.L.“ sinni stutta stund til að færa barninu f jötunni gjafir sfnar. Tveir vitringar nálguðust frá hægri, klæddir skartlegum aust- urlenzkum skikkjum. Þeir voru aðeins tveir, sá þriðji var hrumur af elli og var þcssa stundina staddur milli fingranna á Lottu. Hún skoðaði hann hrygg á svip og sagði svo blfðlega. — Veslings Melchior! Hann end- ist ekki f mörg ár f viðbót. Höfuð- ið er alveg að detta af honum. Og hauslaus getur hann vist ekki lif- að. Hún lagði hann varlega frá sér og leit svo stóreyg á mig. — Aðfangadagskvöld! sagði hún. — af hverju er alltaf talað um aðfangadagskvöld! Það kemur aldrci. Eg er viss um að enginn dagur á öllu árinu er jafn lengi að Kða. Klukkan er tólf f hvert skipti sem maður lítur á hann, og það eru enn margir klukkutfmar þangað til kvöldið sjálft kemur... Eg var hjartanlega sammála henni. A þcssu andartaki hvfldi þögnin og jólafriðurinn svo áþreifanlega yfir Vástlinge að engu var lfkara en tfmipn stæði kyrr. Lotta færði sig aðeins nær mér og horfði biðjandi á mig. — Segðu mér eítthvað, Puck, HÖGNI HREKKVÍSI 30Á meiraljós á vúinuflötinn sami txkukostnaöur PHIUPS PhilipsArgenta’ SuperLux keihiperan meö öviójafiianlpga bÉrtughigganuni PLÖTUJÁRN Hötum fyrirliggjandi plötujárn i þykktunum 3,4,5og6mm. Kiippum nidur eftir máli ef óskad er. Sendum um allt land STALVER HF FUNHÖFÐA17 REYKJAVÍK SÍMI 83444. ertu * meo þina A . TVi frá SKRIFSTOFUVELAR h.f. + = -T ^ Pósthólf 377 rvtHverfisgötu 33 Sim Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.