Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 Gabríela Jóhannesdótt- ir Hn ífsdal — Mimiing Fædd 17. 7. 1916 Dáin 2. 10. 1975 I dag verður til moldar borin í Hnífsdal Gabriela Jóhannesdótt- ir, en hún lézt aðfararnótt 2. októ- ber í Sjúkrahúsi Isafjarðar eftir erfiða sjúkdómslegu. Gabríela var fædd 17. júlí 1916 að Hlíð í Álftafirði. Hún var dótt- ir hjónanna Málfríðar Sigurðar- dóttur og Jóhannesar Gunnlaugs- sonar bónda og smiðs. Þau hjónin áttu sautján börn, sex dóu ung, en ellefu komust til fullorðinsára. Þegar Gabríela var 7 ára var hún send til sumardvalar til Bjarn- veigar Magnúsdóttur og Guðmundar Einarssonar fiski- matsmanns í Hnffsdal. Dvöl hennár þar varð lengri en í upp- hafi var ætlað, þvi að á heimili þeirra bjó hún til tvítugsaldurs. Á aðfangadag jóla árið 1936 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Jóakim Pálssyni skipstjóra f Hnífsdal, en hann hefur um nokkurra ára skeið ver- ið framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins Miðfells h.f. Þau eiga sex börn sem öll eru uppkomin: Gunnar Páll er fiskifræðingur í Kiel í Þýzkalandi, Helga hágreiðslumeistari í Reykjavík, Jóhanna sjúkraliði í Hnífsdal, Kristján stýrimaður i Hnífsdal. Aðalbjörn stýrimaður á ísafirði og Hrafnhildur, sem starfar á skrifstofu á Isafirði. Velsæld fslenzku þjóðarinnar byggist öðru fremur á sókn og harðfylgi sjómanna, sem sækja gull í greipar Ægis. Langtímum saman verða þeir að dveljast fjarri heimilum sínum við að draga björg í þjóðarbúið f hörðum átökum við náttúruöflin. I bar- áttusögu sjómannastéttarinnar gleymist stundum hið mikilvæga starf eiginkvennanna, sem gæta bús og barna oft við erfiðar aðstæður. Þáttur þeirra verður seint metinn að verðleikum. Systir okkar, LILJA S BENJAMÍNSDÓTTIR, Karlagötu 14. andaðist i Borgarspitalanum. föstudaginn 3 október Ingibjörg Benjamínsdóttir, Stefðn Benjaminsson, Jón Benjaminsson. GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON frá Norðfirði, lézt af slysförum 3 október. Friðrikka Sveinsdóttir, María Moller, Sigurður Sívertssen og börn. t Hjartkær eiginmaður minn og bróðir, MARTEINN KRISTJÁNSSON, Karlagötu 12, andaðist á Landspítalanum 6 október Olga Benediktsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, EINAR ÞORSTEINSSON, frá Bjarmalandi, Dalasýslu, andaðist í Landspítalanum 4 október Guðbjörg Snorradóttir og börn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma ÞÓRA HANNESDÓTTIR, Skipholti 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háfeigskirkju miðvikudaginn 8 október kl 1.30 Gústav A. Guðmundsson, Sigríður Gústavsdóttir, Karl Ásgrimsson, Þóra S. Karlsdóttir, Gústav A. Karlsson. t ÁSGEIR JÓNSSON, járnsmiður, Kópavogsbraut 80, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8 okt kl. 13 30 Jóhanna Sigurðardóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og systkini hins látna. Þessu hlutverki skilaði Gabríela af alúð og frábærum dugnaði. Hún var stoð og stytta fyrir- myndarheimilis, sem jafnan stóð opið gestum og gangandi. Þar bjuggu oft skipsmenn og hásetar á bátum eiginmannsins, og í seinni tíð var heimili hennar helzta athvarf barnabarnanna, sem undu þar glöð og ánægð og nutu umhyggju ömmu sinnar. Hjálpsemi hennar og greiðvikni var annáluð og fóru þeir, sem um sárt áttu að binda ekki varhluta af þvi. 1 þessum fátæklegu kveðju- orðum vil ég þakka henni alla þá ástúð sem hún hefur sýnt mér í okkar kynnum. Þegar hún æðru- laus háði sitt dauðastrlð minntist hún aldrei á veikindi sín, heldur var hugur hennar allur hjá ættingjum og ástvinum sínum, s?m minnast hennar nú með t Móðir mín tengdamóðir og amma okkar, CLARA GUÐJÓNSDÓTTIR, Heiðarlundi 21, Garðahreppi, áður Ránargötu 15, sem andaðist 30 sept. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni I Reykjavík, kl 3 síðdegis, þriðjudaginn 7. október. Halldóra Ólafsdóttir, Óli Þ. Haraldsson, Emil Gunnar, Ólöf Hanna. söknuðu. Við óskum henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Friðrik Sophusson. Nokkur kveðjuorð „Hittast og gleðjast hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast, það er Iffsins saga.“ Enn hefur sú gamla saga gerst, að dauðinn hefur kvatt dyra og tekið af sjónarsviðinu mágkonu mína Gabríelu Jóhannesdóttur aðeins 59 ára gamla, sem ekki telst hár aldur í dag. Það kemur að vísu engum á óvart, sem til þekktu og allra síst hefði það komið henni á óvart, hve stutt væri í lokadægrið. En hetjulega barðist hún við þennan kvalar- fulla og banvæna sjúkdóm án þess að æðrast eða kvarta við aðra eða yfir höfuð nokkuð um það að fást, þó að líðanin væri ill og vildi sem allra minnst, að aðrir fyndu fyrir því, hvernig henni liði og sem allra minnst nota af deyfandi lyfjum til að lina þjáningarnar heldur treysti á Guð sinn og fól sig honum á vald. Hún var hetja. Ella var góð kona, sem bjó manni sínum og börnunum sex fagurt og gott heimili og leitaðist við að láta öllum líða vel I návist sinni. Hjá henni réð húsum hin rómaða, íslenska gestrisni, þar sem öllum fannst þeir vera eins og heima hjá sér, en sjálfri sér unni hún aldrei hvíldar, en var alltaf að þjóna og gera gott. Ég þakka henni svo fyrir allt, sem hún var mér og mínu fólki og ég bið algóðan Guð að styrkja hana og styðja í nýjum heimi. Mig langar svo að enda þessa fátæk- legu kveðju mína með orðum listaskáldsins Jónasar Hallgríms- sonur er hann frétti lát séra Tómasar Sæmundssonar „Flýt þér vinur f fegri heim; krjúptu aðfótum friðarboðans. Og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim.“ Mágur. + Útför HELGU INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Ránargötu 13, Akureyri. fer fram í Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 8. október kl 1 3:30. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og systur hinnar látnu Björn Jónsson. t Konan mín og móðir okkar GUORÚN INGIMUNDARDÓTTIR, Njálsgötu 71, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 7. okt kl 1 30. Hörður Ólafsson, Steinar Harðarson, Ingibjörg Helgadóttir. + Konan mín, STEINUNN PÁLSDÓTTIR, Fögrubrekku 1, Kópavogi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9. okt. kl. 10.30 Fyrir hönd ættingja, Jón Þorvaldsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför HALLGRÍMS PÉTURSSONAR, skósmiðameistara Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki við Gervinýra Landspítalans, svo og öllum þeim, sem önnuðust hann I veikindum hans. Kristín Aðalsteinsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Friðjón Hallgrimsson. Ólöf Einarsdóttir, Pétur Hallgrímsson, Lena Hallgrlmsson, barnabörn og systkini — Rætt við Marínu Framhald af bls. 21 athugasemdir við þá af blöðunum sjálfum. „Annars er alltaf rólegt I Andalúsiu," sögðu þau. „Við verðum aldrei vör við þetta lögreglu- veldi sem Franco er sagður styðjast við. Við fáum satt að segja ekki betur séð en6pánverjar séu ánægðir með það stjórnarfar sem þeir búa við Það er ekki hægt að nota sama stjórnarfar fyrir allar þjóðir um allan heim. Fólkið virðist raunar ekki hafa mikinn áhuga á pólitik. Það þýðir litið að reyna að fá hinn venjulega Spánverja til að tala um pólitik Hann vill miklu frekar tala um fót- bolta Hitt er svo annað mál að þetta kann að stafa af þvi að fólkið er ekki vant þvi að hugsa um pólitik, hefur ekki þurft að gera það Það hefur verið hugsað um þetta allt fyrir það " Þau sögðu að nú væri þó smám saman verið að slaka á stjórnmála- starfseminni Leyfð væru t d. óllk stjórnmálasamtök svo sem Frjáls- lyndir, Sósialistar, Kristilegir demó- kratar, auk Falangista og Konungs- sinna, og eftir næstu áramót væri ætlunin að þessir óllku flokkar fengju meira sjálfstæði og svigrúm í næstu bæjarstjórnarkosningum fengju kjósendur t d að velja sér borgarstjóra sjálfir, auk borgar- og sveitastjórnanna, en hingað til hefur Franco eða rikisstjórnin valið borgarstjóra Þetta á þó ekki við um tvær stærstu borgirnar Madrid og Barcelona. Um afstöðu Spánverja til konung- dómsins og Juan Carlos, eftirmanns Francos, sögðu þau að ílestum stæði nokkuð á sama. „Þeir segja sem svo Hvað höfum við að gera við kóng sem ekkert gerir? Við höf- um haldið því fram að það sé alveg nóg að gera fyrir kónginn við að koma fram við opinber tækifæri, taka á móti gestum og opna blóma- sýningar og þvíumlikt, eins og Margrét drottning gerir i Danmörku. En Spánveijum finnst lítið til þessa koma. Þeim finnst óþarfi að hafa kóng Þetta er að visu bara okkar tilfinning og ekki er vist að hún eigi við meirihluta Spánverja " „En svona er smám saman verið að slaka á stjórnarfarinu á Spáni, smám saman er frelsið aukið," sögðu Marín og Jean að lokum. „Og ætli það gefist ekki betur en þegar allt i einu er opnað fyrir flóðgátt eins og gerzt hefur i Portúgal, og allt fer i eina ringulreið þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Við vonum bara að þessir atburðir siðustu daga á Spáni eigi ekki eftir að stöðva þróunina I átt til aukins frelsis og hætt verði við umbæturnar." Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með gððu Ifnubili. útfaraskreylingar blbmouol Groóurhusið v/Sigtún slmi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.