Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÖBER 1975 35 Falsað ísl. frímerki 1 umferð erlendis NU er talið fullvfst, að í umferð erlendis séu fölsuð eintök af 4ra aura Jðns Sigurðssonarfrfmerk- inu frá 1911. Er frá þessu skýrt f Nordisk filatelisk tidskrift og haft eftir dönskum frfmerkjasér- fræðingi að nafni Folmer Öster- gaard, sem er þaulkunnugur fslenzkum frfmerkjaútgáfum. Östergaard telur sig hafa vitn- eskju fyrir þvi, að frummynda- mót af þessu merki hafi komizt í hendur þýzks kaupsýslumanns og hann látið gera prófþrykk af því f sex mismunandi litum. Um svipað leyti og Östergaard komst á snoðir um þetta, var eintak af þessu merki sett á uppboð í Fíladelfíu og fylgdu því þau skilyrði að fyrsta boð í það mætti ekki vera lægra en 250 dollarar. Uppboðs- haldararnir munu þó hafa haft Akurnesingar leika gegn bezta liði Evrópu SOVEZKA iiðið Dynamo Kiev sigraði í gær Bayern Miinchen með einu marki gegn engu f óopinberri meistarakeppni Evrópu. Sovétmennirnir mæta Iiði Iþróttabandalags Akraness f 2. umferð Evrópukeppninnar f knattspyrnu og leika væntanlega hér á landi bráðlega. Þýzka liðið Bayern Miinchen sigraði f Evrópukeppni meistaraliða f sumar og sovézka liðið f Evrópu- keppni bikarmeistara. Samanlögð úrslit f leikjunum báðum urðu 3:0 Dynamo Kiev f vil og áhorf- endur að leiknum f gær voru 100 þúsund. Norðursjórinn; Seldu fyrir 36 milljónir ÞAÐ hefur sennilega hýrnað að- eins yfir þeim sjómönnum, sem veiðar stunda í Norðursjó, um helgina, þvf þá var almenn veiði hjá bátunum og f gær seldu alls 11 skip, 9 f Hirtshals og 2 f Skag- en. Skipin seldu 880 lestir af sfld fyrir 36.1 milljón króna og var meðalverð pr. kg. rösklega 41 króna. Þetta er lang bezti sölu- dagur íslenzku sfldveiðiskipanna um langt skeið. Skipin sem seldu voru þessi: Ásgeir RE seldi 76 lestir fyrir 3.1 millj. kr., meðalverð kr. 42, Sölvi Bjarnason BA seldi 61 lest fyrir 2.4 millj. kr., meðalverð kr. 40, Helga Guðmundsdóttir BA seldi 76 lestir fyrir 3 millj. kr., meðalverð kr. 41, Loftur Bald- vinsson EA seldi 112 lestir fyrir 4.6 millj. kr., meðalverð kr. 41, Fífill GK seldi 103 lestir fyrir 4.1 millj. kr., meðalverð kr. 40, örn KE seldi 77 lestir fyrir 3.3 millj. kr., meðalverð kr. 42, Magnús NK seldi 56 Iestir fyrir 2.4 millj. kr., meðalverð kr. 42, Þorsteinn RE seldi 92 lestir fyrir 3.7 millj. kr., meðalverð kr. 40, Gisli Árni RE seldi 101 lest fyrir 4.3 millj. kr., meðalverð kr. 42, Skarðsvík SH seldi 70 lestir fyrir 2.7 millj. kr., meðalverð kr. 39 og Albert GK seldi 52 lestir fyrir 2.2. millj. kr., meðalverð kg. 43. grun um að ekki væri allt með felldu með merki þetta og drógu það því til baka af uppboðinu. Skýrði Morgunblaðið raunar frá þessu á sínum tfma og bar þetta jafnframt undir hérlendan sér- fræðing, sem taldi ekkert athuga- vert við tilvist þessa eintaks þar vestra. Östergaard vitnar hins vegar einnig til fregna, í tímariti sem gefið er út um norræn frímerki i Kaliforníu, og telur sig hafa vissu fyrir því, að prentuð hafi verið heil 15 merkja örk af fyrrgreindu frímerki eftir þessu iruinmyndamóti sem östergaa^d segir að hinn þýzki kaupsýslu- maður hafi komizt yfir. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er Jóns Sigurðssonar-merki þetta prentað hjá H.H. Thile í Khöfn svo sem öll önnur íslenzk frí- merki fram á fjórða áratuginn en eina prófþrykkið, sem til er af því, er í vörzlu íslenzku póst- stjórnarinnar. — Geir Hallgrímsson Framhald af bls. 1 gert, að þeir hafa enga lagalega heimild vegna þess að við álft- um að 50 mílurnar séu og hafi verið okkar réttur, en þeir tóku hins vegar fram að þeir héldu fast við sfn lagalegu viðhorf". Seinni spurningunni svaraði viðskiptaráðherra: „Ég skal nú ekkert segja um það, en geri ekki ráð fyrir að við látum stjórnast af svona yfirlýsingum einum saman“. — EBE Framhald af bls. 1 í kvöld, en hún hafði ekki verið gerð opinber, er Mbl. fór í prent- un. Heimildir í Luxemburg hermdu, að miklar umræður hefðu orðið á fundinum, en tillag- an var komin frá EBE-ráðinu, sem fer með öll samningamál fyr- ir bandalagið. Þessi ákvörðun EBE er talin mikið áfall fyrir Spánverja, sem nú eru f nær al- gerri stjórnmálalegri einangrun frá V-Evrópu og hafa 11 rfki þegar kallað sendiherra sína heim frá Spáni. — Argentína Framhald af bls. 1 urðu skæruliðarnir að hverfa frá og særðust margir þeirra. Þeir flúðu þá til flugvallar bæjarins og í sama mund lenti þar farþega- þota af gerðinni Boeing 727 I eigu Flugfélags Argentínu, sem skæruliðar höfðu rænt og neyddu þeir flugmanninn til að lenda í Formósu. Þar var farþegunum sleppt, en skæruliðarnir teknir um borð og síðan hóf flugvélin sig aftur á loft og flaug til nærliggj- andi bæjar. Fregnir höfðu ^ekki borizt af þvff kvöld hver endalok þessa máls urðu, en þotan hafði aðeins eldsneyti til nokkurra klst. flugs. — 2400 íbúðir Framhald af bls. 36 yrði orðinn 86.700 1986 og ef það yrði verður 3.01 ibúi um hverja íbúð. 1 dæmi fjögur er síðan gert ráð fyrir að byggðar verði 30.700 fbúðir og ef það verður á fbúða- eignin að vera 89.500 1986, sem þýðir að 2.91 íbúi yrði um hverja íbúð. Magnús sagði síðan, að það sem hefði svona mikil áhrif á aukn- ingu íbúðabygginga á næstu ár- um, væri að við værum að fá yfir okkur holskeflu af fólki að aldrin- um 20—34 ára, giftingaraldurinn hefði einnig færzt niður og fleiri skilnaðir ættu sér stað nú en áður. — Ef við tökum t.d. timabilið 1951—60 kemur í ljós, að í aldurs- flokknum 20—34 ára fjölgaði um 3.6%, en á sömu 10 árunum fjölg- aði þjóðinni um 22%, sagði Magn- ús. Á árunum 1961—1965 fjölgaði þjóðinni um 10.4% en i aldur- flokknum 20—34 ára um 8.1% A árunum 1966—1970 fjölgaði þjóð- inni um 5.7% en í aldursflokkn- um 20—34 ára um 12,5% og á 1971—1975 fjölgaði þjóðinni um 8%, en þá fjölgaði aldurflokknum 20—34 ára um 21,3%. I spánni er sfðan gert ráð fyrir, að 1976—1980 fjölgi þjóðinni um 8,5%, en fólki á aldrinum 20—34 ára um 16,4%. Á árunum 1981—1985 er sfðan gert ráð fyrir að þjóðinni fjölgi um 8,7% en f aldursflokknum 20—34 þá einnig um 8,7% þannig að þá á þessi holskefla að vera yfirstaðin. r — Isl. rafsuðu menn Framhald af bls. 36 ið til þess, að yfirvöld f Svíþjöð hafa nú byrjað rannsókn á skatta- málum verktakafyrirtækja þar í landi, og í Noregi stendur yfir rannsókn á starfsemi slfkra fyrir- tækja. — Austurríki Framhald af bls. 34 Austurrfkismenn kunnir af fhaldssemi í stuðningi sinum við stjórnmálaflokka. En mikil-vægt er talið, að sósfalistar hlutu 1,3% fylgisaukningu í Vfnarborg, hinu fjölmennasta af níu héruðum Austurríkis. Dr. Kreisky hefur nú unnið þrjár kosningar í röð og er einna langlffastur vestur-evrópskra leiðtoga f embætti. Hann og vinur hans Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hafa í þeim efn- um þraukað lengst. Þessi sigur sósíalista þrátt fyrir samdrátt og vandamál í efnahags- málum kom talsvert á óvart, þótt Kreisky segðist hafa spáð honum. Vinsældir kanslarans ekki aðeins meðal hefðbundinna stuðnings- manna sósfalista, heldur og meðal millistéttarmanna og mennta- manna er talinn mesti styrkur flokksins í dag. Úrslitin eru beizk- ur ósigur fyrir dr. Josef Taus, hinn 42 ára nýja leiðtoga Þjóðar- flokksins, og leiðtoga Frelsis- flokksins, Friedrich Peter. — Arsþing LIV Framhald af bls. 2 þinginu loknu hafði Morgunblað- ið samband við Björn. Hann sagði að þingið hefði gengið í alla staði vel. Þing L.I.V. væru ávallt mjög vinnusöm og pólitískur ágreiningur fyrirfynd- ist ekki á þeim. Margar ítarlegar tillögur hefðu verið samþykktar og þá einkum og sér f lagi f sam- bandi við kjaramálin. Þá hefði verið samþykkt mjög athyglisverð tillaga um líf^yrirsjóði á þinginu. I þessari tillögu væri horfið frá uppsöfnunaraðferðinni, sem sjóð- irnir hafa verið byggðir á til þessa, en farið út í gegnum- streymisaðferðina. Ef þessi til- laga næði fram að ganga er gert ráð fyrir, að nokkuð af inngreidd- um iðgjöldum og árlegum vaxta- tekjum fari til þess að hækka greiðslur til greiðsluþega, en sem kunnugt er, eru lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum skömmustulega lág- ar, sagði Björn og og sagði að L.Í.V. menn teldu þessa leið heppilegri en verðtryggingarað- ferðina, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Á þinginu var ennfremur sam- þykkt sérstök tillaga um land- helgismálin. — Nú munaði. . Framhald af bls. 3 hestamann, sem er að reyna að róa hest sinn. Rauðsey sigldi síðan með háhyrninginn til Vestmanna- eyja þar sem taka átti hann í land en þá tókst svo slysalega til, að skepnan drukknaði eftir að nótin hafði lagzt saman utan um og yfir hana. Frakkinn var að sögn verulega hnugginn yfir þessum málalokum, svo og skip- verjarnir á Rauðsey, þvf að þarna voru um 2 milljónir króna í veði fyrir þá, tækist að ná háhyrningnum lifandi i land. Varð einum þeirra að orði þegar ljóst var að háhyrningur- inn var dauður: „Þarna fóru þá nýju sjódekkin mín.“ — Verzlunarráð Framhald af bls. 2 þessu tímabili aukizt um 25% að meðaltali meðan útlán Seðlabank- ans aukast um 118%. Það er greinilegt af ofanrituðu að gifur- legir fjármunir hafa verið færðir frá atvinnuvegunum til ríkis- valdsins með núverandi stefnu i útlánamálum. Slík stefna getur aðeins leitt til aukinnar spennu og verðbólgu og verður að hætta. Verzlunarráð Islands mótmælir áframhaldandi útlánastöðvun til atvinnuveganna, meðan útlán til rikissjóðs aukast á sama tíma, og vekur athygli á yfirlýsingu sinni frá 18. júlí sl., varðandi nauðsyn þess að draga verulega úr ríkisút- gjöldum. — Hefði alltaf Framhald af bls. 2 geta þeir, sem það hendir, átt von á þvi, að það komi niður á leyfis- veitingum til þeirra siðar. Þá segir, að vegna slæmrar reynslu af þvi að binda leyfi skil- yrðislaust við söltun um borð i veiðiskipi hafi ráðuneytið ákveðið að hér eftir skuli ofangreindum 42 bátum heimilt að landa þeirri sild, sem ekki er söltuð um borð, isaðri í kössum til frystingar eða söltunar í Iandi. Ein meginástæð- an fyrir þessari breytingu er að mestur hluti þeirrar síldar, sem veiðzt hefur, hefur verið heilsalt- aður og mjög lítið verið flokkað og hausskorið. Er breytingunni, sem nú hefur verið gerð, ætlað að stuðla að því, að síld verði f aukn- um mæli hausskorin og flokkuð á þann hátt, sem nauðsynlegt þykir vegna þeirra markaða, er Islend- ingar eru nú að reyna að komast inn á eftir að útflutningur á salt- síld hefur legið niðri um nokkurn tfma. — Ný augu Framhald af bls. 34 ar ^Fjölnismanna, sem út kom 1973 hér á landi hjá forlaginu Þjóðsögu. 1 umsögn sinni segir dr. Beck m.a. að Iýsing Kristins á Fjölnismönnum og tfma þeirra sé f senn áhrifarfk og djúpsæ. Og þótt hið marxfska sjónarmið höf- undar sé áberandi f bókinni og deila megi um túlkun hans á ein- staklingum og stefnum f fslenzku þjóðlffi á sfðustu og þessari öld,' þá sé bókin rituð af ótvfræðri stflsnilld og fjöri. — Spennandi tilbreyting Framhald af bls. 3 aura á kíloið, því að þeir fengu 3 aura ofan á verðið í styrk frá danska rfkinu — til að geta stundað þessar veiðar með sæmilegu móti,“ sagði Hrólfur ennfremur. Hrólfur sagði einnig, að skip- in sem lönduðu i Norglobal hefðu e.t.v. verið fullmörg og kvaðst t.d. ætla að 2 skip hefðu getað séð Norglobal fyrir hrá- efni, þegar veiðin var hvað líf- legust. Kom þá iðulega fyrir, að skipin þurftu að bíða upp undir 2 sólarhringa að lokinni löndun eftir því að geta byrjað veiðar aftur. Annars lét Hrólfur mjög vel af Norglobal, „og ég tel svo sannarlega að kominn sé tími til fyrir okkur Islendinga að hugleiða það fyrir alvöru hvort ekki sé tímabært að kaupa slíkt skip fyrir loðnuskipaflotann, sem er verkefnalítill mikinn hluta ársins auk þess sem slíkt skip myndi létta verulega undir með fiskimjölsverksmiðjunum á háannatfmanum á loðnu- vertfðinni en heildaraflinn á henni takmarkast að miklu leyti af afkastagetu verksmiðj- anna,“ sagði hann. Næsta verkefni Guðmundar verður væntanlega að fylgja Norglobal til Máritaníu. „Norð- menn hafa í mörg ár stundað þar makrílsveiðar," sagði Hrólf- ur. „Afli skipanna hefur að vísu verið misjafn en sumum hefur tekizt að ná þarna ágæt- um afla. Og hvað um það, óneitanlega verður dálítið spennandi að breyta til og fiska í stuttbuxum í fyrsta skipti á ævinni.“ Guðmundur mun væntanlega halda suður á bóginn upp úr miðjum þessum mánuði, þvf að til Afríku verður skipið að vera komið 25. október, þegar veiðar þessar hefjast, en reikna má með því að siglingin héðan til Afrfku taki um 10—12 daga. — Móðir Teresa Framhald af bls. 12 lista til söfnunar meðmælenda hjá afgreiðslumanni bæklingsins. Það væri verðug afmælisgjöf okkar íslendinga til reglu móður Teresu að við mæltum sem flest með því að móður Teresu verði veitt friðarverðlaunin og keypt- um bæklinginn um hana, svo að hægt verði að senda henni pen- ingana sem fyrst. Það bíða hungruð börn eftir framlaginu okkar. T.Ó. r — Islenzkur bygg- ingariðnaður Framhald af bls. 16 miklu framlögum, sem þessar þjóSir leggja I vlsinda- og rann- sóknarstarfsemi. skóla og fræðslu- mðl. Tæknimenn okkar fara til út- landa til að læra, en fátltt er að erlendir tæknimenn komi hingað I þessu skyni. I Ijósi þessara staðreynda ber að llta á framlag okkar til tslenzkr- ar rannsóknarstarfsemi, henni ber að sniða stakk eftir vexti. Sama er að segja um hlutfalls- lega tölu starfsára háskólamanna við rannsóknir, sem tilgreind eru i töflu 1. Fjöldi þeirra þarf ekki endilega að vera réttvisandi mæli- kvarði ð rannsóknarstarfsemina i landinu a.m.k. ekki i iðnaði og til eru aðrir hæfir til slikra starfa. Getsakir og tækni- legar tillögur Greinarhöfundur heldur þvi fram að ég, þorri byggingar- meistara og meirihluti stjórnmála- manna beri litla virðingu fyrir rannsóknum, og ,.að staða rann- sóknarstarfseminnar i islenzku samfélagi sé klárlega sönnun þess". Ég álit að þetta sé rangt og tel ekki, að rök hafi verið færð fyrir þvi, að þessi þáttur sé svo mjög útundan, miðað við getu og þarfir þjóðfélagsins, svo sem af er látið. Röksemdir Haralds Ásgeirs- sonar forstjóra eru ekki sannfær- andi, og skrif hans og annarra visindamanna hafa um of beinzt að dökku hliðunum og jafnvel að gera þær enn dekkri en efni standa tii. Slík málsmeðferð er ekki traustvekjandi. Þessir menn geta ekki staðið álengdar og hrópað áfellisdóma, þeir eru jafn ábyrgir og aðrir, sem við byggingariðnað starfa og þeim ber að gera jákvæðar tæknilegar tillögur, sem leiða til framfara. í umræddri heilsiðugrein um ,,getu eða getuleysi islenzkra byggingarmanna", er aðeins ein tæknileg tillaga, — að athugað verði hvort ekki sé heppilegra að hlaða húsgrunna en steypal Nauðsynlegar breytingar Við náum engum árangri ef við aðeins volum yfir því að við erum ekki eins stórir og sterkir og ýmsir aðrir, sem við gjarnan viljum likj- ast. Við erum að vaxa og við skulum meta framfarirnar. ræða jákvætt um vandamálin sem eru mörg, ekki sízt i byggingariðnaði. Þótt Haraldur Ásgeirsson for- stjóri telji, að hrikti i stoðum bygg- ingariðnaðarins, þarf hann ekkert að óttast, sérkenni íslenzks bygg- ingariðnaðar felast m.a. i þvi að reisa hús, sem þola hristing. 5.10 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.