Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 36
IGNIS FRYSTIKISTUR RflFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAM SÍMI19294 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 Opnar 15.oktober K' Síldin: Hirti 100 tonn og sleppti síðan 200 tonnum úr nótinni UNDANFARIÐ hefur verið rætt nokkuð um, að síldveiðiskip hafi sleppt niður úr nótum sínum sfld, sem búið væri að drepa. t frétta- tilkynningu, sem sjávarútvegs- ráðuneytið scndi frá sér f gær, segir, að hér muni eftir þvf sem ráðuneytið bezt viti einungis hafa verið um eitt atvik að ræða og viðkomandi skip, sem er Harpa RE, hafi ekki haft leyfi til sfid- veiða hér við land. Morgunbiaðið hefur fengið staðfest, að skipstjóri bátsins hafi viðurkennt, að þeir hafi fengið örugglega 300 tonn í nótina, en einungis komið með 100 tonn að landi, þar sem ekki var meiri uppstilling í bátnum. Af einhverjum ástæðum var aldrei sótt um síldveiðileyfi fyrir bátinn. Framleiðslueftirlit sjávar- afurða var einungis látið kíkja á bátinn og það látið nægja. Síðan var báturinn sendur af stað án þess að nokkurt leyfi frá sjávarút- vegsráðuneytinu hefði verið feng- ið, og mun báturinn ekki fá slíkt leyfi eftir þetta brot. Air Viking: Annast áætlunarflug fyrir Sudan Airways FLUGFÉLAGIÐ Air Viking mun þann 27. október næstkomandi taka að sér áætlunarfiug fyrir súdanska fiugfélagið Sudan Air- ways f um vikutfma. Islenzkir flugliðar Air Viking munu annast flugið. Sudan Airways cr aðili að IATA, alþjóðasambandi flug- félaga. Áætlunarflugið, sem Air Viking mun annast, er frá Khartoum, höfuðborg Súdans, til Aþenu og London og til baka frá London um Róm, Kairó og tjl Khartoum. Guðni Þórðarson, forstjóri Air Viking, er nýkominn heim eftir samninga við fulltrúa súdanska flugfélagsins. Hann tjáði Morgun- blaðinu, að súdanska flugfélagið þyrfti aó setja Boeing-þotu f skoð- un. Guðni taldi líklegt, að miklu hefði ráðið um að Air Viking fékk samninginn, að félagið getur boð- ið 18 sæti í 1. farrými með tilheyr- andi útbúnaði, rauðum plusssæt- um, postulínsborðbúnaði o.fl. en 1. farrýmis — sætabúnaður fylgdi tveimur af Boeing-þotunum, sem Air Viking keypti. Mörg flug- félög, t.d. í Evrópu, geta-ekki boð- ið 1. farrýmisaðstöðu, en hún er einkum mikilvæg á svo löngum flugleiðum eins og milli Kharto- um og London. Eins og Morgunblaðið hefur áð- ur skýrt frá mun Air Viking flytja þrjú þúsund pílagríma frá Vest- ur-Afríku til Mekka í nóvember og desember n.k. Gjaldeyristekj- ur af þeim flutningum telur Guðni Þórðarson nema um 160 milljónum króna. (Ljósm.: M.Kristjánsson). HAHYRNINGSVEIÐAR — Það munaði ekki miklu að það tækist að ná lifandi í land háhyrningi þeim, sem Rauðsey var komin með í tog fyrir helgina. Hér sést hvar skipverjum á Rauðsey tekst að koma stroffu undir dýrið og litlu síðar var hann hífður um borð i skipið og látinn í þró sem þar hafði verið útbúin. Síðan var siglt til Vestmannaeyja þar sem taka átti dýrið í land en þá fór allt á verri veg. Um það má lesa nánar á bls. 3. Spá um íbúðaþörfina næstu 10 árin: 2400 íbúðir þarf að byggja árlega TIL ÞESS að fullnægja íbúðaþörf tslendinga næstu 10 árin þarf að byggja a.m.k. 24.200 fbúðir fram til 1986, eða 2400 fbúðir árlega. ísl. rafsuðumenn í málaferlum í Svíþjóð: Krefjast 10,8 milljóna af verktakafyrirtæki flautaborg 7. október Frá Pétri Eirfkssyni, fréttaritara Mbl. ÞRjATlU íslenzkir rafsuðumenn hafa höfðað mál f Noregi á hend- ur sænska verktakafyrirtækinu Inter Tor vegna vangreiddra iauna. Krefjast tslendingarnir þess, að fyrirtækið greiði þeim 360 þúsund norskra króna eða um 10.8 milljónir króna en því hefur þegar verið gert að setja 400 þúsund norskra króna tryggingu fyrir greiðslu á skuldum sfnum. Rafsuðumennirnir réðu sig til fyrirtækisins sl. vor og störfuðu á vegum þess við smíði olíuborpalla fyrir norska fyrírtækið Aker Ver- dal. Brátt kom upp ágreiningur milli íslenzku starfsmannanna og Inter Tor og töldu hinir fyrr- nefndu sig m.a. svikna um launa- greiðslur. Við athugun kom í ljós, að Inter Tor var hvorki skráð i Noregi né Svíþjóð og að eigandi þess var kanadískur ríkisborgari, og hafði þar af ieiðandi ekki leyfi til atvinnurekstrar á Norðurlönd- um. Fyrirtæki þetta hafði áður haft Finna og Júgóslava í starfi hjá sér, en svikið þá um greiðslur og sagt þeim upp störfum án fyrirvara. Þegar islenzku rafsuðu- mennirnir urðu þess varir að at- vinnuöryggi þeirra var nánast ekkert, gerðu þeir eins dags verk- fall og kröfðust greiðslu á þeim launum sem þeir áttu inni hjá fyrirtækinu. Þrátt fyrir loforð fyrirtækisins varð ekkert af launagreiðslum og sögðu íslendingarnir því upp störfum. Nú hafa íslenzku starfsmennirnir höfðað mál gegn fyrirtækinu, eins og áður segir, og er búizt við þvf, að dómur falli fyrir áramót. Þetta mál hefur hins vegar orð- Framhald á bls. 35 Undanfarin ár hafa verið byggðar 1500—1800 íbúðir árlega. Þessi aukna fbúðaþörf stafar af mikl- um fjölda fólks á aldrinum 20— 34 ára, sem þarf á fbúðum að halda á næstu árum. Ennfremur er hér gert ráð fyrir fólksf jölgun, skilnuðum o.fl. atriðum. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Magn- úsi Björnssyni hjá Framkvæmda- stofnun rfkisins, sem vinnur nú að fullnaðarskýrslu um þessi mál. Magnús sagði, þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann, að nokkuð erfitt væri að segja til um hve margar íbúðir við þyrftum að byggja á hverju ári á þessu 10 ára tímabili. Þeir, sem að þessari spá eða skýrslu hefðu unnið væru með ákveðna tillögu í þessum efn- um, þar sem gert væri ráð að hægt yrði farið af stað f byrjun, en byggingahraði síðan aukinn mik- ið þannig að hann næði hámarki um miðbik tímabilsins, en siðan hægt á í enda tímabilsins. Kjarvalsstaðadeilan: 90 borgarar skora á borgar- stjóra að beita sér fgrir sœttum FYRIR nokkrum dögum var Birgi ísleifi Gunnarssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, af- hent bréf, þar sem milli 80 og 90 þekktir borgarar skora á hann að beita sér fyrir sættum f Kjarvalsstaðadeilunni svo- nefndu, en sem kunnugt er sýna meðlimir Félags ísl. myndlistarmanna ekki Iengur á Kjarvalsstöðum vegna ágreinings við stjórn hússins. Meðal þeirra, sem skrifa undir bréfið, eru tveir af þekktustu rithöfundum þjóðar- innar, Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Morgun- blaðinu er kunnugt um, að meðal þeirra, sem beittu sér íyrir þessari undirskriftasöfn- un, er Ragnar Jónsson í Smára. I gærkvöldi hafði Mbl. sam- band við hann og spurði hvað hann vildi segja um þetta mál. Ragnar sagði: ,,Ég álít, að innan Félags ísl. myndlistarmanna sé svo margt góðra listamanna og ábyrgra forystumanna í félagsmálum þeirra, að óhjákvæmilegt sé, að gott samstarf haldist milli þeirra og stjórnar Kjarvals- staða. Og ég álít t.d., að það sé verk listamanna að velja mynd- ir á sýningar en ekki al- mennings eða stjórnvalda." Þá sagði Magnús, að spánni væri skipt niður í 5 dæmi. Dæmi tvö gerði ráð fyrir, að byggðar yrðu 24.200 íbúðir til ársins 1986 og þá væri gert ráð fyrir að 83.600 íbúðir væru á landinu öllu, sem ætti að þýða að 3.12 íbúar væru um hverja fbúð. Ennfremur er gert ráð fyrir því f spánni, að einhverjir flutnirigar eigi sér stað milli landsluta og f 3. dæminu er gert ráð fyrir að byggja 27.800 íbúðir að tímabil- inu, sem þýddi að íbúðafjöldinn Framhald á bls. 35 Hrafn drepur fjórar kindur Akureyri 6. október. KOMIÐ VAR að sjö sauðkindum á laugardaginn, þar sem þær voru fastar f netadræsu, sem lagt hafði verið lauslega yfir uppborið hey hér f útjaðri bæjarins. Kindurnar höfðu flækzt f netinu og flestar oltið um hrygg og þannig orðið hrafninum auðveld bráð. Aðkoni- an var vægast sagt hroðaleg. Einn hrútur var þá þegar dauður og hafði hrafninn dregið öli innyfli innan úr honum. Ein ær drapst þegar reynt var að losa hana úr netinu og tveimur öðrum kindum varð að lóga, af því að þær voru afar illa leiknar eftir hrafninn. Einni á og tveimur lömbum var bjargað á sfðustu stundu. Hrafninn er feikilega aðgangs- harður, þegar sauðkindur verða varnarlausar eins og þarna varð og sögðu þeir, sem að komu á laugardaginn, að ömurlegt hefði verið að horfa á varnarlausar skepnurnar láta Iffið á þennan kvalafulla hátt. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.