Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÖBER 1975 Miðdegisverður hjá galdrakarli mín og bað um hjálp, en mér fannst hann eiga refsingu skilið, svo ég sagði: „Ef þeir taka þig fastan þá verðurðu dæmdur í sjö ára hegningarvinnu. Ef þú vilt frekar að ég breyti þér í bjöllu í fimm ár, sem er styttri tími, þá get ég það. Og ef þú verður góð bjalla skal ég breyta þér í manneskju með annað andlit, svo að lög- reglan þekki þig ekki. Svo nú er Leopold bjalla. Jæja- ég sé að hann er leiður yfir að hafa hellt niður saltinu. Viltu hreinsa það upp, Leopold." Hann sneri Leopold við, á lappirnar aftur, og ég sá hvernig hann týndi upp saltkornin. Það tók hann rúman klukku- tíma. Fyrst tók hann eitt korn í einu, með munninum, lyfti framlöppunum og lét það detta niður í saltkarið. Svo fann hann upp betri aðferð. Hann tók að moka saltinu upp með fálmurunum, og þannig gekk það miklu hraðar. En hann varð fljótt þreyttur. Hann klæjaði í fálmar- ana, og varð að nudda þá með framlöpp- unum. Að lokum náði hann í bréfsnepil, sem hann hélt á með fálmurunum, og notaði hann fyrir skóflu. „Þetta var snjallt ráð hjá bjöllu,“ sagði gestgjafi minn. „Þegar ég breyti honum í manneskju aftur hefur hann lært að nota hendurnar, og ég held að hann verði reiðubúinn að vinna sér til matar á heið- arlegan hátt.“ Þegar við vorum að verða búnir með kalkúninn, leit hr. Leakey órólega í kring um sig. „Ég vona að Abdul Makker komi ekki of seint með fersku jarðarberin,“ sagði hann. „Fersk jarðarber!" sagði ég hissa, því þetta var í miðjum janúar. „Ja, ég sendi Abdul Makker, sem er draugur, til Nýja Sjálands eftir jarða- berjum. Þar er sumar núna. Hann ætti að fara að koma, ef hann hefur flýtt sér. En þér vitið hvernig draugar eru. Þeir hafa sína galla, eins og við höfum okkar. Það versta er að þeir eru svo forvitnir. Þegar Sagan af töfra- bandinu bláa Síðan hvessti og kom besti byr og voru skipin komin til Arabiu eftir tæpan sólar- hring. Piltur skipaði skipverjum sínum að fara í land og grafa sig niður í sand- hóla nokkra, svo þeir aðeins gætu séð til skipanna, ef þeir litu upp, en skipstjór- arnir og pilturinn fóru upp á háa kletta- hæð og settust þar undir stóran stein. Eftir nokkra stund kom risafuglinn með klettaeyjuna í klónum og lét hana detta niður á skipin, svo þau sukku. Þegar hann hafði gert það hervirki, réðist hann upp á sandhólana, og sló með vængjun- um, en skipverjar voru ekki seinir að kasta sér niður í gryfjurnar, og um leið rauk fuglinn upp á klettahæðina og svo fljótt, að pilturinn hafði aðeins tíma til þess að bregða sverðinu. Hjó hann til fuglsins, og datt hann niður dauður. Síðan fór piltur og menn hans til kon- ungsborgar, en þá var málum svo komið þar, að konungur hafði falið dóttur sína, og sagði að enginn skyldi fá hana fyrir konu, nema hann gæti fundið hana. Og þetta hafði konungur gert, þótt dóttir hans væri lofuð piltinum. Þegar piltur var á göngu í borginni, mætti hann manni, sem var að selja hvítabjarnarfeldi. Piltur keypti einn feldinn og fór í hann og gekk eins og VtEP v\omúYt kaff/no Einu sinni varstu I vextinum eins og stundaglas. Eg held að sandurinn hafi skipt sér? ViII einhver nærstaddur bera 5000 króna seðil að vitum hans? Þegar ég er búinn að borga Spurðu manninn aðeins hvað skuldirnar, skulda ég eftir sem hann sé að borða, en ekki hvort áður? Hvernig getur það verið? þú megir smakka . Það er gott að vera varkár. Það fannst Jónasi vini okkar að minnsta kosti. Eitt sinn stóð hann I Lækjar- götu og beið eftir strætisvagni. Maður, sem hann hafði aldrei séð áður, kom til hans og spurði hann hvað klukkan væri. Jónas svaraði ekki og lét sem hann sæi manninn ekki. Maðurinn endurtók spurninguna sfna, en Jónas sat við sinn keip og svaraði ekki. Strætisvagninn, sem Jónas beið eftir, kom og fór Jónas inn I hann. Vinur Jónasar, sem hafði heyrt og séð hvað fram fór, snýr sér nú að honum og spyr: — Hvers vegna léztu svona við manninn? Hvf sagðirðu honum ekki hvað klukkan væri? Þetta var þó meinlaus spurning. Jónas svaraði: — Hvað á ég að gera með að svara ókunnug- um manni, sem spyr um klukkuna? Ef ég svaraði, gæti farið svo að við færum að tala saman. Og þá gæti það endað með þvf að hann biði mér snaps. Svo færum við auðvitað út að skemmta okkur. Um síðir, þegar við værum orðnir þétt- kenndir, myndi ég bjóða honum heim til mfn. Við færum fram f eldhús til þess að leita að einhverju til þess að borða. 1 þvf kæmi dóttir mfn heim. Hún er lagleg stúlka. Hún yrði ástfangin af gestinum og hann af henni. Þau trúlofuð- ust og lentu sfðan f hjónaband. — Og ég kæri mig sko ekkert um að gefa dóttur mfna manni, sem ekki á úr og veit ekki einu sinni hvað klukkan er. X — Hættu nú að gorta af hug- rekki þfnu. Þegar ræningjarnir skipuðu þér að rétta upp hend- urnar, gerðirðu það tafarlaust. — Já, en ég kreppti hnefana. Moröíkirkjugaröinum Mafiu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi. 1 1. kafli. Prestssetrið var bak við kirkjuna og kirkjugarðinn. Ur vinnuherbergi Tords á efri hæðinni sá ég út yfir grafir og legsteina og krossa og milli trjánna mátti greina gráa veggi kirkjunnar. í daufri desember- skfmunni var allt fjarskalega grátt og dauðalegt. Eina sem rauf þessa tilbreytingarlausu kyrrð voru skellir f mótorhjóli sem brunaði af stað eftir þjóðveginum á eldingshraða. Eg hryllti mig eins og ósjálfrátt f herðunum og velti fyrir mér, hvernig væri að búa hér, daginn út og daginn inn, árið um kring. Og við svo búið sneri ég mér frá glugganum og leit athugandi á föðurbróður minn. Tord Ekstedt var fjörutfu og átta ára gamall, grðeygður og glettnislegt bros birtist oft á and- litinu. Dökkt hárið var tekið að grána við gagnaugun. Ef hann hefði ekki verið svona hár og magur og skarpleitt andlit hans svo fölt hefði ég ekki hikað við að segja að hann væri mjög fallegur maður. Mér fannst sterkur svipur með honum og föður mfnum, sem þó var orðinn sextíu ára gamall og prófessoravirðuleikinn lýsti af honum langar leiðir. En ein- hverra hluta vegna fannst mér Maijn bæði unglegri og sprækari en Tord. Bræðurnir tveir voru niður- sokknir f samræður, sem virtust fara fram f hálfkæringi og ég sperrti eyru þegar ég heyrði Tord lýsa yfir með óvenjulegum þungæ — Nei. Eg hef sannarlega ekki hugsað mér að gifta mig aftur. Eg hef verið einn f tvö ár og það hefur gengið alveg prýðilega. Og auk þess, minn góði Johannes, situr sfzt á þér að prédika um blessun nýs hjónahands. Ef mér skjátlast ekki hefur þú nú verið ekkjumaður í átján ár og það gefur til kynna að þér hafi liðið allbærilega f þvf standi. — Uss, sagði Johannes Ekstedt, prófessor, — það er ailt annað mál. Þú ert ekki f sömu aðstöðu og ég. Þú ert prestur tveggja fjöl- mennra söfnuða, þú ert húsráð- andi á glæsilegu prestssetri og auk þess þarftu að taka tillit til I.ottu. Móðurlaus ellefu ára telpa f þessu umhverfi! Eg hef þá skoð- un að henni veitti ekki af þvf að fá einhverja góða manneskju til að hugsa um sig. Faðir minn hnykkti til höfðinu þ^ar hann talaði um „þetta um- hverfi“ og átti þar án efa við þetta risastóra einmanalega íbúðarhús og fjörlaust umhverfið. Tord var þögull f örstutta stund. Þegar hann tók aftur til máls var hann rólegur og stillileg- ur, en ég heyrði á raddblænum að þetta umræðuefni hafði komið honum f nokkra geðshræríngu. — Það er alit f lagi með Lottu. Eg get fullvissað þig um það. Fyrsta árið eftir að Gudrun dó, fann ég dálftið til með henni, en nú höfum við verið svo stálheppin að fá þessa ráðskonu sem er alveg fullkomin hvernig sem á hana er litið. Hún fröken Holm vanrækir ekkert, alveg sama hvort um er að ræða að gæta að Lottu eða annað og telpan er mjög hænd að henni. Að telpukornið er þroskuð og fullorðnisleg f tali og virðist hálf- vegis lifa f sfnum draumaheimi er ekkcrt nýtt og ég býst ekki við að neinn breyti þvf. Þannig var hún Ifka meðan móðir hennar var á Iffi. Faðir minn svaraði með því að humma efasemdarfullur og það mátti fúlka á ýmsa vegu og þegar mér hcyrðist sem samtalið hefði þar með stöðvast um sinn og þar sem mér fannst einhvern veginn að það væri ekki sfzt návist mfn, sem þvingaði þá, ákvað ég að leita uppi hana litlu frænku mfna. Hún var ekki inni f herberginu sfnu og ekki í neinu af mörgum herbergjum á efri hæðinni. Eg gekk niður teppalagðan stigann, hikaði aðeins við f forsalnum og opnaði sfðan dyrnar inn f ein- hverja notalegustu stofu sem ég hef nokkru sinni komið inn f. Eiginkona Tords hafði búið hana húsgögnum og smekkur hennar sýndi ást hennar á gömlum mun- um án þess þó að hún væri frá- hverf því að færa sér nýrri hug- myndir f nyt. Og árangurinn af þessu hafði sannast sagna orðið hugljúfur f meira lagi. Og f horninu á stórri stofunni sá ég þá sem ég var að leita að. Hún sat á blámunstruðu tusku- teppi með krosslagða fætur undir mögrum kroppnum og andlitið sem hún sneri að mér virtist aðal- lega vera tvö stór augu og úfnir hárlokkar. Hún Ijómaði upp þar sem hún sat við jólatréð og sagði áfjáð. — Eg var að hjálpa Einari að pakka inn jólagjöf til þfn og Ifma hann aftur. Geturðu getið hvað það er? Eg gerði f huganum áætlun um hvað eiginmaður minn hefði haft af peningum milli handanna og stakk þvfnæst upp á nælonnátt- kjól, baðsalti og brauðrist og Lotta brosti út að eyrum, frá sér numin vegna þess leyndarmáls sem hún bjóyfir. Og gleði hennar var beinlfnis smitandi. — Mikið finnst mér skemmti- legt að þú og Einar og Jóhannes frændi viiduð koma og halda jólin hérna hjá okkur, sagði hún og varp öndinni af fögnuði. — Það verða þá alvörujói hjá okkur. Þú veizt það er allt öðruvfsi þegar eru fleiri finnst þér það ekki. Eg tyllti mér niður á skammel við hliðina henni. A lágu borði fyrir framan okkur hafði fjár- húsið f Betlehem verið útbúið af listfengi, litlir ullarhnoðrar sem áttu að vera lömb voru fyrir utan. llirðarnir höfðu farið frá hjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.