Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTOBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 19 „Ahorfendur verða að sýna biðlund — ÞAÐ er einkum þrennt sem ég vil að komi fram I sambandi við þessa leiki, sagði Björg- vin Björgvinsson. I fyrsta lagi það, að þetta er ungt lið sem þarf reynslu og samæfingu, og það er ekki hægt að búast við stórárangri í fyrstu lefkj- unum. 1 öðru lagi vantar okkur menn f liðið, bæði menn sem leika erlendis og gátu ekki komið og menn sem eru hér heima en gáfu ekki kost á sér. Og það tel ég vera skömm að gefa ekki kost á sér þegar mikið liggur við. I þriðja lagi var ég óánægður með áhorf- endur. Þeir virðast ekki hafa neina biðlund. Það þarf að gefa liðinu tfma til að finna sig. Aðspurður kvaðst Björgvin vona að aðstæð- ur gæfust til fleiri lands- leikja hjá sér f vetur. Hann sagði að ekki væri enn ákveðið hvort hann flytti til Reykjavfkur aftur en um áramótin hefur hann starfað f Egilsstaðalögreglunni f eitt ár. — Upphaflega reiknaði ég ekki með þvf að vera fyrir austan lengur en eitt ár, sagði Björgvin. Loks var Björg- vin spurður að þvf hvort hann myndi leika með Fram ef hann flytti suður, og svaraði hann þvf til að ekkert væri ákveðið f þeim efnum. — Ég myndi fara f það lið sem mig langaði helst f og þar sem ég teldi að ég gæti haft sem mesta ánægju af fþróttinni. Ólafur Einarsson Gunnar Einarsson — ÉG ER að sjálfsögðu óánægður með úrslitin, maður getur aldrei verið ánægður með tap, sagði iandsliðsfyrirliðinn PÁLL BJÖRGVINSSON. Seinni leikurinn var þó snöggtum skárri en sá fyrri og f honum skipti það mestu að við misnot- uðum mörg dauðafæri og þar með talin tvö vfti. Munurinn hefði ekki orðið svona mikill ef eitt- hvað af þessum færum hefði nýst. Pólska liðið er mjög sterkt, eitt það bezta sem ég hef leikið gegn, en okkar lið vantar alla samæfingu. En þetta stendur allt til bóta og ég hef þá trú að liðið eigi eftir að standa sig f vetur, ég tala nú ekki um ef við fáum f liðið strákana sem nú leika erlendis, alla f toppformi. — ÉG ER nú ekkert sér- staklega óánægður með útkomuna úr þessum ieikjum, sagði GUNNAR EINARSSON, sem hingað kom frá Þýzka- landi til Ieikjanna ásamt bróður sfnum Ólaf». Þetta eru fyrstu leikir liðsins á keppnistfmabilinu og andstæðingarnir eru at- vinnumenn með 10 sinnum meiri æfíngu að bakí. Það vantar menn í liðið og ef við fáum þá með og liðið fær samæf- ingu er ég mjög bjart- sýnn á góðan árangur f vetur. — ÞETTA voru sneggri og fastari skot en maður á að venjast, sagði ÓLAFUR BENEDIKTS- SON markvörður. Sér- staklega fannst mér erfitt að ráða við skotin hjá nfunni f pólska lið- inu, hann er óhemju skotharður. Markvarzlan hjá okkur var alveg á núlli f fyrri hálfleik og var það sárgrætilegt þvf nú var vörnin miklu betur á verði en f fyrri leiknum. Annars var undirbúningur liðsins fyrir leikina allt of Iftill, ekki nema fjórar æfingar saman. Varnarleikurinn batnaði mikið — ÉG VAR miklu ánægðari með seinni leikinn en þann fyrri, sagði Viðar Sfmonarson landsliðsþjálfari að loknum seinni landsleiknum. Einkum var varnarleikurinn betri f seinni leiknum, bætti Viðar Sfmonarson við. Nú var vörnin hreyfanleg og strákarnir töluðu saman, en þetta skorti hvorttveggja f fyrri leiknum og gerði það þá útslagið. Ég var eftir atvikum ánægður með sóknarleikir n miðað við þann stutta tíma sem st ákarnir hafa haft til að æfa saman. — Pólska liðið er mjög gott að mfnu mati en samt tel ég að sigurinn hafi verið of stór f seinni leiknum, kannski 1—2 marka sigur hefði verið sann- gjarnara. Ég hefði frekar viljað mæta þessu pólska liði f desember þegar ég vonast eftir að verða kominn með þann landsliðshóp sem ég stefni að. Þá hefð- um við unnið þá. Viðar sagðist stefna að þvf að liðið yrði á toppnum f desember þegar það leikur sfna mikilvægustu leiki og þá yrði lfka að treysta á að fá alla okkar sterkustu menn með. — Þessi hópur sem ég er núna með er alls ekki endanlegur lands- liðshópur. Ég er að fikra mig áfram og taidi eínmitt mjög heppilegt að nota þessa vináttuleiki við Pólverja til að reyna menn sem ég hef augastað á. Það er mjög erfitt að standa f þessu svona rétt f byrjun keppnistímabilsins, fáir leikir hafa farið fram og maður veit ekki almenniiega hvar maður stendur. Víðar sagði að lokum að strangt leikjaprógram væri framundan f íslandsmótinu en hann kvaðst gera sér vonir um að þrátt fyrir það gæti hann valið 8—10 manna hóp sem gæti leikið æfingaleiki inn á milli. — ÞETTA hafa verið frekar slakir leikir hjá fslenzka liðinu cn seinni leikurinn var þó betri en sá fyrri sagði Sigurður Jónsson formaður HSt. Að mínu mati skipti það sköpum f leiknum að vfta- kastið skyldi misnotast hjá okkur I seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir þessi töp kvfði ég ekki vetrinum, við erum rétt að byrja okkar keppnistímabil og þetta á eftir að stórlagast sérstaklega ef við get- um fengið með allan þann mannskap sem stendur til boða. Hrifnastir afþeim Gunnari og Björgvin EFTIR fyrri landsleik Islendinga og Pólverja gafst fréttamönnum tækifæri til að ræða stuttlega við þjálfara pólska liðsins, þeir heita GZERWINSKl og MAJOREK. Þeir sögðu fyrri landsleik- inn hafa verið allhressilegan og sögðust búast við jafnari baráttu f seinni leikn- um eins og reyndar varð. Þeir sögðu að pólska liðið væri nú f miklu betri æfingu en þegar það tapaði fyrir þvf fslenzka s.l. sumar, en samt hefði það ekki sýnt allt sitt bezta hér þvf þreyta sæti f liðinu eftir erfiða keppnisferð tii Kanada. 1 fslenzka liðinu voru þeir hrífnastir af Gunnari Einarssyni og Björgvini Björgvinssyni. Er þeir félagar voru beðnir að skipa lslandi f flokk hand- knattleiksþjóða sögðu þeir að 6—8 þjóðir væru toppurinn f handknattleiks- heiminum f dag, þar á meðal Rúmenar, Júgóslavar, Austur-Þjóðverjar og Sovét- menn. A eftir þessum 6—8 þjóðum kæmi hópur þjóða, og þar á meðai væru lsland og Pólland. — En við stefnum að því að koma pólska landsliðinu f efsta flokkinn og gerum okkur góðar vonir um það, sögðu þeir félagar. Stefán Gunnarsson f baráttu á Ifnunni; eins og sjá má á myndinni var gróflega brotið á honum og dæmt vftakast. Púað á íslenzka liðið að fyrri leáknum loknnm ER íslenzka handknattleiks- tandsliðið gekk af velli að loknum fyrsta landsleik vetrarins kvöddu áhorfendur þá með þvl að baula hressi- lega á það. fslenzka landsliðið hafði tapað leiknum gegn Pól verjum 27:19 og langtímum saman í síðari hálfleiknum var ekki heil brú í leik liðsins. Hálfleikurinn tapaðist 17:10 og það var allt sem hjálpaðist að við að gera dag þennan svartan fyrir íslenzkan hand- knattleik. Engin barátta var í vörn íslenzka liðsins, það mátti hending heita ef mark- verðirnir vörðu skot og sóknarleikurinn var mjög fumkenndur. Það fór svo sannarlega ekki á milli mála I þessum leik að íslenzka liðið var að byrja sitt keppnistimabil og leik- mennirnir flestir tæplega komnir í fulla æfingu, hvað þá að um verulega sam- æfingu landsliðsmannanna væri hægt að tala. Fyrri hálfleikurinn var þó langt frá að vera með öllu vonlaus. Pólska liðið hafði að vlsu yfirleitt forystu, en landinn náði þó annað slagið að jafna og það var aðeins klaufaskap um að kenna að islenzka liðið hafði ekki yfir I hálfleik. Björgvin Björgvinsson fékk þá gott marktækifæri á linunni en pólska markverðinum tókst að verja Pól- verjarnir sneru vörn I sókn og náðu að skora áður en hálfleikurinn var flaut- aður af Pólska liðið virkaði þreytulegt I fyrri hálfleiknum og snillingurinn Klempel skoraði til að mynda aðeins eitt mark I leiknum. Var hans að vlsu vel gætt, en hann reyndi lltið og var allt annar maður en I seinni leiknum [ slðari hálfleiknum I leiknum á laugardaginn féll islenzka liðið alveg saman og var þá nánast um sýningu Pólverjanna að ræða Leyfðu þeir sér þá ýmsa hluti, sem sjaldgæft er að sjá hjá jafn öguðu liði og þv! pólska Virtist nokk sama hvað Pólverjarnir þá reyndu, nær alt sem þeir tóku sér fyrir hendur gekk upp eins og til var ætlast. Viðar Símonarson landsliðsþjálfari sagði að fyrri leiknum loknum að hefðu það verið íslendingarnir, sem hefðu haft forystu I leikhléi, hefðu úrslitin orðið allt önnur — jafnvel Islenzkur sigur. Þessi fultyrðing verður að vísu aldrei sönnuð — né afsönnuð — en ekki er ólíklegt að leikurinn hefði þróast á annan veg en raun varð á ef Björgvin hefði skorað á síðustu minútu fyrri hálfleiksins og komið íslenzka liðinu yfir fyrir leikhlé Baráttan hefði þá væntanlega aukist og án hennar getur íslenzka handknattleikslandsliðið ekki gert sér vonir um sigur gegn jafnsterku liði og því pólska. Pólverjarnir fengu að skora nokkuð mörg marka sinna á svipaðan hátt, án þess að tækist að koma I veg fyrir þann leka. Sóttu þeir þá að varnarvegg ís- lenzka liðsins hægra megin og hvað eftir annað náðu þeir að smeygja sér öðrum hvorum megin við hægri bak- vörðinn. Vantaði þarna greinilega sam- vinnu I vörn íslenzka liðsins. Þá var það einnig stór galli á leik Misnotað vítakasí var venði- pnnktnrinn í seinni leiknnm islenzka liðsins I leiknum hversu oft var skotið á efri hluta marksins, en hinn tæplega tveggja metra hái markvörður Pólverjanna átti auðvelt með að verja flest slík skot Llnuspil sást ekki I fyrri leiknum og af línunni, sem svo oft hefur reynzt islenzka landsliðinu drjúg, var ekki skorað eitt einasta mark I leiknum. Virtist heldur ekkert lagt upp úr linuspili I leiknum, þvi oftar en einu sinni kom upp sú staða I leiknum að fimm útileikmenn voru að vandræðast á sömu fjölunum fyrir utan punktalln- una og vissu tæpast hvað þeir áttu við knöttinn að gera. Þvældust þeir þarna hver fyrir öðrum og komst enginn þeirra á fjölina sína. íslenzka liðinu tókst þó að skora 1 9 mörk I leiknum og það er I sjálfu sér ekki slæmur árangur. Flest mörkin má þó þakka einstaklingsframtaki eða til- viljunum frekar en laglegum leikflétt- um eða samvinnu leikmanna liðsins. Mörg góð marktækifæri fóru einnig forgörðum I óðagotinu og það boðorð, sem leikmönnum var fyrirskipað að fara eftir, að halda knettinum og skjóta aðeins I dauðafærum, var þverbrotið I þessum leik Ekki er ástæða til að hafa uppi fleiri 'orð um gang þessa leiks og mistök Islenzka liðsins I síðari hálfleiknum. Aðeins skal tekið undir þau orð eins hallargesta að Skólahljómsveit Kópa- vogs hafi átt beztan leik af þeim ís- lendingum sem spiluðu I Höllinni á laugardaginn. Góð samvinna og sam- æfing var greinilega fyrir hendi, sam- fara öruggri stjórn Björns Guðjóns- sonar. ÍSLENZKA liðið lék mun bet- ur í leik sínum við Pólverjana á sunnudaginn og baráttan var allt önnur meðal leik- manna. í upphafi slðari hálf- leiksins tókst íslenzka liðinu að saxa mjög á forystu Pól- verjanna og er 12 mínútur voru til loka leiksins var munurinn aðeins tvö mörk og Ólafur Einarsson bjó sig undir að taka vitakast. Með marki úr vítakastinu hefði munur- inn aðeins verið eítt mark og möguleikinn svo sannarlega verið fyrir hendi á að sigra Pólverjana. Skot Ólafs reið af, en geigaði og knötturinn fór framhjá markinu. Vonin um sigur eða jafntefli í leikn- um var úti, Pólverjarnir brunuðu upp, fengu vítakast og Klempel brást ekki boga- listin. Knötturinn lenti I bláhorni marksins og gert hafði verið út um leikinn þó eftir lifðu rúmar 10 mínútur af leiktímanum. Pólverjarnir skoruðu síðan 5 mörk á móti 2 mörkum landans siðustu mínútur leiksins og unnu 20:15. Það voru ekki margir áhorfendur, sem lögðu leið slna I Laugardalshöllina á sunnudaginn. Á að gizka 800 manns var fjöldi áhorfenda, en á laugardaginn var fjöldinn hins vegar 1700. Fólk gerði sér greinilega ekki miklar vonir um stór afrek I siðari leiknum, eftir hina slæmu útreið, sem Islenzka liðið fékk I laugardagsleiknum. Að vlsu tapaðist leikurinn á sunnudaginn með fimm marka mun, en það verður þó að segjast að Islenzka liðið lék nú mun betur og markamunurinn segir ekki allt um gang leiksins og hvernig hann þróaðist Fyrri hálfleikurinn var t.d. á köflum mjög skemmtilegur og þá sáust til- burðir hjá íslenzka liðinu bæði I sókn og vörn, sem fyrirfundust ekki á laugardaginn. Markvarzlan var þó sama hörmungin og fyrri hálfleiknum og markverðirnir vörðu ekki eitt einasta skot i hálfleiknum. Þrátt fyrir það að ekkert væri varið og Sigurbergi Sig- steinssyni væri vikið af velli eftir fárra mlnútna leik, þá tókst islenzka liðinu að halda I við það pólska og staðan var t.d. jöfn 4:4 er leikið hafði verið I 1 1 mlnútur. Þá kom loks að þvl að Pólverjarnir næðu öruggri forystu. Þeir komust I 7:4 og fyrir lok hálfleiksins varð munurinn fimm mörk, 12:7. Af 12 mörkum Pólverjanna I fyrri hálfleiknum skpraði fallbyssan Klempel 5 og átti hann stórkostlegan leik I fyrri hálfleikn- um. Jafnvel þó íslenzku markverðirnir hefðu verið i sínum bezta ham, þá er hæpið að þeir hefðu varið þrumuskot þau sem Klempel sendi l net islenzka marksins. ( slðari hálfleiknum breyttist mark- varzlan mjög til hins betra Ólafur fór að verja eins og hann bezt gerir og eftir skamma stund var munurinn að- eins orðinn tvö mörk. Minni varð munurinn ekki, en gullið tækifæri fór forgörðum til að minnka muninn enn, er Ólafur misnotaði vltakastið, sem sagt var frá I upphafi. Þá átti Gunnar vitakast I stöng og fleiri tækifæri fóru I súginn I seinni hálfleiknum. Nokkur marka Islenzka liðsins I þess- um leik voru gullfalleg, en það var svo sannarlega ekki hlaupið að þvi að koma knettinum framhjá pólsku vörn- inni og aftur fyrir tröllkarlinn Szymczak I pólska markinu. Sérlega eftirminnileg eru tvö mörk Björgvins af llnunni, annað eftir frábæra sendingu Viggós og hitt úr bláhorninu, þar sem flestir hefðu haldið að vonlaust væri að skora Páll gerði falleg mörk i þessum leik og samleikur hans og Stefáns, sem gaf fyrsta markið var til að dást að. Stór galli á leik Islenzka liðsins að þessu sinni voru skotin á pólska markið. Það hafði verið margbrýnt fyrir Texti: Ágúst I. Jónsson og Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Ragnar Axelsson íslenzku leikmönnunum að þeir skytu niðri á pólska markvörðinn, en eins og I leiknum á laugardaginn voru það lítið færri skot, sem voru uppi og lentu þvl I krumlunum á pólska markverðinum. Pólska liðið sem lék hér um helgina, er án efa eitt albezta handknattleikslið, sem hér hefur leikið Meðal leikmanna liðsins eru afburða handknattleiks- menn. Má þar nefna markvörðinn Szymczak, stórskyttuna Kempel (5) og leikmenn eirts og Antczak (3), Kuchta (4) og Melcer (9). Pólska liðið er skipað tiltölulega ungum leikmönnum, en náði þeim árangri I slðustu heimsmeistarakeppni að verða I fjórða sæti. Liðið á sennilega eftir að ná enn betri árangri og það kæmi ekki á óvart þó Pólland yrði á næstu árum topplið I handknattleiknum I heiminum. Auk þess sem leikmenn liðsins eru mjög líkamlega sterkir þá hafa þeir yfir mikilli skothörku og tækni að ráða, svo ekki sé minnst á snerpu atvinnumanns- ins. Knötturinn er látinn ganga mjög hratt á milli manna og leikkerfi þeirra eru greinilega mjög vel æfð, þó þau séu ekki sérlega flókin. Keyrslur inn I vörn andstæðingsins notar liðið mjög mikið, og I liðinu eru gegnumbrots- menn, lagnir linu og hornamenn, fljótir leikmenn I hraðaupphlaupum, og að sjálfsögðu skytturnar I liðinu, sem eru hverjum markverði hausverkur. Sem sagt mjög góð blanda, sem á eftir að ná enn lengra. Páll Björgvinsson kominn f skotstöðu og það var ekki að sökum að spyrja; knötturinn flaug úr hendi hans I net pólska marksins. Leikimir gep Póllanði gefa ekki rétta mynd af getti landsliðsins LJÓST má vera að landsleikjum helgarinnar loknum að nokkrir leikmanna landsliðsins hafa fest sig I sessi og verður tæpast velt þaðan á næstunni. Aðrir stóðu sig svo miður vel og hætt er við að hjá þeim verðir róðurinn þungur við að komast í landslið í vetur. Ekki verður gengið framhjá þeirri staðreynd að íslenzka liðið er að byrja sitt keppnistrmabil og þó svo að forystumenn íslenzks handknattleiks hafi haldið því fram að vel hafi verið á málefnum landsliðsins haldið að undanförnu þá er langt frá að sú fullyrðing eigi við rök að styðjast og ekki er hægt að leggja raunhæft mat á stöðu Islenzks handknattleiks fyrr en llða tekur á vetur og mannskapurinn verður kominn í æfingu, sem nú er ekki fyrir hendi, og þegar „atvinnumenn- irnir" í Þýzkalandi verða með. „Vandi fylgir vegsemd hverri," segir máltækið, en sumir menn eru þeim hæfileikum gæddir að þeir vaxa með vanda hverjum og ekki verður annað sagt en að hinn nýi landsliðsfyrirliði, Páll Björgvinsson sé I þeim hópi. Páll bar bezti maður landsliðsins I báðum leikjum þess um helgina og hefur ekki leikið betri lands- leiki í annan tfma. Skoraði Páll falleg mörk f leikjunum og nýting hans var mjög góð, að vísu glutraði hann knettinum í hendur andstæðinganna nokkrum sinnum, en f heildina verður ekki annað sagt en að Páll hafi leikið mjög vel. Stefán Gunnarsson var f fyrra fyrir utan landsliðið lengst af, en með frammistöðu sinni f leikjun- um við Pólverja hefur hann gull- tryQB* sæti sitt f landsliðinu. Meiri baráttumaður fyrirfinnst ekki f fslenzkum handknattleik og ekki er gott að segja hvernig fyrri leikurinn hefði farið ef Stefán hefði ekki gert sitt til að „púrra" félaga sfna upp. í fyrri leiknum komu að vfsu nokkur mörk í gegnum Stefán f vörninni, en honum tókst ásamt öðrum að setja að mestu fyrir þann leka. Það væri betur að fleiri fslenzkir landsliðsmenn fórnuðu sér eins og Stefán gerir f leikjum sínum. Ólafur Einarsson skoraði 9 mörk f fyrri leiknum, en skotanýt- ing hans var frekar slök í leikn- um. Ólafur var þó tvfmælalaust einn af betri leikmönnum liðsins fyrri daginn. Ólafur þarf sitt pláss á vellinum og hann er oft seinn að losa sig við knöttinn, en stór- skytta sem hann er hverju liði nauðsynleg og auk þess sýndi Ólafur góðan leik f vörninni á köflum f þessum landsleikjum við Pólverja. Þannig tókst honum að gera hinn hættulega Klempel nær óvirkan f fyrri leiknum. Gunnar Einarsson uppfyllti ekki þær vonir, sem við hann höfðu verið bundnar f þessum leikjum. Honum gekk illa að koma lág- skotum að pólska markinu, en um öðru vísi skot þurfti ekki að hugsa í leikjunum. Gunnar er þó greinilega í góðri æfingu, snögg- ur og léttur Það kom undirrituðum á óvart eftir fyrri leikinn er pólsku þjálfararnir hrósuðu Björgvini Björgvinssyni mest fslenzku leik- mannanna ásamt Gunnari Einars- syni. Fyrir seinni leikinn var hins vegar fyllsta ástæða til að hrósa Björgvini, þvf þá sýndi hann sfna gömlu takta á línunni, sem hann fékk ekki tækifæri til að sýna i fyrri leiknum. Sigurbergur Sig- steinsson er drjúgur leikmaður og einkum i seinni leiknum sýndi hann hæfileika sem varnar- maður. Sömuleiðis átti Árni Indriðason þá góðan leik f vörninni, og Viggó Sigurðsson komst þolanlega frá leiknum á sunnudaginn. Ólafur Benediktsson verður örugglega landsliðsmarkvörður f vetur eins og undanfarin ár. Hann er þó i mjög litilli æfingu um þessar mundir og var það greini- legt á frammistöðu hans f leikjun- um. Hann átti þó góða kafla, um miðjan fyrri hálfleik fyrri leiksins og í seinni hálfleik seinni leiksins. Vonandi herðir Ólafur sig við æfingarnar á næstunni — þá verður markvarzlan örugglega enn betri. Leitin að hinum lands- liðsmarkverðinum hlýtur að verða þrautin þyngri fyrir lands- liðsþjálfarann, því fáa góða mark- verði er að finna f fslenzkum handknattleik. Aðrir þeirra 1 5 leikmanna, sem notaðir voru í leikjunum, voru ýmist lítið með eða þá aðframmi- staða þeirra gefur ekki ástæðu til nánari umfjöllunar. Leikirnir í tölum MEÐFYLGJANDI töflur gefa til kynna nokkrar töluiegar stað- reyndir um landsleikina við Pólverja. Fremsta talan gefur til kynna fjölda skottilrauna (S), og er þá átt við skottilraunir sem bundu enda á sóknarlotur en ekki talin misheppnuð skot ef tsland hélt áfram boltanum. Næstu tölur gefa til kynna hvernig þessum skottilraunum reiddi af, fyrst fjöldi marka (M), þá þau skot sem pólski markvörðurinn varði (MV), þar næst skot sem vörnin varði (VV), sfðan skot í stöng (ST) og svo skot framhjá (FR). Þriðji dálkur frá hægri segir til um fengin vítaköst (FV), síðan koma Ifnusendingar sem gáfu af sér mörk (LS) og loks scgir sfðasti dálkurinn hve oft fslenzku leikmennirnir glötuðu knettinum vegna rangra sendinga, þeir stigu á Hnu, fengu dæmdan á sig ruðning, tóku of mörg skref o.s.frv, (BT). Fyrri landsleikur: S M VM W ST FR FV LS BT GunnarE 9 3 4 0 0 1 1 0 r ölafurE 15 9 4 0 0 2 0 0 1 Páll 4 4 0 0 0 0 0 0 4 Jón K 3 1 2 0 0 0 0 0 2 Hörður S 1 1 0 0 0 0 0 0 € Björgvin 1 0 1 0 0 0 0 9 1 Sigurbergur 0 0 0 0 0 0 0 0 1 Stefán 2 1 0 0 0 1 1 0 0 Magnús 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Gunnsteinn 1 0 1 0 0 0 0 0 2 Seinni landsleikur: s M VM vv ST FR FV LS BT Gunnar E 7 3 3 0 1 0 0 0 1 Ölafur E 6 2 1 1 0 2 0 0 1 Páll 9 5 3 0 0 1 1 1 2 Viggó 5 1 4 0 0 0 0 2 1 Hörður S 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Björgvin 4 3 0 0 1 0 1 0 1 Sigurbergur 0 0 0 0 0 0 1 0 1 Stefán 2 1 0 0 0 1 0 1 0 Ingimar 0 0 0 0 0 0 0 0 l Arni 0 0 0 0 0 0 0 0 0 t fyrri leiknum stóð Ólafur Benediktsson í markinu f 37 mfnútur. Hann fékk á sig 14 mörk en varði 6 skot, 4 langskot og 2 Ifnuskot. Rósmundur Jónsson var í markinu f 23 mfnútur. Hann fékk á sig 13 mörk en varði 2 lfnuskot. t seinni leiknum var Ólafur f markinu f 45 mfnútur. Hann fékk á sig 15 mörk en varði 6 skot, 3 langskot og 3 af lfnu. Rósmundur var f markinu f 15 mfnútur og fékk á sig 5 mörk en varði ekkert skot. Hvorki hann né Ólafur vörðu eitt einasta skot sem á markið kom f fyrri hálfleik. Gangur leikjannai LANDSLEIKUR f handknatt- leik f Laugardalshöll, laugar- daginn 4. október. 4, Gmyrek 3, Dvbol 3, Klempel, Gwozdz og Brzozowski 1 hver. tfrslit: ísland Pólland tsland — Pólland í Laugar- 19:27 (9:10) dalshöll, sunnudaginn 5. októ- Mín. tsland Staðan Pólland ber. 2. 3. Gunnar 1:0 1:1 Kaluzinski Urslit: lsland — Pólland 15:20 4. 1:2 Kaluzinski (7:12) 6. 1:3 Meleer Mtn. lsland Staðan Pólland 8. 1:4 Brzozowski 3. Stefán 1:0 8. Stefán 2:4 5. 1:1 Klempei n Ólafur(v) 3:4 7. Olafur 2:1 13. 3:5 Kuchta 9. 2:2 Kiempel 13. Páll 4:5 9. Björfivin 3:2 14. 4:6 Katuzinski 10. 3:3 Klempel 16. Ólafur 5:6 »0. 3:4 Klempei 18. ólafur 6:6 11. Björgvin 4:4 20. 6:7 Katuzinski II. 4:5 Klempei 23. 6:8 Dybol 13. 4:6 Mclcer 26. Páll 7:8 14. 4:7 Meleer 27. 7:9 Antczak 15. Fáll 5:7 28. Gunnar 8:9 16. 5:8 Ciesía 29. Páll 9:9 17. 5:9 Melcer 30. 9:10 Gmyrek 20. 5:10 Ciesla LEIKHLC 21. Viggí 6:10 31, 9:11 Klempcl 24. Gunnar 7:10 32. ólafur 10:11 25. 7:11 Klempel 33. 10:12 /\ntzarh 30. 7:12 Antczak 34. 10:13 Kurkta LEIKHLE 35. Ólafur 11:13 32. ólafur (v) 8:12 36. 11:14 Melcer 36. Páll 9:12 38. Páll 12:14 39. Páll 10:12 39. 12:15 Melrer 40. 10:13 Klempel (v) 40. 12:16 Gmyrek 42. Páll 11:13 41. 12:17 Kuchta 43. 11:14 Kuehta 42. Ólafur 13:17 45. 11:15 Mclcer 43. 13:18 Melcer 46. Gunnar 12:15 45. 13:19 Melcer 48. Páll 13:15 47, 13:20 Gmyrek 51. 13:16 Kiempel (v) 48. 13:21 Kuchta 52. 13:17 Solokowski 49. Jón 14:21 53. Gunnar 14:17 50. 14:22 Antczak 55. 14:18 Solokowski 51. Ólafur (v) 15:22 58. 14:19 Antczak 53. 15:23 Gwozdz 59. 14:20 Dybol 54. 15:24 Dybol 60. Björgvin 15:20 54 Gunnar 16:24 55. 16:25 Brzozowski Mörk tslands: Páll Björgvins- 57. 58. Ólafur 17:25 17*26 Dvhnl son 4, Björgvin Björgvinsson 3, 59. Hörður 1 1 ■ 4* V 1» t IHM 18:26 Gunnar Einarsson 3, Ólafur 60. 18:27 Kuchta Einarsson 2, Siefán Gunnars- 60. Ólafur 19:27 son og Viggó Sigurðsson 1 hvor. Brottvfsanir af leikvelli: Gunnar Eínarsson, Jerzv Klempel og Kaluzinski var vfsað af leikvelli í 2 mfnútur hverjum. Misheppnuð vftaköst: Klempel skaut í stöng á 37. mfnútu. Mörk Islands: Ólafur Einars- son 9, Páll Björgvinsson 4, Gunnar Einarsson 3, Jón Karls- son, Ilöróur Sigmarsson og Stcfán Gunnarsson skoruðu 1 inark hver. Mörk PóIIands: Kuchta 5, Meleer 5, Kaluzinski 4, Antczak Mörk Pðllands: Klempel 7, Melcer 4, Ciesla 2, Antczak 2, Solokowski 2, Dybol, Kuchta og Gmyrek 1 hver. Brottvfsanir af leikvelli: Sig- urbergur Sigsteinsson, Gunnar Einarsson, Björgvin Björgvins- son, Páll Björgvinsson var öllum vfsað af velli f 2 mfnútur hverjum, en'Pólverjinn Kuchta fékk 5 mfnútna kælingu, fyrir að gera sig Ifklegan til að slá Stefán Gunnarsson og sfðan fvrir að mótmæla dómi. Misheppnuð vftaköst: Ólafur Einarsson skaut framhjá og Gunnar Einarsson f stöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.