Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 15 jóri leiðangursins, Þorsteinn Hannesson, er fyrir miðju. 0 Ping-pongmeistari sinfóníunnar. £ Þeir eru flfnkir við fleira en hljóðfærin strðkarnir. fjarða og það fór ekkert á milli mála að það var eitthvað um að vera í húsunum. Á Bolungarvík var húsfyllir og fólk gaf sér tima til að sitja i andakt á hátiðisdegi eins og séra Gunnar Björnsson prestur Bolvikinga orðaði það í þakkar- ávarpi til gestanna að loknum tónleikum, en það var sérstætt og skemmtilegt við tónleikana á Bolungarvík að séra Gunnar, sem er gamalreyndur sellóleik- ari með sinfóníunni, þótt ungur sé að árum, lék með henni á Bolungarvík. Það var kyrrð yfir bænum þetta kvöld, einstaka bátsvél röflaði í rólegheitunum við höfnina, stjörnubjart upp úr gjólunni, en i samkomuhúsinu var hátið. Fiskflök höfðu verið framleidd um daginn og það fór vel á þvi að framleiða hátið um kvöldið. Á Isafirði var troðfullt hús og komust færri að en vildu. Höfð- ingi hljómlistarlífsins, Ragnar H. Ragnars, var mættur ásamt fjölda ísfirzkra tónlistarunn- enda. Salurinn var orðinn þétt setinn, ennþá æfði hljómsveitin á sviðinu, menn stilltu hljóð- færi sin, klipu strengi og Ashkenazy var eins og eldfjall þar sem hann tók einn og einn kafla úr píanókonsertinum til þess að ná í sig hita en það var nokkur kuldahrollur í mönnum utan úr nepju haustvindanna og snæhjúpaðra fjallshlíða. Skyndilega stóð Ashkenazy upp, sprotinn á loft, þögn, tóna- flóðið magnaðist upp eins og hafbylgja úr djúphafinu. Stemningin var allsráðandi í húsinu, ögurstund í hversdags- lífinu, full af lífi og fjöri. I hófi eftir vel heppnaða tón- leika minnti Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari á i hnyttinni ræðu að hann hefði einhverntíma minnzt á að það væri aðeins tvennt sem hann saknaði frá Reykjavík, hljóm- leika sinfóníuhljómsveitarinn- ar og heita kersins úr sundlaug Vesturbæjar. Hann gat einnig hins stórkostlega starfs sem Ragnar H. Ragnars hefur innt af höndum i þágu tónlistarlífs á Vestfjörðum og landsins alls. Þótt Islendingar séu sér- vizkupúkar, sem betur fer, þá eru þeir fyrst og fremst jafn- ingjar og sjaldan eru menn meiri jafningjar en í tónlist- inni, sá er túlkar og sá er hlýðir eignast sömu sál og eitthvað sem er óvænt gengur í klæði þess venjulega, verður hluti af hversdagsleikanum. Þannig eiga reglulegar heimsóknir sin- fóníuhljómsveitar Islands út á landsbyggðina að vera hluti af hversdagslífinu. Það var eins og ekkert væri eðlilegra eftir tónleika fyrir fullu húsi á Flateyri, en heim- sókn allrar sinfóníunnar á eitt heimili á staðnum, finustu veit- ingar voru fram bornar og þetta var eins og dæmigerð ís- lenzk veizla í heimahúsi. Einn og einn hljómlistamann sá mað- ur læðast i eldhúsið til húsmóð- urinnar til þess að skera sér aukabita af hákarlinum þótt nóg væri á borðum í stofu og menn jafnvel kiktu inn i ísskáp- inn til þess að virða fyrir sér rabbarbarasaftina, heimilis- legt. I stofu ávarpaði Gunnlaugur Finnsson alþingismaður hóp- inn og mælti ekki aðeins á kjarnyrtri íslenzku heldur einnig kjarnyrtri ensku til er- lendu gestanna. Svo var kvatt, haldið til átta, en að sjálfsögðu flutti Þor- steinn Hannesson óperusöngv- ari og tónlistarstjóri ríkisút- varpsins nokkur vel valinn orð að vanda i hvérju hófi og rauk þ'ar á súðum orðlistarinnar í gamni og alvöru, ýmist svo menn hlustuðu með næmi eða skelltu í tönnum er brandarar fuku frá fararstjóranum og átti hann nóg af þeim í salti. Hirtn fasti punktur ferðar- innar var Núpur, því þar var gist, en i rútunni var rásað á milli staða upp og niður fjall- vegi. Upp, upp, upp á fjall, upp á fjallsins brún — niður, niður, niður, niður, alveg niður á tún. Það var ekki amalegt útsýnið, eins og samfelld málverkasýn- ing á úrvalsverkum, huldu- stelpur í klettakimum, sækind- ur i djúpskörðum, fosslækir spruttu úr jörðinni og puntstrá- in léku sér i blænum. Stundum þurfti að stanza á leiðinni, setja keðjur á rútuna og rótast dáldið í snjó, en þetta gekk allt í blíðu. A morgnana hélt Ashkenazy til Isafjarðar til þess að æfa sig á flygilinn, aðr- ir i hópnum gerðu eitt og annað sér til dundurs. Sum- ir sváfu út, aðrir æfðu sig á hljóðfæri sin, það var teflt og teflt og teflt, spilað borðtennis af miklum móð, farið í sund í ágætri sundlaug staðarins, fjallgöngur og kúluspil. Meðal TEVTl e?fAVMP‘R-- annars kepptu strengjaleikarar og blásarar i kjúluspili og lauk þeirri hörðu keppni með því að strengjaleikararnir blésu loftið úr blásurunum og gjörsigruðu Þá. Það var bæði skemmtilegt og forvitnilegt að fylgjast með sin- fóníunni svona i hversdagsföt- unum. Hljómleikaklæðnaður þeirra er draugfínn, í sama stil og svartfuglsins i bjarginu, og sumir halda að allt sé svo hátíð- legt og fágað i lífi hljómsveitar- innar að þar sé allt eftir kúnst- arinnar reglum, en þetta er að sjálfsögðu mesti misskilningur, því þarna er samankomið fjöl- hæft fólk, hinir mestu prakkar- ar og til í tuskið eins og aðrar manneskjur ef svo ber undir. Síðustu tónleikarnir voru í Bildudal. Þeir áttu að hefjast kl. 5 síðdegis, en vegna snjóa á fjallleiðum töfðumst við nokk- uð og 20 minútur yfir 5 rann rútan í hlað. Strákarnir sem sjá um hljóðfærin höfðu snör handtök að vanda og eftir 15 mínútur var allt klárt hljóð- færin í stöðu og sjöunda sin- fónían hljómaði i fyrsta skipti beint frá hljómsvéit á Bíldudal, fyrr hafði sin- fónían ekki heimsótt þenn- an feikilega fallega stað, en hins vegar er einn hljómsveitarmanna, Sveinn Ölafsson, fiðluleikari, Bílddæl- ingur og hann er búinn að vera i sinfóníuhljómsveitinni frá upphafi. Fullt hús, ljúf stemn- ing og nokkuð var af fólki frá Patreksfirði og Tálknafirði og meðal gesta var Hannibal Valdimarssin fyrrverandi ráð- herra, bóndi í Selárdal. Sem dæmi um hinn mikla áhuga Vestfirðinga á heimsókn Sin- fóniuhljómsveitarinnar má nefna að nokkrir Súgfirðingar sem ætluðu á tónleikana á Isa- firði tepptust á heiðinni vegna snjóa og urðu að snúa við, en þeir létu sig hafa það að sækja tónleikana á Flateyri í algjörri óvissu þó hvort að þeir kæmust til baka. Þetta er að gefa ekkert eftir, enda höfum við haft 1100 ár út úr þvi. I hófi á Bildudal flutti Pétur Bjarnason skólastjóri þakkir til hljómsveitarmanna og gat þess hve stórkostlegt það væri að fá slíkt listafólk í heimsókn. „Við óskuðum þess,“ sagði hann, „þegar þetta samkomuhús var endurbyggt, að við fengjum hingað í heimsókn góða lista- menn, en okkur óraði aldrei fyrir að við ættum eftir að fá leiksviðið allt svo þéttskipað eins góðum listamönnum og hafa veitt okkur i dag af list sinni.“ Hver staður hefur sína stund, stefnan var tekin suður á nýjan leik, rútan spændi mölina og spjallið hófst í bílnum. Einn fór að tala um bolfiskveiðar, en annar vissi ekki hvað bolfiskur var. Það var snarlega fundið skemmtilegt svar við því: „All- ur fiskur sem kemur frá Bol- ungarvík, heitir bolfiskur." % Félagsheimilið á Flateyri var þétt setið eftirvæntingar fullum gestum. • Ashkenasy stjórnar sjöundu slnfðnlu Beethovens á Isafirði. Jðn bassi við bassann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.