Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 17 ÍV1 rt iitiLTo (Síís Það munaði ekki um það þegar metið kom.. 19.46 melrar hjá Hreini Bandaríkjamaðurinn Jimmy Rogers ingum á sunnudaginn. frábæran gegn HREINN Halldórsson setti glæsilegt tslandsmet f kúluvarpi á laugardaginn er hann þeytti kúlunni 19.46 metra. Eldra metið átti hann sjálfur — nema hvað — og var það 18.99 metrar. Hreinn hefur lengi verið við það að rjúfa 19 metra múrinn og ioksins þegar honum tókst það, munaði heldur ekki um það, þvf hann bætti sig um tæpan hálfan metra. Þó svo að almennt sé frjáls- fþróttafólkið hætt keppni og sé að byrja vetraræfingarnar þá eru kastararnir óstöðvandi og þeir setja hvert metið öðru glæsilegra þessa dagana. Þannig hefur Öskar Jakobsson margbætt unglingamet sitt f kringlukasti að undanförnu. Síðast á laugardaginn er hann kastaði kringlunni 54.34 metra. Erlendur Valdimarsson er einnig í fullu fjöri og köst hans að und- anförnu hafa verið allt að 60 metrar. Á sunnudaginn þeytti hann kringlunni t.d. 58.08 metra. Með sínu nýja íslandsmeti fær- ist Hreinn upp um heilan flokk á listanum yfir kúluvarpara í Evrópu. Er hann sennilega í um 20. sæti á Evrópuskránni eftir að hafa náð 19.46 metra kastinu. Ef Hreinn fyrsti íslenzki íþrótta- maðurinn, sem i ár nær lágmarki því sem Alþjóða Ólympiunefndin setti fyrir keppendur á Ólympíu- leikum, en þau lágmörk eru Hreinn Halldórsson talsvert strangari en þau sem islenzka Ólympiunefndin setti fyrir einn keppenda í hverri grein. Reykjavíkurmótið í körfuknattleik: FRAM STÓÐ í ÍR-INGUM OG ÁRMANN BURSTAÐIKR TVÆR fyrstu umferðirnar í Reykjavíkurmótinu i körfubolta voru leiknar um helgina, og eru Ármann og ÍR með forustu að þeim loknum, unnu báða sína leiki. Ármann vann ÍS með 63 stigum gegn 55 á laugar- dag og þótti mörgum sá -sigur lítill vegna þess að bandaríkjamaðurinn Jimmy Rogers lék með Ár- manni. En það verður að segja eins og er, að hann virkaði þungur í þessum leik og sýndi ekki mjög mikið. A.m.k. var Jón Sig. mun betri. En það var allt annar svipur á Ármannsliðinu gegn KR daginn eftir. Greinilegt var að Rogers var nú I mun betra formi, og sýndi hann oft snilldarleik. Ekki er Margir góðir leikmenn en áhorfendur vantar — Það kemur mér mjög á óvart að ekki skuli fleiri áhorfendur koma á körfuboltann hérna, sagði Ármenningurinn Rogers á sunnudaginn. — Þið hafið marga mjög góða leikmenn, flestir hafa mjög góða tækni og ekki vantar hraðann I leikina. En við munum fá fólkið með, við verðum, og þá fær það að sjá betri og betri körfubolta. Körfuboltann er ekki hægt að leika nema að hafa áhorfendur. — Hvernig líst þér á Ármannsliðið, ertu bjartsýnn? — Þetta er gott lið, og við stefnum að sjálfsögðu að þvf að vinna Reykjavíkurmótið til að byrja með. Til þess höfum við allt, tökum mikið af fráköstum, og spilum mjög hraðan og góðan bolta. Jón nokkur vafi á því, að leikur hans ’ örvaði mjög aðra leikmenn liðs- ins, og svo fór að KR sem lék nær allan leikinnánKolbeins Pálsson- ar sem meiddist tapaði mjög illa 98:50. Þetta mun vera mesti ósigur KR í körfuknattleik síðan 1962, þ.e.a.s. fyrir ísl. liði, en Ármenn- ingar geta vel við unað, íið þeirra lék oft mjög vel og er líklegt til stórra afreka. Islandsmeistarar IR léku gegn tveim lökustu liðunum, Fram og Val. I leiknum gegn Val hafði IR ávallt örugga forustu og sigraði með 82 stigum gegn 51, en Fram- ararnir reyndust þeim erfiðari. Að vfsu lék IR liðið mjög illa gegn þeim lengst af, og þeim tókst aldrei að ná afgerandi forustu f fyrri hálfleik, en þá var staðan 30:27. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 43:42 fyrir IR, og þá „sprakk“ Framliðið á sprettin- um og IR vann auðveldlega 76:48. Daginn áður hafði KR unnið Fram með 71 stigi gegn 49, og í síðasta leik helgarinnar sigraði IS Val með 72 stigum gegn 60. Staðan að leikjunum loknum: Viðar sigraði áNMíiúdó ÍSLENDINGAR eignuð- ust Norðurlandameistara í júdó um helgina er Við- ar Guðjohnsen úr Ár- manni varð Norðurlanda- meistari í sínum flokki á unglingameistaramóti Norðurlanda. Lagði Við- ar alla andstæðinga sína glæsilega og þótti vel að sigri sínum kominn. Auk Viðars tóku tveir aðrir ungir júdómenn íslenzkir þátt í mótinu. Ómar Sig- urðsson og Jónas Jónas- Viðar Guðjohnsen sem siðar sigraði í flokkn- son. Tapaði Ómar viður- um, en viðureignin var eign sinni fyrir þeim, mjög jöfn og hörð. Gnðgeir Leifsson: Fallegt mark og góðir blaðadómar Sigurðsson er alveg frábær leikmaður, maður getur ekki óskað sér að Ármann 2 2 0 161:105 4 st leika með betri bakverði. Hann hefur geysigóða boltameðferð, er IR 2 2 0 158:99 4 st fljótur og veit ávallt hvað hann er að gera, hann er mjög góður. — IS 2 1 1 127:123 2st Rogers hafði fulla ástæðu til að vera ánægður með Iffið að leiknum KR 2 1 1 121:147 2st við KR loknum, hann átti frábæran leik bæði f vörn og sókn, skoraði 25 Valur 2 0 2 111:154 0 st. stig og hirti 22 fráköst — sem er frábært. Fram 2 0 2 97:147 0 st. Rönclóttur nrslitaleiknr KR LÉK sinn sfðasta leik f riðlakeppni Reykjavíkurmóts- ins f handknattleik á sunnudag- inn og vann þá Armann með 14 mörkum gegn 12. Verða það því röndóttu félögin — KR úr vest- urbænum og Vfkingur úr aust- urbænum — sem mætast f úr- slitaleik mótsins annað kvöld. Bæði liðin unnu alla sína leiki og fara þvf með fullt hús stiga í úrsiitaleikinn. KR-ingar höfðu fengið til liðs við sig knattspyrnumanninn Hauk Ottesen og var hann þeim dýrmætur í leiknum gegn Ár- manni. Skoraði hann dýrmæt mörk, auk þess sem barátta hans er alltaf mikil. Þá var Hilmar Björnsson einnig góður í leiknum. Það leit þó ekki gæfulega út fyrir KR-ingana í upphafi leiksins, því eftir 20 mínútna baráttu var staðan 3:0 fyrir Armann. Þeim tókst þó að saxa á það forskot fyrir hlé. I seinni hálfleiknum höfðu þeir greinilega meira úthald og sigurinn varð þeirra. Leiknir og IR léku einnig á sunnudaginn og töpuðu Leikn- ismennirnir stórt, 16:34. Verða það því Leiknismenn, sem eng- an fá úrslitaleikinn, þeir urðu í 9. sæti mótsins með 53 mörk í mfnus. Gömlu fjendurnir Valur og Fram leika um 3. sætið í Laugardalshöllinni I kvöld og hefst leikur þeirra klukkan 21.30. A undan leika Fylkir og Armann urh 7. sætið. Annað kvöld leika svo IR og Þróttur um 5. sætið og Víkingar mæta KR-ingum í úrslitaleiknum. Guðgeir Leifsson GUÐGEIR Leifsson var að vonum mjög ánægður þegar við höfðum samband við hann f gær. Guðgeir hafði skorað stórglæsilegt mark f Ieik sfnum með Chariesroi á sunnudaginn og fengið frábæra dóma í blöðunum. — Þetta er að koma hjá okkur og við vorum óheppnir að fá ekki bæði stigin í leiknum við Waregem, sagði Guð- geir. — Þeir eru f næstefsta sæti deildarinnar, en við sóttum lát- iaust nær allan seinni háifleik- inn. Þeir björguðu á lfnu hvað eftir annað og ég átti skot í slá af löngu færi. Markið kom beint úr hornspyrnu, snúningur, sem lenti f samskeytunum — hörkumark. Það er gaman að þessu þegar vel gengur, maður er meðhöndlaður eins og kóngur og allt gert fyrir mann. Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans f Standard Liege urðu einn- ig að sætta sig við jafntefli f leik sfnum um helgina. Ekkert mark var skorað f leiknum, enda hugs- uðu andstæðingar Standard að- eins um vörnina og voru oftast 10 við vftateigslfnuna. Slœmt útlit hjá Völsurum ÞAÐ litur ekki beint Vel út hjá körfuknattleiksliði Vals þessa dagana. Þórir Magnússon (mesti hrakfallaþálkur ísl. iþrótta- manna) brá ekki út af þeim vana sínum að slasa sig í upphafi keppnistfmabils, en það hefur hann gert undanfarin ár. Nú lenti hann í bílslysi og handleggs- brotnaði auk annarra smávægi- legra meiðsla. Jóhannes Magnússon bróðir Þóris leikur heldur ekki með lið- inu, því hann bíður eftir að kom- ast inn á sjúkrahús til aðgerðar. Þegar flutningur Kára Marfsson- ar til Njarðvikur bætist við, má Ijóst vera að Valsliðið á erfiða leiki fyrir höndum enda lítið um að góðir yngri leikmenn séu fyrir hendi til að taka við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.