Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÖBER 1975 SMieilWT SKII'RHDT EFSTl! LIDAIA SKAPAR AIIPIA SPEWI f KOJHll TVÖ AF toppliðunum f ensku 1. deildar kcppninni f knattspyrnu, Queens Park Rangers og West Ilam United biðu sameiginlegt skipbrot f leikjum sínum f deild- inni á laugardaginn, og þriðja toppliðið, Manchester United, náði aðeins öðru stiginu úr leik sfnum. Urðu úrslit þessi til þess að verulega hefur dregið saman með þessum liðum og fimm næstu liðum, og munar t.d. aðeins 2 stigum á efsta liðinu, sem að þessu sinni er Manchester United, og Middlesbrough sem er f áttunda sæti f deildinni. Sama spennan og var einkennandi fvrir dcildina f fyrra, virðist því vera að koma upp aftur, og á vafalaust eftir að haldast, þar sem nú fara vellirnir að versna og kemur það niður á liðum eins og t.d. Queens Park Rangers. Fyrir leikina á laugardaginn höfðu Q.P.R. og West Ham ekki tapað leik, en bæði áttu erfiða leiki, einkum þó Q.P.R., sem mætti Leeds á útivelli. Leikur lið- anna var mjög skemmtilegur, en nokkuð harður, og var t.d. skozki landsliðsmaðurinn í Leeds-Iiðinu, Gordon McQueen, að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Yfirleitt átti Queens Park hættulegri sóknir til að byrja með, knötturinn var látinn ganga mjög vel, og átti vörn Leeds-liðsins oft í erfiðleikum. Þar kom að dæmd var vítaspyrna á Leeds og úr henni skoraði Stan Bowles og þar með hafði Lundúnaliðið tekið forystu. En Leeds-liðið virtist tvíeflast við þetta mótlæti, og tilraun Q.P.R. til þess að leika varnarleik bar ekki betri árangur en svo að Leedsar- arnir skoruðu tvívegis. Voru það ekki ófrægari kappar en Allan Clarke og Peter Lorimer sem skoruðu mörk Leeds í leiknum. Mikil barátta var í leik West Ham og Everton og gífurleg stemming á áhorfendapöllunum, þar sem flestir voru á bandi West Ham. Leikurinn var nokkuð jafn — West Ham þó heldur betra liðið og skoraði reyndar eina mark leiksins, en því miður fyrir þá í eigið mark. Eftir sóknarlotu Everton ætlaði John McDowell að skalla knöttinn til markvarðarins, sem þá var kominn of langt út úr markinu og missti knöttinn yfir sig. Þar með fóru tvö stig til Ever- ton, sem nú er komið í baráttuna á toppnum. Manchester United tókst aldrei að brjóta Leicester-vörnina á bak aftur í leiknum á Old Trafford, en Leicester er nú eina liðið í 1. deildinni sem ekki hefur unnið leik. Lék Leicester að mestu varnarleik á laugardaginn, og gerði það svo vel að Manchester United átti fá umtalsverð tæki- færi. A laugardaginn kom loksins að því að Manchester City sigraði á útivelli, en slfkt er heldur fátíður atburður. Asa Hartford skoraði fyrsta mark leiksins og gaf Manchester City tóninn. Náði liðið ágætum leik á móti Arsenal, og kom að því að staðan varð 3—0 fyrir City, eftir að Joe Royle og Rodney Marsh höfðu bætt við mörkum. Þegar á leikinn ieið náði Arsenal sér betur á strik og þá tókst Alan Ball og Alex Cropley að skora. Birmingham vann öruggan sigur í viðureign sinni við botn- liðið Sheffield United. Var þetta þriðji sigur Birminghamliðsins eftir að það skipti um fram- kvæmdastjóra, og þokast það stöð- ugt ofar á töflunni. I leiknum á laugardaginn voru það Bob Hatton og Trevor Francis sem mörkin skoruðu. I leik Newcastle og Tottenham virtist sigurinn blasa við New- castleliðinu eftir að það hafði náð 2—0 forystu. Skoruðu þeir John Tudor og Stewart Barrowclough. Tottenhamliðið náði hins végar að sýna mjög góða knattspyrnu þegar á leikinn leið, og tætti vörn Newcastleliðsins í sig. Þeir John Patt og John Duncan skoruðu og jöfnuðu, en sigur tókst Totten- ham ekki að knýja fram, þrátt fyrir að góð tækifæri byðust til þess. Mikil harka var í leik Coventry og Burnley og fékk John Craven, varnarleikmaður með Coventry, sína fimmtu bókun á þessu keppnistímabili í leiknum. Staðan var 1—1 að venjulegum leiktíma loknum, en í „meiðslatímanum" tókst Leighton James að skora sigurmark Burnley. Aðrir leikir í deildinni fóru nokkurn veginn eins og búizt hafði verið við. Á leik Derby og Ipswich Town voru gestir frá Spáni meðal áhorfenda, „njósn- arar“ frá Real Madrid, sem Derby á að leika við í 2. umferð Evrópu- meistaraliðakeppninnar. • Þótti þessi leikur meistaranna fremur slakur, og hafa Spánverjarnir sjálfsagt góðar vonir fyrir hönd síns liðs, eftir að hafa fylgst með honum. Liverpool átti ekki í erfið- leikum með Ulfana, sem aldrei hafa náð að sýna í sér tennurnar á þessu keppnistímabili. Mörk Liverpool skoruðu Brian Hall og John Cae. I 2. deild heldur Sunderland enn forystunni, þrátt fyrir jafn- tefli á laugardaginn við Ports- mouth, eitt slakasta liðið í deild- inni. Notts County náði heldur ekki nema jafntefli úr leik sínum, þótt á heimavelli væri, en stendur þó að mörgu leyti betur en Sunderland. Af þeim 11 leikjum sem Sunderland hefur leikið í deiidinni í vetur hafa 6 verið á heimavelli, og þá hefur liðið alla unnið. Notts County hefur hins vegar ekki leikið nema 4 leiki á heimavelli. Sjálfsagt verður bar- áttan í 2. deild gífurlega hörð í vetur, en margir vona að nú loks- ins takist Sunderland það sem þeir hafa verið alveg við undan- farin ár, — að ná 1. deildar sæti. Baráttan á botninum I 2. deild er ekki síður hörð, en fimm neðstu liðin hafa öll hlotið 6 stig. Og meðal þeirra eru ekki ómerkari nöfn en Notthingham Forest og Carlisle United, en sem kunnugt er féll Carlisle úr 1. deild f fyrra. Hin liðin sem þá féllu: Chelsea og Luton hafa spjarað sig heldur betur, þótt ekki séu þau í næsta nágrenni við toppinn. 1 3. deild hefur Crystal Palace enn forystu og er með 15 stig. Bury er með 14 stig, en 12 stig hafa Preston North End, Here- ford og Brighton hlotið. I 4. deild hefur svo Lincoln tekið forystuna og er með 14 stig eftir 9 leiki. I Skotlandi fór allt samkvæmt áætlun, nema helzt það að Hibernian varð að sætta sig við jafntefli í leik sínum við Dundee. Celtic átti ekki í erfiðleikum með Hearts, og þrátt fyrir að úrslitin yrðu 3—2 í leik Dundee United og Ayr Utd. var Dundee-liðið miklu betri aðilinn í leiknum. í Skot- landi er staðan sú eftir leiki helgarinnar að Rangers er með 10 stig, Celtic 9, Hibernian 8, Dundee Utd. 7, Motherwell og Ayr Utd með 5 og með 4 stig eru svo Aberdeen, Hearts, Dundee og St. Johnstone. I skozku 1. deildar keppninni hefur Partick forystu með 11 stig, en næstu lið eru Kilmarnock með 10 stig, Hamilton 7, Montrose 7, Airdrieonians 7 og East Fife 7. 1 ““““ 1. DEILD L Heima Uti Stig Sunderland 11 6 0 0 15—3 í 2 2 2—5 16 Notts County 10 2 2 0 2—1 4 1 1 8—7 15 Fulham 10 3 1 1 9—2 3 1 1 8—6 14 Bolton Wanderes 10 2 2 0 11—3 3 1 2 8—7 13 Bristol City 10 4 1 0 11—2 1 2 2 6—9 13 Southampton 9 5 0 0 13—2 0 2 2 3—7 12 Oldham Athletic 8 4 0 0 8—3 0 3 1 4—7 11 Blackpool 10 3 1 0 9—6 1 2 3 3—6 11 Bristol Rovers 9 2 2 1 8—6 1 2 1 3—3 10 Chelsea 11 2 3 0 7—3 0 2 4 3—10 9 Hull City 10 3 1 2 6—5 1 0 3 2—5 9 Charlton Athletic 9 2 1 1 5—4 1 2 2 3—8 9 Luton Town 9 2 2 1 7—4 1 0 3 4—5 8 Plymouth Argyle 9 3 1 0 5—2 0 1 4 3—8 8 Orient 10 2 3 1 4—3 0 1 3 2—5 8 York City 9 2 0 2 6—5 0 3 2 4—6 7 West Bromwich Albion 9 1 4 0 5—4 0 1 3 1—10 7 Blackburn Rovers 9 1 0 4 5—7 1 2 1 4—4 6 Nottingham Forest 9 1 0 4 5—7 1 2 1 4—5 6 Carlisle United 10 1 2 1 4—4 1 0 5 5—11 6 Portsmouth 9 0 4 1 3—5 1 0 3 3—8 6 Oxford United 10 2 1 1 6—6 0 1 4 4—12 6 2. DEILD L Heima Uti Stig Manchester United 11 3 2 0 10—4 3 1 2 8—5 15 Queens Park Rangers 11 4 2 0 7—2 1 3 1 8—6 15 West Ham United 10 4 0 1 7—3 2 3 0 9—7 15 Leeds United 10 3 1 1 7—5 3 1 1 8—5 14 Derby County 11 5 0 1 11—8 1 2 2 5—7 14 Liverpool 10 4 1 0 11—4 1 2 2 4—5 13 Everton 10 3 1 1 9—4 2 2 1 7—7 13 Middlesbrough 11 3 2 0 6—0 2 1 3 6—10 13 Manchester City 11 4 2 0 15—3 1 0 4 3—7 12 Stoke City 11 2 1 2 7—7 3 1 2 6—5 12 Coventry City 11 1 2 3 4—7 3 1 1 9—3 11 Norwich City 11 3 1 1 12—7 1 2 3 8—13 11 Aston Villa 11 4 0 1 7—3 0 3 3 4—12 11 Newcastle United 11 3 2 0 14—4 1 0 5 7—14 10 Arsenal 10 1 2 2 7—8 1 3 1 3—3 9 Ipswich Town 11 3 1 2 8—8 0 2 3 1—4 9 Birmingham City 11 3 1 2 10—6 0 1 4 6—13 8 Burnley 11 1 3 1 9—7 1 1 4 5—13 8 Tottenham Hotspur 10 1 3 1 6—3 0 2 3 7—10 7 Leicester City 11 0 4 1 8—11 0 2 4 2—8 7 Wolverhampton Wanderes 11 1 3 2 4—5 ó 1 4 3—13 6 1 Sheffield United 11 1 1 4 4—9 0 0 5 1—13 3 I Knattspyrnuúrsiil ENGLAND 1. DEILD: Arsenal — Manchester City 2—3 Birmingham — Sheffield Utd. 2—0 Coventry—Burnley 1—2 Derby — Ipswich 1—0 Leeds — Queens Park 2—1 Liverpool — Wolves 2—0 Manchester Utd. — Leicester 0—0 Middlesbrough—Aston Villa 0—0 Neweastle—Tottenham 2—2 Norwich — Stoke Cíty 0—1 West Ham United — Everton 0—1 ENGLAND 2. DEILD: Blackburn—Fuiham 0—1 Blackpool—Luton 3—2 Bolton — Charlton 5—0 Bristol Rovers — Notthingham 4—2 Chelsea — York 0—0 IIull—Southampton 0—0 Notts County — Bristol City 1—1 Oxford — Orient 2—1 Plymouth—Carlisle 2—1 Portsmouth—Sunderland 0—0 W.B.A. — Oldham 1—1 ENGLAND 3. DEILD: Aldershot—Southend 2—1 Cardiff -y Wrexham 3—0 Chester — Hereford 0—1 Chesterfield — Preston 3—0 Colchester — Bury 0—0 Gillingham—Halifax 1—1 Millwall — Mansfield 1—0 Port Vale — Crystal Palace 0—0 Rotherham — Swindon 0—2 Sheffield Wed. — Peterborough 2—2 Shrewsbury-r-Brighton l-*-2 Walsall—Grimsby 2—0 ENGLAND 4. DEILD: Bournemouth — Barnsley 1—1 Brentford — Newport 1 —3 Cambridge — Darlingon 1—0 Crewe — Hartlepool 0—0 Lincoln—Swansea 4—0 Rochdale — Exeter 0—1 Scunthorpe—Reading 2—1 Watford — Stockport 1—1 Workington—Huddersfield 0—2 ÚRVALSDEILD SKOTLANDI: Celtic — Hearts 3—1 Dundee Utd.—Ayr Utd. 3—2 Hibernian—Dundee 1—1 Rangers — A berdeen 1 —0 St. Johnstone — Motherwell 2—1 SKOTLAND 1. DEILD: Airdrienoians — Dumbarton 3—0 East Fife — Arbroath 3*—1 Falkirk — Clyde 1—2 Hamilton — Partick Thistle 1—2 Kilmarnock — St. Mirren * 3—1 Morton—Dunfermline 1—1 Queen of the South — Montrose 2—1 SKOTLAND 2. DEILD: Alloa — East Stirling 1 —0 Berwick —Albion Rovers 0—1 Brechin — Queens Park 1—0 Clydebank — Raith Rovers 1—1 Cowenbeath—Stranraer 2—1 Forfar—Stenhousemuir 3—1 Stirling Albion — Meadowbank 5—0 FRAKKLAND 1. DEILD: Valenciennes—Lens 1—1 Lyons — Avignon 2—0 Nantes — Sochaux 2—2 Lille — Marseilles 4—3 Nice — Paris St. Germain 2—1 Bordeaux — Bastia 3—0 Nimes — St. Etienne 2—0 Troyes — Rheims 2—1 Nancy — Metz 0—1 Strassbourg — Monaco 1—0 V-ÞVZKALAND 1. DEILD: Borussia Mönchengladbach — Eintracht Braunswick 0—0 Hannover 96 — Hertha SC Berfn 2—6 Kickers Offenbach — Karlsruher SC 0—0 Hamburger SV — Eintracht Frankfurt 4—2 Schalke 04 — Werder Bremen 4—2 MSV Duisburg — VFL Bochum 1—1 Fortuna Dusseldorf — Bayern Uerdingen 2—0 FC Köln — Rot Weiss Essen 3—0 FC Kaiserslautern — Bayern Miinchen 2—1 UNGVERJALAND 1. DEILD: Ferencvaros — Zalaegerszeg 1—0 Videoton—Szeged 4—0 MTK VM — Doza Ujpest _ 1 —0 Tatabanya — Honved 1—0 Vasas — Bekescsaba 3—1 Haladas — Salgotarjan 2—1 Raba Eto — Kaposvar 1—1 Diosgyoer — Csepel 1 —1 Eftir 8 umferöir hefur Ferencvaros for- ystu með 14 stig en næstu lið eru Videoton með 12 stig, Upjest Dozsa, Kaposvar og Diosgyoer með 10 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.