Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið. Yfirlýsing Anthony Croslands, umhverfis- málaráðherra Bretlands, hefur að vonum vakið mikla athygli hér á landi. Það vekur eftirtekt, að áhrifamikill brezkur ráð- herra kastar stríðshanzk- anum með þeim hætti, sem Anthony Crosland gerði á laugardagsmorgun. Kjarni þeirrar yfirlýsingar, sem Anthony Crosland gaf í ræðu í kjördæmi sínu er einfaldlega sá, að Bretar muni halda áfram að veiða innan 50 mílna markanna, þegar samkomulagið frá 1973 rennur út hinn 13. nóvember næstkomandi, ef samningar hafa ekki tekizt milli Breta og Islendinga fyrir þann tíma og jafn- framt, að hugsanlegt sam- komulag verði að fela í sér veiðiréttindi fyrir brezka sjómenn innan gömlu 50 mílna lögsögunnar. Jafn- framt virðist Crosland hafa í hótunum um, að Bretar muni senda herskip inn i íslenzka fiskveiðilögsögu, þegar hann segir í ræðu sinni, að „íslenzka ríkis- stjórnin skal ekki fara í neinar grafgötur um að brezka stjórnin er ákveðin í að tryggja þann rétt“. I viðtali við Morgunblað- ið síðastliðinn sunnudag, sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra, í fyrstu viðbrögðum íslenzks ráðamanns við ræðu Cros- lands: „Svo ég segi alveg eins og er, er ég gáttaður á þessum ummælum. Ég fæ ekki séð, að svona umbúða- lausar hótanir séu leiðin til að greiða fyrir samningum. Ég vísa því algerlega á bug, að Bretar eigi hér einhver hefðbundin mið. Þeir töldu sig lengi eiga hefðbundinn rétt til að fiska inni á ís- lenzkum fjörðum víða við landið og þeir hikuðu ekki við að drepa Islendinga á sínum tima eða ýta þeim út af fjörðum. Og flestum er í fersku minni aðför þeirra að Hannesi Hafstein og hans aðstoðarmönnum á Dýrafirði, þótt 80 ár séu u.þ.b. liðin. Ég hélt, að Bretar væru búnir að fá nóg af slíkum aðgerðum og sömuleiðis tveimur þorska- stríðum, gagnvart þjóð, sem á allt sitt undir fisk- veiðum. Auk þess hafa Bretar sjálfir óskað eftir friðsamlegum viðræðum og því er það, að brezkur ráðherra, sem lætur sér slíkt um munn fara, sé þetta allt rétt eftir honum haft, hefur að minnsta kosti gert alvarlega tilraun til að stórspilla fyrir sam- komulagi, svo ekki sé meira sagt.“ 1 orðum Matthíasar Bjarnasonar er ekkert of- sagt. Ræða Anthony Cros- lands er vísbending um, að sáralitlar líkur séu á samn- ingum við Breta áður en samkomulagið frá 13. nóv- ember 1973 rennur út. Það virðist enn einu sinni ætla að koma í ljós, að brezkir ráðamenn kunna ekki al- menna mannasiði í um- gengni við þessa fámennu eyþjóð hér norður í At- lantshafi. Framkoma þeirra í samningaviðræð- unum í Reykjavík á dögun- um og yfirlýsingar Cros- lands nú, benda ótvírætt til þess, að brezka ríkisstjórn- in láti sér i alvöru detta í hug, að hægt sé að kúga íslendinga með hótunum og yfirgangi. Sé hér á hinn bóginn aðeins um samn- ingatækni að ræða af Breta hálfu og þeir tilbúnir til að víkja verulega frá þeirri afstöðu, sem þeir hafa tek- ið í byrjun samningavið- ræðna, verður ekki annað sagt en að það eru ein- kennilegar aðfarir gagn- vart viðsemjanda að geys- ast fram eins og naut í flagi á þann veg, sem Bretar hafanú gert. Óhætt er að fullyrða, að við Islendingar höfum gengið til þeirra samninga- viðræðna, sem hófust í síð- asta mánuði við Breta, með jákvæðu hugarfari. Skammt er sfðan við áttum í harðri fiskveiðideilu við Breta. Við erum friðsöm þjóð, og höfum engan áhuga á að standa í ófriði við aðra, en við stöndum á rétti okkar. Varðandi út- færslu fiskveiðilögsögunn- ar í 200 mílur er um að ræða lífshagsmuni okkar. Við látum ekki undan siga fyrir hótunum Breta. Margir munu sjálfsagt hugsa á þann veg, að til- gangslítið sé að halda áfram viðræðum við Breta eftir ræðu Croslands og er það út af fyrir sig skiljan- legt sjónarmið, en þar sem annar viðræðufundur hef- ur þegar verið ákveðinn nú í október, verður sjálfsagt látið á það reyna, hvort yf- irlýsingar brezka ráðherr- ans lýsa raunverulegri af- stöðu brezku ríkisstjórnar- innar. Ef þær gera það verðum við að búa okkur undir harðan og erfiðan vetur og nýjan ófrið við Breta vegna útfærslu fisk- veiðimarkanna. Ef til þess þarf að koma, mun íslenzka þjóðin eins og jafnan áður í slíkum deilum, standa sam- an sem órofa heild. Þá þarf enginn að kvíða niðurstöð- unni. Yfirlýsing Croslands Árni Brynjólfsson: „íslenzkur byggingariðnaður reisir hús, sem þola hristing” Það er virðingarvert. að forstjóri Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins. Haraldur Ásgeirsson verk- fræðingur, skuli gera til- raun til að verja og draga úr stóryrðum er fram komu í fréttatilkynningu frá R.b., sem send var fjölmiðlum í byrjun sept. s.l., þótt vörnin sé hvorki sannfær- andi né stutt traustum heimildum. Orð forstjórans Það er erfitt að fallast á þær staðhæfingar, þrátt fyrir ýmislegt sem miður fer, að íslenzkur bygg- ingariðnaður sé einskorðaður við gamlar venjur, sé efnis og mann- frekari (20%) en á Norðurlöndum og að óvíst sé, að hann sé fær um að framleiða fbúðir á því verði, sem samrýmist kaupgetu borgar- anna, og að af þessum sökum hrikti í meginstoðum byggingar- iðnaðarins, en vandinn verði ekki leystur nema með auknum fram- lögum til rannsókna og tíföld aukning myndi borga sig fyrir þjóðfélagið. Þetta eru stór orð, sem krefjast haldgóðra raka. Framlag til byggingarrannsókna Rekstrarkostnaður Rannsókna stofnunar byggingariðnaðarins er skv. fjárlögum 1975, 42,7 millj. kr , tekjur 8,5 millj. kr. Til viðbót- ar þessu kemur 26,8 millj. kr. úr byggingarsjóði v. rannsókna vegna atvinnuveganna. Til samanburðar má geta þess a8 rekstrarkostnaBur Rannsókna- stofnunar iðnaSarins, er skv. sömu fjárlögum rúmar 33 millj. kr. og tekjur 3,5 millj. kr , Iðnþróun arstofnunar íslands 22,9 millj. kr , tekjur 500 þús. kr. og Rann- sóknarráðs rikisins. sem nú virðist hafa tekið forystuna i byggingar- rannsóknum er rúmar 16,2 millj. kr. Það má sjálfsagt endalaust deila um það hvað sé hæfilegt framlag til rannsókna, en raunhæfasti mælikvarði á þetta hlýtur að vera sannanlegur jákvæður árangur rannsóknanna, en um þá hlið málsins er Haraldur Ásgeirsson forstjóri fáorður, drepur i fréttatil kynningu á tvö atriði og segir að annað hafi verið árangurslitið. Um þá hlið málsins væri þó fróðlegt að fræðast nokkru nánar, a.m.k. áður en fallizt verður á að veita hundruð milljóna til þessarar starfsemi. Vinnubrögð við rannsóknir Heilsiðugrein Haralds Ásgeirssonar forstjóra i Morgun- blaðinu og Timanum 2. okt. s.l., ætti að gefa nokkrar upplýsingar um nákvæmni og vinnubrögð við byggingarrannsóknir á fslandi, en sú grein virðist fyrst og fremst vera skrifuð í áróðursskyni fyrir auknum framlögum til byggingar- rannsókna og er svo að sjá, að höfundur telji að liklegust leið til árangurs sé að gera litið úr getu islenzkra byggingarmanna með vafasömum samanburði við hin Norðurlöndin, með töflum og linu- riti, þótt hann jafnframt þræti fyrir að þetta sé tilgangurinn. Tafla 3. Verðbólgutaflan Tafla þessi flytur engin ný fræði, en er að þvt leyti sérstæð. að þar er enginn samanburður gerður við hin Norðurlöndin, þótt með því skýrðust að nokkru þau vandamál, sem við eigum við að etja, en hafa ekki til skamms tima verið vandamál á Norðurlöndum. Athyglisvert er að taflan spannar ekki yfir tvö ár, heldur rúm tvö ár, sem hefur talsverð áhrif á það sem lesa má úr töfl- unni og skýrir augljóslega hvernig hægt er að nota svona töflur. Á töflunni sést, þótt á það sé ekki minnzt i umræddri grein, að byggingarvisitala hefur hækkað 8% minna en framfærsluvisitala og útseld vinna um 7—18% minna en byggingarvisitala. Nokkurrar ónákvæmni gætir i þessari töflu varðandi útseldu vinnuna, t.d. er útseld timaeining ekki kr 302 i júni 1973, heldur kr. 295 og i sept. 1975 var hún ekki kr. 620, heldur kr. 602. i fyrra tilfellinu mun innifalið endur- skoðunargjald ákvæðisskrifstofu, sem hækkaði um 157% á timabil- inu. Þess er ekki heldur getið, að timaeiningin hækkaði 13. júní '75 úr kr. 473 i 602 eða um 27.3%, sem veldur þvi að væri taflan miðuð við 1. júni '73 og ’75, væri hækkunin 60.3% i stað 105% eins og fram kemur á töflunni. Hefði aðeins verið tekið tima- bilið 1. júni '74 til 1. júní '75, var hækkunin tæp 4%, eða úr kr. 455 í 473. Vafasamur samanburður (Tafla 2). Tafla þessi virðist vera einskonar viðbót við linuritið og er að því leyti villandi, að þar er borin saman annars vegar hlut- fallsleg meðalframleiðsla ibúða á Norðurlöndum og hins vegar hlut- fallslegur fjöldi starfsfólks, — Árni Brynjólfsson. ekki einvörðungu við Ibúðarbygg- ingar —, heldur starfsfólks við byggingariðnað og mannvirkja- gerð! Bygging meiriháttar mannvirkja t.d. orkuvera, hafnarmannvirkja og álverksmiðju, svo eitthvað sé nefnt, skipta meira máli hlutfalls- lega i landi, sem hefur rúmlega 200 þús. ibúa, en i löndum sem hafa 4—8 millj. ibúa og af þeim sökum er óliklegt að þessi saman- burður sé raunhæfur. Þá kemur ekki fram hvers konar ibúðir er um að ræða, hvort þær eru i ódýrum timburhúsum, jafn- vel sumarhúsum, vönduðum ein- býlis- eða fjölbýlishúsum, hve stórar íbúðirnar eru, hve mikið er i þær lagt vegna útlits, styrkleika og endingar. Samanburður á okkur og marg falt fjölmennari þjóðum, sem búa við ólikt veðurfar, framleiðslu hætti og fjármálaástand, er vanda- samt verk, en algjorlega tilgangs- laust og villandi, ef beitt er handa- hófskenndum og ónákvæmum vinnubrögðum. Slikar „rannnsóknir" ber að setja i gæsalappir. Vilji menn gera raunhæfan sam- anburð, er liklegra til árangurs að taka til samanburðar ákveðin svæði, t.d. í norðurhluta Noregs, Sviþjóðar, eða Finnlands, þar sem verkefni eru smærri og dreifðari. og veðurfarið og fólksfjöldi sam- bærilegri. Norræn framlög til rannsókna. (Tafla 1). Taflan á að sýna hlutfallsleg framlög Norðurlandanna til rannsókna almennt og eru hlut- föllin: fsl. 0,5, D. 0.9. F. 0,9, N. 1.1 og S. 1.5. Greinarhöfundur sýnir ekki hver hlutur byggingar- rannsókna er I þessum hlutfalls- tölum sem miðaðar eru við % af þjóðartekjum, en segir i umræddri grein: „byggingariðnaður fær til- tölulega langminnst rannsóknarfé, eða aðeins 0.7% af virðisviðauka i atvinnugreininni". Hér er enn á ný verið að taka mið af ólikum hlutum, annars vegar þjóðartekjur og hins vegar virðisviðauka, en ekki hirt um að nota hliðstæða viðmiðun og alls ekki upplýst hvernig byggingar iðnaðurinn stendur hlutfallslega gagnvart Norðurlöndum, en ætla mætti að höfuðvigi islenzkra byggingarrannsókna hefði þessar tölur handbærar. Það kemur ekki heldur fram hvort framlög Norðurlandanna til rannsókna eru frá rikinu og/eða fyrirtækjum, en fyrirtækjum á hin- um Norðurlöndunum er ekki skömmtuð álagning og hafa þau þvi rýmri fjárráð og þar með meiri möguleika til rannsókna og stjórn- unar (sem er engu að siður mikil væg), en islenzk fyrirtæki sem skortir fé til flestra hluta. Staða „veiði- og hjarð- manna". Öllum ætti að vera það Ijóst. að við „veiði- og hjarðmenn", eins og Haraldur Ásgeirsson forstjóri nefnir okkur. getum komizt af með hlutfallslega minni rann- sóknarstarfsemi en þjóðir, sem hafa þróaðan og fjölbreyttan iðn- að, eru lengra komnar á flestum sviðum og mun rikari. Við sækjum flestar tækni- nýjungar til nágrannalandanna og annarra landa sem lengra eru komin og njótum góðs af hinum Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.