Morgunblaðið - 29.10.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.10.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTOBER 1975 19 Hella: Vel miðar með dval- arheimili aldraðra Gefa til dvalarheimilis aldraðra á Hellu ÞANN 21. október s.l. var lokið við að steypa loft- Innbrot og óknyttir í Eyjum UM helgina voru framin nokkur innbrot f Vestmannaeyjum en ekki hefur enn náðst f sökudólg- ana. Aðfaranótt laugardags var brotist inn á fjórum stöðum, f Friðarhafnarskýlið, hjá Krist- manni Karlssyni, Vélsmiðjunni Völundi og verkstæði Vinnslu- stöðvarinnar. Aðallega voru unnar skemmdir f þessum inn- brotum, en einnig stolið nokkrum lengjum af sfgarettum og nokkru af sælgæti. I Friðarhafnarskýlinu var öllum varningi f hillum hent á gólfið og sfðan hellt yfir vöruna tómatsósu og kvoðurakkremi úr brúsum og var aðkoman þar Ijót að sögn lögreglunnar. A laugardagskvöld vöknuðu öldruð hjón f húsinu nr. 42 við Vestmannabraut upp við það er tóm vínflaska flaug í gegnum rúðuna á svefnherbergisglugga þeirra og rigndi yfir þau glerbrot- um, en þau sakaði ekki. Þá tók lögreglan i Eyjum drukkinn ökumann á bifhjóli um síðustu helgi. plötu á dvalarheimili aldraðra á Hellu á Rangár- völlum og er þaksmfði þegar hafin, en bygging hússins hófst í fyrra. Er jafnvel gert ráð fyrir, að húsið verði orðið fokhelt áður en að vetur gengur í garð. Byggingarnefnd hússins hafa borizt margar góðar gjafir frá velunnurum hússins og nýlega afhenti Ólafur V. Jónsson 80 þús. kr. og Lionsklúbburinn Skyggnir 100 þús. krónur. í fréttatilkynningu frá bygg- ingarnefnd hússins segir, að á kvennafrídaginn hafi nokkrir karlmenn rætt um það sin á milli á hvern hátt þeir gætu helst haldið til jafns við kvenfólkið. Kom þeim saman um að gefa ein daglaun til stuðnings einhverju uppbyggilegu málefni og varð bygging dvalarheimilisins fyrir valinu. Er hér með komið á fram- færi tilmælum frá þeim til allra kvennanna í Hellulæknisheráði, að minnast kvennafrídagsins með því að gefa sem svarar upphæð einna daglaunatil dvalarheimilis ins. Framlögum er veitt móttaka á reikningi nr. 1995 í Búnaðarbank- ans á Hellu. Blaka fyrir framan tvö málverk, sem hún sýndi á Salon des Artistes Independants f Parfs f marz sl. Blaka sýnir á haust- sýningunni 1 París tSLENZKRI listakonu, Blöku Jónsdóttur, hefur verið sýndur sá heiður að henni var boðið að sýna málverk á hinni árlegu haust- sýningu Salon d’Automne 1975 f Grand Palais f Parfs, sem opnuð var 23. október og er að þessu sinni helguð Michaelangelo. Sýn- ir Blaka þar vatnslitamynd, sem nefnist „Ile de Lumiere” eða Ljósaeyjan. Á sýningunni eru sýnd rúmlega 1000 olíumálverk og um 170 vatnslitamyndir. Munu um 2000 málarar ekki hafa fundið náð „Flotinn er óskyn- samlega rekinn” —segja skipstjómarmenn í Keflavík fyrir augum hinna ströngu dómara. Stór og vönduð sýninga- skrá hefur verið gefin út með fjölda mynda á þessari sýningu, sem helguð er Michaelangelo. Þessi haustsýning „Salon d’Automne”, er 10. sýningin, sem Blaka tekur þátt í Paris. I marz síðastliðnum var henni m.a. boðið að taka þátt í sýningu listasamtak- anna „Artistes Independants” í Grand Palais. Og um þessar mundir tekur hún einnig þátt í tveimur smærri sýningum, er standa yfir i Paris: Salon des Prix Signature 1975 með úrvaii mynda hvaðanæva að úr Frakklandi, en sú sýning er haldin í Foyer International d’Acceuil de París, og Cercle Saint-Louis, þar sem Blaka hélt sína fyrstu sýningu i janúar 1974 og hefur oft sýnt siðan. Guðrún Jónsdóttir, eins og Framhald á bls. 23 Leiðari í Svenska dag- bladet um útfærsluna Stokkhólmi, 25. okt. Frá Baldri Hermannssyni, fréttar. Mbl. f FORYSTUGREIN Svenska dagbladet f dag er fjallað um útfærslu fslenzku fiskveiðilög- sögunnar. Er þar rætt um um- mæli Anthony Crosland og tekið sfðan fram að jafnvel Sovétrfkin séu nú farin að mótmæla. I forystugreininni kemur fram að lslendingar hafi ekki viljað bíða eftir næstu hafréttarráðstefnu, en Svfar séu á -þeirri skoðun að þar hefði málið verið til lykta leitt. Segir í greininni að hefði sú orðið niðurstaða að ekki hefði orðið samstaða á Haf- réttarráðstefnunni hefði út- færsla komið mun betur út, en hins vegar verði Sviar að skilja sérstakar ástæður fslendinga. Þá er vikið að þvf að f Noregi sé þrýstingur á stjórnvöld að aukast að Norðmenn færi út landhelgi sfna. Konan varð úti Akureyri, 28. okt. KONAN sem hvarf frá elliheimil- inu í Skjaldarvik i vikunni sem leið fannst látin skammt frá bæn- um Dagverðareyri síðdegis á laug- ardaginn. Bóndinn á Dagverðar- eyri fann konuna af tilviljun, en hún hafði orðið föst i girðingu um 4 km norður af elliheimilinu og ekki komist lengra. Hún hét Sig- urbjörg Hjörleifsdóttir og var 77 ára að aldri. — Sv.P. Happdrætti Sjálf- stæðisflokksins Þannig Iftur plattinn út. Platti af Menntaskólan- um á Akureyri NÝLEGA hefur Nemendasam- band Menntaskólans á Akureyri gefið út veggskjöld (platta) úr postulíni með mynd af gamla skólahúsinu, sem svo margar minningar eldri og yngri nemenda skólans eru bundnar við. Teikningu af húsinu gerði einn af fyrrverandi nemendum skólans séra Bolii Gútafsson í Laufási, en skjöldurinn er fram- leiddur í Gleri pg postulíni h.f. í Kópavogi. Má búast við, að margir af nemendum skólans vilji eignast þennan fagra veggskjöld verður hann tii sýnis og sölu í verzluninni Gleri og postulini, Hafnarstræti 16. Verð skjaldarins er kr. 2500.00 og verður öllum hagnaði af söl- unni varið til þess að bæta aðstöðu til félagsstarfs i Mennta- skólanum á Akureyri. Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið Vfsir f Keflavfk hélt almennan fund á sunnudagskvöld áður en gengið var frá samningum milli sjómanna og stjórnvalda. Þar var ályktað að lýsa yfir fyllsta stuðn- ingi við kröfur samstarfsnefndar sjómanna um hækkað fiskverð og endurskoðun sjóðakerfis sjávar- útvegsins. I fréttatilkynningu frá fundin- um segir m.a.: „Vegna lágs fiskverðs, samfara síminnkandi afla, er útgerðin ekki fær um að keppa um vinnu- aflið við ýmsar framkvæmdir i landinu, sem þó eru vægast sagt misjafnlega þarfar og arðbærar. Fiskimennirnir fyllast vonleysi, þar sem tekjumöguleikarnir eru sáralitlir miðað við það, sem ann- ars staðar þekkist og fara í land. Vinnuálagið eykst á þeim fáu mönnum, sem eftir eru á skipun- um svo að möguleikarnir til að skila góðu hráefni I land minnka að mun. Afleiðingin er sú, að flotinn er rekinn óskynsamlega og illa. Tekjumöguleikar stórskertir, en allur tilkostnaður í hámarki. Sjóðakerfi sjávarútvegsins er þannig I reynd, að það hvetur til óæskilegra veiðiaðferða og óstjórnar í öllum rekstri.” Þá skorar fundurinn á stjórn- völd að semja ekki við útlendinga um veiðiheimildir innan 50 milna markanna. Miðasala í hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins er nú f full- um gangi og hafa miðar verið sendir til sjálfstæðismanna og stuðningsmanna flokksins vfða um land. Miðar fást einnig f skrif- stofu happdrættisins f Galtafelli Laufásvegi 46. Takmarkið er að fresta ekki drætti og eru því þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir um að auðvelda inn- heimtustarfið og gera skil hið allra snarasta. Bent skal á, að andvirði miða er einnig sótt heim, ef óskað er, en sími happdrættis- ins er 17100 frá kl. 8.30 til 22. Dregið verður í happdrættinu 15. nóvember. Nýkomnir pelsjakkar og kápur Mikið úrval af nýjum vörum Póstsendum samdægurs Verzlunin VAL, Hafnarfirði — Sími 52070

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.