Morgunblaðið - 30.10.1975, Page 5

Morgunblaðið - 30.10.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1975 5 Leikfélag Kópavogs: Sýnir Bör Börsson við góðar undirtektir LEIKFÉLAG Kópavogs hefur sýnt gamanleikinn Bör Börsson fjórum sinnum í Félagsheimili Kópavogs við mjög góðar undirtektir. Bör Börsson er fyrsta verkefni félags- ins í vetur og jafnframt fyrsta verkefnið eftir nokkurt hlé, en Leikfélag Kópavogs hefur, að sögn Björns Magnússonar for- manns Leikfélags Kópa- vogs, tekið bfósalinn á leigu til framhalds á sýn- Bör Börsson og barónessan. Orlofshús brann til kola Akureyri, 28. okt. EITTAF orlofshúsunum á Illuga- stöðum I Fnjóskadal brann til kaldra kola í fyrrinótt. Húsið var eign Alþýðusambands Norður- lands og hafði verið bústaður gæzlumanns orlofshúsahverfisins og einnig var rekin verzlun f hús- inu á sumrin. Það var eina húsið á staðnum, sem kjallari var undir. Húsið hafði verið mannlaust um tlma og eldsupptök eru ókunn. Eldsins varð vart um kl. hálfeitt í fyrrinótt og þá var slökkviliðinu á Akureyri gert við- vart. Þegar það kom austur var húsið gjörbrunnið og ekkert að gera annað en slökkva í rústun- um. —SvP. ingum og fleiri verk- efnum. Leikritið Bör Börsson er eftir sögu Johans Falke- berget i leikbúningi Har- alds Tussberg. Kristján Árnason menntaskóla- kennari þýddi Bör á ís- lenzku, en þýðingin er ný af nálinni. Kristján þýddi einnig söngtextana og hafa þeir að sögn Björns tekizt mjög vel og verið sérlega vel tekið. Bör Börsson verður sýndur á næstunni á fimmtudögum og sunnu- dögum klukkan 8,30 á báð- um dögunum, en þó er undantekning næsta sunnudag 2/11, en þá verður sýning kl. 3. Magnús Pétursson píanó- leikari leikur undir á sýn- ingunni ásamt hljómsveit undir stjórn Björns Guð- jónssonar. Helztu hlutverk Sviðsmynd úr Bör Börssyni. eru: Bör er leikinn af Sigurði Jóhannessyni, Lára er leikin af Guðríði Guðbjörnsdóttur, Óla í Fitjakoti leikur Sigurður G. Guðmundsson, ólsen prókuristi er leikinn af Birni Magnússyni, barón- essan er leikin af Jóhönnu Norfjörð og Ida Olsen af Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen, hljómsveitar- stjóri Björn Guðjónsson, dansstjóri Ingibjörg Jóns- dóttir og leikmyndahöf- undur er Gunnar Bjarna- son. Ferðamálaráð- stefnan verð- ur á Húsavík Ferðamálaráð hefir ákveðið að efna til hinnar árlegu Ferðamála- ráðstcfnu, sem að þessu sinni verður haldin á Húsavfk. Ferðamálaráðstefnan verður sett föstudaginn 14. nóvember n.k. og hefst kl. 10 f.h. Ráðstefn- unni verður svo fram haldið laugardaginn 15. nóvember og verður slitið þá um kvöldið. Snemma á þessu ári gerðu belgisku neytenda- samtökin nákvæma samanburðarprófun á 28 stereo- mögnurum frá 17 helztu framleiðendum veraldar. Voru magnararnir valdir eftir uppgefnum útgangs- styrk og öðrum tæknilegum einkennum. Til að gefa hugmynd um „styrk keppninnar“ má nefna, að Revox A-78 og Quad 33/303 voru meðal þeirra magnara, sem reyndir voru. Niðurstaðan, sem birt- ist í málgagni samtakanna, var sú, að MARANTZ 1060 fékk hæstu einkunnirnar af öllum þessum 28 mögnurum og þar með titilinn „Master-Buy" á þessu sviði. Til gamans má geta þess, að útgangsstyrkur MARANTZ 1060 mældist 40% meiri, en uppgefið var af MARANTZ verksmiðjunum (2x42W RMS/ SÍNUS i stað 2 x 30W), og er það meira en hægt er að segja um flest hin tækin, þvi 21 þeirra reynd- ist hafa minni, i sumum tilvikum miklu minni, út- gangsstyrk, en framleiðendurnir gáfu upp. — Það er okkur ánægja að bjóða islenzkum hljómtækja- kaupendum þann ágæta grip, sem MARANTZ 1060 er, ekki sízt, þar sem verð hans er mun lægra en ætla mætti, eða aðeins kr. 71.100,00 án húss. NESCO NESCO HF Leidandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-utvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.