Morgunblaðið - 30.10.1975, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTðBER 1975
Tryggur og Ótrgggur
það komu fleiri og fleiri þangað, og hann
heyrði að það var heilsast og talast við, og
á því heyrði hann að þar voru komnir
birnir og úlfar, refir og hérar og fleiri
dýr og ætluðu að halda þar Jónsmessu-
hátið sína. Dýrin tóku nú að éta og leika
sér, og þegar það var búið, fóru þau að
tala saman.
Þá sagði refurinn: „Eigum við ekki að
segja smásögu hvert okkar, okkur til
skemmtunar, meðan við sitjum hérna?“
Jú, það fannst hinum þjóðráð það gæti
verið gaman fannst þeim og svo byrjaði
björninn að segja frá, því hann var sá
fremsti: „Konungurinn í þessu landi er
svo slæmur í augunum, að hann er því
nær orðinn blindur, en ef hann færi upp í
þetta linditré að morgni dags og laugaði í
sér augun í dögginni á blöðunum, þá
myndi hann fá fulla sjón aftur“.
,,Já“, sagði úlfurinn. „Konungurinn á
líka heyrnarlausa dóttur, en ef hann vissi
það, sem ég veit, þá myndi hann fljótt
geta læknað hana. í fyrra þegar hún var
til altaris, þá missti hún oblátuna, og stór
padda kom og gleypti hana, en ef tekin
væri fjöl úr kirkjugólfinu, þá myndi
paddan finnast, og oblátan er enn í
"COSPER
Þér báðu mig að segja yður um framtfðarhorf-
urnar?
__________________________________________/
hálsinum á henni. Ef hún væri tekin
þaðan og gefin konungsdóttur, þá myndi
hún fá jafngóða heyrn aftur“.
„Já, já“, sagði refurinn, „ef konungur-
inn vissi það sem ég veit, myndi hann
ekki vera í eins miklum vandræðum og
hann er með vatn í höllinni sinni, því
undir stórum steini i miðjum hallar-
garðinum er hin tærasta lind með köldu
og svalandi vatni, bara ef hann vissi að
hann þarf að láta taka steininn burtu“.
„Já“, sagði hérinn. „Konungurinn
hefir stærsta aldingarð í öllu landinu, en
hann fær bara enga ávexti úr honum,
ekki einu sinni eitt einasta epli, og það er
vegna þess að það liggur niðurgrafin
gullkeðja þrisvar umhverfis garðinn. Ef
hann græfi þessa keðju upp, myndi garð-
urinn bera ávexti svo góða að slíkt hefði
aldrei þekkst“.
„En nú er liðið svo langt á nóttu, að við
verðum víst öll að fara heim,“ sagði
refurinn og svo héldu dýrin sina leið.
Þegar þau voru farin, sofnaði Tryggur,
þar sem hann sat uppi í trénu, en er
fuglarnir fóru að syngja um morguninn,
vaknaði hann aftur og svo tók hann dögg
af blöðunum og laugaði augu sín og sá þá
jafnvel og áður.
Nú hélt hann beinustu leið til konungs-
hallar og bað þar um vinnu og fékk hana
þegar.
Dag einn kom konungurinn út, og af
því að heitt var í veðri, ætlaði hann að fá
sér að drekka við brunninn, en vatnið var
þá bæði gruggugt og volgt og gersamlega
ódrekkandi. Þessu reiddist konungur
mjög.
„Ég held það sé ekki einn einasti
maður í mínu ríki, sem hefir eins vont
vatn og ég, hve langt sem leitað er“, sagði
konungur.
„Ef þú vilt láta mig fá menn til þess að
taka upp stóra steininn þarna í miðjum
garðinum“, sagði Tryggur, „þá skyldirðu
fá bæði mikið og gott vatn“.
Það vildi konungur strax og ekki var
steinninn fyrr kominn burtu en úr fari
hans streymdi fram lind, svo svöl og tær,
að betra vatn fannst ekki í öllu landinu.
Nokkru síðar var kóngurinn aftur
staddur úti í garðinum sínum, og þá kom
stór haukur fljúgandi og réðst á hænsnin
kóngsins, og fólkið klappaði saman
höndunum og æpti: „Þarna flýgur hann,
þarna flýgur hann!“ Konungur greip
byssu sína og fór að miða, en sá ekki neitt
MORG-dk
kaff/no
Erlendis er nýjustu tækni
stundum beitt við leit að
sveppum.
Þau eru að dansa. Hún hvtslar
lágt I eyra hans:
— 0, svona gæti ég dansað til
eilffðar.
— Nei enga svartsýni, þér
getur farið fram ennþá.
X
— Hverri ætlarðu að bjóða
með þér á árshátfðina?
— Engri, ég ætla að fara til
þess að skemmta mér.
X
— Ef ég mætti ráða, væru 365
frfdagar á ári.
— Ertu vitlaus maður, þá
þyrftirðu að finna einn dag
f jórða hvert ár.
X
Það er ekki svo mikill vandi að
lifa af litlu kaupi, ef ekki er
eytt miklum peningum f að
reyna að leyna þvf.
— Heldurðu að bflasalinn vilji
gefa mér gjaldfrest?
— Þekkir hann þig?
— Nei.
— Nú jæja, þá geturðu reynt.
X
Húsmóðir kom f sláturhús og
vildi fá keyptan kindahaus. Er
henni var sagt verðið kinkaði
hún kolli og sagði:
— Það er f lagi, en góði skerðu
hausinn eins nálægt dindlin-
um og hægt er.
X
Maður við heimilislækni sinn:
— Þú verður að afsaka, en það
er svo langt sfðan ég hef verið
veikur.
X
— Ég fæ kjólana mfna beint
frá Parfs.
— Nú, geturðu ekki lengur
fengið lán hérna heima?
Moröíkirkjugaröinum
Eftir
Mariu Lang
Jóhanna Kristjóns
dóttir þýddi
20
varð hverft við. Og áður en
Christer hafði komist að hélt
hann áfram hraðmæltur:
— En Sandell var góður vinnu-
veitandi og alit það. Þér skuluð
ekki geta hankað mig á þvf að ég
hafí sagt eitthvað honum tll
hnjóðs. Hann var næstum alltaf
glaður og hress og ekki dyntðttur
þótt maður þyrfti að fá fyrirfram
eða bregða sér frá. Og kvenfólk f
margra mflna radfus var sjóðvit-
laust f hann og keypti miklu
meira bara vegna þess að hann
brosti til þess og hafði spaugsyrði
á vörum. Svo að auðvítað getur
enginn skilið hver hefði átt að
finna hjá sér hvöt til að gera út af
við hann.
— Hvernig vitið þér að hann
var myrtur?
— Nei, hamingjan góða, þetta
bragð dugar nú ekki. Það voru
allir að tala um það við guðs-
þjónustuna f morgun! Það var
meiri Ijósadýrð hér en f kirkj-
unni og einhverjir þekktu
lögreglubflana og svo kom Emma,
vinnustúlka lögregiustjórans, og
sagði allt af létta. Og þá hugsaði
ég með mér að það væri best að
bregða sér hingað og athuga
málið og þá fannst mér nú
að.. .fyrst flaskan var hér... nú
þrýsti hann flöskunni enn fastar
upp að sér — gæti ég eins reynt
að fá hana, þvf að hún er borguð
og allt það og mér fannst alveg
ðtækt að löggurnar færu að gera
hana upptæka eða ég veit ekki
hvað. En ef mig hefði rennt grun
f að ég yrði stöðvaður og tekinn til
yfirheyrslu og hér um bil gefið í
skyn að ég hefði gerzt sekur um
þetta... þá hefði ég nú sennilega
hætt við það allt, enda þótt ég
efist um að þið hefðuð allir getað
fengið ykkur einn sjúss...
Christer Wijk brosti skilnings-
rfkur.
— Nú þurfum við aðeins að fá
að taka fingraför yðar Lundgren
og svo meglð þér fara. En ég
ráðlegg yður að láta flöskuna
ekki liggja á glámbekk og allra
bezt væra að þér snertuð hana
ekki helgidagana ef þér viljið
vera f náðinni hjá prestinum.
Connie Lundgren flýtti sér að
fuilvissa hann um að ekki svo
mikið sem einn dropi myndi fara
inn fyrir hans varir og þegar
fingraför okkar beggja höfðu
verið tekin flýtti hann sér á braut
og lá vlð að sæi f iljar honum. Og
svo læddist ég á sokkaleistunum
gegnum nöturlegt geymsluher-
bergið og upp stigann f fbúðinni.
Ekkjan unga var klædd f
svartan kjól með löngum ermum.
Glansandi hárið og Ijós hörunds-
Ifturinn, stór augun — allt varð
þetta jafnvel enn meira áberandi
núna heldur en þegar hún hafði
verið f græna silkikjólnum, sem
hafði gefið henni gróflegt yfir-
bragð.
Hún leyfði mér fúslega að máta
hið fjölb-eytta úrval af skóm sem
hún átti og þegar ég hökti um f
skóm af henni sem voru að
minnsta kosti heilu númeri of
stórir sá ég hana hlæja innilega f
fyrsta skiptl. Hún virtist eirðar-
laus og ónóg sjfilfri sér og tók þvf
fagnandi að koma aftur með mér
f prestsetrið. Hún fór f pelskápu
og setti upp Ijómandi snotra
loðhúfu sem klæddi hana afskap-
lega vel og hún var svo falleg að
margir sneru sér við og horfðu á
eftir henni þegar við komum
niður og gengum út úr húsinu. En
ef einhverjir þeirra voru blaða-
menn höfðu þeir alitjénd þá hfitt-
vísi til að bera að láta hana
afskiptalausa.
Ég sagði henní frfi Connie
Lundgren og brennivfnsflösk-
unni hans, en ég fékk ekki að
Ijúka við söguna, þvf að hún nam
skyndilega staðar og sagði óróleg:
— Ég... ég gleymdi dálitlu.
Farðu á undan, ég hleyp eftir þvf.
Ég hafði þó orðið þess vör að
hún hafði litið f áttina að kirkju-
garðinum og fékk ekki skilið
hvað hún hafði komfð auga á sem
olli þvf að hún skipti um skoðun
og vildi Iosna við mig á svona
kauðalegan mfita. Ég gekk hugs-
andi heim að hliðinu fi prest-
setrinu, en þá sneri ég vlð — f
þann veginn að springa úr
forvitni og skimaði eftir svart-
klæddu konunni.
Ég kom hvorki auga fi hana við
þjóðveginn né hjá Sandeilshús-
inu en tré byrgðu mér útsýnið og
ég fékk skyndilega löngun til áð
rannsaka hvernig væri umhorfs
innan kirkjugarðsveggjanna.
Ég gekk f hægðum mfnum
gegnum hliðið sem var andspænis
prestsetrinu. Og ekki liðu margar
mfnútur unz angurvær friður
kirkjugarðsins greip hug minn
fanginn ég gleymdi að ég hafði
bæði verið taugaóst.vrk og tor-
tryggin.
Turnklukkan sló tfu drynjandi
högg.
Þetta var ákaflega fagur jóla-
morgunn, nokkurra stiga frost,
himinninn með bleikum bláma
og dauft sólarljós þrengdi sér
gegnum trén. Enda þótt hvorki
tré né blóm væru laufi skrýdd
fannst mér einhvern vegin trén
skilja mig frá umheiminum á
skuggsælan og notalegan hátt. Ég