Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40.00 kr. eintakið. Matthías Á. Mathie- sen, fjármálaráðherra, hefur í fjárlagaræðu sinni fylgt eftir þeim aðvörunar- orðum til þjóðarinnar, sem Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, mælti í stefnuræðu sinni á Alþingi í síðustu viku. Þá vakti for- sætisráðherra athygli á því, að þjóðarframleiðsla íslendinga mun minnka um 3lA% á þessu ári og þjóðartekjur á mann munu minnka um 9%, sem er mesti samdráttur þjóðar- tekna frá því að íslending- ar tóku stjórn eigin mála í sínar hendur og meiri sam- dráttur en á erfiðleikaár- inu mikla 1968, en þá minnkuðu þjóðartekjur á mann um 8%. í fjárlagaræðu sinni í fyrradag benti Matthías Á. Mathiesen á þá staðreynd, að tíunda hver króna, sem við ráðstöfum til neyzlu og framkvæmda, er fengin með því að ganga á gjald- eyrissjóðinn eða fá lán hjá öðrum þjóðum. Og fjár- málaráðherra upplýsti síðan, að nú væri svo komið, að útilokað væri fyrir Islendinga að fá frek- ari erlend lán, nema er- lendir lánadrottnar sann- færðust um, að þjóðin hefði tekið efnahags- og fjárhagsmál sín þeim tökum að stefna mundi til betri vegar. I þessu sam- bandi sagði fjármálaráð- herra í fjárlagaræðu sinni: „Nú er svo komið, að gjald- eyrisforðinn er eingöngu lánsfé. Við getum ekki haldið þessum hallabúskap áfram. Þetta hefur tekizt enn sem komið er, vegna þess, að þjóðin hefur notið mikils lánstrausts, sem grundvöllur var lagður að á síðastliðnum áratug og auk þess getað hagnýtt sér fyrirgreiðslu alþjóða lána- stofnana, einkum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að þetta traust er nú nýtt til hins ýtrasta og að frekari er- lendar lántökur í veru- legum mæli eru útilokaðar nema ljóst sé, að þróunin í greiðslujöfnuði landsins stefni til betri vegar.“ Ástæða er til að undir- strika þetta: Nú er svo komið okkar málum, að við getum ekki fengið erlend lán í nokkrum mæli fyrr en erlendir lánadrottnar sannfærast um, að stjórn efnahagsmála þjóðarinnar sé komin í réttan farveg. Þetta þýðir, að eyðslu- stefna undanfarinna ára er komin á endapunkt. Lengra verður ekki komizt. íslenzka þjóðin í heild er nú eins á vegi stödd og einstaklingur, sem hefur árum saman lifað um efni fram og fjármagnað um- frameyðslu sína með lán- tökum, en fær skyndilega það svar við beiðni um frekari lán, að þess sé ekki kostur. Sá einstaklingur á engan annan kost en að hætta eyðslunni, hætta að lifa um efni fram ög sníða sér stakk eftir vexti. Með sama hætti eigum við Is- lendingar ekki lengur ann- arra kosta völ. Við hljótum að sniða okkur stakk eftir vexti, við hljótum að hafna eyðslustefnu og peninga- austri siðustu ára og snúa okkur að því viðfangsefni að koma efnahags- og fjár- málum okkar á heilbrigðan grundvöll á ný, svo að við endurheimtum það traust á erlendum lánamörk- uðum, sem við höfum nú tapað. Með stefnuræðu for- sætisráðherra og fjárlaga- ræðu fjármálaráðherra, hefur ríkisstjórnin lýst því afdráttarlaust yfir, að bar- áttan gegn verðbólgunni er nú efst á blaði og nýtur algers forgangs. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar i efnahagsmálum verða við það miðaðar að draga úr verðbólgu og í öðru lagi að draga úr hallanum í greiðsluviðskiptum við aðr- ar þjóðir. Fjármálastjórn ríkisins á næsta ári mun taka mið af þessum höfuð- markmiðum og fjármála- ráðherra lýsti því yfir, að til þess að ná þessu stefnu- marki yrðu fjárlög næsta árs að verða hallalaus. Gerðar verða lánsfjáráætl- anir fyrir næsta ár sem ná mundu til allra innlendra lánastofnana og til lántöku erlendis og ráðstöfun þess fjár. Beitt verður virku og ströngu eftirliti með ríkis- útgjöldum, og fleiri ráð- stöfunum í sama skyni. Um þessi viðhorf sagði Matthías Á. Mathiesen í lok fjárlagaræðu sinnar: „Þegar nú er horft fram á við er því alls ekki um það að ræða lengur, að við getum þolað halla í ríkisbú- skapnum áfram undir nokkrum kringumstæðum. Nú setur viðskipta- og greiðslustaðan út á við alveg ákveðin mörk. Við verðum að einbeita okkur að því að ná öruggu jafn- vægi í ríkisfjármálum og draga úr útgjöldum eftir því sem frekast er kostur. Þetta krefst stundarfórna — og lengi má deila um leiðir — en það er líka til tnikils að vinna að treysta fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og undirstöðu framfara í land- inu.“ Ríkisfjármálin og verðbólgan THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER ,M&, THE OBSERVER Mdt THE O Bakþankar Rússa um Kissinger-samkomulagið SÉRFRÆÐINGAR í Moskvu standa agndofa og ringlaðir andspænis furðulegum við- brögðum Rússa við undirrit- un bráðabirgðasamkomulags Egypta og ísraelsmanna um Sínaí. Menn velta því fyrir sér, hvort Rússar hafi skipt um skoðun varðandi samkomulag- ið, sem náðist fyrir atbeina dr. Henry Kissingers, eða hvort þeir séu að bíða eftir heppileg- um tíma til að láta andúð sína í Ijós. Rússar voru ekki viðstaddir undirritunarathöfnina og sam- komulagið var harkalega gagn- rýnt í Moskvublöðunum. „The Weekly Times“ flutti langa grein, þar sem harðlega var veitzt að samkomulaginu. Sadat Egyptalandsforseti tók þessa gagnrýni óstinnt upp og for- dæmdi Rússa heiftarlega fyrir að æsa arabaþjóðir upp á móti samkomulaginu. Eftir þetta hafa sovézku blöðin þagað þunnu hljóði um málið. Löng grein um samningana, sem nefndist „Hvorki stríð né friður í Sínaí“ og birtist í rúss- nesku útgáfunni af „New Tim- es“, kom ekki í enskri, franskri og þýzkri útgáfu blaðsins sem kemur venjulega út 5 dögum síðar en rússneska útgáfan. Að jafnaði er rússneska útgáfan þýdd óbreytt, en aö þessu sinni var í stað greinarinnar um samningana, birt önnur um kynþáttamisrétti, svo og sam- tíningur af ýmsu tagi, greini- lega unninn í mesta flýti, Ber- sýnilegt var, að háttsettir aðilar höfðu tekið ákvörðun um, að greining kæmi ekki, og ritstjór- anum skipað að fjarlægja hana. Hafi gagnrýni Sadats valdið því, að greinin var ekki birt, er það með ólíkindum. Yfirvöld í Moskvu viðurkenna það yfir- leitt ekki, að þeim hafði orðið á mistök, jafnvel ekki óbeinlínis. Samt sem áður virðist svo sem tvær grímur séu farnar að renna á Rússa, ekki eingöngu varðandi samningana, heldur miklu fremur varðandi sam- komulagið við Sadat. Svo virð- ist sem þeir vilji leggja sig í líma um að móðga hann ekki, enda þótt þeir sitji enn við sinn keip, og telji samningana sjálfa jafnómögulega og áður. Önnur hugsanleg skýring er sú, að sovézkir ráðamenn hafi ákveðið að láta af gagnrýni sinni vegna tilboðs Bandaríkja- manna. Er Kissinger lét svo ummælt, að hann myndi gera Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna grein fyrir mála- vöxtum, hafa Rússar ef til vill talið heppilegt að slá frekari gagnrýni í fjölmiðlum á frest. Mjög fáir utan Sovétríkjanna lesa rússneska útgáfu vikurits- ins, og með því að birta grein- ina ekki í útgáfum á erlendum tungum, var spornað gegn því, að hún kæmi fyrir almennings- sjónir á Vesturlöndum. En þetta beinir vitaskuld enn meiri athygli að greininni. So- vézka fréttastofan Tass skýrði mjög ítarlega frá henni, jafnvel áður en New Times var dreift til kaupenda. Erlendir fréttarit- arar í Moskvu gerðu allir nána grein fyrir henni og sögðu að hér* væri Ijóst dæmi um við- brögð Rússa við þróun mála í Mið-Austurlöndum. Þetta gerði það að verkum, að margir er- lendir lesendur blaðsins biðu þess með óþreyju, og er það loks kom, vakti athygli, að greinina var hvergi að finna. Þeir, sem ferðinni ráða í so- vézkum stjórnmálum, eru að líkindum uggandi yfir því, hver verði viðbrögð arabaríkjanna við þessum óvænta leik þeirra, Eftir Deu Murarka og telja má mjög sennilegt, að hann verði lagður út á verri veg. Þau arabaríki, sem litu samninginn frá upphafi mjög óhýru auga og fögnuðu því að njóta þar samstöðu Rússa.telja nú mjög líklegt, að hér sé um að ræða stefnubreytingu þeirra og að þeir hafi snúizt á sveif með ísraelsmönnum og Egyptum. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort Egyptar eða Bandaríkja- menn hafi á einhvern hátt get- að knúið Rússa til þessarar stefnubreytingar, en hvort sem sú skýring verður ofan á, má furðulegt þykja, að Rússar hafi umyrðalaust étið ofan í sig fyrri fullyrðingar sínar, og telji þetta vísbendingu um, að yfirlýsing- ar þeirra um málefni Mið- Austurlanda, séu lítt marktæk- ar. Menn geta einnig gert sér í hugarlund, hvaða ályktanir Kínverjar draga af meðferð greinarinnar, sem var mjög mikilvæg um afstöðu Rússa til Mið-Austurlanda. Með því að fjarlægja greinina úr „The Weekly Times", hafa Rússar gefið þeirri hugmynd byr undir báða vængi, að þeir standi ráðþrota gagnvart þróun mála í Mið-Austurlöndum, og viti ekki i hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Að öðrum kosti hefði engin ástæða verið fyrir fljót- færnislegri gagnrýni á sam- komulagið og ámóta fljótfærn- islegu undanhaldi, eftir við- brögðin í Kaíró. Verður þetta til þess, að Rússar verða að hugsa sitt ráð gaumgæfilega og haga orðum sínum skynsam- lega, þegar þeir næst gefa yfir- Iýsingu um málefni Mið- Austurlanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.