Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1975 11 Tillögur til úrbóta eru enn ekki fuHmótaðar Unnið er af kappi að undirbúningi þeirra, þannig að nýjar reglur varðandi fyrningar og sölu- hagnað eigna geti komið til framkvæmda frá og með ársbyrjun 1976, þ.e.a.s. við álagningu skatta 1977. Ennfremur eru til athugunar hugmyndir um að breyta reglum um varasjóði I þá átt að I stað þeirra komi fjárfestingarsjóður I atvinnurekstri, hvort sem um rekstur á vegum félaga eða einstaklinga er að ræða. Að undanförnu hefur álagning tekjuskatts á einstaklinga, sem reka atvinnufyrirtæki fyrir eigin reikning sætt vaxandi gagnrýni og hefur mörgum verið óljósar, hvaða áhrif afkoma at- vinnurekstrarins getur haft á tekjuskattsgreiðslur einstaklingsins. Eins og áður er að vikið var á s.l. vori sett sérstakt lagaákvæði sem takmarkaði eða afnam að fullu nýtingu persónuafsláttar til greiðslu útsvars einstaklings i atvinnurekstri og með sjálfstæða starfsemi. Þá hefur og verið á það bent, að nauðsynlegt sé einnig að endurskoða reglu um skattlagningu þessara aðila til rlkis- sjóðs. Verkaskipting milli ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila Ætlð kemur til álita við gerð fjárlaga og annarrar ákvarðanatöku ! rikisfjármálum hvernig heppilegt þyki að efnahagsstarfsemi þjóðfélags- ins sé skipt milli rlkis, sveitarfélaga og einkaaðila og samtaka þeirra. Hér koma vissulega mörg atriði til íhugunar og svarið liggur ekki alltaf skýrt fyrir, þar sem það er að nokkru komið undir pólitlsku viðhorfi manna, og að nokkru undir almennum efnahagsskilyrðum þjóðfélags- ins. í fjárlagaræðu minni I fyrra gerði ég nokkuð að umtalsefni hlut rlkis og sveitarfélaga I ráð- stöfun þjóðartekna og hvaða almenn sjónarmið lægju að baki opinberri starfsemi, hver væru markmið hennar og hvernig mætti best ná settum markmiðum. Ég mun ekki endurtaka það, sem ég þá sagði, en allt á það enn við. Aðeins vil ég þó Itreka þá skoðun mlna, að hlutur hins opinbera I ráðstöfun þjóðartekna hefur vaxið um of undan farin ár, enda er hann nú um þriðjungur þjóðar- tekna. Án þess ég ræði það Itarlega hér við þetta tækifæri, þá tel ég, að ýmis starfsemi, sem hið opinbera sinnir nú, mætti gjarnan vera I hönd- um einstaklinga eða samtaka þeirra. Hið opinbera hefur að minni hyggju tekið að sér ýmis verkefni að óþörfu. Það hefur að sjálfsögðu átt sér stað að nokkru leyti vegna áhrifa þeirra pólitlsku afla I þjóðfélaginu, sem velja aukin afskipti hins opinbera á sem flestum sviðum. En þessi þróun hefur einnig að nokkru átt sér stað fyrir tilviljun og án fyrirfram markaðrar stefnu Um þátttöku hins opinbera I atvinnurekstri almennt hefur til, þessa ekki verið mótuð nein stefna til frambúðar, enda varla von, þar sem sjónarmið einstakra stjórnmálaflokka eru eða virðast ærið óllk I þessum efnum Slik stefnu- mörkun er þó að minu mati nauðsynleg hverri rikisstjórn, eigi hún að vera sjálfri sér samkvæm I sllkum málum Sú skoðun á rétt á sér, að hið opinbera eigi ekki að stunda atvinnurekstur — framleiðslu eða þjónustu — i samkeppni við einstaklinga eða félög þeirra nema fullgild rök séu fyrir. Opinber rekstur nýtur ekki sama aðhalds og rekstur e.instaklinga og félaga sem er háður samkeppni innan lands og utan. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu getur hagkvæmnin orðið minni og framfarir hægari I opinberum rekstri. Um þetta eru til mörg dæmi, bæði I okkar reynslu og annarra þjóða Til að rlkið grlpi inn I atvinnustarfsemina með beinni þátttöku þurfa þvi að vera fyrir hendi mjög þungvægir almenningshagsmunir. Um þáttöku rlkisins i stóriðnaðarrekstri geta þó gilt sérstök sjónarmið. Uppbygging og rekstur stór- iðnaðar er oft ekki á færi annarra aðila I landinu en þess opinbera, og I slikum atvinnurekstri er þátttaka þess nánast spurningin um það, hvort slik atvinnustarfsemi skuli vera I landinu. í öðrum tilvikum á sú meginregla, sem ég lýsti áðan, tvlmælalaust að gilda. i samræmi við það tel ég að athuga þurfi gaumgæfilega á hverjum tima, hvort giund- völlur sé fyrir ýmissi atvinnu- og þjónustustarf- semi, sem hið opinbera hefur með höndum oo hvort það þjóni betur almannahagsmunum að sú starfsemi skuli vera i höndum einstaklinga eða félaga þeirra. Ég hefi ákveðið að fá til liðs við mig menn, sem hafa reynslu og góða þekkingu á rekstri og fjármálum þjónustu- og atvinnufyrir- tækja I einkaeign eða I eigu samvinnufélaga til þess að meta og leggja á ráðin um, hvaða aðgerðir teljist skynsamlegar i þessu efni. Þátttaka hins opinbera, þ e. rikis og sveitar- félaga i þjóðarbúskapnum hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum. Siðastliðinn aldar- fjórðung hefur hlutdeild rlkisins í þjóðar- búskapnum án efa aukist meira en sveitarfélag- anna. Ástæður þessa mismunar eru margar og skýringar ekki einhlitar, auk þess sem sameigin legar framkvæmdir og starfsemi rlkis og sveitar- félaga gera það að verkum, að markalina er næsta óljós Af hálfu löggjafans virðist ekki hafa verið fylgt mótaðri heildarstefnu um Skiptingu verkefna milli rlkis og sveitarfélaga heldur hefur þar tilviljum oft á tlðum ráðið. Það er stefna rikisstjórnarinnar að breyta verkaskiptingunni milli rlkis og sveitarfélaga; sveitarfélögunum verði falin aukin verkefni og fjárhagslegur grundvöllur þeirra endurskoðaður til þess að tryggja sjálfstæði þeirra og fram- kvæmdagetu. Með þessum fjárlögum verður að minni hyggju að stlga fyrsta meiri háttar skrefið til þess að auka hlut sveitarfélaganna. Eins og fram kemur I athugasemdum frumvarpsins hyggst rikisstjórnin beita sér fyrir þvi að hlutur sveitar- félaganna I söluskattstekjum verði aukinn þannig, að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái endanlega 8% af hverju söluskattsstigi en nú hefur sjóðurinn ekkert af þeim 4 stigum, sem nefnd eru söluskattsauki, né hinum 3 stigum, sem renna I Viðlagasjóð og tíl greiðslu ollustyrkja Þessi ráðstöfun eykur tekjur Jöfnunarsjóðs. Á móti þessari tekjuaukningu sveitarfélaganna yrðu þeim fengin aukin verkefni sem þvl svaraði Þau verkefni eru ekki enn ákveðin en að sjálf- sögðu mun sú ákvörðun tekin fyrir afgreiðslu fjárlaga og i samráði. við Samband Islenskra sveitarfélaga. Ég tel að taka þurfi til gagngerrar endurskoð- unar allar þær mýmörgu reglur, sem fjalla um samaðild og kostnaðarskiptingu rlkis og sveitar- félaga I ýmsum greinum þjónustu og fram- kvæmda með það I huga að ná skýrari verka- skiptingu og betra fjárhagsaðhaldi Samstarfs verður leitað við sveitarfélög og samband þeirra I þessu máli Aðhald og eftir- lit með opin- berum rekstri og fjármálum Um það er ekki deilt, að riki og sveitarfélög verða að hafa með höndum margháttaða starf- semi i nútimaþjóðfélagi. Hér er um að ræða þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir og þjónustu, sem ekki er á færi einstaklinga að annast eða miður væri borgið I þeirra höndum. Ekki má missa sjónar á þvi, að allur kostnaður, sem af starfsemi opinberra aðila leiðir, er borinn sameiginlega af þegnunum og þvl er það skylda þeirra sem með stjórn fara á hverjum tlma að sjá til þess að jafnan séu fyrir hendi haldgóðar upplýsingar um afkomu opinberra stofnana, og jafnframt upplýsingar um útgjaldaáform þeirra I náinni framtlð Slíkar upplýsingar eru forsenda þess að unnt sé að gæta þeirrar hagsýni og aðhalds i opin berum rekstri sem sjálfsögð er og þegnarnir eiga heimtingu á. Til þess að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að koma á samræmdri skýrslugerð um inn- og útstreymi úr rlkissjóði og þróun fjármála rlkisstofnana innan fjárhagsársins, þannig að unnt sé að gera raunhæfan saman- burð við gildandi fjárlög, hvenær sem þess er óskað Ljóst er, að á það skortir, að þvi markmiði sé náð, að hafa á hverjum tima nægjanlegar upplýsingar um útgjöld og útgjaldaþróun hjá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum rikisins. Fjármálastjórn rlkisins hefur því miður alltof oft beinst að þvi að leysa úr fjárhagsvanda- málum stofnana og rlkisfyrirtækja eftir að i ógöngur er komið Með bættri upplýsinga- miðlun ! rikiskerfinu mætti koma I veg fyrir ýmis fjárhagsvandamál I tlma. Ég hefi áður lýst þeirri skoðun minni, að rétt sé að stefna að þvi, að allt bókhald rikisins verði unnið i tölvu eftir sameiginlegu vinnslukerfi, sem gefi glögga mynd rikisfjárrnálanna, ekki aðeins eftir árið heldur einnig innan ársins og þá eigi sjaldnar er mánaðarlega Kostir tölvunotk- unar eru fyrst og fremst fólgnir i þvi, að unnt á að vera að vinna yfirgripsmikið verkefni á styttri tlma og fá mun ítarlegri samdráttar- yfirlit jafnskjótt og bókhaldsúrvinnslu er lokið. Á þessu ári hefur rikisbókhaldið einmitt látið I té i fyrsta skipti tölvuunn- in séryfirlit. Hafa þau verið unnin mán- aðarlega frá því á sl vori. Verður ekki annað séð en að þau gefi glögga mynd af þvi, sem bókað hefur verið á hverjum tlma Þau ná hins vegar ekki til fyrirtækja og sjóða rikisins, sem fá engin eða óveruleg fjárframlög úr rikis- sjóði og gefa ekki nákvæma mynd af þeim rikisstofnunum, sem eru utan við tölvuvinnslu rikisbókhaldsins Á þessu sviði tel ég nauðsyn- legt að hraða þróuninni i þá átt, að bókhald allra rlkisaðila verði unnið eftir sama úrvinnslukerfinu með frávikum eftir aðstæðum Að þessu verður unnið og stefnt að því að ná þessu marki á næstu tveimur árum. Ég hefi óskað eftir auknu starfi rikisreiknings- nefndar, er miði að þvl að beina allri bókhaldsúr- vinnslu rikisins inn á tölvuvinnslukerfi rikisbók- haldsins og fjárlagaundirbúningur og fjárlög fari eftir sama kerfi. Ennfremur að önnur tölvu- vinnsla rlkisins verði samræmd Rlkisreiknings- nefnd ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytisins I stjórn skýrsluvéla rlkisins og Reykjavikurborgar vinni að þessu verkefni með rikisbókhaldi, fjár- laga- og hagsýslustofnun og rikisendurskoðun. Mun fjárveitinganefnd Alþingis, svo og kjörnum endurskoðendum rikissjóðs gerð grein fyrir störfum rikisreikningsnefndar, þannig að við undirbúning verks þessa verði unnt að taka tillit til óska áðurnefndra aðila Eins og áður segir hefur rikisbókhaldið á þessu ári í fyrsta skipti skilað mánaðarlega séryfirlitum úr tölvuvinnslu sinni I þeim koma fram m.a. gjöld hvers mánaðar og samtala þeirra frá ársbyrjun ásamt samanburði við fjárlög. Sá samanburður er byggður að heildartölum. Sundurgreina þarf reiknings- og fjárlagatölur með sama hætti og byggja samanburðinn á áætlunum hverrar stofnunar um gjaldaskiptingu fjárveitingar á einstaka mánuði. ársins Þessar upplýsingar hafa ekki verið fyrir hendi nema að mjög takmörkuðu leyti. Nú verður leitað eftir sllkum áætlunum frá öllum rikisaðilum frá og með næstu áramótum og þær áætlanir felldar inn I mánaðarleg séryfirlit rikisbókhaldsins, þannig að raunhæfur samanburður fáist á reiknings- og fjárlagatölum hvers mánaðar. Það er trúa mln, að með þessum hætti verði stigið stórt skref til aukins aðhalds með gjöldum ríkisins, bæði af hálfu fjármálaráðuneytisins og eigi slður af hálfu forstöðumanna einstakra rlkis- stofnana. Laun rikisstarfsmanna hafa i vaxandi mæli verið unnin I tölvu á vegum launadeildar fjár- málaráðuneytisins. Á vegum rikisins eru tvö önnur tölvuvinnslukerfi launa' notuð, annað á vegum rikisspltala og hitt á vegum Skipaút- gerðar rikisins. Nú er unnið að þvi að vinna öll laun rikisins eftir einu og sama vinnslukerfinu. í byrjun árs 1974 hóf launadeild ráðuneytisins sérstaka vikulega vinnslu launa fyrir ýmsar stofn- anir og fyrirtæki rlkisins er áður höfðu sitt eigið launabókhald. Með yfirtöku rikisbókhalds á bók- haldsúrvinnslu hafa launagreiðslur jafnframt verið fluttar til launadeildar til úrvinnslu Slikt felur vitaskuld I sér aukið álag á launadeildina en er til hagræðis þegar á heildina er litið Þeirri stefnu mun þvl verða fylgt áfram. Til þess að æskileg yfirsýn yfir fjármál rikisins náist hefur rikisstjórnin samþykkt að á vegum fjárlaga- og hagsýslustofnunar verði hafinn und- irbúningur að gerð áætlana um þróun útgjalda og tekna rikissjóðs á næstu árum. Skal þá miðað við gildandi lagaskuldbindingar og tekjuheimild- ir og aukningu ólögbundinna útgjaldaliða með hliðsjón af fenginni reynslu. Vegna þessa verk- efnis er fjárlaga- og hagsýslustofnun falið að annast samræmingu allra áætlana um fram- kvæmdir og opinbera starfsemi, sem gerðar eru á vegum einstakra ráðuneyta og rlkisstofnana. Ljóst er hins vegar, að hér er um mjög viðamikið verkefni að ræða, sem þarfnast rækilegs undir- búnings og aukins mannafla við fjárlagagerð frá þvl sem nú er. Er þvi liklegt, að það taki nokkurn tlma að koma á fót langtlma áætlunargerð, sem tekur til allra þátta rikisfjármálanna. Að sinni er þvi miðað að því að bæta einungis við einni stöðu I fjárlaga- og hagsýslustofnun vegna þessa verkefnis, og á næstunni verður þvl megin- áhersla lögð á almennan undirbúning fjárlaga- gerðar af þessu tagi. Þá gæti allt eins komið til að nálgast markið I áföngum með þvl að taka fyrir einstök svið rlkisfjármálanna I einu, svo sem einstaka framkvæmdarflokka. og bæta við árlega eftir þvi sem efni stæðu til. Raunar er þegar hafin vinna af þessu tagi I fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, og munu sundurliðaðar áætlanir um byggingu sjúkrahúsa næstu fimm árin lagðar fyrir fjárveitinganefnd bráðlega Lik vinnubrögð verða höfð fyrir aðrar greinar opinberra fram- kvæmda og þjónustu. Þá skal þess getið hér, að rikisstjórnin hefur gert samþykkt um, að stjórnarfrumvörpum skuli jafnan fylgja kostnaðaráætlun og að umsögn fjárlaga- og hagsýslustofnunar skuli jafnan liggja fyrir, áður en rlkisstjórnin tekur endanlega ákvörðun um frumvörpin Sllk verklagsregla, svo sjálfsögð sem hún er í sjálfri sér, fellur vel inn I þau vinnubrögð sem viðhafa verður við gerð langtíma fjárlaga. Afgreiösla fjár- lagafrumvarpsins Við þinglega meðferð og afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins verður að líta til nokkurra atriða, sem litt voru kunn eða eigi lágu Ijós fyrir, þegar frumvarpið var samið Nauðsynlegt hefur reynst að taka nokkru meira fé að láni á þessu hausti vegna rikisaðila en ráðgert hafði verið Þá standa nú yfir kjarasamningar við Banda- lag háskólamanna, Bandalag starfsmanna rikis og bæja og Læknafélag íslands í fjárlagafrum- varpinu eins og það liggur fyrir er ekki gert ráð fyrir neinum launahækkunum, hvorki hjá starfsmönnum ríkisins né öðrum launþegum. Horfur eru nú á þvi — eins og að var vikið hér áðan — að fjárhagsstaða rikissjóðs verði mun veikari í árslok en að var stefnt. Halla verður að mæta með lántöku, og verður að sjálfsögðu að gera ráð fyrir endurgreiðslu sliks láns a.m.k. að hluta, á næsta ári Nýverið hefur ríkissjóður tekið tvö lán til að létta kröfum Lífeyrissjóðs sjómanna af togaraeigendum Lán þessi nema samtals 112 mkr., þar af 72 mkr. lán með visitölutryggingu. Lán þessi hafa verið endurlán- uð togaraeigendum til þess að efna fyrirheit, sem gefið var til lausnar togaradeilunni s I. vor. Togaraeigendur munu endurgreiða lán þessi, en Ijóst er, að ríkissjóður verður að bera nokkurn kostnað að verðtryggingunni Með lögum frá síðasta Alþingi var lagt á rfkissjóð að gengistryggja Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins við ákveðnar aðstæður Fyrirsjáanlegt er, að skuld ríkisins við Seðlabankann vegna þessarar tryggingar gæti numið átta hundruð milljónum króna á þessu ári í tengslum við ákvörðun fiskverðs fyrr I þessum mánuði lýsti rfkisstjórnin þvf yfir að hún myndi ábyrgjast greiðlugetu verðjöfnunarsjóðs síðustu þrjá mánuði þessa árs. Fjár gæti þurft að afla til bráðabirgða vegna þessarar skuldbindingar á næsta ári. Loks má minna á, að fyrirsjáanlega verður að I taka*á þessu ári nokkuð aukið fé að láni til | framkvæmda í orkumálum og til stóriðjufram- I kvæmda. Þessar lántökur hafa í för með sér greiðslur I vaxta og afborgana á næsta ári og þarf að ætla I fyrir þeim á fjárlögum og fjáröflunaráætlun I 1976 Nokkur óvissa ríkis um fjárþörf Viðlagasjóðs á næsta ári og mun það mál kannað nánar á næstunni. Niðurstöður þessarar könnunar verða teknar til greina við endanlega afgreiðslu fjár- laga, þannig að fyrir eðlilegri fjárþörf Viðlaga- sjóðs verði séð Viðsemjendur rfkissjóðs um aðalkjarasamning hafa allir sagt upp núgildandi samningum. Fyrir lok ágústmánaðar s.l lögðu félögin fram kröfu- gerð sína og fékk samninganefnd rfkisins hana til athugunar. Kröfurnar fólu f sér umtalsverða hækkun á launaútojöldum rfkisms og eru þær að dómi rfkisstjórnarinnar með öllu óraunhæfar Samkvæmt þeim spám um þjóðarhag, sem lagðar eru til grundvallar fjárlagafrumvarpinb munu þjóðartekjur á mann minnka um 9% nú i ár og ekki eru taldar horfur á aukningu á næsta ári. Jafnframt er viðskiptastaða og greiðslustaða landsins út á við tæp. Ríkisstjórnin telur þvf ekki efni til raunveru- legra kjarabóta að svo stöddu en vill reyna að ná vfðtæku samstarfi um kjara- og verðlagsmálin i iandinu til að freista þess að tryggja áframhald núverandi kaupmáttar launa, þrátt fyrir fyrirsjá- anlega erfiðleika á næsta ári. Ríkisstjórnin telur það-brýnt verkefni að draga mjög úr þeirri miklu verðbólgu sem geisað hefur hér á landi á undan- förnum árum. Það er allra hagur, ekki síst launþega, að verðbreytingar frá upphafi ársins 1976 til loka þess komist niður á viðráðanlegt stig Við þetta miðast afstaða rfkisins í launa- samningum við starfsmenn sfna Launasamn- ingar rfkisins hljóta að miðast við þá samræmdu kjaramálastefnu fyrir árið 1976, sem forsætis- ráðherra setti fram l stefnuræðu sinni hinn 23 október s.l Lokaorð Raunsæir samningar f launamálum, sem vonandi nást á næstunni, ná þó ekki tilgangi sfnum nema stefnan f fjármálum rfkis og sveitar- félaga og í peninga- og lánamálum virði einnig þau takmörk, sem þjóðarútgjöldum eru sett á næsta ári. Fjárlög ársins 1 976 verða að taka mið af þessu sem og lansfjáráætlun, sem ég ræddi hér að framan. í stefnuræðu forsætisráðherra komu fram fjögur atriði, sem varða fjármál rlkisins á næsta ári. Ég tel sérstaka ástæðu til að endurtaka þessi áhersluatriði i fjármálastefnu stjórnarinnar hér, með leyfi hæstvirts forseta 1) Ríkisstjórnin telur. að endurskoða verði ýmsa þætti þeirrar löggjafar, sem bindur rfkis- sjóði útgjöld, ef árangur á að nást f rfkisfjár- málum. Enginn vafi er á, að ná má jafngóðum eða jafnvel betri árangri, t.d. á vissum sviðum almannatrygginga og menntamála, með lægri fjárhæðum en núgildandi lög og reglur mæla fyrir, ef rétt er á haldið og tillit tekið til mis- munandi aðstæðna þegnanna. 2) Rikisstjórnin hyggst breyta niðurgreiðslum og útflutningsuppbótum til lándbúnaðarins á þann veg, að betri samsvörun verði milli sölu- verðs og kostnaðar, og tilhögun útflutningsbóta verði jafnan þannig, að útflytjendur hafi ætíð hag af þvf að ná sem hæstu verði 3) Rfkisstjórnin kunngerir það áform sitt að færa verkefni frá rikinu til sveitarfélaga og auka jafnframt hlutdeild sveitarfélaga f tekjum af sölu- skatti. 4) Rikisstjórnin leggur á það áherslu, að rikis- útgjöldum á hverjum tfma sé hagað með fyllsta tilliti til þjóðarhags og þau ráðist ekki af sjálf- virkum lagaákvæðum " Siðasta atriðið af þessum fjórum dregur at- hyglina að nauðsynlegum umbótum á þeirri flóknu löggjöf, sem bindur rfkissjóði útgjöld Á sama hátt hefur hér að framan verið fjallað um æskilegar breytingar á skattakerfinu Reynsla siðustu ára með stórkostlegum sveiflum l ytri skilyrðum þjóðarbúsins og þar með í þjóðar- tekjum hefur fært okkur heim sannmn um það, að við þurfum að efla og bæta fjármálastjórnina i landinu til þess að geta beitt ríkisfjármálum af fyllsta tilliti til þjóðarhagsmuna á hverjum tíma Við 1 . umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1 975 fyrir tæpu ári lét ég svo um mælt, að færi svo, að um magnminnkun þjóðarútgjalda yrði að ræða á árinu 1975, sem þó var ekki reiknað með á þeim tfma, hlyti fjárhagsstaða rfkissjóðs að veikjast, enda virtist þá eðlilegt að beita rlkisfjármálum með þeim hætti að svo miklu leyti sem greiðslustaðan gagnvart útlöndum gerði það kleift Eins og vel er kunnugt fór einmitt svo, vegna meira andstreymis í ytri skilyrðum en við hafði verið búist, að magn þjóðarútgjalda hlaut að dragast verulega saman á þessu ári og fjárhagsstaða rikissjóðs hefur orðið veikari en að var stefnt og lakari en við vildum hafa hana, þvi staðan út á við er tæp Þegar nú er horft fram á við er þvl alls ekki um það að ræða lengur, að við getum þolað halla í ríkisbúskapnum áfram undir nokkrum kringum- stæðum. Nú setur viðskipta- og greiðslustaðan út á við alveg ákveðin mörk Við verðum að einbeita okkur að þvi að ná öruggu jafnvægi í ríkisfjármálum og draga úr útgjöldum eftir því sem frekast er kostur Þetta krefst stundarfórnar — og lengi má deilda um leiðir — en það er líka til mikils að vinna að treysta fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og undirstöðu framfara i landinu. Með þetta að leiðarjósi veit ég að Alþingi mun leysa þetta vandasama verk vel af hendi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.