Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1975 Helgi Magnússon: Leggjum tekju- skattinn niður M*i 1975 Á þessu ári hafa sérfræðingar rfkisstjórnarinnar unnið að heildarút- tekt á skattamálum og hafa sumir þeirra þegar sent frá sér greinar- gerðir sem legið hafa til athuguar hjá stjórnvöldum um nokkurt skeið. Þessi upplýsingasöfnun verður væntanlega grundvöllur þeirrar stefnu í skattamálum, sem mótuð verður á næstunni. Ljóst er að senn dregur til úrslita í þessu og stórar ákvarðanir í skattamálum eru framundan. Ekki hefur mikið heyrzt talað um efni þeirra tveggja bæklinga, sem myndin er af, en greinargerðir sem þ£ir hafa að geyma hljóta að verða í brennidepli umræðna um skattamál á næstunni. Þeir sem áhuga hafa á þessum málum eða að þeim starfa ættu að kynna sér efni þessara greinargerða. Tekjuskatturinn hefur um langan aldur verið eitthvert óvin- sælasta fyrirbæri þjóðfélagsins. Stafar það bæði af þvf, að flestir gráta á eftir krónunum, sem fara í að greiða hann og eins þykir honum gjarnan ósanngjarnlega niður jafnað. Allir kannast við þá gagnrýnis- öldu, sem gengið hefur yfir nú i haust. Hafa umræður um rang- láta skattlagningu enn á ný vakið menn til. umhugsunar um alla gallana og brestina í tekjuskatts- kerfinu. I rauninni hefur þetta kerfi verið meingallað í mörg ár og fórnardýr stöðugrar tilrauna- starfsemi. Er nú svo komið, að vart eru gerðir kjarasamningar við heildarsamtök launþega að skattkerfinu sé ekki umturnað í leiðinni. Hefur þetta valdið miklum ruglingi og óvissu fyrir allan almenning og eins þá sem að þessum málum vinna. Ætla verður, að þessum leik hljóti senn að ljúka. Fullkomið kerfi? Ég er þeirrar skoðunar að tekjuskattskerfi geti aldrei orðið svo fullkomið, að ekki verði um mismunun og ósanngirni að ræða innan þess. Til þess er kerfið of flókið. Reynt er að gera tekju- Skattsálagninguna þannig úr garði, að hún þjóni í aðalatriðum þeim tilgangi, sem löggjafinn ætlar henni, þ.e. tekjuöflun og tekjujöfnun. Margir telja, að þessi aðalmarkmið séu hætt að nást, þegar hægt er að benda á hrópandi dæmi um göt f kerfinu og veilur, sem leiða af sér mis- munun f skattlangingu, sem telja verður afleiðingu þess, hve marg- slungið kerfið sjálft er og erfitt að setja undir allan leka. Ég tel, að tekjuskattsálagningin geti aldrei orðið viðunandi og bezti leikurinn í stöðunni sé hreinlega að leggja tekjuskattinn niður. Það er eins og lagfæringum verði ekki við komið, að ný vanda- mál skapist ætfð í stað þeirra sem leyst eru, því kerfið er ótrúlega snúið. En hvað fær þá ríkissjóður í staðinn? En þá vaknar spurning: Hvar á ríkissjóður að afla tekna? Ég efast um, að fólk geri sér almennt grein fyrir þvf, hvað tekjuskattur- inn er í rauninni lítill hluti af heildartekjum ríkissjóðs. í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1976, sem nú Iiggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að tæplega 6.700 milljónir króna skili sér í rfkis- sjóð f tekjusköttum einstaklinga og fyrirtækja þegar endur- greiðslur persónuafsláttar og barnabóta hafa verið frádregnar. En heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 57.400 milljónir króna. Yrði því tekjuskatturinn innan við 12% af heildartekjunum. Öbeinir skattar (tollar, söluskatt- ur o.fl.) munu nema 82% af heildartekjum ríkissjóðs sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þessar tölur sýna, að ekki er eins erfitt að frelsa landsmenn undan tekjuskattinum og ætla mætti við fyrstu sýn. Á það má benda, að við álagningu, innheimtu og eftirlit með skattinum er starfandi mikill mannfjöldi og umtalsvert skrif- stofubákn er upp risið. Öflun skattteknanna er ríkissjóði og sveitarfélögunum ákaflega dýr. Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma f greinargerð ríkis- Helgi Magnússon skattstjóra vegna staðgreiðslu opinberra gjalda störfuðu 175 árs- menn sl. vor við embætti skatt- stjóranna, ríkisskattstjóra og ríkisskattanefndar.' 1 fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1976 er gert ráð fyrir 322 milljónum króna í útgjöld vegna þessara embætta. Þá eru ótaldir innheimtumenn ríkissjóðs og sveitarsjóða, gjald- heimtur og framtalsnefndir á veg- um sveitarfélaganna svo nokkuð sé nefnt, en ég hef ekki tölur um kostnað vegna þeirra eða fjölda starfsmanna. Þannig að 175 starfsmenn og 322 milljónir króna segja ekki alla söguna um þetta bákn. En skylt er að geta þess, þar sem ég beini hér spjótum mínum að tekjuskáttinum einum, að störf þessara embætta beinast vitan- lega að fleiru en álagningu, inn- heimtu og eftirliti með tekju- skatti. Þar koma til mörg önnur gjöld, svo sem útsvar, aðstöðu- gjald, eignarskattur o.fl., að ógleymdum söluskattinum, en talið er að um 20 af fyrrnefndum 175 störfum séu vegna hans. Mér þykja ýmis rök hníga að því að afnám tekjuskatts hlyti að spara mikinn mannafla og lækka kostnað vegna þessa kerfis, þar sem hann er flóknastur og við- kvæmastur þeirra gjalda, sem á eru lögð. Ætla má, að meginstarf hins almenna skatteftirlits beinist að tekjuskatti, þar sem hann getur komizt allt upp í 40% og verður því helzti freistingar- valdurinn til skattsvika. Virðisaukaskatt- ur á næsta leiti? Margt bendir til þess að virðis- aukaskatturinn sé á næsta leiti og muni Ieysa söluskattinn af hólmi. Markviss undirbúningur er þegar hafinn með skipun nefndar, sem gerði víðtæka athugun á málinu og hefur þegar skilað fjármála- ráðherra greinargerð sinni. Virðisaukaskattinum mun væntanlega fylgja mikil skrif- finnska og eftirlitsbákn, miklu stórbrotnara en fylgt hefur sölu- skattinum, ef marka má reynslu nágrannaþjóða okkar, sem horfið hafa að virðisaukaskatti. Þess vegna er það enn brýnna að beina skattlagningin verði einfölduð til muna með því að leggja niður tekjuskattinn. Þannig mætti rýma fyrir virðisaukaskatts- bákninu, því þjóðin rís naumast undir meiri skriffinnsku kringum alla þessa skattlagningu. Sporna verður við því að þetta verði tví- höfða ófreskja! Virðisaukaskatturinn er lík- legasta leiðin til að bæta ríkis- sjóði þann tekjumissi, sem hlytist af afnámi tekjuskattsins. Talið er ófært að hækka söluskattinn enn á ný, þvi hann er þegar orðinn 20% og innheimtist á síðasta við- skiptastigi vöru og þjónustu í einu lagi. Virðisaukaskatturinn reiknast hins vegar á ýmsum framleiðslustigum og er inn- heimtan og eftirlitið þvi talið öruggara. Þessu til stuðnings vil ég vitna i greinargerð fyrr- nefndrar nefndar um virðisauka- skatt: „Innheimta og skil á virðisauka- skatti er í höndum mun fleiri aðila en innheimta núverandi söluskatts og er skilafjárhæð hvers fyrirtækis því mun lægri. Nokkur áhætta er þvi samfara að innheimta söluskatt aðeins á einu viðskiptastigi og hefur sú áhætta aukizt með hækkun skatthlut- fallsins. Dreifing innheimtunnar ætti að draga nokkuð úr þessari áhættu.“ Bein eða óbein skattlagning Hér er lögð til stökkbreyting frá beinum yfir í óbeina skatta, því ekki stæðu aðrir beinir skatt- ar eftir en eignarskattur og per- sónuskattar sem koma f hlut ríkis- sjóðs, en ég geri ekki ráð fyrir neinni breytingu á tekjuútsvar- inu, sem rennur til sveitar- félaganna. Með óbeinni skattlagningu fær fólkið meiru ráðið um, hvernig það leggur sitt af mörkum til hinna sameiginlegu þarfa þjóð- félagsins. Skattarnir eru greiddir í neyzlunni og eyðslunni. Kerfið letur engan í starfi vegna skatt- lagningar tekna og það hvetur engan til að eyða — því eyðslan er skattlögð. Það ætti því að ýta und- ir ráðdeildarsemi. Óbein skatt- lagning f stað beinnar er liður í að auka einstaklingsfrelsið. Að sjálf- sögðu er svo gert ráð fyrir því, að þeir þegnar þjóðfélagsins, sem hafa það lágar tekjur, að þeir mundu ekki njóta niðurfellingar tekjuskattsins en þyrftu að bera hærra neyzluvöruverð. fengju aðstoð í gegnum almannatrygg- ingakerfið. Þannig að ekki væri gengið á hlut neins. Hér er raunar ekki um neina nýja hugmynd að ræða. Gísli heit- inn Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, mun fyrstur manna hafa lagt þessa breytingu til fyrir mörgum árum. Sam- kvæmt því sem Aron Guðbrands- son segir í grein í Vísi sl. mánu- dag, var tillaga Gísla, sem gekk í þessa átt, felld með öllum greidd- um atkvæðum gegn einu á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft stuðning við óbeina skatt- lagningu i stað beinnar á stefnu- skrá sinni undanfarin ár, þar sem sá hugsunarháttur kemur heim við grundvallarstefnu flokksins — einstaklingsfrelsið. Nú er tæki- færi til að stíga stóra skrefið. Hvenær? Fjármálaráðherra skipaði fyrir tæpu ári nokkrar nefndir til að athuga og gera tillögur um skatta- mál og tekjuöflun ríkisins yfir höfuð. Sumar þessara nefnda hafa þegar skilað áliti. T.d. hefur fjármálaráðuneytið gefið út greinargerð nefndar um virðis- aukaskatt og tillögur og greinar- gerð ríkisskattstjóra um stað- greiðslu opinberra gjalda eins og fyrr greinir. Nefnd starfar að endurskoðun skattalaganna sem m.a. taka til tekjuskatts og óttast nú margir að enn einu sinni eigi að hafa endaskipti á því stagbætta kerfi og að smáskammtalækning- um verði fram haldið. Það verður að hafa hraðan á. Undirbúningur virðist það vel á veg kominn að senn séu for- sendur til ákvarðanatöku i þess- um efnum. Verði skrofið stigið og tekjuskatturinn Iagður af og virðisaukaskattur upp tekinn f stað söluskatts, er eðlilegt að ekki verði farið að fikta við tekju- skattslögin nú. Stefna ætti að því að tekjuskattur yrði lagður á tekjur ársins 1975 í síðasta skipti, en virðisaukaskattur upp tekinn um áramótin 1976—77. Þannig yrði rúmt ár til stefnu, ef stjórn- málamennirnir væru fljótir að ákveða sig. Nefndin sem fjár- málaráðherra skipaði til að fjalla um virðisaukaskatt telur i greinargerð sinni að undir- búningur að gildistöku skattsins frá ákvarðanatöku þyrfti að taka tvö ár. Ég trúi ekki öðru en flýta mætti því, ef ákveðinn vilji væri fyrir hendi. Það má ekki vanmeta getu opin- berra starfsmanna! Það er skoðun min að allar aðstæður nú bjóði upp á þessa breytingu. En það þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Reykjavík 22. október. Helgi Magnússon, viðskiptafræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.