Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKT0BER 1975 Kvennaverkfall mistókst í USA New York, 29. okt. AP. SVO VIRÐIST sem lftil þátttaka hafi verið i kvennaverkfallinu í Bandaríkjunum í dag, en þar höfðu kvennasamtök skipulagt fundi og mótmælaaðgerðir og hvatt konur til að leggja niður vinnu. I New York virtist allt með eðlilegum hætti og fáar konur virtust muna eftir „frídegi" sínum. „Æ, var það í dag,“ sagði skrifstofustúlka ein aðspurð um hvers vegna hún væri að störfum og önnur sem var spurð sömu spurningar sagði: „0, ég hafði bara ekki heyrt á þetta minnst.“ Segir AP fréttastofan að aug- ljóst sé af öllu að verkfallið hafi verið mjög illa skipulagt og nánast ekkert auglýst. Kannað var Iauslega hér og hvar í Banda- ríkjunum hvort konur hefðu almennt lagt niður vinnu og kom f ljós að sárafáar höfðu gert það og varð því engra áhrifa vart af þessum fyrirhuguðu aðgerðum. Hagstofan: Áhrif niðurgreiðslna nauta- kjöts á vísitöluna könnuð HAGSTOFAN hefur sfðustu daga unnið að ýmsum útreikningum, sem nauðsynlegt er að gera til að kanna, hvaða áhrif fyrirhugaðar niðurgreiðslur á nautakjöti hafi ð vfsitöluna, en niðurstöður þessara útreikninga liggja ekki enn fyrir. Hvorki rfkisstjórn né kauplagsnefnd hafa enn fengið til umfjöllunar endanlegar tillög- ur um fyrirkomulag niður- greiðslnanna á nautakjötinu en eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að fé til þeirra verði aflað með þeim hætti að lækka niðurgreiðslur á kindakjöti. Samtök bænda hafa lagt á það áherzlu að sem fyrst verði tekin ákvörðun um, hvort niðurgreiðsl- ur á nautakjötinu verða teknar upp og sagði Gunnlaugur Lárus- son, hjá framleiðsluráði land- búnaðarins, að nú væri að hefjast stórgripaslátrun og stæði hún næstu vikur. Þessa daga væru þvf margir að kaupa nautakjöt og mikið væri spurt um, hvort líklegt væri að þessar niðurgreiðslur yrðu teknar upp. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, sagði það skoð- un sína, að ekkert það mætti gera, sem skaðað gæti framgang þessa máls. Því væri það forsenda þess að niðurgreiðslur á nautakjöti yrðu teknar upp, að Kauplags- nefnd hefði áður fjaflað um þær. Halldór benti á að með þeim til- lögum, sem nú væru uppi, væri gert ráð fyrir miklum breytingum á verðflokkun nautakjöts og jafn- vel yrði að kanna viðbrögð neyt- enda við þessari breyttu flokkun áður en endanleg ákvörðun um niðurgreiðslurnar yrði tekin en það yrði ekki gert nema hag- stofustjóri teldi nauðsynlegt. — Hattersley Framhald af bls. 1 áður en viðræður hefjast á ný. Hattersley sagði að reyndar hefði ekki miðað jafn vel í viðræðunum og hann hefði gert sér vonir um, en hann myndi áfram vonast eftir því að samkomulag tækist. Hann sagði að Bretar væru einvörðungu að fara fram á að halda í þann rétt að stunda veiðar þar sem þeir hefðu fiskað um langan aldur og þennan rétt hefði Alþjóðadóm- stóllinn staðfest. „Ef að því kem- ur einn góðan veðurdag að lög- sögu ríkja verður breytt með al- þjóðalögum mun það vitanlega breyta stöðunni," sagði Roy Hattersley aðstoðarutanrfkisráð- herra að Iokum. — Herskip Framhald af bls. 2 Þjóðverja fara út um þúfur. Morgunblaðið hafði samband við Pétur Sigurðsson forstjóra Land- helgisgæzlunnar í gær og spurði hann þessarar spurningar. Pétur sagði, að þetta mál hefði verið íhugað mikið, en væri þess eðlis, að hann gæti ekki tjáð sig um það í fjölmiðlum. Það vissu reyndar allir hvað gerðist ef her- skipaflota væri sigað á Islend- inga, við hefðum ekki bolmagn til að verjast þeim. — Sadat Framhald af bls. 1 Abraham Beame borgarstjóri í New York hefur sætt ámæli úr ýmsum áttum fyrir að neita að taka á móti Sadat forseta við kom- una til New York. Meðal annars sagði í leiðara New York Times í morgun að framkoma hans væri forkastanleg, þar sem það væri skylda hans sem borgarstjóra að bjóða velkominn gest sem væri í boði stjórnarinnar. Aftur á móti lýstu samtök Gyðinga f New York hrifningu sinni og sagði f yfirlýs- ingu þeirra að þetta bæri vott um kjark og sterka siðferðiskennd. Anwar Sadat er fyrsti leiðtogi Egypta sem ávarpar Allsherjar- þingið sfðan Nasser forseti kom þangað fyrir fimmtán árum. I ræðu sinni vék Sadat all ítarlega að samningi Egypta og Israela og sagðist vona að frekari þróun til góðs yrði f þessum málum. Kjarni vandamálsins lægi í örlögum Pal- estínumanna, sagði hann, og því hvetti hann til að menn skildu nauðsyn þess að PLO fengi einnig aðild að ráðstefnu um frið i Mið- austurlöndum á sama grundvelli og aðrir sem þar kæmu við sögu. I Tel Aviv lýsti Rabin forsætis- ráðherra Israels vandlætingu sinni á hinum ýmsu yfirlýs- ingum Sadats f Bandaríkja- förinni en sagði að þar hefði ekkert nýtt komið fram, „öll ummæli hans einkenndust af fjandskap Araba í garð Hjúkrunarfræðingar — Hjúkrunarfræðingar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar H.F.Í. verður haldinn í Glæsibæ, fimmtudagipn 30.10 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Launamálanefnd H.F.Í. kynnir launa- kröfur St/órnin. Israela". Sadat sagði á blaða- mannafundi í Washington í gær að sfonismi hefði leitt biturð, of- beldi, hatur og morð yfir Miðaust- urlönd. — Biðskák Framhald af bls. 36 Matanovic. Guðmundur og Ermenkov eru efstir með 4 vinninga. I sjöundu umferð sem tefld verður á laugardag teflir Guðmundur við Matanovic og á sunnudag við Radulov. Orslit í skákunum á Hótel Esju f gærkvöldi urðu þessi. Ribli vann Timman í 39 leikj- um, Liberzon vann Van Der Broeck í 35 leikjum, Ostermayer vann Björn Þorsteinsson í 36 leikjum, Poutiainen vann Zwaig f 33 leikjum, Murray vann Laine og Jansa og Parma sömdu um jafntefli eftir 17 leiki. Hamman sat yfir í gærkvöldi. Áttunda umferðin verður tefld f kvöld. Þá eigast við Ribli og Libzon, Jansa og Björn, Zwaig og Hartson, Frið- rik og Hamman, Poutiainen og Timman, Laine og Oster- mayer og Murray og Van: Der Broeck. Staðan eftir sjö umferðir er þessi: I 1,—2. sæti eru Ribli og Liberson með 5'A vinning, Parma er f 3. sæti með 4'A vinning og Friðrik er f 4. sæti með 4 vinninga og biðskák. — Frystihús Framhald af bls. 36 væri á veiðum og ekki væri vitað hvernig málin þróuðust, en það þýddi lítið að veiða fisk fyrir frystihús, sem hvorki gætu greitt landverkafólki kaup né útgerðum og sjómönnum fyrir hráefnið. Til þess að reka frystihúsin þyrftu afurðalánin að nema 110—120%. — í stuttu máli Framhald af bls. 17 hvort ekki væri rétt að reisa girð- ingu á landamærunum. ★ ★ ★ Washington — Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður lýsti þvl yfir í dag f Washington, að hann væri að reyna að kanna þátt Bandaríkj- anna f átökunum f Angóla. Vfsaði Kennedy I þessu sambandi til blaðaskrifa um að bandarfska leyniþjónustan CIA sendi fé og vopn til FNLA þjóðfrelsishreyf- ingar Angóla. Sagði Kennedy að Bandarfkjamenn yrðu að hætta öllum afskiptum af málefnum portúgölsku nýlendunnar. ★ ★ ★ London — Um þriðjungur af 19 þúsund aðstoðarsjúkrahúslæknum í Bret- landi hafa neitað að vinna yfir- vinnu f mótmælaskyni við launa- kjör sfn. Verða yfirlæknar að bæta störfum aðstoðarlæknanna á sig. Brezka stjórnin hefur boðið læknum 46 pence greiðslu fyrir yfirvinnu, eða um 160 ísl. kr. Að- gerðir læknanna hófust fyrir um tveimur vikum og hafa stöðugt breiðst út. — Beirút Framhald af bls. 1 sem sett var á stofn fyrr f vikunni. Meðal þeirra sem komu til fundarins var Kamal Junblatt, leiðtogi vinstrisinna, en hann hvarf aftur á brott eftir tveggja klukkustunda bið, þar sem tveir leiðtogar hægrisinna voru þá enn ókomnir til fundarins, þeir Camille Chamoun innanríkisráð- herra og Pierre Gemayel, leiðtogi falangista, en skilaboð frá falangistum bárust á fundinn um að þeir mundu fallast á hvers konar öryggisráðstafanir, sem ráðið semdi um, og mundu þeir koma til fundar þegar er öryggis- ráðstafanir leyfðu. Líkum hefur verið leitt að því í Beirut, að stofnun öryggisráðsins sé m.a. til þess ætluð að einangra forseta landsins, Suleiman Franjieh, en hann hefur sætt gagnrýni af hálfu Karamis forsætisráðherra fyrir að vilja ekki ræða ástandið í landinu af einurð og hreinskilni. Yfirlýsing um níunda vopna- hléð i landinu á síðustu sex vikum átti að taka gildi i morgun, en þá héldu bardagaaðilar áfram að skiptast á skotum yfir víglínuna, sem liggur um þvera borgina, frá norðri til suðurs. Eftir diplómatískum leiðum hefur frétzt, að utanríkisráðherra Sýrlands, Abdel-Hamlim Khaddam, hafi haft samband við Karami og lagt að honum að segja ekki af sér, en halda áfram tilraunum til lausnar því öng- þveiti, sem ríkir i landinu. — Franco Framhald af bls. 1 Franco er umkringdur fjöl- skyldu sinni, svo og ráðgjöfum sfnum, en þeirra á meðal er Carlos Arias Navarro, og þriggja manna rfkisráð, sem tekur við völdum af honum og heldur þeim þar til Juan Carlos prins tekur við konungdómi. — Litsjónvarps- tæki Framhald af bls. 2 ferðum stjórnvöld ætluðu að beita til að dreifa innflutningnum á milli hinna ýmsu aðila sem flytja inn litsjónvarpstæki en af fyrri reynslu í þessum efnum kvaðst hann óttast að hér yrði happa- og glappaaðferðin látin ráða. Að öllu þessu athuguðu kvaðst Rafn telja ráðstöfun stjórnvalda heldur fljótræðislega þar eð enn hefði ekkert komið fram um það hver raunveruleg eftirspurn eftir litsjónvarps- tækjum yrði. Þá sneri Morgunblaðið sér til Péturs Guðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins, og spurði hann hvort sjónvarpið sjálft hefði eitthvað við þessar ráðstafanir stjórnvalda að athuga. Pétur svaraði með því að Itreka fyrri ummæli sín að enginn form- leg ákvörðun um upphaf litsjón- varps á Islandi hafi legið að baki þess að sjónvarpið hætti á dögunum að eyða lit í ýmsu erlendu dagskrárefni sinu. Hins vegar neitaði Pétur ekki þeirri spurningu Mbl. að sjónvarpið ætti töluvert undir þvi komið að hér seldist sem mest af sjónvarps- tækjum, því að samkvæmt lögum hafa tollgreiðslur af sjónvarpsvið- tækjum runnið til sjónvarpsins og aðallega verið notað til uppbygg- ingar dreifikerfis þess. Pétur kvað mjög litla endurnýjun hafa átt sér stað á liðnum árum hvað snerti sjónvarpsviðtækin og not- endamarkaðurinn svo mettaður að staðreyndin væri sú að tekjur sjónvarpsins af innflutningi sjón- varpsviðtækja væru orðnar svo litlar að þær stæðu orðið ekki undir vöxtum og afborgunum sem teknar hefðu verið vegna upp- byggingar sjónvarpsins hér á landi. Því væri þess vegna ekki að reita, að sjónvarpið hefði orðið næsta lítið framkvæmdafjármagn og sérstaklega væri dreifikerfið fjárþurfi, þar sem vfða væru brýn verkefni framundan varðandi endurnýjun þess og til að færa það út. Pétur var þá spurður að þvf hvort nokkurt dulið samspil hefði þá veríð milli forsvars- manna ríkisútvarpsins og menntamálaráðherra i því að aflétta liteyðingaraðgerðum sjón- varpsins nú I þvf skyni að örva sölu á litsjónvarpstækjum og bæta á þann hátt úr fjármagns- þörf sjónvarpsins. „Það samspil hefur þá verið svo dulið, að það hefur farið fram hjá mér,“ svaraði Pétur Guðfinnsson. — Rússar Framhald af bls. 2 af veiðisvæðunum á meðan ugga er að fá. Karfinn er ákaflega hæg- vaxta fiskur og er ekki nýtanleg- ur fyrr en um 15 ára gamall. Að lokum sagði Jakob, að ávallt stafaði mikil hætta af verksmiðju- skipunum og fordæma bæri veiðar á smáfiski. Islendingar hefðu horft fram á, að á næstu árum myndi aukinn karfaafli fást, — en nú lft ég svartari aug- um á framtíðina. — Samkomulag Framhald af bls. 36 milli og taldi ekki rétt að skýra frá einstökum atriðum viðræðn- anna fyrr en hann hefði gert sam- ráðherrum sfnum f ríkisstjórn grein fyrir þeim, svo og land- helgisnefnd og þingflokkum. Hann kvað fundi í þingflokkum verða á morgun og fund með land- helgisnefnd á föstudag. Kvað hann frá viðræðunum skýrt á sama hátt í þingflokkum og land- helgisnefnd. Morgunblaðið spurði Einar, hvort rætt hefði verið um veiðar Þjóðverja innan 50 mílna mark- anna og svaraði hann því til að rætt hefði verið um allt svæðið innan 200 mflna sem eina heild. Hann kvað Vestur-Þjóðverja ekki hafa borið fram sérstaka kröfu um veiðar innan 50 mílna fisk- veiðimarkanna. Að sögn Einars Agústssonar lögðu Islendingar ekki fram gagn- tilboð við tillögum Þjóðverja frá í fyrradag, en um tillögur Þjóð- verja kvað hann hafa verið rætt og í sambandi við þær hafi ýmis legt borið á góma. Við spurning- unni, hvort hann hefði fundið góðan samkomulagsvilja hjá Þjóð- verjum, svaraði Einar Ágústsson: „Já, ég fann mikinn samkomu- lagsvilja af hálfu Þjóðverja og f viðræðunum við þá var allt annar andi en í viðræðunum við Breta.“ Einar Agústsson sagðisj: ekki vilja segja að hann væri bjart- sýnn á samkomulag, margt bæri enn í milli. „Ég get ekki sagt til um það, hvort samkomulag næst, þegar við hittumst næst.“ Þá spurði Mbl., hvort það hefði kannski verið of mikil bjartsýni, sem fram hefði komið hjá Wischnevski í fyrradag, er hann taldi víst að næst þegar aðilar hittust næðist samkomulag. Einar svaraði þvf til, að um það gæti hann ekki sagt. Ef til vill vissi Wischnevski um einhver atriði, sem gætu gefið honum ástæðu til slfkrar bjartsýni, sem honum sjálfum væri ekki kunnugt um. Einar Agústsson sagði, er hann ræddi við þýzka blaðamenn, sem hér eru vegna viðræðnanna, að hann væri ánægður með viðræð- urnar, sem reynzt hefðu mjög upplýsandi fyrir báða aðila. Und- ir þetta tók formaður þýzku nefndarinnar, Hans-Jurgen Wischnevski, sem sagði að á þess- um síðasta fundi hefði verið rætt um aflamagn Þjóðverja á Islands- miðum, skipafjölda, skipastærð, veiðisvæði, tfmalengd samnings- ins og um ástand fiskstofnanna við Island. Um allt þetta hefði verið rætt innan ramma 200 mfln- anna. Þá spurðu Þjóðverjar Einar að því, hvort íslendingar gætu sætt sig við 2ja, 5 eða 10 ára samning. Einar sagðist ekki geta skýrt frá þvf, én tók fram að 10 ár væru útilokuð og hann bætti við, að íslendingar gætu aðeins sætt sig við mjög stuttan gildistfma hugsanlegs samkomulags. Wischnevski lagði áherzlu á að góður skilningur hefði ríkt milli aðila og andrúmsloftið hefði verið öðru vfsi en á fyrri fundum aðila. Hann kvað það slæmt að ekki væri hægt að halda viðræðum áfram að þessu sinni, en sagðist skilja annir íslenzku ráðherr- anna, sem ættu erfiðara með að taka fyrir eitt einstakt mál og afgreiða það en hann og Logemann aðstoðarsjávarútvegs- ráðherra. — Beið bana Framhald af bls. 2 bfl Vilhjálms upp úr ánni, og kom í ljós, að Vilhjálmur mun hafa látizt samstundis. Vilhjálmur Sigurbjörnsson var fæddur 1. júní 1923 að Gilsárteigi f Eiðaþinghá og var því 52 ára gamall. Hann var framkvæmda- stjóri byggingafyrirtækisins Brúnáss á Egilsstöðum. Þá var hann varaþingmaður Framsókn- arflokksins f Austurlandskjör- dæmi. Vilhjálmur tók alla tfð mik- inn þátt f hvers kyns félagsmála- störfum og gegndi margs konar trúnaðarstörfum. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.