Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 27
27 _______________________r.y^-- ----------- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÖBER 1975 Jádís Bjarnadóttir — Minningarorð merka og góða fólks um áratugi. Nánust urðu þó kynni okkar Siggu I Hveragerði. Nú þegar hún er farin, undrast ég hve lengi hún gat varðveitt útlit sitt svo mikill sjúklingur sem hún var. Hún hélt sinni andlegu reisn til hins siðasta, það var hennar eðli að bjargast sjálf og þiggja sem minnst af öðrum. Svo kveð ég Siggu og Hörð með trega og þökk. Gyðu einkadóttur Sigríðar, ömmubörnunum, sem voru henni svo kær, tengdasyni systkinunum og öðrum vanda- mönnum, sem mátu hana að verð- leikum, votta ég samúð mína. Utför hennar verður gérð i dag frá Fossvogskirkju. Fríða Guðmundsdóttir Aðfaranótt sunnudags 19. október andaðist á heimili sinu Fífuhvammsvegi 25, Ole Omund- sen, rúmlega áttræður að aldri. Minningar nær 5 áratuga geð- felldrar kynningar kalla á huga minn; þvi tek ég mér penna í hönd og rita nokkrar línur. „Vinir mínir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld“, svo kvað Bólu Hjálmar. Maðurinn „með ljáinn" er alltaf á ferð, það vitum við, en þó kemur hann flestum okkar að óvörum. Ole Omundsen er fæddur í Noregi 17. sept. 1995. Foreldrar hans voru Elín Soffia og Omund Olsen. Hugur hans hneigðist strax í æsku að sjómennsku, lærði sjó- mannafræði og hlaut réttindi til skipstjórnar. Eftir að hafa siglt á ýmsum skipum víða um höf, tók hann við skipstjórn á 100 lesta skipi sem hann keypti ásamt félaga sinum. Nokkru síðar kom hann á skipi sínu til Islands á ísafjörð, dvaldi þar um hrið og þar seldu þeir félagar skip- ið. Hugur æskumannsins var eigi eingöngu bundinn við ættland sitt, þótt Ole þá hafi sízt leitt að því huga að til íslands væri hann kominn til að verða hér athafnamaður rikis- borgari, íslenzkur til æviloka. Eða sannast hér máltækið að enginn ræður sfnum næturstað. Ole Omundsen fluttist til Höfðakaup- staðar 1929 og átti þar heima nær 40 ár, en þaðan flutti hann 1968 til Kópavogs að Fífuhvammsvegi 25. Má nærri geta að á þeim mörgu árum, sem hann var búsettur f Höfðakaupstað, hafi fylgt margar minningar sem eigi verða gjörð skil á til hlitar i lítilíi blaðagrein, en ég vil nú, þá hann er allur, minnast vinsamlegrar kynningar við hann sem aldrei bar skugga á. Þótt Ole væri hættur siglingum og skipstjórn var hugur hans bundinn sjónum. Hóf hann þvf brátt útgerð, keypti 2 trillubáta er hann gerði út frá Höfðakaupstað um langt skeið. Heppnaðist út- gerð hans vel, enda gætti hann þess að úthald allt væri i sem beztu lagi. Völdust til hans dugnaðar formenn, valinn mann- skapur. Voru sjómenn ávallt fúsir að róa á hans útveg. Þar sem hann, eins og áður er sagt, vandaði allt til útgerðar og einkum þar sem Ole var vel kynntur, hvers manns hugljúfi og ábyggilegur. Ole byggði sér ibúðarhús i Höfðakaupstað er hann nefndi Lundur, stofnaði þar heimili sitt með Margréti Jóhannsdóttur, friðsælt og gott heimili. Báru þau sameiginlega erfiðleika og- nutu gleði lifsins með tryggð og vináttu er færði þeim birtu og yl ekki sfst á efri árum. Lifir Margrét mann sinn. I Höfðakaupstað var Ole falin ýmis trúnaðarstörf um langt skeið Hann var í hafnarnefnd Höfða- kaupstaðar, I stjórn útgerða- félagsins, fulltrúi i stjórn Kaupfélagsins, varalóðs o.fl. Lifrarbræðslu rak hann i mörg ár og hafði umsjón og sölu á brennsluolíu til skipa. Þótt Ole væri hér fslenzkur rikisborgari gleymdi hann ekki landi sínu og þjóð. Á þjóðhátíðardegi Norð- manna mátti lita norska fánann, dreginn að hún á grænum gras- fleti fyrir framan hús hans Lund i Fædd 9. sept. 1907 Dáin 20. okt. 1975 I DAG kveðjum við Jódisi Bjarna- dóttur, Mávahlíð 5 hér i borg. Hún var fædd i Grundarfirði vestra 9. sept. 1907, og því aðeins 68 ára að aldri. Um ætt hennar veit ég næsta lítið, þar sem kynni okkar hófust ekki fyrr en hún giftist bróður minum Sigur- bjarna Tómassyni 18. nóv. 1943. Höfðakaupstað og sannast þar orð Stephans G. er hann kveður „Þótt þú Iangförull legðir, sérhvert Iand undir fót, ber þó hugur og hjarta þíns heimalands mót“. Lifi Ole Omundsen heill á landi ljóss og friðar. Lárus G. Guðmundsson, Höfðakaupstað. MEÐ þessum linum vil ég kveðja vin minn hinstu kveðju. Ole Omundsen fæddist 17. sept. 1895 í Veavág á Karmöy i Noregi, og var því nýlega orðinn áttræð- ur. Mín fyrstu kynni af Ole voru þegar ég sem unglingur kom til Isafjarðar frá Noregi haustið 1927. — Hann hafði þá nokkrum árum áður komið sem skipstjóri á fiskibát, sem faðir minn keypti frá Noregi. Það fyrsta, sem vakti athygli mina, var hve þessi maður var glæsilegur á velli og prúður f framkomu. — Síðan skildu leiðir okkar og Ole fluttist til Skaga- strandar og sáumst við ekki í 40 ár, þar til hann fluttist hingað suður, en þá hófst náið samband milli okkar, sem aldrei bar skugga á. Ljúfmannlegri manni en hon- um hef ég ekki kynnst. Hann hafði slfka stjórn á skapi sinu, að margir kunna að hafa haldið hann skaplausan, en því fór fjarri að svo væri. Rólyndi hans verkaði á mig sem öryggiskennd. Hann var maður, sem öllum hlaut að þykja vænt um, sem kynntust honum, og greiðvikinn var hann og hjálp- fús svo-af bar. Um leið og ég þakka Ole Omundsen nærfellt 5 ára sam- starf, sendi ég konu hans, frú Margréti Jóhannesdóttur og öðr- um vandamönnum, innilegar samúðarkveðjur. Það mun verða bjart yfir minn- ingu Ole, svo sem yfir svip hans og fasi og framkomu allri. Gabriel Syre. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Hann var þá ekkjumaður, konu sína hafði hann misst fyrir nokkr- um árum frá tveimur ungum börnum. Disu eins og við vinir hennar og ættingjar kölluðum hana var nú mikill vandi á hönd- um, börnin voru i sárum eftir missi ástrikrar móður, og mikið vandaverk var að fylla það skarð sem heimilið hafði orðið fyrir. Ég ætla ekki að dæma hvernig Disu tókst til, besta sönnunin er hið mikla ástríki sem hún alla tíð hefur haft af stjúpbörnum sinum. Sigurbjarni og Dfsa eignuðust eina dóttur barna, Sigurbjörgu, hún starfar hjá Landsbanka Is- lands. Disa eignaðist son áður en hún giftist, Birgi Jakobsson póst- fulltrúa, hann ólst að mestu upp á heimili móður sinnar og stjúpa ásamt hálf-systur sinni og stjúp- systkinum. Mikið áfall var það Dísu og fjölskyldu hennar þegar hún 7. maf 1957 mátti sjá á bak eiginmanni sínum þá aðeins 49 ára gömlum eftir þjáningarfulla sjúkdómslegu. Eftir lát manns síns helgaði hún sig börnum sín- um og stjúpbörnum og þeirra f jöl- skyldum í enn rikara mæli. Disa var með eindæmum dugleg kona, hún vann ávallt mikið með heimilisstörfunum, hún starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands í ára- tugi, allan þann langa tfma átti hún einlæga vináttu hinna fjöl- mörgu samstarfsmanna sinna. Þeir báru og mikið traust til hennar, þeir kusu hana trúnaðar- mann sinn á vinnustað. Disu fórst það starf vel úr hendi eins og allt það sem hún tók að sér, enda var henni ljúft að miðla málum ef upp kom ágreiningur í samskipt- um verkafólks og verkstjóra. Nú þegar Disa er öll, vil ég fyrir hönd samstarfsfólks hennar færa henni hjartans þakkir fyrir langt og ánægjurikt samstarf. Börnum hennar, Sigurbjörgu og Birgi, og stjúpbörnunum Þór- mundi Sigurbjarnasyni útvarps- virkjameistará og Helgu Sigur- bjarnadóttur og fjölskyldum þeirra allra vil ég færa alúðar- fyllstu samúðarkveðjur. V.T. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þó straumur Iífs sé þungur. M.J. ÞESSAR ljóðlínur koma ósjálf- rátt upp í hugann þegar við minn- umst Jódisar Bjarnadóttur. Hún var ekki nema 10 ára þegar móðir hennar dó og þá lagði hún út á djúp lifsbaráttunnar, æðrulaus, hugrökk og kvartaði aldrei, þó straumur lífs væri oftast þungur. Með Dísu er heilsteyptur per- sónuleiki horfinn af sjónarsvið inu. Alla ævi var hún eins og jarðfast bjarg, sem öldur mótlætis skullu á en bifaðist ekki. Það verður þyngra yfir fjölskyldusam- komum okkar þegar hana vantar. Dísa var vel máli farin og bar ríka réttlætiskennd í brjósti. Oft var hún ómyrk i máli og gat vel sagt til syndanna, ef henni fannst réttu máli hallað. Hreinskilnin var henni i blóð borin. Það er margt, sem við og fjöl- skyldur okkar eigum Dísu að «• Bæjarstjórn Akraness: Varar við samn- ingum innan 50 mílna .. FUNDUR haldinn ! bæjarstjórn Akraness 15. október 1975 fagnar þeím merka áfanga, sem 200 mtlna fiskveiðilandhelgi markar f mesta Iffshagsmuna- og sjálfstæðismáli islendinga. Ástand fiskistofna hér við land hefur ekki verið jafn fskyggilegt fyrr og þörf fyrir friðunaraðgerðir þvf aldrei brýnni. Að svo komnu máli vill bæjarstjórn Akraness vara við samningum um undan- þágur til handa erlendum veiði- skipum innan hinna nýju 200 mllna marka og telur að ekki komi til mála að veita þær innan 50 mflna frá grunnlfnum." (Fréttatilkynning) Ole Omundsen —Minningarorð þakka. t gleði og sorg var hún alltaf með okkur, alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Nú er hún horfin, og okkur finnst lífið snauðara en áður. Það er svo margs að minnast og margs að sakna. Hvar, sem Disa kom fylgdi henni hressandi andblær og Iffsgleói. biðjunt algéðan guð að styrkMi börn henttar og barnabörn { þ«*rra miklu sorg. Við vitum að ógleymanlegar minningar, sem þau eiga um góða móður og ömmu, verða þeim huggun I sorginni. Af eilifðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort lif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. En upphiminn fegri en augað sér öllum mót f aðminn breiðir. E.B. Við og fjölskyldur okkar þökk- um Dísu samfylgdina og óskum henni góðrar heimkomu á landi lifenda. Þar biða vinir i varpa. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Systkinin, mágkona og mágur. — Sýningar Framhald af bls. 19 Ein af myndum Tryggva Ólafssonar. gætu þær verið komnar með hraði frá hvaða auglýsingastofu sem er hér i bæ, eru hráar i útfærslu og án lífræns neista. Hér þykir mér vera á ferð fljót- færnisleg viðbót við sýninguna og minna áhugaverð... I Listasafni ASÍ stendur nú yfir sýning sem margir hafa lengi beðið eftir, en það er lista- verkagjöf Margrétar Jóns- dóttur, ekkju Þórbergs Þórðar- sonar. Er hér um að ræða 33 verk, og eru þau langflest unniri i oíiu, en einnig nokkrar teikni-, krftar- og vatnslita- myndir. Er hér um að ræða mikla og merka gjöf og ágæta viðbót við það, sem safnið á fyrir, sem allir listunnendur hljóta að fagna og kunna gefandanum miklar þakkir. Meðal ágætra verka vil ég vekja athygli á öndvegisverk- um eftir Nínu Tryggvadóttur, stórfallegar myndir eftir Svavar, og Gunnlaug Scheving svo og eina af beztu myndum Guðmundu Andrésdóttur auk ágætra verka margra annarra mætra listamanna. . Hjá Guðmundi Árnasyni (rammaverzlun) í Bergstaða- stræti sýnir um þessar mundir Rudolf Weissauer nokkur verk. Weissauer er velþekktur grafíker, sem ræður yfir sér- stæðri tækni, og eru heimsókn- ir hans orðnar að árvissum við- burði í islenzku listalífi. Um leið og ég vek athygli á þessari sýningu vil ég geta þess, að hann hefur tekið að sér að leið- beina nemendum Myndlista- og handíðaskóla íslands um mánaðarskeið og er þetta liður í mjög heilbrigðri viðleitni við að fá innlenda sem erlenda listamenn til að miðla þekkingu sinni nemendum skólans og íslenzkri listmennt almennt um leið. Að Kjarvalsstöðum sýnir nú Halla Haraldsdóttir 81 mynd- verk. Frúin er i flokki amatör- málara eftir verkum hennar að dæma, og aðeins í einu verka hennar sprengir hún það svið að verulegu marki og er það í mvndinni, „1 tunglskini na'tur" (64), þar sem koma fram næm blæbrigði i bláuin litatil brigðum. Stefán Ögmundsson og Hjörleifur Sigurðsson hengja upp eina af myndunum í listaverkagjöf Margrétar Jóns- dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.