Morgunblaðið - 30.10.1975, Side 35

Morgunblaðið - 30.10.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÖBER 1975 35 Víkinpr VIKINGUR sigraði FH 24:19 I 1. deild Islandsmðtsins I handknatt- leik I gærkvöldi, eftir að staðan hafði verið 13:7 í hálfleik. Leikurinn var frekar slakur og mikið um mistök, en Víkingarnir til muna betri. Vörn FH var eink- um og sérílagi gloppótt, þannig að vann FH 24:19 Víkingarnir áttu mjög greiða leið að markinu. Víkingarnir skoruðu t.d. mörg mörk úr hraðaupphlaup- um. Það sem þó reið bagga- muninn var frammistaða Rós- mundar Jónssonar Víkingsmark- varðar, sem varði mjög vel allan leikinn. Mörk Víkings: Stefán H. . 7, Viggó 6, Páll 4, Erlendur 2, ól'af- ur 12, Skarphéðinn 2 og Magnús 1. Mörk FH: Þórarinn 6, Geir 3, Guðmundur Árni 3, Viðar 3, Gils 2 og Guðmundur Sv. 2. Nánar á morgun. — stjl. Markvörðorinii skoraði hið örlagaríka mark írinann - Þróttur 17:14 ARMANN sigraði Þrótt 17:14 1 íslandsmótinu I handknattleik f gærkvöldi. Staðan I hálfleik var 9:8 fyrir Ármann. Leikið var 1 Laugardalshöll. Þessi sigur Ármanns var sanngjarn, liðið lék betri handknattleik en Þróttur þrátt fyrir að töluverð forföll væru I liðinu. Þróttur átti slæman dag og sýndi Iiðið aldrei neina þá tilburði sem hefðu getað fært þvf sigur. Fyrri hálfleikur leiksins var öllu betri en sá sfðari, enda leikurinn þá jafnari. Þróttur komst í byrjun í 2:1 og var það í eins skiptið sem liðið hafði yfir. Eftir það hélst leikurinn i jafn- vægi lengst af í fyrri hálfleik, utan það að Ármenningar náðu einu sinni þriggja marka forskoti, Ragnar Gunnarsson var hetja Ármannsliðsins f gærkvöldi. 9:6. Staðan í hálfleik var 9:8. Leikurinn hélst enn jafn fyrst i seinni hálfleik en um miðjan hálf- leikinn hófst þáttur Ragnars Gunnarssonar markvarðar Ár- manns. Staðan var 12:11 og Ár- menningar einum færri þegar Ragnar tók sig til eftir misheppn- aða Þróttarsókn, henti boltanum yfir þveran völlinn og skoraði mark 13:11. Siðan gerði hann sér lítið fyrir á næstu mínútu og varði viti Friðriks Friðrikssonar og hraðaupphlaup Bjarna Jónssonar. Þróttur skoraði ekki mark í næstu 14 minútur og Ármannssigur var í höfn, 17:14. Mörk Armanns: Pétur Ingólfs- son 4, Jens Jensson 4, Hörður Kristinsson 3, Björn Jóhannsson 2, Gunnar Traustason, Ragnar Gunnarsson og Stefán Hafstein eitt mark hver. Mörk Þróttar: Friðrik Friðriks- son 6, Bjarni Jónsson 4, Gunnar Gunnarsson 2, Jóhann Frimanns- son og Svanlaugur Kristinsson eitt mark hvor. — SS. Bikarkeppni KKÍ FRESTUR til að tilkynna þátt- töku i bikarkeppni Körfu- knattleikssambands Islands rennur út 1. nóvember og er þeim sem ekki hafa þegar til- kynnt þátttöku bent á að gera það hið fyrsta. Ludmila Turischeva — sýndi glæsilega tilburði I keppninni I Englandi og vann heimsbikarinn. Don Givens skoraði 4 mörk I landsleik jrlands og Tyrklands. f fyrra skoraði hann 3 mörk I landsleik gegn Sovétmönnum. Irar unnn Tyrki 4-0 Don Givens skoraði mörkin TYRKIR voru Irum auðveldir andstæðingar I leik liðanna f 6. riðli Evrópubikarkeppni lands- liða ( knattspyrnu sem fram fór I Dublin I gærkvöldi. (Jrslit leiks- ins urðu 4—0 fyrir trland, eftir að staðan hafði verið 3—0 f hálf- leik. Hetja Irska leiksins f gær- kvöldi var Don Givens sem skor- aði öll mörkin fjögur, en það er harla óvenjulegt að sami maður- inn skori fjögur mörk f einum og sama landsleiknum. Eftir leikinn í gær hefur Irland tekið forystuna í sjötta riðlinum, en Sovétmenn standa hins vegar langbezt að vigi, eru aðeins einu stigi á eftir Irum, en eiga tvo leiki eftir. Leika þeir 12. desember við Sviss og á Þorláksmessudag við Tyrki á útivelli. i leiknum í gærkvöldi höfðu Irarnir allt frá upphafi til enda góð tök á leiknum og sýndu á köflum mjög góða knattspyrnu, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns, án þess að Tyrkir hefðu einu sinni mögu- leika á að trufla. Fór þetta ákaf- lega í skapið á Tyrkjunum, sem reyndu að stöðva Irana með hörku og urðu málalok þau, að miklar pústur og hrindingar áttu sér stað á vellinum og var tveimur leikmanna vísað af velli, Mick Martin frá írlandi og Aratli Alpaslan frá Tyrklandi. Staðan í sjötta riðli, eftir leik- inn i Dublin í gær, er sem hér segir: Irland 6 3 12 11—5 7 Sovétrikin 4 3 0 1 6—4 6 Tyrkland 5 1 2 2 4—10 4 Sviss 5 113 4—6 3 Tnimheva vann heimsbikarinn SOVÉZKA stúlkan Ludmila Turi- scheva lætur ekki að sér hæða. Eftir alllangt hlé á æfingum og keppni kom hún, sá og sigraði i heimsbikarkeppni kvenna i fim- leikum sem lauk í London í fyrra- dag. Hlaut hún samtals 39,15 stig i keppninni af 40 mögulegum sem vitanlega er stórglæsilegur árangur. Vann Turischeva hug og hjörtu áhorfenda er með keppn- inni fylgdust, en þeir voru fjöl- margir. Olga Korbut varð svo i öðru sæti og þriðja sætinu skiptu Elvira Saadi frá Sovétríkjunum og Egervari frá Ungverjalandi á milli sín. Voru þessar stúlkur í nokkrum sérflokki í keppninni, en til hennar komu ekki margar af beztu fimleikakonum heims, t.d. ekki rúmenska undrabarnið sem hreppti Evrópumeistaratit- ilinn s.l. vor. Ástæðan fyrir þvi að nokkrar beztu fimleikakonurnar komu ekki til keppni var sögð sú, að þær væru nú að æfa „leyni- lega“ fyrir Olympíuleikana f Montreal og vildu ekki kynna fyrr en þar ýmsar nýjungar sem þær væru með. Ludmila Turischeva tók forystu þegar i fyrstu keppnisgrein fjór- þrautarinnar er hún hlaut 9,75 stig i einkunn fyrir stökkæfingar. I þessari grein varð Olga Korbut hins vegar fyrir því óhappi að detta í fyrsta stökki sinu. Hún lét það þó ekki á sig fá og komst vel frá æfingunni. Hins vegar náði hún sér ekki eins vel á strik og við hafði verið búizt, enda mun hún ekki vera búin að ná sér eftir bakmeiðsli sem löngum hafa hrjáð hana. Var Korbut aðeins jafnoki Ludmilu í einni keppnis- grein, æfingum á svifrá, en þar hlutu þær báðar 9,80 stig. Sem fyrr greinir hlaut Turi- scheva samtals 39,15 stig i keppn- inni, Olga Korbut hlaut 38,55 stig, þær Saadi og Egervari hlutu 38,30 stig. I fimmta sæti varð Gorbil frá Sovétríkjunum með 37,85 stig og sjötta varð Ungureau frá Rúmeníu með 37,80 stig. ÓSKABYRJVN HJÁ N-ÍRUM OG 3—0 SIGUR YFIR NOREGI NORÐUR-Írar unnu öruggan sigur yfir Norðmönnum I landsleik I knatt- spyrnu sem fram fór I Belfast I gær- kvöldi. Leikur þessi var liður I Evrópubikarkeppni landsliða I knatt- spyrnu, en lið þessi leika þar I þriðja riðli ásamt Júgóslavlu og Svlþjóð. Eftir leikinn I gærkvöldi öðlast Norður-irar von um sigur I riðlinum, en eins og er standa Júgóslavar bezt að vfgi eru með 8 stig eftir 5 leiki. Markatalan er einnig mjóg hagstæð fyrir Júgóslav ana, eða 11^4, en er hins vegar 8—4 hjá Írunum, þannig að þeim dugar ekkert minna en stórsigur I sfðasta leiknum I riðlinum sem fram á að fara I Júgóslavlu 1 9. nóvember. frska liðið fékk sannkallaða óska- byrjun I leiknum I Belfast I gærkvöld, þar sem staðan var orðin 2—0 eftir tvær og hálfa mlnútu. Fyrra markið skoraði Sammy Morgan á 2. mlnútu og eftir hálfa mlnútu til viðbótar bætti Sammy Mcllroy öðru marki við. Bæði þessi mörk komu eftir herfileg varnarmistök hjá Norð- mönnunum, sem stóðu aðeins og horfðu á írana leika knettinum að markinu. Það var enginn furða þótt norska liðinu gengi illa að jafna sig eftir þessi áföll, enda var það svo I leikn- um að um algjöra einstefnu var að ræða. Hvað eftir annað komust írarnir I dauðafæri, en Norð- mönnunum tókst að bjarga á sfðustu stundu. Áttu irarnir t.d. hvorki fleiri né færri en fimm dauðafæri á fyrsta stundarfjórðungnum til viðbótar við mörkin tvö. Það var ekki fyrr en I seinni hálf- leik að frum tókst loks að bæta marki við og gerði Bryan Hamilton það mark, eftir að Mcllroy hafði brotið harkalega á einum norska varnarleikmanninum. og þar með opnað félaga slnum leið. Norðmenn áttu aðeins eitt tækifæri I leiknum, er Jan Hansen komst I ákjósanlegt færi, en þá mistókst honum skotið og Pat Jennings I marki Norður- írlands átti næsta auðvelt með að verja. Eftir leikinn sagði Jennings að hann hefði varla tekið þátt I leik þar sem hann hefði haft eins lltið að gera og þau skipti sem hann fékk tækifæri að koma við knöttinn hefðu verið teljandi á fingrum sér. Lcikinn dænidi Guöjón Finnbogason og segir í skcvti frá norsku fréttastofunni NTB aó hann hefói gjarnan mátt taka haróara á brotuni leik- manna beggja liða. Segir f norska skeytinu að Guðjón hafi verið óákveðinn og svo hafi virzt sem hann hafi gleymt gulu spjöldunum heima. Flantað af vegna þokn EFTIR aðeins 17 mfnútur af leik Tékka og Englendinga f Evrópu- bikarkeppni landsliða í Bratislava í gærkvöldi blés hinn ftalski dómari leiksins, Michelotti, leikinn af og vfsaði lcikmönnunum til húningsherbergja sinna. Urðu lcikmcnnirnir sem ekki voru staddir f næsta nágrenni dómarans aö láta félaga sína vita að lciknum va-ri lokið að þessu sinni, þar sem þeir hefðu ella ekki orðið varir við hvað um var að vera. Svo svört var þokan á vcllinum að ekki sást á milli marka, og raunar var útilokað að hefja leikinn þótt ítalski dómarinn freistaði þess að láta hefja hann. Um 45.000 áhorfendur voru komnir á leikvanginn, og vissu þeir ekkert hvað fram fór hjá knattspyrnumönnunum og létu eðlilcga mikið til sfn heyra og mótmæltu. 1 gærkvöldi var sfðan ákvcðiö að lcikurinn færi fram í dag, kl. 13.00 að fslcnzkum tfma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.