Morgunblaðið - 30.10.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 30.10.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKT0BER 1975 17 FRETTIR Hsinhuafréttastofan: Fyrsta hnefaleikakeppni milli kvenna fór fram í Portland Oregon fyrir skömmu og sigraði Caroline Svendsen, t.h. Jean Lange í 4 lotum á stigum. Simamynd AP Skv. stjórnarskrá Spánar er kveðið á um það að falli Franco þjóðarleiðtogi frá skuli 3 manna rfkisráð fara með völd f landinu til bráðabirgða unz Carlos rfkisarfi hefur formlega verið krýndur konungur landsins. Ef Franco fellur frá nú af völdum hjartasjúkdóms sfns munu þessir þrír menn fara með völdin, en þeir eru f.v. Alejandro Nebrada, forseti þingsins, Angel Salas, yfirmaður flughersins og Pedro Cuadrado, erkibiskup af Saragossa. Helmut Schmidt Slater-hluta- bréf félluum 25% 1 gær Lundúnum, 29 okt. Reuter. I DAG, miövikudag, féllu hluta- bréf í Slater Walker Securities um fjórðung í verði á verðbréfa- markaði í Lundúnum. Mikið framboð er nú á hlutabréfum fyr- irtækisins og er ástæðan óvissa um framtíð þessarar banka- og fjárfestingarfyrirtækjasam- steypu. Nú fer fram rannsókn á rekstri dótturfyrirtækis Slater Walker, Haw Par í Singapore. Þá mun Kauphöllin í Lundúnum láta rannsaka verðbréfaviðskipti þau, sem þar áttu sér stað áður en Jim Slater, stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins, sagði af sér s.I. föstudag. I brezka þinginu eru nú uppi raddir um að brezka við- skiptaráðuneytið beiti sér fyrir rannsókn á högum Slater Walker Securities. Fyrir tveimur árum var fyrir- tækið virt á um 200 milljónir sterlingspunda, en nú er gizkað á, að fyrirtækið sé vart meira en 15 milljóna sterlingspunda virði. Rússar auka stríðsundirbúning í kjölfar öryggismálaráðstefnunnar Washington — Sagnfræðingur frá Missouri- háskóla fann i gær f skjölum bandariska varnarmálaráðu- nevtisins áætlun um bandarfska innrás f Kanada frá árinu 1919, sem gera átti ef Kanadamenn gerðu innrásartilraun f Bandarfk- in. Uppljóstrun þessi kom Penta- gon-mönnum mjög á óvart, sem fullvissuðu Kanadamenn þegar f stað um að enginn slfk áætlun væri til fyrir 1975. Talsmaður Kanadastjórnar sagði að yfirlýs- ingin gleddi Kanadastjórn, sem stundum hefði vellt þvf fyrir sér Framhald á bls. 20 KINVERSKA fréttastofan Hsin- hua skýrði frá þvf f harðyrtri frétt nú f vikunni, að Andrei Grechko varnarmálaráðherra Sovétrfkjanna, hefði nýlega farið f sérstaka heimsókn til A- Þýzkalands til að kanna viðbúnað sovézku hersveitanna þar f landi á sama tfma og Leonid Brezhnev og aðrir valdamenn f Moskvu hafi hvatt til þess að á alþjóðavett- vangi eftir undirritun Helsinki- sáttmálans að hafist yrði handa um að fullnægja ákvæðum hans um að draga úr viðsjám. Segir fréttastofan að Moskvu- blaðið Krasnaya Zvezda, málgagn varnarmálaráðuneytisins, hafi sagt um heimsóknina að f för með varnarmálaráðherranum hafi ver- ið Alexei Epishev, yfirmaður stjórnmáladeildar sovézka hers- ins, og Pavel Kutakhov aðstoðar- varnarmálaráðherra, yfirmaður flughersins. Hafi þeir þremenn- ingar heimsótt stöðvar sovézka hersins í A-Þýzkalandi, þar sem alls séu staðsettir 345 þúsund her- menn og kannað viðbúnað þeirra, birgðaflutningaskipulag og tæknibúnað, auk þess sem þeir hafi fylgst með æfingum flug- deilda og fengið skýrslu um póli- tíska þjálfun hermannanna. Þá vitnar fréttastofan einnig I grein úr New York Times, þar sem segir að Sovétstjórnin vinni stöðugt að því að styrkja herlið sitt í Mið-Evrópu, auka varnar- mátt sveitanna og getu þeirra til flutninga og birgðaöflunar í átök- um og hafi f þessu skyni verið aukið mjög við tækja og hergagnabúnað sveitanna. Er sagt að heimsókn Grechkos til A- Þýzkalands hafi undirstrikað lygi Andrei Grómykós, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, á allsherjar- þingi S.Þ. þar sem hann hafi lýst því yfir að ekki væri aðeins nauð- synlegt heldur mögulegt nú að styrkja pólitískt „detente" með hernaðarlegu „detente" þegar öryggismálaráðstefna Evrópu hefði að eilífu lagt til hliðar styrk- leikastefnuna og þar með dregið úr hættu á stórstyrjöld. Þá hafi eldflaugaæfingar Sovétmanna í Barentshafi einnig undirstrikað lygarnar, svo og neðanjarðar- kjarnorkusprengjutilraunir Sovétmanna við Novoya Zemlya- eyjuna. Segir fréttastofan að allt aukið styrjaldarundirbúning sinn þetta sýni að Sovétmenn hafi eftir öryggismálaráðstefnuna. Miettunen falin stjórnarmyndun Helsingfors, 19. október. Reuter. URHO Kekkonen Finnlandsfor- seti fól ( dag Miðflokksmanninum Martti Miettunen að gera tilraun til að mynda nýja stjórn f land- inu. Val Miettunens kom mjög á óvart, þvf að hann hefur ekkert komið náiægt stjórnmálum sl. 5 ár. Miettunen var forsætisráð- herra Finnlands árin 1961—62. Hann sagði f dag að hann hefði fallist á að reyna að mynda meiri- hlutastjórn, en myndi ekki verða f forsæti fyrir minnihlutastjórn. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í sl. mánuði en styrk- leiki 4 stærstu flokkanna, jafnaðarmanna, kommúnista, Miðflokksins og Ihaldsflokksins var nær óbreyttur og hefur eng- inn flokkur meira en fjórðling þingmanna. Bráðabirgðastjórn embættismanna fer nú með stjórn ráðuneytanna. í STUTTU MÁLI V 11 1 -V Havana — Utanrfkisviðskipti Kúbu hafa aukist mjög á undanförnum mánuðum og sl. 9 mánuði var vöruskiptajöfnuðurinn hag- stæður um 178 milljónir sterl- ingspunda, að þvf er fram kemur í opinberum skýrslum, en allt árið í fyrra var hann aðeins hag- stæður um 9 milljónir punda. Þá segir einnig að fbúafjöldi Kúbu sé kominn yfir 9,2 milljónir, en mikil fólksfjiilgun hefur verið I landinu. Schmidt var vel fagnað í Peking Peking, 29. okt. Reuter. HELMUT Schmidt, kanslari Vest- ur Þýzkalands, fékk mjög góðar móttökur, er hann kom f opinbera heimsókn til Peking f dag. Vest- ur-Þýzkur kanslari hefur ekki áð- ur sótt Kfna heim. Þúsundir barna voru á flugvellinum og veifuðu skrautlegum pappírs- blómum og f fjarveru Chou En- lais forsætisráðherra tók á móti honum Teng Hsiao-ping aðstoðar- forsætisráðherra. Talið er að Schmidt muni einnig ganga á fund Mao formanns, meðan hann dvelur f Peking. Einnig fögnuðu honum Chiao Kuan-hua utanrfk- isráðherra og Wang Chen aðstoð- arforsætisráðherra. Viðræður kanslarans við kín- verska áhrifamenn hófust síðdeg- is í dag og er gert ráð fyrir að þær snúist um almenn alþjóðamál og starf Efnahagsbandalagsins komi þar við sögu svo og ýmis evrópsk vandamál. Á leið Schmidt frá flugvellinum hafði verið komið fyrir borðum með áletrun, þar sem látin var í ljós ánægja með heimsókn kanslarans, en gáfu sömuleiðis til kynna að Kínverjar myndu færa f tal neikvæða afstöðu sína til samninga Vestur- og Austur Þjóðverja um eðlileg samskipti. Fréttamenn segja að mörgum hafi komið á óvart, hversu hjart- anlegar móttökur Schmidt fékk. I málgagni kommúnistaflokksins er birt forystugrein þar sem farið er lofsamlegum orðum um dugn- að, iðjusemi og skynsemi Vestur- Þjóðverja og ráðist er harkalega á Sovétríkin og talað um að fátt ógni nú heiminum meira en ægi- vald þess stórveldis, sem hvað hæst hafi talað um frið og sam- vinnu þjóða í millum og sýni nú æ oftar vígtennur sínar, alveg sér- staklega þó Evrópu. Hafi Sovét- rfkin aukið vígbúnað í Mið- Evrópu og beiti öllum áhrifum sínum i þá átt að umkringja alla Vestur-Evrópu frá suðri til norð- urs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.