Morgunblaðið - 30.10.1975, Síða 19

Morgunblaðið - 30.10.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1975 19 Gunnar Guðjónsson, stjórnarformaður S.H.: 32% aukning á sölu hjá Coldwater í Bandaríkjunum miðað við 1974 GUNNAR Guðjónsson stjórnar- formaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, flutti I Rótarf- klúbb Reykjavíkur I gær eftir- farandi yfirlit um stöðu fs- lenzks fiskiðnaðar f Bandarfkj- unum og hefur Mbl. fengið leyfi hans til að birta það. Ég hefi verið beðinn að segja hér nokkur orð um ástand í sölu- málum hraðfrysti-iðnaðarins, og hefi hugsað mér að nota þær fáu mlnútur sem til ráðstöfunar eru til þess að segja ykkur nokkuð frá sölu-fyrirtæki S.H. I New York, Coldwater Seafood Cor- poration, en I gegnum það fyrir- tæki gengur mjög stór hluti af frystum afurðum landsmanng sem til Bandaríkjanna fer. Ættu þvi slikar upplýsingar að gefa allgóða mynd af stöðu íslensks hraðfrysts fisks á þessum þýð- ingarmesta markaði okkar. Eins og flestum hér mun kunnugt hefirsúbreytingorðiðá seinni árum, að fyllsta áhersla hefur verið lögð á að pakka sem mest af þeim fiski sem til þess hefur verið fallinn, sem flökum en ekki sem blokkum, enda hef- ur hlutfallið milli útfluttra flaka og blokka á Bandaríkjamarkað snúist við frá því sem áður var og nemur nú magn flaka hjá frystihúsum S.H. um 70% á móti 30% blokka. Ástæðan er sú, aö tekist hefir að halda verði á is- lenskum þorskflökum mikið til jafnháu og þegar það var hæst, þótt blokk hafi orðið fyrir veru- legu verðfalli. Er nú svo komið að Islendingar flytja inn um 50% af öllum frystum þorskflök- um sem til Bandaríkjanna koma og fá fyrir þau verulega hærra verð en nokkur keppinautanna. Tölur sem fyrir liggja sýna að um verulega sókn hefir orðið á sölu hjá Coldwater það sem af er þessu ári, þannig að heildarsalan í magni varð fyrstu 9 mánuðina nær sama magn og á öllu árinu 1974 eða um 32% aukning miðað við fyrstu 9 mánuðina á því ári. Gunnar Guðjónsson. Coldwater hækkar fiskverð sitt - alldjörf ákvörð- un og óvíst hvort hún stenzt, segir stjómarform. S.H. Þegar um svo stóran markaðs- hluta er að ræða í þorskflökum sem áður var getið að íslend- ingar hefðu náð, fer ekki hjá því að sá aðilji sem að honum situr, telji sig fara að geta haft nokkur áhrif á markaðinn og leitist við að beita þessum áhrifum sér í hag. Þau tíðindi hafa því nú gerst þessa dagana að forráða- menn Coldwater tóku þá ákvörð- un að stíga það skref að hækka verulega verð á þorsk- og ýsu- flökum, eða um 10 cent á pund, og jafnframt að þoka verði á þorsk- ýsu og ufsablokk upp um 2 cent og karfablokk um 5 cent. Það verður að segjast eins og er, að þessi ákvörðun er alldjörf og ekki verður fullyrt um hvort hún stenst fyrr en á reynir. Hún byggist meðal annars á því að mjög stórir kaupendur vestra telji sig hag í því að kaupa góða og örugga vöru sem þeir þekkja, verulega hærra verði en þeir geta keypt sambærilega vöru annars staðar, jafnframt sem þeir telji sig geta treyst því að þeim verði séð fyrir öllum þörfum sínum. Þessi tvö atriði hafa úrslitaþýðingu um það að þessar hækkanir standist. Færi svo að ekki tækist að halda þeim gæðum á vörunni sem hefir gert það að verkum, að við íslend- ingar höfum hingað til notið verulega betra verðs en aðrir fyrir þorskflök okkar og jafn- framt að aðstæður hér heima fyrir yrðu þannig, að við gætum ekki séð kaupendum okkar örugglega fyrir þörfum þeirra á öllum tímum, þurfum við ekki að ganga að því gruflandi að við glutrum niður þeirri aðstöðu sem við á löngum tíma og með ærinni fyrirhöfn og kostnaði höfum áunnið okkur. Við verðum ennfremur að vona að ávinningur sem þarna kann að nást fyrir þjóðarbúið verði ekki til þess, eins og hefur viljað brenna við i þessu þjóð- félagi, að hann stuðli að því að menn álíti að þarna hafi ný veisluföng borist og að áhyggjur vegna framtíðarinnar eigi sér ekki stoð í veruleikanum. Sýningar Einar Hákonarson: Grensásvegur 11 Tryggvi Ólafsson: Galeriu StjM. Gjöf Margrétar Jónsdóttur: A.S.t. Rudolf Weissauer: Bergstaðastræti 19. Halla Haraldsdóttir: Kjarvalsstaðir. Einar Hákonarson við eitt verka sinna Einar Hákonarson hefur um árabil talizt 1 hópi efnilegustu myndlistarmapna okkar og mun enn þótt ýmsum finnist sem hann hafi ekki sýnt nægi- legan myndrænan baráttuvilja .á undanförnum árum, enda hefur hann verið - bundinn kennslu og hjáleitum verkefn- um. Margur myndlistarmaður- inn hefur neyðzt til að slaka á taumum og sett niður vegna slfkra utanaðkomandi verk- efna, sem daglegar þarfir hafa krafizt. Rétt mun að Einar hef- ur næsta lítið sinnt grafík á undanförnum árum og vart sýnt framför á þvi sviði, en hið sama gerðu einnig fyrir- rennarar hans, svo sem Jón Engilberts og undirritaður, enda hefur enginn markaður verið fyrir þessa tegund mynd- listar hérlendis til skamms tíma og iðkun hennar bæði timafrek og kostnaðarsöm. Hins vegar hefur Einar að jafnaði unnið við málverkið og ég fæ ekki betur séð en að þar sé augljós framför i beztu verk- um hans og vil ég þar nefna hina stóri' mynd er hann gerði i sambandi við Sögusýninguna „Island — Islendingar" og hangir sú mynd i Vegamótaúti- búi Landsbankans, en hliðar- ’ sporin hafa einnig verið augljós í öðrum stórum myndum hans og hefur þá stundarákafi virzt ráða ferð pentskúfsins. Einar heldur um þessar mundir fjórðu einkasýningu sina hér heima í húsnæði bygg- ingarþjónustu arkitekta að Grensásvegi (húsi Málarans) og sýnir hann þar 45 myndir, allt málverk og er óvenju hóf- samur hvað stærð mynda snert- ir, en þær eru flestar af meðal- stærð, nokkrar stórar og aðrar mjög litlar. Þetta er sýning ítækra lita og dekóratívs forma- leiks, en um leið er augljóst að þar er leikin listamannshönd að baki verkanna og þau verk þykja mér koma bezt til skila er undirstrika áþreifanlegast teiknandi hönd listamannsins. Eru það einkum hinar einfald- ari myndir einlits grunnlitar þar sem spilað er á blæbrigða- ríkdóminn fremur en hina sterku aðalliti litrófsins, sem ég á hér við, svo sem nokkrar myndir á rauðum og brúnum grunni og þykir mér þar mynd- in „Rauð nótt“ II einna heilleg ust. Einnig bendi ég hér á myndir þar sem hinn sérstaki stíll hans nýtur sin vel, svo sem í myndunum „Kleyfhugi“ (26), „Vaxtarbroddar" (28), „Talað við isinn“, (37) og „Óróleg hvild“ (44). Ég get síður sætt mig við myndir þar sem notkun litanna er í hámarki svo að jaðrar við bruðl, auk þess sem að hin dekorativa kennd lista- mannsins ber rökvísina með öllu ofurliði. En þessi sýning ber þess vott að listamaðurinn sé að stokka spilin, hreinsa margt sér til hags fyrir ný átök eftir BRAGA ÁSGEIRSSON við efniviðinn, form og litafleti, losa sig við viðloðandi kæki í formum og vænti ég að hann hafi af því drjúgan ávinning sem komi fram á næstu sýningu hans. Lýsing I húsnæðinu er ekki fullnægjandi og er þar helzt um að kenna hve húsnæðið er tak- markað enda ekki hannað með myndlistarsýningar fyrir augum. I Galerii SUM heldur annar athyglisverður listamaður sina fjórðu sýningu og hefur sa jafn- an sýnt á þessum stað. Er hér um að ræða Tryggva Ólafsson, sem á annan áratug hefur verið búsettur i Kaupmannahöfn og lengstum í næsta nágrenni við miðbik borgarinnar, Aðaljárn- brautarstöðina, má segja að hann hafi Tívolí á aðra hönd sér og lystisemdahverfi borgar- innar á hina. Tryggvi hefur myndvarpan lengi verið hugleikin sem vinnutæki og með henni endur- formar (eða endurskoðar) hann umhverfið og birtir það okkur i nýju ljósi. Myndvarpan er viðsjált tæki, sem ég er ekki alltaf sáttur við, hvorki hvað myndir Tryggva né annarra áhrærir, en eigi að síð- ur gefur hún listamönnum margvíslega og margslungna möguleika til sérstæðra vinnu- bragða. Ég er persónulega hrifnastur af þeim myndum á sýningunni þar sem höndin og tilfinningar 'istamannsins hafa leikið aðalhlutverkið, svo sem nr. 6 „Sólhlíf“ og nr 11 „Þjóð- hátíð". En Tryggvi nær þó oft- lega skemmtilegum áhrifum með hjálp myndvörpunnar, svo sem í myndunum „Par“ (2), „Blómarós" (3), „Pierrot“ (16) ög ,,Drangur“ (18), svo nokkrar slíkar séu nefndar. Tryggvi er rómantiker og lífsnautnamaður að öðrum þræði, svo sem ég hefi áður bent á, og hann leitar út fyrir umhverfi sitt að mót- ivum, einblínir ekki á fræga og alræmda búðarglugga i nágrenninu né næstu öngstræti þar sem gjálifið blómstrar, hann sér frekar fallegar stúlk- ur á breiðstrætum, hrikalegar andstæður gamals og nýs i stór- borgum sem og heimsviðburði í dagblöðum og umformar þetta skynrænt, og hann leynir ekki pólitískum skoðunum sinum en flytur þó ekki beinan áróður að þessu sinni. Hið „maleríska" virðist vera orðið sterkari þátt- ur i myndtjáningu hans og það opnar honum jafnframt mögu- leika til öflugari tjáningar póli- tískrar Iistar ef slíks er leitað. Ymsum hefur verið það umfjöllunarefni, að Tryggvi sé vonsvikinn yfir breytingunum, sem væru orðnar á íslandi, eftir hann kom siðast og þeim um- mælum hans „að hér réði gúmmikúnst og að Islendingar væru farnir að læra af Síkagó, fleiri gangsterar á götunum og að fasismi réði að Kjarvalsstöð- um“. Það má skoða þessi um- mæli í margs konar ljósi, og ég tel listdóm ekki réttan vettvang til umfjöllunar um slikt heldur verk hans í sjálfu sér, og það er fjarstæða að heimfæra „gúmmíkúnst" á hans eigin framleiðslu, til þess hefur Tryggvi of margt að segja í myndtjáningu og lit, þótt það sé ekki beint hugmyndafræðilegs eða pólitísks eðlis. Það er mjög fróðlegt að lesa umbúðalaus ummæli landans, er kemúr heim og ber saman ástandið hér og erlendis og okkur holl lesn- ing, því að oft hitta þeir i niark og fyrir mitt leyti sé ég sann- leikskorn í öllum þessum um- mælum Tryggva. Að lokum vik ég aðeins að teikningum hans, sem hann út- færir með myndvörputækni einni. Þær myndir þykja mér langtum síðri málverkunum og Eramhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.