Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKT0BER 1975 15 Iðnnemar mðtmæla ÞEGAR Mbl. átti leið um Austur- völl um tvö í fyrradag var mðt- mælastaða úti fyrir dyrum Al- þingishússins, en sifkir atburðir eru nú orðnir harla tfðir. Við snerum okkur að mót- mælanda einum og spurðum hvaða málefni mótmæli dagsins væru helguð. I ljós kom, að þarna voru á ferð iðnnemar, sem kröfð- ust þess, að þeim yrði látin í té námsskrá. Viðmælandinn, sem stóð undir rauðum kröfuborða, sagði: „Okkur er smalað saman úr mismunandi deildum og látin læra það sama, en við vitum f rauninni ekkert hvað það er, sem er verið að kenna okkur. Nú krefjumst við þess, að samin verði handa okkur námsskrá, sem sfðan verði kennt eftir.“ Kröfugerðin var afhent Matthíasi Á. Mathiesen fjármála- ráðherra en að því búnu hurfu mótmælendur á brott. Þeir voru um 100 að tölu og fóru mótmælin friðsamlega fram. Blm. fór þessu næst inn f al- þingishúsið til að kanna málið nánar en hitti þá m.a. fyrir tvo fulltrúa námsmanna í lánamála- baráttunni. Annar þeirra sagði: „Ja, við létum nú iðnnemum eftir daginn f dag. Þetta er þeirra mót- mæladagur." Blm. spurði þá hvort mótmælaaðgerðir væru fyrirhugaðar næsta dag vegna lánamálanna, en var þá tjáð, að svo væri ekki. Dagurinn yrði not- aður til viðræðna við forsætisráð- herra um vandamálin. 7 farast í sprengingu Róm, 28. október. AP. ÞRJÚ sjálfvirk skiptiborð f sím- stöð f einu úthverfi Rómar eyði- lögðust f sprengingu í dag. Sjö fórust, þar af þrjú ung börn, og tveir særðust í Brescia á Norður- Italfu þegar sprenging varð f kyndiklefa f sambýlishúsi. Um 1.000 símar fóru úr sam- bandi í eldsprengjuárásinni, hinni fimmtu sinnar tegundar f Róm síðan símagjöld voru hækkuð. Þriggja er saknað eftir spreng- inguna í Brescia og óttazt er að þeir hafi einnig týnt lífi. Gasleki er talinn hafa valdið sprenging- unni. ______ _______ Sprenging í Nevada Mercury, Nevada, 28. október. AP. Reuter. BYGGINGAR í Las Vegas léku á reiðiskjálfi í morgun og fólk vaknaði upp með andfælum við mikla kjarnorkusprengingu neðanjarðar í Nevada- eyðimörkinni. Kraftur sprengj- unnar var á bilinu 200 til 1000 kílótonn. Þetta er önnur kjarnorkutil- raun Bandaríkjamanna á fimm dögum og sú 275. í röðinni síðan samningurinn um takmarkaðar tilraunir kjarnorkuvopna var gerður 1963. Kínverjar gerðu til- raun með kjarnorkusprengju neðanjarðar í gær. Sprenging í Vientiane Vientiane, 28. október. AP. TVÆR plastsprengjur sprungu í byggingu landsbanka Laos í Vientiane í dag. Sautján starfs- menn særðust, tveir þeirra alvar- lega. Þetta er fyrsta sprenging sinnar tegundar sem vitað er um f höfuðborginni síðan Pathet Lao tók stjórnina í sfnar hendur fyrir tæpum sex mánuðum. Rannsókn á Slater London 28. október. Reuter KAUPHÖLLIN í London ákvað i dag, að rannsókn skyldi gerð á viðskiptum, sem leiddu til þess á föstudaginn, að hlutabréf Slater Walker hríðlækkuðu í verði, nokkrum klukkustundum áður en Jim Slater sagði af sér for- mennsku I fjárfestinga- og banka- fyrirtæki sínu. Hlutabréfin lækkuðu um 11V4 pence f 34'A pence og fjárhæðin nam 8.5 milljónum punda. Sölunni fylgdi orðrómur um rann- sókn Singapore-stjórnar á málum fyrirtækisins Haw Par. Slater sagðist segja af sér af heilsufars- ástæðum og vegna umtals um rannsóknina. DÖMUR: ULLARKÁPUR FRÁ HIDE GRADE NÝKOMNAR Sléttflauels buxnadragtir. Tervlenebuxur með breiðum streng. Pevsur og sjöl ásamt ailskonar bolum. m.a. frotté, acryl og bómull, ásamt bolum með hettu, einnig Tommvbolimir. Úrval af gallabuxum frá Levi’s — Usa og Inega. Ný sending af USA flauelsbuxum. LAUGAVEG 37-89 I2B6I 13008 . ■ -- 1 n limiiiim- ' ; LEVI’S EÐA ERRERT HERRAR: KULDAJAKKAR FRÁ VAN GILS NÝKOMNIR Herraföt, einlit og teinótt, stakir sléttflauels iakkar. Terylene- buxur, 3 snið, glæsilegt litaval. Men’s Club herraskyrtur. Peysur, fjölbreytt úrval. Herra rúllukragabolir. Brazilísk kúrekastígvél. Sokkar, slaufur, bindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.