Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 248. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hattersley hótar herskipa- vernd fyrir brezka togara - verði ekki nýr samningur gerður fyrir 13. nóvember Fyrsta myndin frá Tarfaya þar sem gffurleg tjaldborg er að rfsa vegna hinnar fyr- irhuguðu sigurgöngu inn í Spænsku Sahara. t fréttum f kvöld frá Rabat f Marokkó sagði að ýmislegt benti tii að samkomulag myndi nást fijótlega. London, 29. okt. AP. ROY HATTERSLAY, aðstoðarutanríkisráðherra Bret- lands sagði í fyrirspurnatíma f Neðri málstofunni í dag, að brezka stjórnin myndi sjá togaraflota sfnum fyrir vernd, ef núverandi samkomulag Breta og Islendinga sem rennur út 13. nóvember n.k. yrði ekki endurnýjað. Roy Hattersley Hattersley sagði, að yrði ekki gerður nýr samningur myndu brezkir sjómenn fá stjórnskipaða vernd, ef ein- hver tilraun yrði gerð til að ganga á rétt þeirra. „Ef samning- urinn verður ekki ertdurnýj- aður eða annar gerður í staðinn, fyrir 13. nóvember, er ekki nokk- ur vafi á því hver er réttur brezks fiskiðnaðar," sagði Hattersley. „Þann rétt hefur Alþjóðadóm- stóllinn í Haag staðfest. Það ligg- ur í augum uppi að Bretar munu halda áfram að færa sér þann rétt í nyt enda þótt við vonum að farið verði að með hófsemi og gætni.“ 1 AP-fréttinni segir að þessi yfirlýsing ráðherrans hafi vakið upp möguleika á nýju þorska- stríði milli landanna vegna ein- hliða útfærslu íslenzku fiskveiði- lögsögunnar i 200 mílur fyrr í þessum mánuði. Þegar Islend- ingar hafi gert sams konar ráð- stöfun 1. september 1972 og fært út lögsögu sina úr 12 mílum í 50 hafi brotizt út þroskastríð og kom- ið til átaka á miðunum við brezkar freigátur, skotum hafi verið hleypt af, siglt á báta og skorið á togvíra. Bretar hafi siðan ásamt nokkrum öðrum þjóðum gert samning við Islendinga um áframhaidandi fiskveiðar innan 50 milnanna, en hann renni út 13. nóvember. I fréttinni segir einnig: „Is- lenzk sendinefnd kom tii London í fyrri viku til viðræðna um nýjan samning og er nú beðið eftir upp- lýsingum um ástand fiskstofna Framhald á bls. 20 Pravda ræðst að Sakharov Moskva 29. okt. AP. PRAVDA, málgagn sovézka kommúnista- flokksins, birti í dag ívitnanir í fimm erlend blöð þar sem Andrei Sakharov friðarverð- launahafi Nóbels er harðlega gagnrýndur. Aðeins eitt þessara fimm blaða, Voc Proletaria, sem er gefið út í Colombíu, er málgagn kommúnista, sagði Pravda, en hin voru New Age í Indlandi, Drapeau Rouge í Belgíu, Die Wahrheit i Vestur- Berlín og Haragyi á Kýp- ur. Blaðamaður Pravda, sem ritstýrði tilvitnun- um í greininni, segir að Andréi Sakharov sé „áróðursmaður kalda stríðsstefnunnar“. Blöð í Sovétríkjunum hafa síðustu daga birt í vaxandi mæli gagnrýni á Andrei Sakharov og á norsku Nóbelsnefndina siðan verðlaununum var úthlutað 9. okt. Sovézkir diplómatar stöðvaðir í K.höfn - voru á leið jr til Islands Kaupmannahöfn, 29. okt. AP. TVEIMHR starfsmönnum úr sovézka sendiráðinu I Kaup- mannahöfn var f gær neitað um brottfararleyfi frá Kastrup- flugvelli, er þeir ætluðu að stíga upp f vél til Reykjavíkur. Kastruplögr'eglan sagði að ástæðan fyrir banninu hefði verið, að mennirnir tveir neituðu að fara f gegnum byssuskoðun. Diplómatarnir sem kváðust vera með póst frá Moskvu f fórum sfnum dcildu um málið nokkra hrfð við danska öryggisverði á flugvell- inum, en hurfu sfðan til sendi- ráðs síns til að leita nýrra fyrir- mæla. Talsmaður sendiráðsins kvaðst ekkert hafa um málið að segja. Mbl. sneri sér til Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavfkurflugvelli, og spurði hvaða reglur giltu um slfka byssuskoðun hér. Þorgeir sagði að eftirlit hér væri til- tölulega nýtilkomið, en ætlast væri til að allir, „bæði háir og lágir,“ færu f gegnum slfka skoðun. Aftur á móti væri slfkt eftirlit enn sem komið væri aðeins haft varðandi farþega til Bandarfkjanna, vegna beiðni þarlendra stjórnvalda og ekki á Evrópuflug og engin reglugerð hefði verið gerð þar sem kveðið væri á um diplómata sérstak- lega. Bardagarnir 1 Beirút: Skotíð á hjúkrunarbíla - borgarlíf í lamasessi Beirut, 29. okt. Reuter. NTB. BARDAGAR geisa enn f Beirut og f dag var fjöldi manns fluttur f brynvörðum bifreiðum frá Holy- day Inn hótelinu f borginni. Eld- flaugum hafði verið skotið að hótelinu og kviknaði f 20. og 21. hæð byggingarinnar. Astand f sjúkrahúsum borgarinnar er mjög alvarlegt. Blóðskortur háir björgunarstarfi lækna, og einn þeirra lét svo um mælt f dag, að yrði ekki ráðin bót á þvf ástandi, myndu hinir særðu deyja eins og flugur. Heilbrigðisráðuneytið upplýsti f dag, að ekki væri hægt að halda uppi nauðsynlegum flutningum til sjúkrahúsanna vegna þess að skotið væri að sjúkrabifreiðum og blóðbflum. Um þriðjungur borgarinnar er rafmagnslaus, en um 250 spenni- stöðvar hafa eyðilagzt af völdum sprenginga og eldflaugaárása á vfð og dreif um borgina. Mikill mannfjöldi bíður á Beirutflugvelli eftir því að kom- ast úr landi, en á flugvellinum ríkir öngþveiti, sem meðal annars stafar af miklum yfirbókunum, sérstaklega til Arabalandanna. Franco hjarir Madrid — 29. okt. — Reuter. LÍÐAN Francos einræðisherra Spánar er enn mjög slæm, en þó hafa engar meiriháttar breyt- ingar átt sér stað. Franco þjáist nú af innyflalömun og blóðtappa- myndún f magaæðum, en hjarta- starfsemi hans er stöðugri en var fyrir nokkrum dögum, að þvf er læknar f Madrid upplýsa. Framhald á bls. 20 Talið er að hundruð borgarbúa séu matarlausir á heimilum sínum, og yfirgefi þaú ekki af ótta við sprengjuárásir og kúlnaregn. Skólum í borginni hefur verið lokað og háskólinn mun ekki taka til starfa fyrr en i janúar n.k. hið fyrsta, að þvi er tilkynnt var i dag. Af fregnum er augljöst, að . borgarlífið er i lamasessi. Forsætisráðherra Libanons, Rashid Karami, boðaði i dag til fundar i 10 manna öryggisráði, Framhald á bls. 20 Sadat hvetur til viðræðna New York, S.þ. Washington, 29. okt. Reuter. AP. NTB. — ANWAR Sadat forseti Egypta- lands fékk ágætar móttökur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna f dag, en þar flutti hann ávarp og hvatti til að þeir aðilar sem í hlut ættu kæmu þegar f stað til viðræðna og þar á meðal yrðu fulltrúar Palestfnumanna. Sagði Sadat að slfkur fundur ætti að vera framhald fundanna f Genf um Miðausturlönd og hafa það markmið að koma á varanlegum friði f þessum heimshluta. Hvatti hann Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna og valdamenn Bandaríkj- anna og Sovétrfkjanna til að hafa forgöngu um undirbúningsvið- ræður. Sadat fór frá Washington í dag eftir tveggja daga dvöl þar og langar viðræður við Ford Banda- ríkjaforseta, Kissinger utanríkis- ráðherra og fieiri valdamenn. Kvaðst Egyptalandsforseti sér- lega ánægður með þá fundi og hann sagði við blaðamenn síð- degis, skömmu áður en hann fór til New York, að hann teldi að Bandaríkin vær.u reiðubúin að bjóða aðstoð sína til að koma þvi í kring að aðskilnaður herja Sýr- lendinga og tsraela færu fram á Golanhæðum. Það var upplýst í dag að Ford Bandaríkjaforseti hefði mismælt sig all óþægilega er hann lyfti glasi og bað menn skála fyrir „hinni miklu þjóð og landi tsra- els“ i veizlu Sadat til heiðurs i gærkvöldi. „Afsakið," bætti hann hraðmæltur við „Egyptalands". Gifurlega miklar öryggisráð- stafanir voru gerðar i New York þegar Sadat kom þangað og voru öryggisverðir og lögreglumenn á hverju strái þá leið sem Sadat fór til byggingar Sameinuðu þjóð- anna. Áður en Sadat flutti ávarp sitt gekk hann á fund Kurts Wald- heims, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, og töluöu þeir saman drjúga stund og kom Sadat nokkru síðar i Allsherjarþingið en gert hafði verið ráð fyrir. Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.