Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
Þjófarnir
fundnir og féð
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
handtók seint I gærkvöldi tvo
unga menn vegna gruns um aðild
þeirra að peningaþjófnaðinum
hjá Flugfélaginu Vængjum, er
þaðan hvarf mikil peningasend-
ing frá Búnaðarbankanum. Við
frekari rannsókn hjá piltunum
kom öll peningasendingin — alls
1 og 'A milljón króna í leitirnar,
en Eggert Bjarnason rannsóknar-
lögreglumaður, sem stjórnaði
rannsókn málsins, vildi að öðru
leyti ekki skýra frá málavöxtum í
gærkvöldi.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Magnús Jónsson banka-
stjóra Búnaðarbankans og innti
hann eftir því hvort algengt væri
að bankinn sendi svona stórar
fjárhæðir í venjulegri fragt.
Magnús kvað þetta hafa verið ein-
stakt tilfelli. Utibússtjórinn á
Hólmavík hefði hringt f aðalbank-
ann og tjáð féhirðum að hann
vantaði nauðsynlega lausafé. Uti-
búið á Hólmavík er nýtt og þar er
enn ekki búið að koma upp seðla-
geymslu. Hefði orðið að ráði að
senda peningana með Vængjum.
Venjan væri hins vegar sú að sér-
stakir sendimenn færu með pen-
inga til og frá útibúum.
„Það má kannski segja að við
höfum þarna farið heldur gá-
leysislega með peningana," sagði
Magnús, „en það má einnig segja
að það sé ekki nógu gott hjá flug-
félaginu að skilja vörusendingar
eftir aðgæzlulausar þannig að
hver og einn geti nálgast þær og
haft á brott með sér.“
Merkt samstarf Öryrkjabandalagsins og Iðntækni hf.:
TUNNUR UM ALLA BRYGGJU — Þessi mynd var tekin á Eskifirði á dögunum. Það eru tunnur út um
a!ia bryggju og tunnuskip að koma með meiri tunnur.
Ljósm. Hreggviður Guðgeirsson.
HAU/THAPPDRÆTTf
WMNMQAfh
t. PAS8AT L 2JA DYRA
ARGERO Í9U .KB; 1.37t>.0W»-ð0
2.-*.
4 KAMARfCVJ^FlftOlR.
2 vinntngju. KR: a20.0W.CH
4,-12.
ANtTA VA8ATÖLVUR
..... KR; 128.000 00
300
HEILDARVEROMÆT) VINNINGA KR. 1.718.000.00
Dregið 1 kvöld
1 KVÖLD verður dregið í haust-
happdrætti Sjálfstæðisflokks-
ins, en skrifstofa happdrættis-
ins að Laufásvegi 46 er opin til
kl. 23 í kvöld. Siminn er 17100
og hægt að fá miða heimsenda
og einnig er sent eftir greiðsl-
um fyrir miðum, sem hafa bor-
izt, ef óskað er. Drætti verður
ekki frestað. Vinningar eru 12,
en aðalvinningurinn er glæsi-
leg Passat L fólksbifreið. Sjálf-
stæðisflokkurinn hvetur alla til
að taka þátt í happdrættinu og
styðja flokksstarfið, um leið og
miði er möguleiki.
Sj álfst æ ðisfélögunum
úthýst á Hvolsvelli
Hellu — 14. nóvember.
NOKKUR undanfarin ár hafa
sjálfstæðisfélögin 1 Rangárvalla-
sýslu staðið fyrir þriggja kvölda
spilakeppni. Þessi spilakvöld
hafa verið haldin í þremur sam-
komuhúsum í sýslunni — Iívols-
velli, Gunnarshólma og Hellu.
Fyrir nokkru var ákveðið að
halda þessi spilakvöld einnig á
þessum vetri. Hinn 31. október
óskaði fulltrúi sjálfstæðisfélag-
Getur leyst atvinnuvanda-
mál öryrkja í Reykjavlk
Mjög merkt og náið samstarf
hefur tekizt milli fyrirtækisins
Iðntækni H/F og öryrkjabanda-
Iags tslands f sambandi við fjöl-
þætta framleiðslu fyrirtækisins á
rafeindatækjum. Hefur Öryrkja-
bandalagið látið fyrirtækinu 1 té
húsnæði 1 einu af stórhýsum sfn-
Samstarfsnefnd um verndun
landhelginnar mynduð hér
anna eftir þvf við forstöðumann
félagsheimilisins á Hvoli að húsið
fengist til afnota fyrir spila-
keppni félaganna þann 14.
nóvember. Þetta leyfi var auð-
fengið og samkoman auglýst og
undirbúin í samræmi við það.
Þann 13. nóvember eða daginn
áður en samkoman átti að vera
tilkynnti forstöðumaður félags-
heimilisins fulltrúa sjálfstæðisfé-
laganna, að þessi samkoma yrði
•ekki að Hvoli þann 14. nóvember.
Þetta bann á samkomuna yrði að
setja vegna kröfu frá Ölafi Ólafs-
syni, kaupfélagsstjóra og vara-
þingmanni á Hvolsvelli.
Félagsheimilið Hvoll er eign
Framhald á bls. 31.
SAMSTARFSNEFND um
verndun landhelginnar var
mynduð í vikunni og eru stofn-
aðilar að henni Alþýðusamband
tslands, Sjómannasamband ts-
lands, Verkamannasamband ts-
lands, Farmanna- og fiskimanna-
Enn um
rottueitrið
VEGNA fréttar I blaðinu í gær
um að rottueitur hefði fundist í
kúm, sem drápust, skal eftirfar-
andi tekið fram. Rottueitrið
fannst við rannsókn á líffærum
kúnna en ekki sýnum þeirrar
fóðurblöndu, sem tekin var til
baka frá þessum tveimur bæjum,
sem hlut áttu að máli. Þrátt fyrir
það telja forráðamenn fóður-
blöndunarfyrtækisins sem
blandaði það fóður, er kúnum var
gefið, rétt að bæta bændunum
tjón þeirra.
samband tslands og Félag áhuga-
manna um sjávarútvegsmál.
Að þvf er segir í fréttatilkynn-
ingu frá nefndinni hefur aðildin
að nefndinni verið samþykkt f ‘
stjórnum allra þessara samtaka.
Þingflokkum stjórnmálaflokk-
anna hefur einnig verið boðin
aðild að nefndinni, og hafa allir
þingflokkar stjórnarandstöð-
unnar lýst yfir þátttöku í nefnd-
inni, en þingflokkar Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins taka afstöðu til þátttökuboða
bráðlega, að því er segir í frétta-
tilkynningunni.
Tilgangur nefndarinnar er að
koma I veg fyrir með öllum lög-
legum ráðum að samningar um
veiðiheimildir erlendra þjóða á
Islandsmiðum verði gerðir.
Vitnað er til niðurstaðna í skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar
þess efnis að leyfanlegt veiði-
magn við landið sé fyrir neðan
ársafla Islendinga einna, og heitir
samstarfsnefndin á þjóðina alla
að standa einhuga um vernd
íslenzku landhelginnar.
Sakadómsrannsókn í Ármannsfellsmálinu:
Tvö ný atriði í ljós
Uú FER VLiTA ALtí AP LháfóT
-if mmwA
Á FUNDI borgarráðs Reykjavfk-
ur f gær, var lagt fram „endurrit
úr Sakadómsbók Reykjavfkur“,
þar sem rakin er rannsókn hins
svonefnda Ármannsfellsmáls. 1
endurriti þessu koma fram tvö
atriði, sem áður hafa ekki komið
fram opinberlega.
£ Álbert Guðmundsson hvorki
bað um né tók persónulega við
fjárframlagi Ármannsfells h.f.
til Sjálfstæðishússins. Það var
Sveinn R. Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóri, sem hafði milli-
göngu um fjárframlag þetta.
0 Framkvæmdastjóri Ármanns-
fells h.f. kveðst hafa snúið sér
til Alberts Guðmundssonar
vegna lóðaumsóknar fyrirtæk-
isins, þar sem hann hafi talið
afstöðu borgarstjóra til fyrir-
tækisins neikvæða.
Hér fara á eftir þeir kaflar úr
endurriti þessu, sem varða þessi
tvö atriði. Ármann Ármannsson
framkyæmdastjóri Ármannsfells
h.f. skýrði svo frá fyrir Sakadómi:
„Aðspurður segir mætti, að
Byggingarfélagið Ármannsfell
h.f. hafi innt af hendi framlag að
upphæð kr. 1 milljón til bygging-
arsjóðs Sjálfstæðishússins.
Tildrög þess voru þau að Ár-
mann Guðmundsson heitinn, hafi
alla tíð stutt Sjálfstæðisflokkinn
með fjárframlögum eftir getu,
þegar til hans var leitað og frá því
að mætti hóf störf við fyrirtækið
1969 hafi félagið stutt Sjálfstæðis-
flokkinn eftir því sem eftir hafi
verið leitað. I ársbyrjun 1975 kom
að máli við mætta Sveinn R. Eyj-
ólfsson, sem er hluthafi í Ár-
mannsfelli, þeirra erinda að fara
fram á fjárframlag til Sjálfstæðis-
hússins. Hafði Sveinn R. Eyjólfs-
son verið sendur af Alberti Gúð-
mundssyni vegna kunningsskap-
ar Sveins við fyrirtækið Ár-
mannsfell. Þetta framlag var ekki
ákveðið af stjórn Armannsfells,
heldur af þeim bræðrum, mætta
og Guðmundi, sem ákváðu að
skorast ekki undan merkjum nú
frekar en áður. Greiðslan fór
þannig fram, að Sveinn R. Eyj-
ólfsson sótti greiðsluna og var
greiðslan í formi 200 þús. kr. ávfs-
unar og fjögurra víxla, hver að
upphæð 200 þús. kr. með gjald-
daga, að því er mætta minnir, 18.
apríl, 18. maí, 18. júní og 18. júlf.
Mætti kveðst hafa verið sam-
þykkjandi á öllum víxlunum. Að-
spurður segir mætti, að þetta
framlag Ármannsfells í bygging-
arsjóðinn hafi ekki verið skilyrt
Framhald á bls. 31.
um við Hátún, þar sem vinnu-
færir fbúar fá störf við samsetn-
ingu rafeindatækjanna. Er starf-
semin nýhafin f bráðabirgðahús-
næði í Hátúni meðan verið er að
ganga frá innréttingu hæðar-
innar.
Þráinn Þorvaldsson stjórnar-
formaður Iðntækni H/F sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að Oddur Ólafsson læknir og al-
þingismaður hefði haft samband
við forráðamenn fyrirtækisins
fyrir mokkru og spurt þá um
hugsanlegan grundvöll fyrir slíku
samstarfi, en höfuðvandamál
bandalagsins í dag er að sjá
meðlimum þess fyrir atvinnu.
Framhald á bls. 31.
Jlforgimlpfafófr
Astríkur
gallvaskí
ný myndasaga
í Lesbók
í LESBÓKINNI er fylgir
Morgunblaðinu f dag birtist ný
myndasaga og í fullum lit-
skrúða ef svo má egja. Ástrfk-
ur gallvaski nefnist hún,
frönsk að uppruna, og er lík-
lega með allra vinsælustu
myndasögum veraldar um
þessar mundir.
Fyrsta bókin um Ástrík eða
Astrix eins og hann nefnist á
frummálinu kom út árið 1961 í
Frakklandi. Höfundar sögunn-
ar voru ekki vissir um hvað
vinsældir myndabækur þeirra
hlytu svo að þeir fóru varlega f
sakirnar og gáfu fyrstu útgáf-
urnar út í 6 þúsund eintökum.
Framhaldið hefur síðan orðið
ævintýralegt, þvf að tveimur
árum síðar komu bækur þeirra
út í 40 þúsund eintökum og nú
er upplag fyrstu bókanna í
Frakklandi orðið um 1 og 'A
milljón. Ekki nóg með það
heldur hafa Astríkur og félag-
ar hans áunnið sér vinsældir
um allan heim, þannig að þeir
Framhald á bls. 31.