Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975 7 Dauði og örkuml 27 dauðaslys og marg- falt fleiri tilfelli varanlegra meiðsla er hin sorglega niðurstaða í umferðar- slysum hérlendis, það sem af er árinu 1975. „Þetta er mannskaði og eignatjón í líkingu við það, ef skæruhernaður geisaði i landinu," segir i leiðara dagblaðsins Tim- ans i gær. Timinn segir enn- fremur: „En fram hjá hinu má ekki lita, að orsakir linnulausra slysa eru ekki siður huglægar. Mikill fjöldi fólks skeytir ekki um þær öryggisreglur, sem settar hafa verið til þess að varna slysum, og gildir það bæði um öku- menn og gangandi fólk. Siðferðileg upplausn í landinu, átakanlegur skortur tillitssemi og ábyrgðartilfinningar og hin rtka þjóðartrú á slembilukkuna — allt leggur þetta sitt lóð á vogarskálina, þeim megin er síður skyldi. Og þessi mein eru svo djúpstæð, að þau verða ekki læknuð i skyndi, þótt vafalaust megi hamla gegn afleið- ingum þeirra á vissum sviðum með ströngu að- haldi, sem þá má ekki vera stundarfyrirbrigði eins og oft vill verða hjá okkur." Háttvísi, tillitssemi og prúðmennska Þá vitnar Timinn til skrifa í dagblaðinu Visi, en þar fjallaði séra Árelíus Nielsson nýverið um þetta þjóðarböl. Þar reifar hann þá hryggilegu hugmynd, að ökukennsla og ökupróf eigi ekki að snúast um ökutækið einvörðungu, þó þörfin sé brýn á því sviði lika, heldur jafn- framt og ekki sfður leið- sögn i háttvisi, tillitssemi og prúðmennsku. Þetta eru allt ökumannsdyggðir — til þess fallnar að fækka slysum. Auk þess vill hann að verðandi bil- stjórar fái að sjá fórnardýr umferðarslysanna — til að þeim sé Ijósari ábyrgð þess, sem stjórnar bifreið á förnum vegi. Umferðarfræðsla i út- varpi og sjónvarpi hefur verið allnokkur, sem þakka ber, og hlutur lög- gæzlumanna [ almennri umferðarkynningu lofs- verður, en stærstur akur almennrar háttvisi og um- ferðarmenningar er hið viðfeðma skólakerfi i landinu. Vitað er að ein- stakir skólastjórar og kennarar hafa lagt sig fram um viðleitni á þessu sviði. En efalitið má þar betur gera með skipulegu samstarfi kennara, lög- reglu og sjálfboðaliða. Er hér ekki verðugt verkefni fyrir hinn göfuga skátafé- lagsskap, sem svo viða leggur gjörva hönd á þörf viðfangsefni, eða hina ýmsu þjónustuklúbba, er vinna að þjóðþrifastörf- um? Breyting á almanna- viðhorfi til umferðarmála er brýnasta viðfangsefnið — til að stöðva þá vá, sem umferðin býr okkur öllum, ungum sem öldn- um. Nú er sá árstimi, sem býður upp á hvað verst ökuskilyrði. Skammdegi, vetrarveður og hálka. Það er þvi ærin ástæða til að hvetja, bæði ökumenn og aðra vegfarendur, til gætni og varúðar. Lúðvík og Alfreð í Staksteinum í gær var vitnað til nokkurra orða i víðavangsþætti Tímans i fyrradag um ræðu Lúðviks Jósepssonar á Alþingi og I taldi Tíminn, að Lúðvík I hefði gefið i skyn að óhjá- . kvæmilegt væri að leyfa I veiðar erlendra fiskiskipa I innan fiskveiðimarkanna. . f Timanum i gær birtist ■ yfirlýsing frá Lúðvik ' Jósepssyni þar sem sagði | m.a.: „Hér er um meiri og I ósvifnari fréttafölsun að • ræða en ég minnist að | hafa áður séð. I máli minu I á Alþingi beindi ég þvi til 1 ríkisstjórnarinnar að hún | lýsti því yfir, að engir und- I anþágusamningar við út- : lendinga yrðu gerðir. Ég I hef margsinnis að undan- I förnu lýst yfir eindreginni andstöðu minni við samn- I inga við útlendinga um I fiskveiðiheimildir i fisk- 1 veiðilandhelginni." Hins vegar segir Alfreð ■ Þorsteinsson enn i viða- J vangsþætti Timans i gær, I að Lúðvík hafi „staðið i I báðar fætur og gert sér grein fyrir staðreyndum i I mörgum málum þó að I stundum hafi orðið bil á j sliku samanber land- I helgissamningana 1973, I þá stóð Lúðvik fast á móti J i byrjun en gerði sér siðan | grein fyrir að samning- I arnir voru hagstæðir og J samþykkti þá þess vegna. | Með þetta í huga er . ekkert ósennilegt, að Lúð- I vik sé að snúast hugur nú I þó að hann láti það ekki . uppi nema að takmörkuðu ■ leyti." jtteéöur á morgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. Fjölskyldumessa kl. 2 síód. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma i Vesturbæjar- skólanum Hrefna Tynes. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síöd. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svavars- son. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma og messa falla niður vegna leiksýninga i Fella- skóla. Séra Hreinn Hjartarson. FÍLADELFÍUKIRKJAN Safnaðarguðþjónusta kl. 2. síðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 siðd. Einar J. Gíslason. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10 árd. Séra Árelíus Níelsson. Guðþjónusta kl. 11 árd. Ræðuefni: Með klærnar í eigin brjósti. (athug- ið breyttan messutíma). Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Óskastundin kl. 4 síðd. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10,30 árd. Guðþjónusta i skólanum kl. 2 siðd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins. Messa kl. 2 siðd. Séra Emil Björnsson. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Fjölskyldumessa kl. 2 sfðd. Minnzt 90 ára afmælis stúkunnar Einingarinnar númer 14. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Miðvikudaginn 19. nóv., lesmessa kl. 10.30 árd. (beðið fyrir sjúkum). NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Frank M. Halldórs- son. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS LANDAKOTI Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. og lágmessa kl. 2 síðd. GRUND, elli- og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 2 síðd. Séra Sveinn Ögmundsson messar. Fél. fyrrverandi sóknarpresta. HÁTEIGSKIRKJA Barnaguð- þjónusta kl. 10,30 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Arngrímur Jónsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnasam koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Ólafur Skúla- son. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. i Breiðholtsskóla. Skátamessa kl. 2. siðd. Séra Lárus Halldórsson. HJÁLPRÆÐISHERINN Klukkan 11 árd. helgunársam koma. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Iljálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Æskulýðsvikan byrj- ar. Séra Jónas Gíslason lektor talar. Kapt. Daniel Óskarsson GRENSÁSKIRKJA Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Halldór S. Gröndal. FRÍKIRKJAN í REYKJAVlK Barnasamkoma kl. 10,30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. ÁSPRESTAKALL Barna samkoma kl. 11; í Laugarás- bíói. Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grímsson. KÁRSNESPRESTAKALL Barnaguðþjónusta í Kársnes- skóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 siðd. Séra Árni Pálsson. DIGRANESPRESTAKALL barnasamkoma í Víghólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Bindindisdagurinn, Séra Helgi Tryggvason prédikar. Sóknar- prestur. GARÐAKIRKJA Barnasam- koma í skólasalnum kl. 11 árd. Helgiathöfn kl. 8.30 síðd. Séra Ólafur Skúlason talar. Kór Bústaðakirkju. Garðakórinn og Barnakór Öldutúnsskóla syngja. Séra Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Bindindisdagurinn: Barnasam- koma kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Helgi Tryggvason prédikar. Sóknarnefnd. FRÍKIRKJAN 1 HAFNAR- FIRÐI Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Magnús Guðjónsson ann- ast messugjörð. Safnaðarprest- ur. GRINDAVÍKURKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Jón Árni Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA Messa kl. 2 siðd. YTRI- NJARÐVÍKURSÓKN. Sunnudagaskóli í Stapa kl. 11 árd. INNRI- NJARÐVlKUR- KIRKJA Fjölskylduguðþjón- usta kl. 5 siðd. (Sunnudags- pósturinn) Séra Ólafur Oddur Jónsson. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Jón Bjarman prédikar. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárus- son. HELLA Barnaguðþjónusta í barnaskólanum kl. 11 árd. Séra Stefán Lárusson. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Messa kl. 2.15 síðd. (athugið breyttan messu- tíma). Félag guðfræðinema kemur í heimsókn. Hjalti Huga- son stud. theol. prédikar. — Altarisganga. Séra Björn Jóns- son. Kvenfélagið Seltjörn Basar í Félagsheimilinu sunnudaginn 16. nóv. kl. 2 e.h. Basarnefndin. Húsnæðrafélag Réykjavíkur Basar að Hallveigarstöðum sunnudaginn 16. nóvember kl. 2. Mikið úrval af fallegri handavinnu, svuntum og ullarvörum. Lukkupokar. Basarnefnd. GARÐAHREPPUR Blaðberi óskast í Arnarnesið Upplýsingar í síma 52252 Blaupunkt urmai h.f. Reykjavík-Akureyri. Umboðsmenn víöa LEIKHÚSGESTIR I vetur getib pib byrjao LtikhiUjtrbina bja nkkur. prí um htlgar. á fmtudngum. laugardögum ug sunnudngum muuum vib npna kl. 18.no, sérstakltga jyrir Lcikhúsytsti. Njritid ptss ab já gnban mat og góba pjnnustu i róltgu umbitrft ábur tu ptb farib í Ltikhúsib. HÓTEL HOLT Sími 21011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.