Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1975 % 22 Þórhallur Jónsson frá Loðmundarfirði F. 10. desember 1928. D. 9. nóvember 1975. Hann verður kvaddur af frænd- um, vinum og samstarfsfélögum í dag kl. 10.30 árd. í Dómkirkjunni. Kynni okkar Þórhalls hófust í verandaherberginu í gamla sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir 23 árum. I marzmánuði 1952 var ég farþegi með Grumman-flugbáti sem lenti á Akureyrarpolli um hádegisbilið. Guðmundur Karl yf- irlæknir ætlaði að gera tilraun til að lækna mig af berklum með rifjaskurði. Fyrir láu á verandan- um þrír slíkir sjúklingar, og Þór- hallur var einn þeirra. Skurður hans vildi ekki gróa, líðanin versnaði stöðugt, og þrekið og lífs- gleðin dvínaði. Hann hafði komið frá Vffilsstöðum, eftir að hafa dvalið þar 4 eða 5 ár. Yfirlæknir- inn dró það að senda hann aftur suður svo lasburða. Við spjölluð- um margt enda var Þórhallur í næsta rúmi við mig. Ég tók á allri minni bjartsýni til að glæða kjark og lífsgleði Þórhalls. Daginn sem ég var orðinn það hress f sjöttu leguvikunni, að ég gat fylgt vini sem heimsótti mig spölkorn út á götu, tók ég mig til og hringdi til Jónasar Rafnar yfirlæknis á Kristneshæli og bað hann að taka Þórhall til sín. Eftir fáa daga var hann kominn þangað inneftir. Ég mun hafa sagt honum til hug- hreystingar, að þegar hann væri aftur orðinn vinnufær skyldi hann koma til okkar í Ofnasmiðj- una og sjá hvort ekki væri þar eítthvað fyrir hann að gera. Ég mun líka hafa útvegað honum biblíu og ráðlagt honum að tileinka sér hennar heilaga orð. Þórhallur hafði ætlað sér að verða húsasmiður og byrjaði nám í Reykjavik 16 ára, en veiktist ári sfðar af verklum. Ungur hafði hann orðið hrifinn af þessu starfi, trúði á göfgi þess og góða afkomu. Nú var hann 24 ára og kominn yfir námsaldurinn. Þórhallur fæddist á Sævarenda f Loðmund- arfirði, yngstur 6 barna hjónanna þar, Guðnýjar B. Sigurðardóttur og Jóns Einarssonar. Elzta bróður sinn missti Þórhallur s.I. vetur f snjóflóðinu mikla á Neskaups- stað, og eru nú aðeins 2 systkini hans á lffi. Á Kristneshæli hresstist Þór- hallur fljótlega. Þar hitti hann lífsförunaut sinn, ágæta kristna konu, Gíslínu Láru Kristjánsdótt- ur, sem einnig hafði veikzt ung af berklum og orðið að flytjast úr foreldrahúsum að Vífilsstöðum. Þegar heilsufarið var orðið gott á Kristneshæli, fóru þau aftur að Vífilsstöðum, en fengu svo vist á Reykjalundi. Þar giftu þau sig 1955, og útskrifuðust þaðan sem full vinnufær 1959. Og þá kom Þórhallur til mín og spurði hvort ég stæði við mitt gamla tilboð. Ég sá að þarna var smiðurinn kominn, 31 árs spræk- ur, vonglaður, bjartsýnn og trúað- ur á Guð og sjálfan sig. Hann byrjaði eftir fáa daga að fást við tilskurð og slípingar á ryðfriu stáli, og því hélt hann áfram til dánardægurs. Þórhallur reyndist ágætur starfsmaður, glaður og góður fé- lagi, stundvís og nákvæmur á öll fyrirskrifuð mál og beygingar stálsins. Hann varð brátt okkar traustasti maður við þessa fram- leiðslu. Auk mikils fjölda sér- smíðaðra hluta hefur hann smíð- að og beygt hlífðarplötur á marg- ar þúsundir hurða í landinu. Móðurbróðir okkar. MAGNÚS BJARNASON, kennari Sauðárkrókí, varð bráðakvaddur fimmtudaginn 1 3. nóvember María Haraldsdóttir, Bjarni Haraldsson. t Faðir okkar ÁRNI E. ÁRNASON frá Bolungarvík andaðist í Landakotsspítalanum föstudaginn 14 nóvember Fríða Árnadóttir Halldóra Árnadóttir t Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður KRISTÍNAR GUÐNADÓTTUR, Flateyri, Ónundarfirði. Magnús Jónsson, Benedikt Gunnarsson, Marla Árnadóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Ingunn Gunnarsdóttir ' og barnaborn hinnar látnu. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTÓFERS INGIMUNDARSONAR, Grafarbakka. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sjúkrahússins á Selfossi Kristfn Jónsdóttir, Jón Kristófersson, Jóhanna Danfelsdóttir, Emil Kristófersson. Lilja Ölvirsdóttir, Eirlkur Kristófersson, Áslaug Eiriksdóttir, Björk Kristófersdóttir, Árni Vigfússon, Maria Kristófersdóttir, Heiðar Guðbrandsson, Gyða Kristófersdóttir, Grétar Ólafsson, Kjartan Kristófersson, Guðrún Kristófersdóttir, Hreinn Kristófersson, Hlíf Kristófersdóttir og barnabörn. Minning: Kristín Þóra Sœmundsdóttir Þau hjónin náðu sér strax í snotra íbúð á Skarphéðinsgötu, svo hafði þeim sparazt fé til kaupa á góðri íbúð við Rauðarár- stíginn, og fyrir nokkrum árum tókst þeim að kaupa nýja íbúð, Hjallabraut 4 í Hafnarfirði. Bjart- sýnin, læknar og hælin og kristin trú hjálpuðu þeim frá erfiðum sjúkdómi til starfandi lffs við góð- ar aðstæður. En svo kom nýr sjúkdómur fyr- ir tæplega lló ári. Við læknisskoð- un fannst hvítblæði sem lækna- vísindin ráða enn ekki við. Því áfalli tóku þau bæði með mestu hugarró. Þórhallur stytti vinnu- tíma sinn um helming og lækn- arnir gerðu allt sem hægt var til að halda þrekinu við og sjúk- dómnum niðri. Þar sem Gíslína hefur lengi starfað hjá Loftleið- um gátu hjónin fengið ódýra 14 daga ferð til sólarlands í síðasta sumarfríi. Nokkrir dagar voru þó geymdir, því Þórhallur vildi sjá hina stóru borg London, áður en að hann kveddi jarðlífið. En þar fann hann að stundin var að nálg- ast. Þau fengu far með næstu vél heim aftur og fársjúkur fór hann í hjólastól til flugsins. En kjark- urinn bilaði ekki. Studdur var hann til bílsins, sem hann svo sjálfur ók til heimilisins. Klukkan 7 næsta morgun hringdi hann til læknis í Landspftalanum. Sjúkra- bíllinn sótti hann strax, þrotinn að þreki, og í höndum læknanna dó hann eftir stutta stund. 17 ár lifði Þórhallur Jónsson hraustur piltur, 14 ár urðu mis- jafnlega erfið sjúkdómsár, en 16 urðu starfsárin við allgóða heilsu og aðstöðu. Hjónabandsárin, með traustum og elskulegum lífsföru- naut, urðu 20. Við í Ofnasmiðjunni þökkum Þórhalli ágæt störf öll þessi ár, lipurð og glaða lund. Konunni hans og öðrum aðstandendum sendum við innilega samúðar- kveðju. Sveinbjörn Jónsson. Fædd 14. janúar 1897 Dáin 7. nóvember 1975. Hún fæddist að Hörgshlíð í Mjóafirði, Norður- Isafjarðarsýslu, þar sem foreldrar hennar bjuggu um árabil. En þau voru María Jónsdóttir og Sæmundur Gislason. 13 voru börnin, sem fæddust þeim hjónum. Af þeim komust 12 til aldurs, en 9 urðu fullorðin. Var Kristín næst yngst og sú síðasta af þessum stóra hópi er kveður jarð- vistar lífið. Kristín var enn á barnsaldri, þegar mótgangur lffsins knúði dyra á heimilinu. Rétt á fjórða ári æfi sinnar verður hún munaðar- laus. Þá andaðist Sæmundur faðir hennar. Reyndi nú á Marfu og sýndi hún nú sem bæði fyrr og seinna, hvað í henni bjó. Hélt hún áfram heimili með sonum sínum og gat forðað þvf að heimilið sundraðist. Kristfn átti ekki langt að sækja námfýsi og góðar gáfur. 14 ára er hún sest á framhaldsskólabekk á ísafirði. Var hún þá hjá Valgerði systur sinni. Segja má að Kristín hafi alla æfi bætt við sig, þvf auk skólagöngu, þá var hún opin fyrir nýjungum og sjálfmenntaði sig á mörgum sviðum. Árið 1920 er hún komin til Reykjavíkur og Iærir kvenfata- og barnafatasaum. Rak hún sauma- stofú um mörg ár og var talin mjög vel fær í einni grein. Af þessu hafði Kristín stuðning allt lífið. Kristín fékk góðan arf f for- eldrahúsum. Var það einlæg og barnsleg trú á endurlausnarann Jesúm Krist. Skýrleikskona, sem móðir hennar var og gott skáld, innrætti börnum sínum trú og góða siði. Það var lán Kristínar er hún kom hingað suður, að hún hélt sér að þessum arfi og leitaði lags við þá, sem voru á líkan hátt inn- rættir. Þegar 1920 gerist hún meðlimur í KFUK og tók þátt í kristilegu starfi undir stjórn Guðrúnar Lárusdóttur alþingis- manns. Kristín hafði fastmótaða skap- gerð, var aldrei hálf, heldur gekk heilshugar eftir sannfæringu sinni. Ávaxtaði hún pund sitt vel og fór samstarfið vel að trúboðs-, kristniboðs- og líknarmálum, þar sem hún tók þátt í þvf. Upp frá þessu lá leið Kristinar til Noregs. Sigríður systir hennar var gift Martin Kyllingmark og bjuggu þau hjón í Svolvær í Lofot. Hjá þeim hjónum dvaldi Kristín um árabil, hafði sauma- stofu og prédikaði Guðs orð og ferðaðist um. Kristín var barngóð kona og hændust börn Sigríðar að henni. Hákon frændi Kristínar var skýr og ljúfur drengur. Síðar veittist honum frami, því hann varð samgöngumálaráðherra f ríkisstjórn Noregs. Kristín átti þannig merkt frændfólk bæði austan hafs og vestan, þvf tvær systur hennar giftust þangað sín í hvora áttina, Noregs og Ameríku. Árið 1936 sest Kristín ennþá á skólabekk. Tekur hún nú að nema Guðfræði á Biblíuskóla f Oslo, þar sem hinn kunni mannvinur, trú- boði og brautryðjandi Hvíta- sunnumanna hér í Evrópu var rektor, Tom B. Barratt, Englend- ingur sem helgaði Norðurlöndun- um líf sitt og starf. Eftir skóla- gönguna, kemur hún til Islands. Þá er rétt nýbyrjað starf Hvíta- sunnumanna f Reykjavík. Gekk hún í Fíladelfíusöfnuðinn á árinu 1937 og var meðlimur nr. 13. Upp frá því var hún einn mikil- virkasti starfsmaður þess safn- aðar og þá einnig um land allt. Kristfn var forkur dugleg og setti hvorki fyrir sig vetrarhörkur né hríðar. Eldur logaði í hjarta Hvar sem hún fór flutti hún ræður og prédikanir á þarlendum tungu- málum. Norskan var henni jafn- kær sem móðurmálið. Margir komu að ræðustóli Kristínar, sáu hana vel klædda, flytja sköru- legar gagnhugsaðar ræður. Kristfn var skáldmælt. Þann eig- inleika erfði hún frá móður sinni. Margir sálmar í söngbók Ffla- delfíukirkjunnar eru ortir eða þýddir af henni. Hún lék bæði á orgel og strengjahljóðfæri og var lagviss. \ Nú þegar þessi vestfirska heiðurskona er öll, þá minnast hennar margir með þakklæti og virðingu. Þeim sem hlúðu að henni undir það síðasta þegar þörfin var mest, skal þakkað. Get ég þar auk hjúkrunarfólks og lækna, Guðbjargar Þorsteinsdótt- ur frá Hörgshlfð. Astvinum eru sendar kveðjur virðingar og samúðar. Einar J. Gfslason. útfaraskreytingar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 t Innilegt þakklæti fyrir sýnda vináttu og virðingu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, afa og langafa. ARA GUÐMUNDSSONAR frð Þúfnavöllum. Dýrleif Pálsdóttir frá Möðrufelli. Páll Arason, Guðný Aradóttir, Karl Jónasson. barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, SIGURBJARGAR HJÖRLEIFSDÓTTUR, Karlsð, Dalvík Sérstaklega viljum við þakka þeim, sem þátt tóku I leitinni Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum sýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu HERDÍSAR GUÐRUNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Úlfsá. Ólafia Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórarinsdóttir, Ingileif Þórarinsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Pálina Þórarinsdóttir, Valgeir Ólafsson. Stefán Jónsson, Björk Jónasdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.