Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
Greinargerð Seðlabanka:
Ohugsandi að fjármagna
frekari hallarekstur ríkisins
Skuldaaukning ríkissjóðs 3.500
milljónir frá áramótum
HÉR birtist greinargerð Seðlabanka fslands um þá 45 milljðn
dollara erlendu lántöku, sem bankinn hefur nú ráðizt f, en lánið
er tekið til þess að koma þjóðinni yfir þá erfiðu greiðslustöðu,
sem hún nú á f. Af þessu tilefni lýsir stjórn Seðlabankans einnig f
þessari greinargerð skoðunum sfnum á stöðunni f efnahagsmál-
um og stefnunni á næstunni.
SEOLABANKASTJÓRAR A BLAÐAMANNAFUNDI — Frá
vinstri eru: Davíð Ólafsson, Jóhannes Nordal, Guðmundur
Hjartarson og Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri.
14. nóvember 1975.
„I siðustu viku var af hálfu
Seðlabankans gengið frá láns-
samningi á svokölluðum Evrópu-
dollaramarkaði. Hefur lánssamn-
ingur þessi þann tilgang að styrkja
greiðslustöðu Islands út á við.
Lánsfjárhæðin er 45 millj. dollara
og hún samsvarar rúmlega 7500
millj. króna á núgildandi kaup-
gengi. Getur Seðlabankinn dregið
á lánið, hvenær sem er á næstu
þremur árum, en það sem þá hefur
verið notað. skal endurgreitt á
næstu þremur árum þar á eftir.
Vextir af láninu verða breytilegir,
og munu þeir fylgja vöxtum á
hinum svokallaða millibanka-
markaði í London. Um lántökuna
hafa séð þrlr bankar, Citicorp
International Bank Ltd., Krediet-
bank S.A. Luxembourgeoise og
Morgan Guaranty Trust Co. of
New York. Alls eru 13 erlendir
bankar aðilar að lánssamningnum.
Er þetta stærsti lánssamningur,
sem gerður hefur verið af hálfu
íslenzks aðila, en hann er einnig
óvenjulegur að því leyti, að til-
gangur hans er, eins og áður segir,
eingöngu að styrkja greiðslustöðu
þjóðarbúsins út á við og tryggja,
að hægt verði að standa við allar
greiðsluskuldbindingar þess, þrátt
fyrir tfmabundna gjaldeyriserfið-
leika.
Bankastjórn Seðlabankans vill
þess vegna að það komi skýrt og
ótvfrætt fram. að þetta lánsfé er
ekki tekið til þess að fjármagna
framkvæmdir eða koma í stað inn-
lendra ráðstafana, er dragi úr inn-
flutningi og greiðsluhalla við aðrar
þjóðir. Á hinn bóginn hlýtur Seðla-
bankinn að setja það mark öllu
ofar, að íslendingar geti ætfð
staðið við skuldbindingar sfnar út
á við. en bregðist það er hætt við,
að þeir glati lánstrausti sfnu með
alvarlegum afleiðingum fyrir af-
komu almennings og efnahags-
legar framfarir. Það er einnig
mikilvægt, að greiðslustaða
þjóðarbúsins verði aldrei svo
þröng, að stjórnvöldum gefist ekki
færi á að takast á við efnahags-
vandann með skipulegum hætti,
en neyðist i þess stað til að gripa
til skyndiráðstafana.
Þeir erlendu bankar, er að láns-
samningum þessum standa, hafa
með honum lýst trausti sfnu á
getu og vilja íslendinga til þess að
takast einarðlega á við og leysa
þann mikla efnahagsvanda, sem
nú steðjar að. Hinn mikilsverði
stuðningur, sem f þessu felst. er
veittur i trausti þess, að íslenzk
stjórnvöld láti einskis ófreistað til
þess að standa við þessar og aðrar
skuldbindingar, sem Islendingar
hafa tekið á sig erlendis. Mun
Seðlabankinn einbeita sér að þvi,
að þessum markmiðum verði náð.
Telur bankastjórnin þvi rétt, að
gera að þessu tilefni nokkra grein
fyrir skoðunum sfnum á stöðunni f
efnahagsmálum og stefnunni á
næstunni.
Alvarlegasta hættan i þjóðar-
búskap fslendinga f dag er tvi-
mælalaust hinn gifurlegi greiðslu-
halli við útlönd og sfvaxandi
skuldabyrði, sem honum fylgir.
Útlit er nú fyrir, að viðskiptahall-
inn verði í ár um 6000 milljónum
meiri en við var búizt fyrr á árinu,
og gjaldeyrisstaðan er nú neikvæð
um tæplega 3300 millj. kr. á nú-
gildandi gengi. Þótt nokkurs bata
sé að vænta sfðustu tvo mánuði
ársins, sést af þessu. að sá gjald-
eyrissjóður, sem Seðlabankinn
hefur yfir að ráða, byggist nú
eingöngu á erlendum lánum, og
þá fyrst og fremst hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Þótt viðskipta-
hallinn við útlönd verði hlutfalls-
lega nokkru minni á þessu ári en
árið 1974, hefur batinn orðið
miklu hægari en vonir stóðu til,
þrátt fyrir um 17% lækkun al-
menns innflutnings. Orsakanna er
fyrst og fremst að leita f minni
útflutningstekjum vegna óhag-
stæðs verðlags og sölutregðu, en
einnig hefur á það skort, að það
aðhald næðist, sem að var stefnt f
rikisútgjöldum, opinberum fram-
kvæmdum og fjárfestingarlánum.
Óhagstæðar ytri aðstæður fáum
við ekki við ráðið. og horfur um
verðlag og eftirspurn eftir útflutn-
ingsvörum íslendinga eru því
miður enn tvfsýnar. Svigrúmið til
þess að mæta frekari áföllum með
skuldasöfnun er hins vegar á þrot-
um, og einskis má þv! láta
ófreistað til að tryggja mjög mikla
lækkun viðstkipahallans á næsta
ári. í yfirlýsingum rfkisstjórnar-
innar að undanförnu hefur þessu
verið lýst sem meginmarkmiði !
stefnu hennar f efnahagsmálum á
næstunni. Til að ná þvf markmiði
og draga samtfmis verulega úr
verðbólgunni. hefur rfkisstjórnin
boðað öflugar aðgerðir f fjármál-
um rfkisins og aðhald f útlánum og
útgjöldum til samneyzlu og fjár-
festingar. Framkvæmd slfkrar
stefnu krefst bæði almenns skiln-
ings á eðli vandans og festu og
aðhalds f stjórn efnahagsmála.
Það er þvf mikilvægt, að allir þeir
aðilar, sem ábyrgð bera á stjórn
einstakra þátta efnahagsmála,
leggist á eitt til að veita þessum
aðgerðum brautargengi. Mun
bankastjórn Seðlabankans stuðla
að framgangi þessarar stefnu eftir
mætti, en jafnframt vill hún að
þessu tilefni benda á þau atriði
hennar, sem hún telur skipta
mestu máli.
Sá fjárhagsvandi, sem nú er
brýnast að leysa. er hinn mikli
halli, sem enn er á rfkisfjármálun-
um. Hefur greiðsluhalli rfkisstjóðs
átt verulegan þátt f þvf að veikja
stöðu þjóðarbúsins út á við á
undanförnum tveimur árum, enda
voru nettóskuldir rfkissjóðs við
Seðlabankann f lok október-
mánaðar komnar upp f 7366 millj.
kr., en hækkunin frá áramótum
nemur 3500 millj. kr. Það er yfir-
lýst stefna rfkisstjórna:innar, að
fjárlög fyrir næsta ár verði
afgreidd með greiðsluafgangi og
séð verði fyrir eðlilegum niður-
greiðslum þeirra skulda, sem safn-
azt hafa að undanförnu. Þessu
markmiði verður að ná, enda er
óhugsandi, að Seðlabankinn geti
fjármagnað frekari hallarekstur
rfkissjóðs. ef hann á að standa við
þær skuldbindingar, sem hann
hefur þegar tekið á sig gagnvart
erlendum aðilum.
Önnur orsök jafnvægisleysis á
þessu ári hefur verið ör útlána-
aukning fjárfestingarlánasjóða og
mikil aukning opinberra fram-
kvæmda, sem fjármagnaðar hafa
verið með erlendu lánsfé. Nú er
unnið að lánsfjáráætlun fyrir
næsta ár. þar sem setja verður
útlánum fjárfestingarlánasjóða og
erlendum lántökum til opinberra
framkvæmda þröng takmörk, er
séu f samræmi við það megin-
markmið efnahagsstefnunnar að
stórlækka viðskiptahallann við út-
lönd. Er að þvf stefnt, að þessar
áætlanir verði afgreiddar f megin-
atriðum ásamt fjárlögum fyrir lok
haustþingsins.
f þriðja lagi verður óhjákvæmi-
legt að halda áfram á næsta ári
verulegu aðhaldi ! útlánum bank-
anna, en f þeim efnum hefur þó
nokkur árangur náðst á þessu ári.
Hins vegar er það skoðun Seðla-
bankans, að við núverandi efna-
hagsaðstæður ætti fyrst og fremst
að reyna að ná jafnvægi með að-
haldi f opinberum útgjöldum og
fjárfestingu, svo að nauðsynlegar
aðhaldsaðgerðir þurfi ekki að
bitna á greiðslustöðu framleiðslu-
atvinnuveganna.
Ein af orsökum viðskiptahallans
að undanförnu hefur verið mjög
mikill innflutningur skipa, flugvéla
og hvers kyns véla og tækja, sem
fjármagnaður hefur verið með er-
lendu lánsfé. Þessari vélvæðingu
hefur fylgt stóraukin greiðslubyrði
atvinnuveganna og lánasjóða
þeirra vegna tiltölulega stuttra er-
lendra lána. Það er að dómi Seðla-
bankans nauðsynlegt, að sem
fyrst verði endurskoðaðar reglur
um erlendar lántökur í þvf skyni
að draga um tima verulega úr
innflutningi, sem eingöngu bygg-
ist á erlendum lántökum. Með til-
liti til hins mikla magns skipa og
vélbúnaðar. sem flutt hefur verið
inn á siðustu árum, ætti breyting f
þessum efnum ekki að koma að
sök, en hún mundi f senn gefa
atvinnuvegunum tóm til þess að
einbeita sér að betri nýtingu
þessara tækja og grynnka á þeim
erlendu skuldum, sem nú fþyngja
rekstri margra fyrirtækja.
Þær fjármálalegu aðgerðir. sem
hér hafa verið raktar, hafa allar
þann tilgang að hemja innlenda
eftirspurnaraukningu og draga úr
viðskiptahallanum við útlönd. Um
leið eru þær önnur meginforsenda
þess, að hægt verði að draga veru-
lega úr verðbólguþróuninni á
næstunni. Hin forsendan er, að
samtímis takist að marka áfram
hófsama stefnu f launamálum, en
f þeim efnum hefur þegar náðst
umtalsverður árangur á þessu ári.
Vegna þeirra tiltölulega hóflegu
kjarasamninga, sem gerðir voru
fyrr á þessu ári, hefur nú þegar
dregið mjög verulega úr verð-
hækkunum, og verður verðbóigu-
hraðinn væntanlega u.þ.b. helm-
ingi minni á sfðara helmingi þessa
árs en á fyrra helmingi áisins og á
árinu 1974. Virðist verðbólgan nú
þegar vera komin niður á svipað
stig eða lægra en á árinu 1973.
Enginn vafi er á þvf. að árangur
sá, sem náðst hefur I þessu efni
hefur átt mikinn þátt f þvf að
tryggja viðunandi atvinnuástand f
landinu og koma f veg fyrir enn
meiri erfiðleika atvinnuveganna.
Enn ný verðbólguskriða mundi tvf-
mælalaust stefna bæði stöðunni
út á við og atvinnuástandinu i
alvarlega hættu. Verðbólgan virð-
ist nú mjög hafa rénað f flestum
viðskiptalöndum islendinga. Sú
þróun gerir það auðveldara, en um
leið enn brýnna, að vinna sem
fyrst bug á þeirri hættulegu verð-
bólgu, sem hér hefur rfkt um
meira en tveggja ára skeið."
Sigurlaug Bjarnadóttir formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna
LAUGARDAGINN 8. nóvember
var haldið f Reykjavfk þing
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna. I upphafi þingsins gat
Auður Auðuns, sem hefur verið
formaður sambandsins s.l. tvö ár,
þess að hún gæfi ekki kost á sér
til endurkjörs. Nýkjörinn for-
maður Landssambands sjálfstæð-
iskvenna er Sigurlaug Bjarna-
dóttir. Landssambandsþing eru
haldin annað hvert ár og er kjör-
tímabil sljórnar milli þinga.
Um 110 fulltrúar vfðsvegar að af
landinu sátu þingið. Geir Hall-
grímsson, forsætisráðherra, flutti
ávarp í u'pphafi þingsins. Hann
ræddi um þátttöku kvenna f starfi
Sjálfstæðisflokksins allt frá önd-
verðu og minntist þess, að flokk-
urinn hefði orðið flokka fyrstur
til að skipa konur í trúnaðarstöð-
ur. Það væri f sjálfu sér ekki
lofsvert, en það væri skoðun sín,
að þáttur kvenna væri enn alltof
lítill á vettvangi stjórnmálanna.
Hann sagðist hafa orðið þess var,
að lengst af hefði gengið mjög
erfiðlega að fá konur til að sinna
stjórnmálum, en hins vegar væru
þess nú merki, að hér væri að
verða á breyting til batnaðar. For-
sætisráðherra lagði á það áherzlu,
að hér yrðu konur að sjálfsögðu
að hafa sjálfdæmi um starfsvett-
vang utan eða innan heimilis, allt
eftir þvf sem einstaklingurinn
kysi sjálfur. Þó mætti ekki gleym-
ast, að uppeldisskyldum þyrfti að
sinna, en sannfæring sín væri sú,
að þar gæti enginn karl komið f
konu stað. Um leið sagðist hann
vera þeirrar skoðunar, að nú um
stundir væri einstaklingsfrelsinu
hættast að þvf leyti, að einstakl-
ingurinn yrði undir í múg-
mennsku þrýstihópaþjóðfélags-
ins, og þessu mætti ekki gleyma
þegar um væri að ræða umræður
um jafnréttismál.
Að ávarpi Geirs Hallgrímssonar
loknu var á dagskrá skýrsla
stjórnar og umræður um hana, en
að því loknu voru lagðar fram
tillögur um lagabreytingar. Aður
en þær voru afgreiddar urðu um
þær talsverðar umræður, en þá
voru fluttar skýrslur aðildarfé-
laga sambandsins, sem eru 18 að
tölu.
Aðalumræðuefni þingsins var
hið alþjóðlega kvennaár Sam-
einuðu þjóðanna, markmið þess
og erindi til íslenzkra kvenna.
Frummælendur voru Guðrún Er-
lendsdóttir, formaður Kvennaárs-
nefndar, sem rfkisstjórnin skipaði
fyrr á árinu, Auður Auðuns, sem
sagði frá Kvénnaársráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó,
Sigurlaug Bjarnadóttir, formað-
ur Landssambands sjálfstæðis-
kvenna.
Ragnhildur Helgadóttir, er ræddi
um Norðurlandaráð og verkefni
þess í tilefni kvennaárs, og loks
Björg Einarsdóttir, sem talaði um
jafnstöðu karla og kvenna f ís-
lenzku þjóðfélagi.
Þrjár konur létu af störfum í
stjórn Landssambands sjálfstæð-
iskvenna á þinginu: Auður Auð-
uns og Ölöf Benediktsdóttir, sem
báðar hafa setið f stjórn frá stofn-
un sambandsins, og Svava Kjart-
ansdóttir á Selfossi. Voru þeim
þökkuð störf þeirra í þágu sam-
bandsins.
Formaður hinnar nýkjörnu
stjórnar er eins og áður segir,
Sigurlaug Bjarnadóttir, en vara-
formaður Margrét Einarsdóttir,
Reykjavfk. Aðrar í stjórn eru: Ás-
laug Ragnars, Reykjavík, ritari,
Helga Guðmundsdóttir, Hafnar-
firði, gjaldkeri, Sigríður Péturs-
dóttir, Ólafsvöllum, Aslaug Frið-
riksdóttir, Reykjavik, Geirþrúður
H. Bernhöft, Reykjavík, Freyja
Jónsdóttir, Akureyri, Ingibjörg
Johnsen, Vestmannaeyjum, Krist-
jana Ágústsdóttir, Búðardal,
María Haraldsdóttir, Bolungar-
vfk, Ragnheiður Þórðardóttir,
Akranesi, Sesselja Magnúsdóttir
Keflavik, og Sigríður Gísladóttir,
Kópavogi.
Þá kaus þingið átta fulltrúa f
flokksráð: Sigríði Gísladóttur,
Kópavogi, Jakobínu Mathiesen,
Hafnarfirði, Ölöfu Benediktsdótt-
ur, Reykjavik, Margréti Einars-
dóttur, Reykjavík, Freyju Jóns-
dóttur, Akureyri, Elínu Pálma-
dóttur, Reykjavík, Sigríði Péturs-
dóttur, Ólafsvöllum og Elfnu
Jósepsdóttur, Hafnarfirði. "