Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK
Nær ekki í
Sakharov
Róm, 14. nóvember. AP
YELENA, kona Andrei Sakha-
rovs, sagði í dag að hún hefði ekki
getað náð í mann sinn i sima siðan
honum var bannað að fara til
Óslóar og taka við friðarverðlaun-
um Nóbels. Hún vildi ekkert um
það segja hvort hún færi til
Óslóar í stað manns sins og kvaðst
enn gera sér von um að honum
yrði leyft að fara.
Nordfoto.
HAFNBANN — Danskir sjómenn hafa lokað dönskum höfnum til að koma í veg fyrir löndun fisks úr
erlendum skipum. Þessi mynd er frá Hanstholm þar sem höfninni var lokað með sjö skipum sem lágu
hlið við hlið og fjórum öðrum bátum.
Hin umdeilda andzíoníska ályktun allsherjarþingsins:
Málaliðar reka
MPLA á flótta
„Margir uggandi um fram-
tíð Sameinuðu þjóðanna”
0 SEM kunnugt er af fréttum
hefur ályktun sú sem samþykkt
var á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna s.l. mánudags-
kvöld um að zfonismi sé ein
tegund kynþáttamisréttis
valdið miklu umtali og reiði
víða um lönd. Morgunblaðið
hafði f gær samband við Pétur
Sigurðsson afþingismann, sem
nú er einn af fulltrúum þing-
flokkanna f scndinefnd Islands
hjá Sameinuðu þjóðunum og
innti hann cftir andrúmsloft-
inu f aðalstöðvunum eftir að
þessi sögulega atkvæðagreiðsla
fór fram.
0 „Þetta hefur að sjálfsögðu
meir. Góðir menn hafa reynt að
koma f veg fyrir að svo verði,
en sá möguleiki er samt enn
fyrir hendi að Bandarfkin, sem
standa nú undir fjórðungi alls
kostnaðar við rekstur Sam-
einuðu þjóðanna auk þess sem
þeir leggja til 170 milljónir
doliara f frjálsum framlögum,
muni draga til baka a.m.k.
stóran hluta af þessum frjálsu
framlögum sem farið hafa til
þeirra rfkja sem snerust gegn
fsrael. Þetta er ótti sem komið
hefur upp, þótt á móti komi svo
sú skoðun að þá muni Ara-
barfkin mæta þcssu með nýju
olfubanni og olfuhækkunum.
Framhald á bls. 31.
Luanda, 14. nóvember. AP.
Reuter.
RÁÐHERRAR hinnar nýju
stjórnar alþýðulýðveldisins, sem
marxistar hreyfingarinnar MPLA
hafa stofnað f Angola, unnu em-
bættiseiða f dag og harðir bardag-
ar geisuðu á þremur vfgstöðvum f
landinu. Málaliðar ógna raforku-
veri höfuðborgarinnar.
Lopo do Nascimento forsætis-
ráðherra sagði
að MPLA mundi
berjast unz yfir
lyki: „Við verð-
um að draga
fána byltingar-
innar að húni og
megum ekki
hörfa fyrir óvin-
inum.“
Agosthino Neto
forseti sagði að
stjórnin mundi
fylgja stefnu
hreyfingarinnar
og hét á Portu-
gala að gera al-
þýðulýðveldinu
kleift að halda
velli.
Hörð sókn sameiginlegs herliðs
hreyfinganna FNLA og Unita úr
suðri leiddi til þess í dag að
MPLA hörfaði frá litlum hafnar-
bæ suður af Luanda, Porto Am-
boim, og 20 hvítir menn f bænum
voru fluttir um borð í þýzkt flutn-
ingaskip.
Franco enn
skorinn upp
Madrid, 14. nóvember. Reuter.
FRANCISCO Franco hers-
höfðingi lifði af þriðja magaupp-
skurð sinn á 11 dögum f dag.
Læknar hans segja að líðan hans
sé mjög alvarleg.
Tveir þriðju magans voru fjar-
lægðir í öðrum uppskurðinum. Sá
uppskurður tók fjóra tíma en
uppskurðurinn í dag tvo tíma.
Málaliðar, bæði hvftir menn og
blökkumenn sækja á undan meg-
inliðsaflanum og munu vera bún-
ir 25 brynvörðum bílum af Panth-
ergerð og Aloiette-þyrlum. Tals-
maður MPLA sagði í dag að hvítir
málaliðar yrðu skotnir ef þeir
næðust og Genfar-samþykktin um
meðferð stríðsfanga næði ekki til
þeirra.
Framvarðarsveit málaliðanna
virðist sækja til Dondo um 180 km
suðaustur af Luanda og nálægs
orkuvers, sem sér höfuðborginni
fyrir rafmagni, þótt MPLA vilji
ekki staðfesta það, MPLA
kveðst hafa bætt aðstöðu sfna á
norðurvigstöðvunum og umkringt
hermenn FNLA í þorpinu Ucua
Framhald á bls. 31.
— segir Pétur Sigurðsson alþingismað-
ur, sem nú situr á allsherjarþinginu
vakið gffurlega athygli og strax
daginnn eftir var haldinn hér f
New York mjög fjölmennur
útifundur vegna þessa máls,“
sagði Pétur Sigurðsson, „og það
var mikill þungi f mönnum
niðri f þinginu, sem kannski
kom fyrst og fremst fram hjá
Bandarfkjamönnunum. Mót-
mælin hafa verið alveg gffurleg
og margir voru hreinlega
hræddir um að nú væri sjálf
framtíð Sameinuðu þjóðanna f
hættu, — að menn myndu
ganga út og ekki mæta þarna
PÉTUR SIGURÐSSON
Hafnbann danskra
fært út
Frá Jörgen Harboe í Kaupmannahöfn.
DANSKIR sjómenn færðu út hafnbann sitt f gær. Fisk-
markaðir hafa vfða lamazt að nokkru og hafnbannið
hefur einnig bitnað á fiskiðnaðinum. Sjómenn ákváðu
jafnframt að stöðva flutninga á fiski erlendis frá til
Ðanmerkur.
siomanna
Vegna hafnbannsins ákvað út-
gerðarfyrirtækið Sessan Linien i
dag að hætta að sigla með fisk til
Danmerkur. Skömmu áður en
ferja félagsins var væntanleg til
Frederikshavn frá Svíþjóð til-
kynntu sjómenn að þeir mundu
stöðva flutningabíla svo að þeir
kæmust ekki með fisk sem landa
átti úr skipinu á markað. Sjó-
menn hafa haft grun um að er-
lendir sjómenn reyni að snið-
ganga hafnbannið í Danmörku
með því að landa i Noregi og
Svíþjóð þannig að fiskurinn hafi
verið fluttur þaðan til Danmerkur
með bifreiðum eða ferjum.
Gert var ráð fyrir því í gær-
kvöldi að fleiri útgerðarfyrirtæki
færu að dæmi Sessan Linien og
stöðvuðu flutninga á fiski til Dan-
merkur. Hafnbann sjómannanna
hefur ekki náð til fisks sem
fluttur er um Danmörku á
markað í öðrum löndum.
1 þeim höfnum þar sem ekki er
beint hafnbann er erlendum
fiskiskipum vísað á brott, ekki
sfður en í höfnum þar sem raun-
verulegt hafnbann er.
Sáralitill fiskur barst á fisk-
markaði á Jótlandi í dag og því
var byrjað að senda starfsmenn-
ina i frí. Fiskiðnaðurinn er einnig
í lamasessi. Fiskmjölsverksmiðj-
ur eru í þann veginn að stöðvast.
Fiskiðnaðar- og útflutningssam-
band Danmerkur krafðist þess í
gær í yfirlýsingu sem danski
sjávarútvegsráðherrann, Poul
Dalsager, fékk frá sambandinu að
hann skærist í leikinn og tryggði
það að fiskiðnaðurinn fengi þann
fisk sem hann nauðsynlega þyrfti
að fá til að halda framleiðslunni
gangandi.
Poul Dalsager gat hins vegar
ekkert aðhafzt og var löglega af-
sakaður þar sem hann sat fund
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna (FAO)
í Róm.
Framhald á bls. 31.
Velur Ford
blökkumann
sem vara-
forsetaefni?
Durham, North Carolina,
14. nóvember. AP
FORD forseti gaf f skyn f dag að
til mála kæmi að hann veldi
blökkumann sem varaforsetaefni
sitt f forsetakosningunum á næsta
ári. „Auðvitað ætti Ed Brooke að
koma til greina,“ sagði hann.
Brooke er öldungadéildar-
maður repúblikana frá Massa-
chusetts og f hinum frjálslynda
armi flokksins. Ford fór lofsam-
legum orðum um störf hans þar
og í öldungadeildinni og kvað sig
„líka vel við hann persónulega.“