Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1975 Björgvin Baldursson: F áskrúðsfjarðarviðundrin Tilskrif um heilsugæslumál á Fáskrúðsfirói hafa verið á síðum dagblaðanna öðru hvoru, en í mjög einhæfum dúr. Er það mest að þakka mjög pennaglöðum manni að nafni Albert Kemp. í Morgunblaðinu 25. september s.l. birtist ritsmfð eftir framan- greindan aðila þar sem hann hag- ræðir sannleika þessara mála heldur illa og vil ég gjarnan ieið- rétta það hérmeð, — því best er að segja hverja sögu sem hún gengur: — ALBERT Albert segir: „Það vill nefnilega þannig til að ýmis umsvif doktorsins og dreifi- bréf frá honum fyrr á árinu bentu eindregið til að honum væri ann- að ofar i huga en bygging sér- stakrar stöðvar. Hann barðist sem sé á hæl og hnakka fyrir því að kjallarinn i íbúð hans yrði inn- réttaður sem heilsugæzlustöð. Sagði í dreifibréfi að fjárveiting upp á 3—4 milljónir (sem hefði hvergi nærri hrokkið til) lægi á borðinu ef heimamenn óskuðu eftir.“ Sannleikurinn er hinsvegar sá, að á fundi stjórnar Heilsugæslu- stöðvarinnar á Fáskrúðsfirði 7. apríl 1975 bar læknirinn, Jón Að- alsteinsson, fram eftirfarandi til- lögu: „Stjórn Heilsugæslustöðvarinn- ar á Fáskrúðsfirði skorar á sveit- arstjórnir á svæði Heilsugæslu- stöðvarinnar að sækja hið fyrsta um nauðsynleg leyfi til ráðu- neyta, þannig að undirbúnings- framkvæmdir geti hafist við byggingu fullkominna húsakynna fyrir Heilsugæslustöðina á Fá- skrúðsfiröi og verði einnig sótt um fjárveitingu úr ríkissjóði til aó standa straum af kostnaði við framkvæmdir þessar." Svona hljóðaði tillagan og var hún einróma samþykkt. Á fundi hreþpsnefndar þann 10. apríl var tillagan einnig borin upp og sam- þykkt einróma. Af þessu má sjá, að eitthvað hafa hlutirnir skolast til í höfðinu á Albert. Hitt var aftur á móti ekki mjög fjarri sannleikanum, að læknir- inn óskaði mjög eindregið eftir því, að jarðhæð nýja læknisbú- staðarins yrði innréttuð til afnota fyrir heilsugæslustöð á meðan ekki risi nýtt húsnæði fyrir stofn- unina. Þess skal getið, að Heilsu- gæslustöðin á þarna 95 ferm. hús- næði, sem stendur ónotað en til mun vera teikning af læknamót- töku í húsnæði þessu, er henta mundi sæmilega til bráðabirgða, ásamt kostnaðaráætlun. (I grein Alberts fannst mér vera Iátið í það skína að læknirinn ætti jafn- vel þetta húsnæði sjálfur. Hann tekur í tvígang þannig til orða: „Hann (læknirinn aths. mín) vill toga heilsugæslustöðina okkar inn í kjallarann hjá sér.“) Ég spyr, hvaða tilgang sér AI- bert í að láta umrædda jarðhæð standa ónotaða, þegar tilfinnan- lega vantar betri aðstöðu fyrir Heilsugæslustöðina? 10. apríl 1975 felldi meirihluti hreppsnefndar Búðahrepps til- lögu frá stjórn Heilsugæslustöðv- arinnar um að innrétta umrædda jarðhæð, en samþykkti þess í stað að endurbæta aðstöðuna í gamla læknisbústaðnum. Stuðning við þessa tillögu fékk meirihlutinn ekki hjá hreppsnefndum hinna tveggja hreppanna, sem eiga læknisbústaðinn ásamt Búða- hrepp, Fáskrúðsfjarðarhrepp og Stöðvarhrepp. Þetta var lán í óláni því breyting á þessu gamla timburhúsi hefði orðið mjög erfið og kostnaðarsöm. Snemma júlímánaðar var farið af stað að frumkvæði læknisins til að leita eftir stuðningi íbúa lækn- ishéraðsins til byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar. Undirtektir voru mjög góðar og rituðu 608 íbúar héraðsins, 16 ára og eldri, nöfn sín undir áskorun til heil- brigðismálaráðherra þess efnis, að tekið yrði inn á fjárlög fyrir árið 1976 framlag til undirbún- ingsframkvæmda við nýbyggingu heilsugæslustöðvar. Hvernig skyldi Albert hafa tek- ið undir þetta? Ætli hann hafi skrifað undir sem eldheitur stuðningsmaður slfkrar tillögu? Nei. Ekki er vitað til þess. En í þess stað skrifaði hann hina um- ræddu grein í Morgunblaðið. Og hvers vegna? Einfaldlega af því, að læknirinn hefur ekki farið leynt með sínar róttæku pólitísku skoðanir. Ogþarmeðerloku fyrir það skotið að Albert og hans koll- egar geti annað en unnið gegn öllu frumkvæði erfrá lækninum kemur. Og það þótt heilbrigðis- mál séu þess eðlis, að þau snerta alla jafnt, án tillits til hvaða póli- tískum flokki menn fylgja. Þá vikur þar að sögu að heilsu- gæslulæknir, Jón Aðaláteinsson, hengir upp á biðstofu hjá sér rit- smíð Alberts útklippta úr Morg- unblaðinu, ásamt síðu úr dreifi- bréfi (sem nokkrir menn í byggð- arlaginu gáfu út í maí sl.), er sýnir fram á ósannan málflutning Alberts. Þetta fréttir. Albert, bregður hart við, þrífur til myndavélar- innar og tekur strikið á biðstofu læknisins. Þar myndar hann rit- smíð sína hangandi uppá vegg með tilheyrandi Ijósagangi og fleiri seremoníum, að hætti fag- manna. — Jæja. Fyrr má nú vera ánægja með jafn ömurlega rit- smíð. Fyrst handritið að þessum fjanda, síðan eintak Morgunblaðs- ins, og að lokum ljósmynd af plagginu hangandi uppi á vegg. Eða var þessi myndataka ekki ein- göngu til minja um hina miklu ritsmíð? Nei, lesendur góðir, tilefnið var annað og meira. Nú skyldi koma lækninum á kné. Nú skyldu mátt- arstólpar þjóðarinnar í röðum þeirra sjálfstæðismanna fyrir sunnan fá að sjá svart á hvítu (nema þetta hafi verið litmyndir) hvers lags starfsemi hann hefir í frammi þessi Jón Aðalsteinsson. Ekki segir af ferðum Alberts í hið pólitíska hreiður, en heim kom piltur heldur rislágur, því ekki eru allar ferðir til fjár. En þó gat hann þess, að Dagblaðið vildi gjarnan birta eitthvað um þessi mál. — Nú lfður nokkur tími í friði og ró, engin bréf, engin blaðagrein. Skyldi nú vera búið að bera klæði á vopnin? Nei, ekki alveg. Því suðurferð Alberts mun hafa verið til þess ætluð að fá ráðuneyti eða ein- hverja þá aðila, sem heilbrigðis- þjónusta og pólitík falla undir, til þess að kveða upp dóm yfir hin- um óstýriláta lækni. En er það brást, varð önnur þrautalending- in. SAMÚEL Albert Kemp varaoddviti sneri sér til Samúels nokkurs Ólafsson- Framhald á bls. 23 Fjögur jólakort FEF komin út JÖLAKORT Félags einstæðra for- eldra eru komin út og eru að þessu sinni gefnar út fjórar nýjar gerðir, tvær með teikningum eftir börn og tvær með myndum eftir Rósu Ingólfsdóttur. Þá er einnig á boðstólum takmarkað upplag af jólakorti FEF frá í fyrra, eftir Baltasar. Félag einstæðra foreldra hefur gefið út jólakort árlega síðustu fimm ár, flest með teikningum eftir börn, og sala þeirra verið ein drýgsta tekjulindin i umfangs- miklu fjáröflunarstarfi félagsins. Kortin verða til sölu í ýmsum bókaverzlunum f Reykjavík, á skrifstofu félagsins í Traðarkots- sundi 6, hjá stjórnarmönnum í Reykjavik, Keflavík og á Isafirði. Allur ágóði rennur í Húsbygg- inga- og minningasjóð Félags ein- stæðra foreldra. Sveinn H. Skúlason: Hugleiðing á 90 ára afmæli Góð- templarareglunnar í Reykjavík 90 ár er langur tími. Ar mikillar baráttu, mikilla sigra og mikilla vonbrigða. Hugsjónin er hvati baráttunnar, sigrarnir eru launin og vonbrigðin skapa það jafnvægi sem er nauðsynlegt f lífi hvers og eins, ef hann á að ná góðum þroska. Góðtemplarareglan er byggð á hugsjón, bindindishugsjóninni. Það er einnig önnur hugsjón, engu síður þýðingarmikil ríkjandi f þessum félagsskap. Það er sá grunnur sem allt starfið er raunverulega byggt á, að gera félagana að betri og þroskaðri einstaklingum, auka manngöfgi. Gísli Jónsson prófessor: Um samanburð á kyndikostn- aði með olíu og heitu vatni 1 tilefni skrifa Gunnars Kristinssonar, yfirverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur, sem birt voru í Morgunblaðinu þann 29. október s.l., vil ég vekja athygli á eftirfarandi: 1. Greinin í heild undirstrikar vel réttmæti þeirrar gagnrýni minnar, að í skrifum um kyndi- kostnað sé oft ekki gerður grein- armunur á heildarkostnaði, orku- kostnaði og vatns- og olíukostnaði. 2. 1 upphafi greinarinnar er ranglega sagt, að hitaveitustjóri hafi tekið „mið af orkunotkun", sbr. liö 8 hér á eftir. Greinarhöf- undur gerir þarna ekki mun á orkukostnaði annars vegar og heitavatnskostnaði og olíukostn- aði hins vegar. 3. Tafla 1 í grein minni sýndi samanburð á heitavatnskostnaði og olíukostnaði, því er rangt, að rafmagnskostnað vanti í töfluna. 4. Rangt er að mér hafi verið send ársskýrsla Hitaveitu Reykja- vfkur. 5. I skýrslu þeirri í Orkumálum nr. 21, sem ég vitnaði til, er ekki getið um, hvernig uppgefið rúm- mál er reiknað. Eftir því sem ég bezt veit mun ekki vera til skrán- ing á innanmáli húsrýmis. Því hefi ég talið, að í umræddri skýrslu væri átt við utanmál og að sjálfsögðu ekki annað húsrými en það, sem notkun heita vatnsins fór fram í. Það er hins vegar rangtúlkun hjá greinarhöfundi, að „upphitað rúmmál" geti ein- ungis átt við innanmál. 6. I þeim tveimur heimildum, sem ég vitnaði til, var nokkur, en ekki óeðlilegur mismunur á meðalnotkun heits vatns. Ég valdi lægri töluna til þess að gera skekkju hitaveitustjóra sem minnsta. Ég hcfði eins vel getað notað niðurstöðu athugana Karls O. Jónssonar en hann miðaði að sjálfsögðu við sams konar rúmmál í báðum tilfellum. Þá hefði niður- staðan f töflu 1 orðið 33,0% í stað 31,5%. 7. Fróðlegt var að fá birta út- reikninga greinarhöfundar á kostnaðarsamanburði hitaveit- unnar. Liður 1) ber yfirskriftina „Beinn orkukostnaður“ enda þótt hann sýni ekki orkukostnað heldur aðeins heitavatnskostnað án mælaleigu og olfukostnað. For- sendur um nýtingu heits vatns og um brennslunýtni eru umdeildar og eru niðurstöðurnar því ekki á traustum grunni byggðar. Af þessum sökum hefi ég að undan- förnu valið að byggja samanburð- inn á reynslutölum um notkun í mældum einingum. Óraunhæft er að reikna með 7% ársvöxtum og 10% vaxta- og fyrningarkostnaði. 8. 1 Morgunblaðinu þann 18. september s.l. segir hitaveitu- stjóri í viðtali: „Miðað við óbreytt verð á heitu vatni og olfu til hús- hitunar er heitavatnskostnaður um 25% af oiíukostnaði." I Vísi þann 1. október s.l. segir yfirverk- fræðingur Hitaveitu Reykjavfkur Framhald á bls. 23 Ég ætla ekki að rekja 90 ára sögu. En ég get þó sagt frá því, hvað þessi félagsskapur getur gef- ið einstaklingnum, því það hef ég reynt. Ég get einnig sagt því hversu mikils virði það er fjölda- mörgum að hafa starfað langa æfi f þessum félagsskap. Því hef ég kynnst. Það hlýtur að vera ein- staklingnum nauðsynlegt í þjóð- félagi sem er byggt upp á harðri lífsbaráttu og gróðafíkn, að geta lokað dyrunum, gleymt hvers- dagsleikanum og leitt hugann að mannbætandi hugsjón. Það hlýt- ur að vera nauðsynlegt þjóðfélagi, sem byggt er upp á einstaklings- hyggju, að eiga félög sem leggja áherslu á mannleg samskipti og þroska félaga sína í félagslegu og lýðræðislegu starfi. Það er þetta sem gerir Góðtemplararegluna mikils vi’-ði, bæði þeim sem eru félagar hennar og einnig og engu sfður þjóðfélaginu öllu. Því ef lýð- veldið á.að lifa, þá verða að lifa með þjóðinni einstaklingar sem eru vel þroskaðir félagslega og andlega. Fyrsta stúkan í Reykjavík var stofnuð 3. júlí 1885 og var það stúkan Verðandi nr. 9. Stuttu seinna eða þann 17. nóv. 1885 var stúkan Einingin nr. 14 stofnuð. Báðar þessar stúkur starfa vel enn þann dag í dag. Með stofnun þessara stúkna hófst merkt og ómetanlegt félagsmálastarf hér í borginni. Góðtemplarareglan varð fljótlega miðstöð félags- og menningarmála í Reykjavfk. Ekk- ert var félögunum óviðkomandi og minnismerki um störf hinna fyrstu ára standa enn f dag. En það stsrf, unnið á vegum Góðtemplarareglunnar, sem ég tel að hafi verið borgurunum einna mest virði, er starf barna- stúknanna. Strax um vorið 1886 var fyrsta barnastúkan stofnuð. Það var barnastúkan Æskan nr. 1. Þau börn og unglingar sem stfga sín fyrstu félags- og skemmtana- spor í barnastúkunum fá ómetan- legt veganesti. Þau læra að vinna saman og yfirstfga feimni. Allt starfið er byggt á kristilegum grunni og síðast en ekki síst er þeim gerð grein fyrir að bindindi borgar sig. Unga fólkið er framtíðin og því er nauðsynlegt að búa það sem best í stakkinn, áður en það kynnist kaldri lífs- baráttunni. Gera það að sjálf- stæðu frjálsu fólki, færu um að takast á við þá persónulegu erfið- leika sem alltaf koma á gelgju- skeiðinu. Færu um að taka ákvarðanir sem byggðar eru á eigin skoðunum, en ekki skoðun- um þrýstihópa. Á þessu sviði tel ég að starf Góðtemplarareglunnar sé einna merkast. Maður skyldi ætla að félags- skapur sem þessi væri óskabarn þjóðarinnar. Að fólk gerði sér grein fyrir því, að Góðtemplara- reglan væri einmitt það tæki sem best mætti nýta til að upphefja stérka baráttu gegn því sívaxandi böli sem áfengið er. Það eru vissu- lega margjr og þeim fér fjölgandi sem hafa þá skoðun. Félagsaukn- ing hefur átt sér stað og margt ungt fólk hefur gengið til liðs við Regluna. Þetta er vissulega, að nokkru leyti ávöxtur kraftmikils starfs ungtemplara á síðustu árum. Þaðan hafa komið margir góðir kraftar. Það er nú samt stað- reynd, sem ekki verður litið fram- hjá, að Góðtemplarareglan á sér óvildarmenn og margir þeirra hafa hátt. Þetta er mjög eðlilegt. Góðtemplarareglan tekur mjög ákveðna afstöðu til áfengis og þeirra afleiðinga sem ofneyslu fylgja. Áfengið á sér marga vildarvini, sem snúast sárreiðir gegn þeim aðila, sem þeir telja hættulegastan vini sínum. Á meðan Góðtemplarareglunni tekst að vekja umtal og jafnvel deilur, þá er hún hreyfing sem nær til fjöldans og á meðan svo er, þá er alltaf von um árangur. Sveinn H. Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.