Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
31
Vítir þingið
Kissinger ?
Washington, 14. nóvember.
Reuter.
BANDARlSK þingnefnd ákvaÓ f
dag að saka Henry Kissinger
utanrfkisráðherra um að sýna
þinginu Iftilsvirðingu þar sem
hann neitar að afhenda henni
leyniskjöl um
leynilegar að-
gerðir Banda-
rfkjamanna er-
lendis. Ef önnur
þingnefnd
samþykkir til-
löguna fer hún
fyrir fulltrúa-
deildina og ef
deildin
samþykkir hana
gæti svo farið að
Kissinger yrði settur I fengelsi.
Það er talið mjög ðsennilegt að
svo fari.
Nefndin steig þetta skref þegar
henni var tjáð að Ford forseti
— Svanur
Framhald af bls. 32
við bryggjurnar þar, þannig að
engin aðkomuskip geta fengið
bryggjupláss. — Sagði Jensen
að hann ætti ekki von á frekari
aðgerðum sjómanna, — þetta
nægir f bili.
Fiskimenn í Skagen hafa
gripið til sömu aðgerða og
kollegar þeirra i Hirtshals.
Sagði Leo Michelsen hjá G.H.
Töstesen umboðsmanni fs-
lenzkra skipa í Skagen, að
meðal þeirra skipa, sem rekin
hefðu verið út úr höfninni þar,
væri belgískur togari, sem
ætlaði sér að selja þar í von um
að fá hærra verð en heima,
vegna fiskleysis í Danmörku.
Þá hefur fjölda sænskra fiski-
báta verið vfsað burtu.
„Það er þegar ljóst, að það
þýðir heldur ekkert fyrir
danska báta, að koma hingað
með afla. Sjómenn sjá vel um
að enginn fiskur berizt f land í
Danmörku þessa dagana. Við
hér áttum ekki von á svona
vandamáli, en það verður ekki
leyst nema með samstarfi allra
aðila á næstu dögum.“
— Tvö atriði
Framhald af bls. 2
á neinn hátt. Armannsfell hafi
ekki grunað, að framlag þetta yrði
félaginu til góðs eða ills á nokk-
urn hátt. Mætti segir, að sama dag
hafi þeir fengið kvittun fyrir
framlaginu, undirritaða af Albert
Guðmundssyni og þakkarskjal
undirritað af Albert.
Mætti segir, að Albert Guð-
mundsson hafi óskað þess við
Svein R. Eyjólfsson, að hann
fengi tækifæri til að þakka þeim
bræðrum persónulega fyrir fram-
lagið. 1 framhaldi af því hafi þeir
farið í almennan viðtalstíma til
Alberts Guðmundssonar eins og
áður er sagt frá. Með þeim í för-
inni hafi verið Sveinn R. Eyjólfs-
son. Hafi Albert á þessum fundi
þakkað þeim framlagið.
Aðspurður segir mætti, að eng-
in tengsl hafi verið í sínum huga
milli fjárframlagsins og þess að
þeir leituðu siðar með tillögur
Vífils Magnússonar til Alberts
Guðmundssonar.
Að áliti mætta kann það að hafa
ráðið einhverju, að Ármannsfell
leitaði sérstaklega til Alberts
Guðmundssonar, að borgarstjóri
hefur að áliti mætta, reynzt
frekar neikvæður í garð fyrir-
tækisins, eftir að hann tók við
embætti sínu, e.t.v. vegna þess, að
hann hefur að ástæðulausu verið
béndlaður við fyrirtækið.
Upplesið, játað rétt bókað.
Armann Ö. Armannsson."
UMSÖGN BORGARSTJÓRA:
„Mætta er kynntur framburður
Ármanns Ármannssonar varð-
hefði ákveðið að afhenda ekki
skjölin með tilvísun til forrétt-
inda sinna sem forseta. Nefnd-
armenn segja að skjölin fjalli um
átta leynilegar aðgerðir í tíð for-
setanna Johnsons og Nixons og
Ford hafi engan rétt til að vfsa til
forréttinda sinna.
andi það að hann hafi verið
frekar neikvæður f garð félagsins
eftir að hann varð borgarstjóri, og
segir hann í þvf sambandi að það
hafi á árinu 1972, að orðið hafi
einhver blaðaskrif þar sem hann
var bendlaður við félagið, og hafi
það ef til vill valdið einhverju um
þetta álit Ármanns."
— Tíðindalaust
Framhald af bls. 32
f nefndinni Edward Bishop að-
stoðarsjávarútvegsráðherra, að-
stoðarmaður Hattersley að nafni
Westbrock, Atkinsson úr utan-
ríkisráðuneytinu og vfsinda-
mennirnir Moss og Jupe sem
báðir tóku þátt f sérfræðingavið-
ræðunum með fsienzku fiskifræð-
ingunum hér heima á dögunum.
Tfðindalaust hefur verið á mið-
unum við Island frá því að allir
undanþágusamningarnir við er-
lend rfki um veiðar erlendra tog-
ara hér við land runnu út á mið-
nætti f fyrrinótt. I landhelgis-
gæzluflugi í gær voru taldir 50
brezkir togarar að ólöglegum
veiðum á svæðinu milli Langa-
ness og Hvalbaks út af Austfjörð-
um og 5 togarar brezkir til við-
bótar voru að ólöglegum veiðum
út af Horni á Vestfjarðamiðum.
Einn v-þýzkur togari var að
veiðum grunnt út af Ingólfshöfða
eða um 27 sjómílur frá landi. Þá
sáust tveir belgískir togarar að
veiðum innan fiskveiðilögsög-
unnar og talið var sennilegt að
þeir væru fleiri, enda þótt þeir
sæjust ekki vegna lélegs skyggn-
is. Þá var talið að einnig væru
tveir Færeyingar að veiðum fyrir
innan fiskveiðilögsöguna.
Að því er Pétur Sigurðsson, for-
stjóri Landhelgisgæzlunnar, tjáði
Morgunblaðinu f gær var ekkert
stuggað við hinum erlendu togur-
um f gær, heldur var talið eðli-
legra að fylgjast náið með veiðum
þeirra og sjá hvernig framvindan
yrði.
— Tvennt látið
Framhald af bls. 32
lunblaðsins. Þar var sagt að bif-
reiðin hefði lent á Ingunni og
stöllu hennar þegar ökumaður
hennar reyndi að koma í veg fyrir
árekstur við vélhjól, er sveigt hafi
f veg fyrir bifreiðina. Hið rétta er
að þegar ökumaður vélhjólsins
hugðist beygja á gatnamótum, tók
bifreiðin fram úr þannig að vél-
hjólið lenti inn í hlið bifreiðarinn-
ar. Við það missti ökumaður
hennar stjórn á henni með
framangreindum afleiðingum.
— 7,5 milljarðar
Framhald af bls. 32
ins verði aldrei svo þröng, að
stjórnvöldum gefist ekki færi á að
takast á við efnahagsvandann
með skipulegum hætti, en neyðist
f þess stað til að grípa til skyndi-
ráðstafana."
Þá segir einnig að þeir erlendu
bankar, er að lánssamningnum
standa hafi með honum lýst
trausti sínu á getu og vilja Islend-
inga til þess að takast einarðlega
á við og leysa þann mikla efna-
hagsvanda, sem nú steðjar að.
„Hinn mikilverði stuðningur, sem
í þessu felst, er veittur í trausti
þess, að fslenzk stjórnvöld láti
einkis ófreistað til þess að standa
við þessar og aðrar skuldbind-
ingar, sem Islendingar hafa tekið
á sig erlendis. Mun Seðlabankinn
einbeita sér að því, að þessum
markmiðum verði náð.“
Seðlabankinn getur dregið
þetta lán hvenær sem er á næstu
þremur árum, en það, sem þá
hefur verið notað, skal endur-
greitt á næstu þremur árum á
eftir. Vextir af láninu eru breyti-
legir og munu þeir fylgja vöxtum
á hinum svokallaða millibanka-
markaði í London. Um lántökuna
hafa séð þrir bankar, Citicorp
International Bank, Ltd., Krediet-
bank S.A. Luxembourgeoise og
Morgan Guaranty Trust Co. of
New York. Alls eru 13 erlendir
bankar aðilar að láns-
samningnum.
— Verðbólgu-
hraðinn
Framhald af bls. 32
verður að ná, enda er óhugsandi
að Seðlabankinn geti fjármagnað
frekari hallarekstur ríkissjóðs, ef
hann á að standa við þær skuld-
bindingar, sem hann hefur þegar
tekið á sig gagnvart erlendum
aðilum."
önnur orsök jafiivægisleysis á
þessu ári hefur verið ör útlána-
aukning fjárfestingarsjóða og
mikil aukning opinberra fram-
kvæmda, sem fjármagnaðar hafa
verið með erlendu lánsfé. Nú er
unnið að lánsfjáráætlun fyrir
næsta ár, þar sem setja verður
útlánum fjárfestingarsjóða og
erlendum lántökum til opinberra
framkvæmda þröng takmörk er
séu í samræmi við það megin-
markmið efnahagsstefnunnar að
stórlækka viðskiptahallann við
útlönd. Er að því stefnt að þessar
áætlanir verði afgreiddar í megin-
atriðum ásamt fjárlögum fyrir lok
haustþingsins.
I þriðja lagi verður óhjákvæmi-
lega að halda áfram á næsta ári
verulegu aðhaldi í útlánum bank-
anna, en í þeim efnum hefur þó
nokkur árangur náðst á þessu ári.
Hins vegar er það skoðum Seðla-
bankans að við núverandi efna-
hagsaðstæður ætti fyrst og fremst
að reyna að ná jafnvægi með að-
haldi í opinberum útgjöldum og
fjárfestingu, svo að nauðsynlegar
aðhaldsaðgerðir þurfi ekki að
bitna að greiðslustöðu fram-
leiðsluatvinnuveganna.
Fjármálalegar aðgerðir, sem
gerðar hafa verið og gera á, hafa
allar þann tilgang að draga úr
viðskiptahallanum við útlönd.
Um leið eru þær meginforsenda
þess að hægt verði að draga úr
verðbólugþróuninni á næstunni.
Hin forsendan er að samtlmis tak-
ist að marka áfram hófsama
stefnu í launamálunum, en i
þeim efnum hefur þegar
náðst umtalsverður árangur
á þessu ári. I greinar-
gerð Seðlabankans segir: „Vegna
þeirra tiltölulega hóflegu
kjarasamninga, sem gerðir voru
fyrr að þessu ári, hefur nú þegar
dregið mjög verulega úr verð-
hækkunum og verður verðbólgu-
hraðinn væntanlega um það bil
helmingi minni á slðari helmingi
þessa árs en á fyrra helmingi árs-
ins og á árinu 1974. Virðist verð-
bólgan nú þegar vera komin niður
á svipað stig eða lægra á árinu
1973. Enginn vafi er á þvi að
árangur sá, sem náðst hefur I
þessu efni hefur átt mikinn þátt I
því að tryggja viðunandi atvinnu-
ástand I landinu og koma I veg
fyrir enn meiri erfiðleika at-
vinnuveganna. Enn ný verðbólgu-
skriða mundi tvimælalaust stefna
bæði stöðunni út á við og atvinnu-
ástandinu I alvarlega hættu.
Verðbólgan virðist nú mjög hafa
rénað I flestum viðskiptalöndum
Islendinga. Sú þróun gerir auð-
veldara, en um leið enn brýnna að
vinna sem fyrst bug á þeirri
hættulegu verðbólgu sem hér hef-
ur ríkt um meira en tveggja ára
skeið."
Þá kom fram á blaðamanna-
fundi með bankastjórum Seðla-
bankans I gær, að greiðslubyrði
þjóðarinnar væri nú um það bil
15% af gjaldeyristekjum hennar
og búizt er við vegna þeirra lán-
taka, sem stofnað hefur verið til,
að hún fari yfir 16% á næsta ári.
Stefnir hún upp á viðogánæstu 3
til 4 árum er búizt við að hún
verði komin I um það bil 20%
— Getur leyst
Framhald af bls. 2
Hefur bandalagið á undanförnum
árum lyft grettistaki I þágu
fatlaðs fólks á Islandi, eins og
byggingar þess við Hátún sýna.
Þráinn sagði að forráðamönnum
Iðntækni hefði þegar litist mjög
vel á þessa hugmynd, en algengt
er erlendis að fólk, sem ekki
getur. gengið að venjulegum dag-
legum störfum starfi við sllka
samsetningarvinnu, sem er mjög
hentug, þar sem um setuvinnu er
að ræða við sjálfstýrðar samsetn-
ingarvélar. Viðræður Iðntækni og
öryrkjabandalagsins hefðu siðan
leitt til fyrrnefnds samkomulags
og sagði Þráinn að forráðamenn
Iðntæni væru mjög ánægðir með
það, bæði að fá stöðugt vinnuafl
og geta veitt meðlimum banda-
lagsins atvinnu. Sagði Þráinn, að
gert væri ráð fyrir að 7—10
manns þyrfti til þessara starfa á
næsta ári og yrði vinnutímanum
væntanlega skipt eitthvað á milli
fólksins, en slðan mætti búast við
aukningu, eftir þvf sem fyrir-
tækið færði út kvíarnar.
Þá ræddi Mbl. við Guðmund
Löve formann öryrkjabandalags-
ins og sagði hann að skv. tveimur
könnunum, sem gerðar hefðu
verið á þörf á störfum fyrir
öryrkja hefði komið I ljós, að um
210 vinnupláss vantaði fyrir
öryrkja á landinu. Ef samstarfið
við Iðntækni þróaðist eins
og vonir stæðu til myndi það
leysa vandamál öryrkja I
Reykjavík og nágrenni og því
væri hér um mjög mikil-
vægt skref að ræða. Verið
væri að innrétta 9. hæðina I mið-
húsinu við Hátún undir þessa
starfsemi og þar mætti skapa
starfsaðstöðu 'fyrir 40—50 manns.
I framtíðinni á að verða þarna
setustofa fyrir Ibúa hússins sem
væntanlega yrði tekin I notkun,
er gengið hefur verið frá tengi-
byggingu milli húsanna, en þar er
gerð ráð fyrir vinnustofum.
— Ástríkur
Framhald af bls. 2
hafa komið út I samtals um 25
milljónum eintaka á 23 tungu-
málum, þar á meðal latínu,
sem kannski er ekki að undra
þvl að I hinum fornu heim-
kynnum þeirrar tungu gerist
sagan.
Efniviðurinn er sem sagtsótt
ur til tlma Rómaveldis og ger-
ist sagan I Gallfu á dögum Ces-
ars. Byggist hún á raunveru-
legri sögu Galla en I frásogn-
inni úir og grúir af nútímaleg-
um skirskotunum, sem eiga að
öllum líkindum mestan þátt I
vinsældum sögunnar. Annars
má geta þess, að til eru miklar
bókmenntir og fræðirit um
myndasöguna sjálfa og hvern-
ig standi á vinsældum hennar.
Aðalpersónurnar eru annars
Ástríkur gallvaski, Steinrikur
alvaski, eða Obelix eins og
hann heitir á franska og al-
þjóðlega vísu að ógleymdum
Sjóðríki seyðkarli eða Getafix,
sem hrindir frásögninni af
stað með því að brugga leyni-
drykk er hefur I för með sér að
Gallar geta varizt allri ásókn
Rómverja.
— Hafnbann
Framhald af bls. 1
Hafnbannið er svar sjómanna
við þeirri ákvörðun stjórnarinnar
að banna alla þorskveiði Dana I
Norðursjó og fyrri ákvörðun
hennar um að banna síldveiði
Dana I Norðursjó þar sem danskir
sjómenn hafa fyllt þann kvóta
fyrir veiðarnar á þessu ári
sem Norðaustur- Atlantshafs-
fiskveiðinefndin hefur ákveðið.
hefur ákveðið.
Reiði sjómanna vegna þessara
ákvarðana var svo mikil að þeir
sigldu til hafnar og ákváðu að
hætta öllum veiðum ef banninu
yrði ekki aflétt. I staðinn lokuðu
þeir höfnum á Jótlandi og vildu
þar með koma I veg fyrir landanir
erlendra togara. Mótmæli fisk-
iðnaðarins voru að engu höfð og
lögreglan vildi ekki skerast J leik-
inn.
— Sjálfstæðis-
félögin
Framhald af bls. 2
Hvolhrepps, og hreppsnefnd
Hvolhrepps þvi umráðaaðili þess.
Forráðamenn sjálfstæðisfélag-
anna ákváðu því að leita liðsinnis
hjá oddvita hreppsnefndarinnar
og óskuðu eftir þvl að áður veitt
leyfi fyrir afnotum af húsinu
þann 14. nóvember stæði óbreytt.
Árangur af þessu varð sá, að odd-
vitinn staðfesti ákvörðun for-
stöðumanns félagsheimilisins um
að samkoman yrði ekki haldin, og
ástæðan væri sú að Óláfur kaup-
félagsstjóri gæti með engu móti
fallizt á að þessi samkoma yrði i
Hvoli. Kaupfélagsstjórinn á ekki
sæti I hreppsnefnd Hvolhrepps.
— Jón.
— Margir
uggandi
Framhald af bls. 1
Menn eru þannig á tveimur, ef
ekki mörgum, áttum um það
hvað sé framundan fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar.“
„Nú, það voru öll Arabarík-
in og kommúnistaríkin sem
stóðu saman við þessa atkvæða*
greiðslu ásamt Afríkuríkjum,“
sagði Pétur ennfremur, „og
menn segja sem svo að þetta sé
kannski skiljanlegt fyrir flest
Arabarlkin vegna þess að þau
eigi raunar enn I ófriði við ísra-
el. En mönnum ber hins vegar
ekki saman um hvernig eigi að
skilja afstöðu Egypta eftir ný-
gert samkomulag um Sinai-
skaga og telja jafnvel að lítil
heilindi hafi verið á bak við
þann samning frá þeirra hendi
þegar þeir greiða atkvæði með
tillögu sem hefur það I för með
sér, — þegar maður skoðar
hana I botn —, að Israelsríki
yrði útmáð. Aðrir telja að til-
lögunni hafi að hluta verið
beint að Sadat eða Egyptum
sjálfum, — að Arabaríkin hafi
notað tækifærið til þess að setja
Sadat upp við vegg. Og mér
finnst það skiljanlegt að
Egyptar hafi orðið að vera með
I þessu til að halda samstöðu
við önnur Arabarfki og Afríku-
ríki.“
Pétur gat þess að æði drama-
tískt hefði verið að sjá ambassa-
dor ísraels er hann stóð I ræðu-
stólnum eftir atkvæðagreiðsl-
una og sagði að ísraelar myndu
ekki taka meira mark á þessu
en hverju öðru pappírsgagni,
reif það I sundur og gekk svo úr
ræðustól. Hann sagði að harka
Arabarikjanna hefði komið vel
I ljós I fyrradag á allsherjar-
þinginu er þau hefðu hótað að
leggja fram vantrauststillögu á
Thorne, forseta þingsins, fyrir
að hafa tekið afstöðu til
ályktunarinnar og sagt hana
hættulega. Þurftu þingfull-
trúar að bíða I eina klukku-
stund á meðan verið var að
reyna að fá þá ofan af þessu og
það tókst með því að Thorne
lýsti þvl yfir að hann hefði að
sjálfsögðu talað sem fulltrúi
Luxembourg. Loks sagði Pétur
að íslendingar hefðu staðið
með Vestur-Evrópuþjóðunum
gegn ályktuninni, og hefði
verið algjör eining innan sendi-
nefndarinnar um það, enda
hefði ísland verið eitt af þeim
ríkjum sem á sínum tíma stóðu
að því að Israel var tekið I tölu
Sameinuðu þjóðanna. „Strax
daginn eftir kom mikið og
fallegt þakkarbréf til sendi-
ráðsins frá Israelum þar sem
þeir þökkuðu fyrir stuðning-
inn. En það er alveg öruggt að
þetta mál á eftir að hafa ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar."
— Málaliðar
Framhald af bls. 1
miðja vegu milli Luanda og Car-
mona, aðalvirkis FNLA.
FNLA spáði því I fréttatilkynn-
ingu I Kinshasa I dag að Luanda
mundi falla „eins og Saigon og
Phnom Tenh". Hreyfingin kallaði
Neto „Thieu Luanda sem teldi sig
fulltrúa 80% þjóðarinnar sem
hann hefði ekki náð á sitt vald.“
Allt er með kyrrum kjörum I höf-
uðborginni.