Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
25
fólk f
fréttum
+ Meðfylgjandi mynd er frð mikilli bátasýningu
I Hamborg. Á sýningunni gat þó að Ifta marga
aðra hluta en báta og skip. T.d. þessi Ifkneski og
kafarahjálma, 1200 báta og skútur, björgunar- og
siglingatæki, sérstakan klæðnað, bækur ogýmsan
nauðsynlegan og ónauðsynlegan útbúnað fyrir
sæfarendur.
+ Nýlega lauk mikilli siglingakeppni á leiðinni
London-Sydney og sigurvegari varð áhöfn skút-
unnar „Great Britain II.“ Myndin er tekin af
skútunni um 70 mflur frá Ástralfu og hægra
megin er flugvéi frá ástralska lofthernum.
+ Hún fröken Kúba var vfga-
leg þegar hún mætti til leiks f
samkeppninni „Ungfrú AI-
heimur", sem hefst í London
20. þessa mánaðar. Fyrirferðar-
mikill hatturinn sat skakkur á
fögru höfðinu og digur vindill
trónaði á milli vara hennar.
Hún hefur sjálfsagt ekki vitað
um herferðina gegn reyking-
um, sem stendur yfir þessa
dagana hér á landi, þvf kotrosk-
in blikkaði hún Ijósmyndarann
hvergi feimin. Hún fröken
Kúba er 22ja ára gömul og
heitir Marisels Mexie Clark, ef
einhver vildi vita það.
-M-
+ Sumir hafa kallað hann
svindlara og sjónhverfinga-
mann, aðrir hafa viðurkennt
hann sem mikinn hæfileika-
mann. Uri Geller hefur gert
vfðreist um heim allan og m.a.
komið fram hjá sjónvarps-
stöðvum vfða um Evrópu.
Þar hefur hann ieikið sér að
þvf að gera furðulegustu hluti,
hann hefur beygt hnífa, gaffla
og skeiðar fram og aftur, látið
klukkur ganga aftur á bak og
ýmislegt annað ævintýralegt
þvf maðurinn hefur gert þetta f
gegnum sjónvarpstækin. Nú
hefur Uri Geller fengið sér
nýjan starfa. Hann er orðinn
gullleitarmaður og sagan segir
að hann hafi haft heppnina
með sér f þeim bransa og tekizt
að finna gull þar sem fæstir
hafa búizt við bvf að væri um
slfka góðmálma að ræða. Hafa
mörg námufvrirtæki nú boðið
Geller starf sem lifandi guil-
leitara, en venjan er jú sú, að á
þessari öld tækninnar sjái full-
komin tæki um leitina.
+ John Wayne er nýlega skil-
inn við eiginkonu sfna og þar
að auki hefur hann lýst þvf yfir
að hann sé orðinn grútleiður á
að vera hinn einmana kúreki f
ótal hlutverkum. Hann hefur
sagt að hann hafi mikinn áhuga
á að ná sér í nýja eiginkonu. —
Hvernig á ég annars að geta
passað barnabörnin mfn 20, á
Jón væni að hafa sagt.
Basar Kvenfélags
Grensássóknar
HINN árlegi basar Kvenfélags
Grensássóknar verður haldinn að
þessu sinni í Safnaðarheimilinu
við Háaleitisbraut laugardaginn
15. nóvember og hefst hann kl.
14:00.
Eins og áður verða þar á boð-
sólum margir fallegir og nytsamir
hlutir, sem koma sér vel fyrir
jólin bæði til gjafa og annars.
Kvenfélagið hefur fært kirkju
sinni margar góðar gjafir og ber
þar hæst fagrar og hljómmiklar
kirkjuklukkur, sem voru vígðar
og teknar í notkun á fyrsta sunnu-
degi í aðventu i fyrra. Kven-
félagið gaf einnig á sínum tíma
fullkomna eldhúsinnréttingu í
safnaðarheimilið. Þá vil ég
minnast á ýmsa kirkjulega muni,
svo sem silfurbúnað fyrir altaris-
sakramenti, hökla og nú síðast
sérstaka biblíu og biblíustatíf á
altari.
Að baki slíkum gjöfum er góður
hugur til kirkjunnar, en lfka
mikil vinna og óþreytandi áhugi
og nú er það okkar að þakka þetta
fórnfúsa starf með því að koma á
basarinn og kaupa.
Ég vil þvi skora á allt safnaðar-
fólk og aðra velunnara Grensás-
kirkju að fjölmenna í safnaðar-
heimilið á laugardaginn 15.
nóvember kl. 14:00 og verzla vel.
Kvenfélag Grensássóknar, hafi
þökk fyrir allt og Guð blessi allt
starf ykkar.
Halldór S. Gröndal.
Blað-
burðar
fólk
3IIar@Mnl'I8þ^í,
Austurbær
Miðbaer
Ingólfsstræti
Uppl. í síma
Uthverfi
Selás
Leikerasmiður frá Glit
verður I fjósinu
Föstudag kl. 20—22
Laugardag kl. 14—16
Sunnudag kl. 14—16
Komið og sjáið sérkennilegustu
blómaverzlun landsins