Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NOVEMBER 1975 29 VELVAKANDI jVelvakandi svarar I síma 10-100, nkl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Um bjórinn Ilalldór Kristjánsson frá Kirkjubóli skrifar: „í tilefni af bréfi Henriks Jóhannessonar, birtu 13. nóv., langar mig til að biðja þig fyrir þessi orð. Þar segir svo: „Þeir sem skrifa mest um bjór- inn eru á móti honum i einu og öllu, en það er lítið minnzt á brennivinið. Hvers vegna? Vegna þess að með tilkomu bjórsins mundi brennivínssalan minnka til mikilla muna og þar með prósentutalan, sem af henni renn- ur til Góðtemplarareglunnar. Það er þetta sem fyrir þeim vakir og ekkert annað.“ Þessu svara ég svo: 1. Það er bláköld lygi að nokkur prósentutala af brennivfnssölu renni til Góðtemplarareglunnar. 2. Við Árni Helgason höfum stundum minnzt á brennivín í blaðagreinum. 3. Ég sé engar líkur til að til- koma bjórsins myndi minnka brennivinssölu hér á landi frem- ur en i Svíþjóð og Finnlandi. Þar voru menn sem trúðu þessu eins og Henrik Jóhannesson. Þeir fengu þvi ráðið að áfengur bjór er seldur víðar í verzlunum og á veitingastöðum en sterkari drykk- ir. Hann er keyptur og drukkinn en brennivínið jafnt eða meira en áður. 4. Sé bjórinn „hvorki skaðlegur né bölvaldur" „rétt með farinn“, má þá ekki segja það sama um brennivin? 5. í bjórlöndum eins og Dan- mörku er fjöldi manna sem fer „oftar en einu sinni á bjórfyllirí". 6. Með tilkomu bjórsins myndi það breytast sem er ljósi punktur- inn í áfengismálum íslendinga að menn eru yfirleitt áfengislausir á vinnustað og i vinnutima. Þetta svar vona ég að nægi. Halldór Kristjánsson.“ £ Hraðinn, streitan og poppskarkalinn. Aróra Guðmundsdóttir hringdi og kvaðst hafa látið sér detta í hug, að poppi og tónlistarskarkala mætti að vissu leyti kenna um það hve erfitt væri að ráða við krakka nú til dags. Kvaðst hún siðan hafa farið að lesa pjstil Jóhannesar Helga um útvarp, en þar hefði hann einmitt gert það sama að umræðuefni. Hún sagðist lesa skrif Jóhannesar sér til mikillar ánægju og bað fyrir sérstaka kveðju til hans. Það sem hér er fitjað upp á getur verið tilefni til ýmiss konar hugleiðinga. Það er eins og eng- inn hafi þorað að brydda upp á þvf, að sá ógnarhávaði, sem fram- leiddur er í danshúsum og út- varpi — sem venjulega gengur undir nafninu popp — sé nokkuð, sem þarf að taka til athugunar. Ekki þorir nokkur maður að halda þvi fram, að þetta geti ekki flokkazt undir boðlega tónlist því að þá er sá hinn sami dæmdur þröngsýnn, óalandi og óferjandi. Auðvitað er smekkur manna ætíð misjafn og verða aldrei farnar troðnar slóðir i þeim efnum, en það sem hins vegar er athugandi og það i fullri alvöru er, hvort ekki verði að setja reglur um leyfilegan hávaða á skemmtistöð- um, þvf að ekki er víst hægt að stjórna þvi hve útvarps- og hljóm- flutningstæki eru hátt stillt í heimahúsum. Fróðleiksmenn hafa sýnt fram á það með óyggjandi tölum, að heýrnar- skemmdir af völdum þessa tóna- flóðs eru staðreynd, sem ekki er hægt að horfa framhjá, en þrátt fyrir þetta er ekkert að gert. Hvaða ráðum á svo að beita á heimilum til að minnka aðeins áhrif skarkalans verður auðvitað að taka afstöðu til í hverju ein- stöku tilfelli, en kannski væri það ekki hvað sizt verðugt verkefni fyrir áhugafólk og opinbera aðila að þessu leyti að kynna ungu fólki eitthvað áhugaverðara til að fást við og hlusta á en þá dægurtön- list, sem yfirgnæfir flest annað. 0 Undarlegir afgreiðsluhættir Húsmóðir á Grisstaðaholtinu sagði Velvakanda eftirfarandi sögu: „Ég var að sauma flauelsföt á son minn til jólanna. Upphaflega hafði ég keypt of iitið efni, og þegar ég kom til að fá viðbót, vildi svo óheppilega til, að tauið var uppurið I þeim lit sem mig vantaði. Ég spurði þá afgreiðslu- stúlkuna hvaða heild- sala hefði selt verzluninni það, svo ég gæti snúið mér þangað og fengið að vita hvaða búðir aðrar hefðu fengið samskonar efni, i þeirri von, að ég gæti fengið við- bót. Stúlkan svaraði mér önug- lega mjög, og sagði: „Svona upp- lýsingar gefum við aldrei.“ Ég átti ekki annars úrkostar en að leggja land undir fót og fara i' allar þær búðir, sem hafa álna- vöru á boðstólum. Að lokum kom ég i eina, þar sem flauelið góða fékkst vissulega, en bara ekki lit- urinn, sem ég þurfti að fá. Við afgreiðslu var maður, sem ég spurði náttúrlega hvar hann hefði fengið efnið. Hann var ófánalegur til að segja mér þetta óttalega leyndarmál, og þegar ég spurði hvort hann gæti grennslazt um hvort hægt væri að fá þennan ákveðna lit i leyniheildsölunni, var svarið: „Ætli við værum ekki með það, ef það væri hægt.“ Þetta var nú öll fyrirgreiðslan i þeirri verzlun." Hún hafði farið til Enköping dl að hitta systur sína. En sú s.'igði Arne aftur á móti að Motander- hjónin hefðu rifizt óskaplega mikið sfðustu vikurnar sem hann lifði — Rifizt — og um hvað? Barbara leit undan og svaraði hikandi: — Það vissi hún þvf miður ekki. Hún hélt það hefði verið út af peningum. Ég fyrir mitt leyti hef grun um að forstjórinn hafi verið argur yfir þvf að kona hans var að skipta sér af málum, sem hann taldi að henni kæmu ekki við. Það er reyndar ekki ein- kcnnilegt þótt mönnum lendi saman við þetta kellingarskass... — Ef það er satt sem hér hefur verið sagt, sagði Einar og kenndi óduldrar reiði f róm hans — þá má segja að Tekla Motander hafi f raun og veru orðið manni sfnum að bana með þvf að aðhafast ekki neitt heilan dag honum til hjálp- ar og „halda“ að þetta væri smá- kveisa þegar maðurinn var að engjast sundur og saman úr alvar- legri botnlangabólgu. Þá get ég ekki betur séð en þetta sé við- bjóðslegt morð. Sá sem hefur dirfsku og taugastyrk til að koma HÖGNI HREKKVÍSI „Hentu kettinum út í hvelli“ CORONELL FJÖLDI NÝRRA GERÐA .1 n '■ p SENDIIM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Aðrir Háskólatónleikar 1975—1976 í Félagsstofnun stúdenta í dag kl. 5. Elísabet Erlingsdóttir, Jórunn Viðar og Atli Heimir Sveinsson flytja íslenzka tónlist m.a. eigin verk. Tónleiknanefnd Háskólans. Blómaföndur Námskeið í blómaskreytingu. Innritun i síma 25880.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.