Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
Steinar S. Waage:
Skótízkan og skókaupmenn
Athugasemd við samtal við Mörtu
Bjarnadóttur í Mbl. 9. nóv. s.l.
t>ær Ifnur sem virðast mest
margvíslegar tegundir allt eftir
því hvar, hvenær og hvernig
skórnir eru notaðir, og einnig
því hverjir koma til með að
nota þá og eru mismunandi
stefnur í hverjum flokki fyrir
sig. Má þar nefna unglingaskó,
kvenskó, karlmannaskó, barna-
skó, spariskó, inniskó, göngu-
skó og sportskó (tómstunda-
skó) svo eitthvað sé nefnt.
Sem betur fer eru Islend-
ingar ekki svo einfaldir og auð-
trúa að þeir hlaupi eftir ein-
strengislegum skrifum um
tfzku eins og oft hefur borið á í
dagblöðum okkar hér. Til
Varðandi ummæli Mörtu
Bjarnadóttur um skótízku og
skókaupmenn, vildi ég koma
eftirfarandi á framfæri.
Svo virðist, sem Marta taki
allt sitt mið af þeirri tízku, sem
kynnt er í París, en virðist
horfa fram hjá þeirri staðreynd
að það eru til fleiri staðir sem
kynna tízku og eru jafnframt
stefnumarkandi í skótízku sem
og annarri fatatízku.
I Danmörku t.d. er starfandi
föst nefnd sem sér um að kynna
skótfzku næsta misseris (Dansk
skomoderád) og birtir greinar
sínar meðal annars reglulega f
tímaritinu Skomagasinet, og í
flestum löndum eru gefin út
tímarit reglulega og kemur þar
fram tízkan í viðkomandi Iönd-
um.
Hinar furðulegu umsagnir
Mörtu Bjarnadóttur um skó-
kaupmenn á ég erfitt með að
skilja því fáir aðilar sérgreina-
félaga innan kaupmannasam-
takanna fylgjast jafn vel með
því sem er að gerast í tizkunni
og skókaupmenn. Margir skó-
kaupmenn á íslandi gera inn-
kaup milliliðalaust og fara því
utan tvisvar á ári á helztu skó-
sýningar, sem haldnar eru í
Evrópu. Má þar helzt nefna
alþjóðasýninguna í Dusseldorf f
Þýzkalandi, sem er haldin vor
og haust og er þá stefnu-
markandi um skótízku næsta
misseris, jafnframt því að sýna
og kynna það nýjasta hverju
sinni. Flestar helztu verk-
smiðjur í Vestur-Evrópu eru
sýningaraðilar að þessari
sýningu f Dússeldorf.
Margir skókaupmenn eru
einnig viðstaddir sýningar í
London, París og Kaupmanna-
höfn svo og helztu sýningar á
Ítalíu. Fleiri sýningar mætti
einnig nefna, svo sem í Ósló, á
Spáni og á fleiri stöðum. Á
þessum sýningum eru venju-
Iega sýndar vörur, sem seljast
eiga næsta 'A árið, þ.e.a.s. haust-
tizka kynnt að vori og öfugt og
sumar þessara sýninga gegna
þvi hlutverki að marka stefn-
una f skótizku fyrir næsta hálfa
árið. Er því auðsætt, að ekki er
hægt að tala um neina eina
stefnu, sem sé ríkjandi í skó-
tízku, mjög algengt er að ein
stefna sé sterkari í einu
landinu en öðru, t.d. eru þykkir
sólar töluvert vinsælir ennþá f
Englandi, en aftur á móti ekki
eins f Þýzkalandi, svonokkuð sé
nefnt. Skoðanir eru sem sé afar
ölíkar í þessum efnum og erfitt
er að draga eina ákveðna tízku-
línu, en þó má merkja höfuð-
lfnu úr tímaritum og sýningum
og mætti tiltaka þar margt. T.d.
einkennist kvenskótizkan af
fínlegum línum og virðast
þunnir „plateau“-sólar og slétt-
ir sólar vera ríkjandi með háum
hælum, en kfnahælar virðast
vera að vinna á og má búast við
að kínahælar og „plateau“-sólar
verði áberandi næsta sumar.
áberandi f stfgvélatízkunni.
Mjög áberandi er einnig ristar-
og öklareimar og einnig hinar
svokölluðu T-reimar.
Stfgvélatízkan er mjög fjöl-
breytt. Kúreka- og kósakkastíg-
vélin eru mjög vinsæl en langt
frá því að vera alls ráðandi. Og í
Danmörku og Noregi eru jafn-
vel þröng stretch-stígvél úr
mjúku ekta-skinni talsvert
áberandi. Útlit fer að sjálf-
sögðu mikið eftir notagildi stfg-
vélanna, allt frá því að vera
vetrar-kuldastígvél, í að vera
sumar- og sparistígvél. Og eitt
er það sem ekki má gleyma, en
það er það, að skór flokkast í
gamans ma nefna, að erlendir
sölumenn (sérstaklega norskir
og danskir), sem hingað hafa
komið með söluvarning sinn,
hafa haft á orði að það komi
þeim á óvart hvað íslendingar
hafi verið opnir fyrir nýjung-
um og tala um íslendinga sem
sérlega tfzkumeðvitandi.
Að lokum vil ég lýsa ánægju
minni yfir því, að sú skótízka
sem einkennist af heilsusam-
legum skófatnaði er sífellt
mjög vinsæl. Þar eru að vfsu
alltaf smásveiflur, en er þó
stöðugt með hinu þægilega og
skynsamlega fótlagaformi, sem
ekki breytist mikið. Sjálfur hef
ég sérhæft mig í sölu slíks skó-
Úr Skomagasinet. — Sýnishorn
af áberandi tfzkulfnum fyrir
sumarið 1976 á Monte Catini
sýningunni á Italíu s.I. haust.
fatnaðar og get f því sambandi
tilnefnt nokkrar tegundir, svo
sem tréskóna, ýmiss konar
töflur sem framleiddar eru með
þægindi og fallegt form í huga,
að ógleymdum ekta mokka-
sínum og fótlagaskóm, en áhugi
á þeim virðist sífellt vera að
aukast. Það er ánægjulegt að
fylgjast með þessari þróun f
fótabúnaði fólks og greinilega
hefur þessi skóbúnaður átt vax-
andi vinsældum að fagna hér-
lendis.
Steinar S. Waage.
Þingfulltrúar á 26. ársþingi L.H. fyrir framan Félagsheimilið Stapa f Njarðvíkum, en þingið var að þessu sinni haldið f boði hesta-
mannafélagsins Mána. Ljósm. Mbl. Sv.Þorm.
26. ársþing L.H.:
Albert Jóhannsson endur-
kjörinn formaður L.H.
26. ÁRSÞING Landssambands
hestamannafélaga var haldið f
Njarðvíkum um sfðustu helgi.
Þingið sóttu 124 fulltrúar
hestamannafélaganna í land-
inu, en aðildarfélög L.H. eru nú
39 og félagar þeirra rúmlega
4000. Fjöldi mála var til
afgreiðslu á þessu þingi og
verður í þessum þætti getið
nokkurra atriða en í næstu
þáttum verður nánar fjallað
um einstaka málaflokka.
Albert Jóhannsson var á þing-
inu endurkjörinn formaður.
I setningarávarpi sínu benti
Albert Jóhannsson formaður
L.H. m.a. á þann mikla vöxt,
sem verið hefur í hesta-
mennsku á Suðurnesjum og
flutti Hestamannafélaginu
Mána, sem er 10 ára á þessu ári,
árnaðaróskir hestamanna. Þá
drap Albert á afstöðu hins opin-
bera til hestamennskunnar og
sagði, að sums staðar nytu
hestamannafélögin allrar
þeirrar fyrirgreiðslu, sem
hugsanleg væri, en á öðrum
stöðum væri allt gert, sem hægt
væri, til að bregða fæti fyrir
starfsemi þeirra.
Að loknu setningarávarpi for-
manns L.H. voru kosnir starfs-
menn þingsins. Guðfinnur K.
Gíslason, Mána, og Björn Sig-
urðsson, Gusti, voru kjörnir
forsetar þingsins. Þá flutti
Albert Jóhannsson skýrslu
stjórnar L.H. fyrir síðasta
starfsár.
I upphaíi skýrslu sinnar gat
Albert þess að L.H. hefði átt 25
ára afmæli á síðastliðnu ári og á
afmælisfundi stjórnarinnar
voru 7 kunnir hestamenn
kjörnir heiðursfélagar L.H. og
Hallgrímur Helgason, tónskáld,
afhenti L.H. að gjöf lag, sem
hann hafði samið við kvæðið
Fáka eftir Einar Benedaktsson.
Síðasta þing samþykkti að
minnast afmælisins með útgáfu
á handbók fyrir hestamenn og
sagði Albert, að þegar hefði sér
borizt um þriðjungur af efni
bókarinnar en sér væri kunn-
ugt um að aðrir höfundar, sem
í bókina rita væru vel á veg
komnir með verk sitt. Þá hefði
einnig nokkuð verið hugað að
útliti bókarinnar.
Hjá Albert kom fram að á
síðasta ári hefur verið unnið að
samningi námsefnis fyrir reið-
skólana og var það lagt fram á
þessu þingi. Á síðastliðnu ári
var hafizt handa við að offset-
prenta blað L.H., HESTINN
OKKAR, og hefur sú nýbreytni
gefið góða raun og flýtt mjög
fyrir útkomu blaðsins. Varð-
andi efni bað Albert menn að
íhuga, hvort þeir hefðu ekki
ábendingar um aldraða hesta-
menn, sem gætu haft mörgu að
miðla þeim, er yngri eru.
Einnig sagði hann að sú hug-
mynd hefði komið fram að
safna saman og skrá sögu
frægra, horfinna stóðhesta, sem
markað hafa spor í ræktun
okkar. Hesturinn okkar hefur
nýlega verið stækkaður og sam-
fara auknum prentunar-
kostnaði hefur reynzt nauðsyn-
legt að hækka áskriftargjald
hans upp í krónur 1000 á ári.
Eitt dómaranámskeið i gæð-
ingadómum var haldið á árinu
og var það í tengslum við Fjórð-
ungsmótið á Faxaborg. Nokkur
ásókn hefur verið í að fá slík
dómaranámskeið en Albert
sagði að til þessa hefðu nám-
skeiðin aðeins verið haldin í
sambandi við fjórðungs- og
landsmót. Albert kvað ástæðu
til að óska íslenzku þátttakend-
unum á Evrópumóti íslenzka
hestsins til hamingju með góða
frammistöðu.
Samkvæmt samþykkt síðasta
þings fá formenn hestamanna-
félaganna nú ársfjórðungslega
senda skýrslu um störf stjórnar
L. H. I skýrslu Alberts kom
frarh að næsta erfitt er að ná
sambandi við sum félögin og
nefndi hann sem dæmi að öll-
um aðildarfélögum L. H. hefði
verið sent dreifibréf, þar sem
óskað var eftir ákveðnum
upplýsingum vegna fyrir-
hugaðra aðgerða í trygginga-
málum hestamanna en aðeins
13 félög svöruðu eða '/>. Það
sama hefur einnig átt sér stað
með kappreiðaskýrslur og m.a.
hefur ekki verið hægt að stað-
festa nokkur Islandsmet, þar
sem skýrsla um viðkomandi
kappreiðar hefur ekki borizt
stjórn L. H.
í skýrslu sinni kom Albert
víða við og verður gerð nánari
grein fyrir ýmsu, sem þar kom
fram, siðar en að lokinni
skýrslu stjórnar L. H. skýrði
Haraldur Sveinsson, gjaldkeri
L. H., reikninga sambandsins.
Heildarumsetning L. H. árið
1974 varð tæplega 3,2 milljónir
króna og tekjur að frádregnum
gjöldum námu samtals 1,8
milljónum króna. Tekjur L. H.
vegna póstferðar á landsmót
1974 námu samtals 1,9 milljón-
um króna en kostnaður við
póstferðina varð 529 þúsund
krónur. Af öðrum tekjuliðum
L. H. má nefna árgjöld
sambandsfélaga, sem námu
krónum 370 þús., tekjur af
landsmótinu á Vindheima-
melum 1974 200 þúsund, frá
Þjóðhátíðarnefnd fyrir Skógar-
hóla 120 þúsund og starfsstyrk-
ir frá Búnaðarfélaginu og ríkis-
sjóði samtals 175 þúsund. Af
öðrum gjaldaliðum fyrir utan
póstferðina má nefna kostnað
við skrifstofuhald, þinghald og
fundi, námskeið og ferðalög
o.fl. og nemur þessi kostnaður
um 513 þúsundum. Eignir L. H.
voru um síðustu áramót tæpar 3
milljónir. Á síðasta ári varð
halli á útgáfu HESTSINS
OKKAR, sem nam 79 þúsund
krónum. Síðar á þinginu kom
fram að ráðgert er að verja
þeim hagnaði, sem varð af þátt-
töku L. H. í póstferð þeirri, sem
farin var á landsmótið 1974, til
útgáfu á handbók fyrir hesta-
menn, sem koma á út í tilefni af
25 ára afmæli L. H.
Á seinni degi þingsins flutti
Sigurður Haraldsson, formaður
Hagsmunasamtaka hrossa-
bænda, erindi um starfsemi
þeirra samtaka. Hjá Sigurði
kom fram að sala á hrossum á
erlendan markað hefur dregizt
mjög saman. Unnið er nú að þvi
Framhald á bls. 23