Morgunblaðið - 15.11.1975, Page 8

Morgunblaðið - 15.11.1975, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1975 Þorvaldur Búason: Marxisti boðar nýtt há- stig réttarfarsþróunar Sporvagninn Girnd t kvöld verður leikrit Tennessee Williams SPOR- VAGNINN GIRND sýnt f 10. sinn f Þjóðleikhúsinu. Leikarar f aðafhlutverkunum eru: Þóra Friðriksdðttir, Erlingur Gfsla- son, Margrét Guðmundsdðttir og Rðbert Arnfinnsson. Hafa gagnrvnendur dagblaðanna lokið lofsorði á leik þeirra, ekki sfzt Þðru Friðriksdðttur, sem þykir vinna umtalsverðan leik- sigur í hlutverki Blanche DuBois. Sporvagninn er meðal kunnustu leikrita Tennessee Williams, samið 1947 og hefur allt sfðan notið mikilla vin- sælda. Leikstjðri Sporvagnsins er Gísli Alfreðsson. — A myndinni eru Þðra og Röbert f hlutverkum sfnum. Reyna milljóna- sparnað á Húsavík I síðustu viku ritaði einn af blaðamönnum Þjóðviljans greina- flokk, sem bar yfirskriftina „Per- sónuleynd og tölvutækni“. Greinarnar urðu fjórar talsins undir áðurnefndri yfirskrift, en í lok vikunnar hafði blaðamaður inn ekki enn svalað geði sini og bætti því við nokkrum skætingi í dálknum „Klippt og skorið." Þrátt fyrir hina menningarlegu yfirskrift er efni greinanna mærðarskotinn áróður, rógur og aðdróttanir í garð forystumanna Varins lands. 1 greinunum kennir margra gamalkunnra grasa en fárra nýjunga og þó einnar gagn- merkrar. Greinarnar eru kynntar með inngangsorðum á öftustu síðu Þjóðviljans þriðjudaginn 4. nóvember m.a. með eftirfarandi orðum: ....Enginn þarf að efast um það, hvar upplýsingar úr VL- skránni lenda — svo nákvæmar lýsingar berast nú vestan úr Amerfku um starfsaðferðir bandarískra stjórnvalda og leyni- þjónustu þeirra. Hér skiptir engu máli þótt ein- stakir VL-ingar séu í góðri trú, eða þeir allir kunni að vera i góðri trú. Brýna nauðsyn ber til að koma í veg fyrir að unnt verði í framtiðinni að endurtaka svona VL-Ieiki með persónu- og lýðrétt- indi íslendinga." I annarri grein greinaflokksins segir enn fremur: „Atferli bandarískra stjórnvalda er nú eftir Watergate lýðum Ijóst, og við vitum hvaða aðferðum er beitt: blíðmælgi, hótunum, mút- um, innbrotum, þjófnaði og hlerunum. Ætli hafi þurft að beita nema einu þessara ráða til að fá aðgang að öðru eintakinu af tölvuskrá vl í þann tíma, sem dugði til afritunar f töivunni við Laufásveg? (Eða er tölva sendi- ráðsins geymd suður á Kefla- víkurflugvelli?).“ Þótt blaðamað- ur Þjóðviljans tali nánast eins og þokulúður má þó ráða nokkuð í það, hvert hann er að villast i þokunni. Hann er að leitast við að tjá þá hugsun, að ábyrgð forystu- manna Varins lands sé mikil og athæfi þeirra ætti að varða við lög, því úti í heimi séu slyngir þjófar (t.d. CIA og hvi ekki KGB?), sem gætu eða hefðu þegar stoiið nafnaskrá yfir þá, sem undirrituðu áskorun Varins lands fyrir tæpum tveimur árum síðan. I því sambandi telur hann engu máli skipta þótt forystu- menn Varins lands séu f góðri trú, — þ.e. hafi í einu og öllu gætt ítrustu varúðar við meðferð allra gagna og það jafnvel þótt þeir hafi gengið lengra i þeim efnum en hin rómuðu sænsku tölvulög mæla fyrir. I þessu felst hin markverða nýjung. Solshenitsyn lýsir rússnesku réttarfari f bók sinni „GULAG Archipelago," um hið marg- siungna kerfi rússneska rann- sóknarréttarins. Hann vitnar óspart í hin rússnesku hegninga- lög og fræðibækur hinna spöku marxista, sem mótuðu réttarfar undir ráðstjórn fljótlega eftir byltinguna. Það er rétt að geta þess hér að marxistum um víða veröld þóttu þessi lög og fræði mikil fyrirmynd um áratugi. Þeir tóku fyrst að efast um ágæti ein- stakra lagagreina, þegar hinn mikli „hugsuður" og þáverandi málsvari „stórasannleika," Khrushchev flutti leyniræðu sfna og „afhjúpaði" Stalfn sem glæpa- mann. Ég ætla mér ekki þá dul að þýða dæmin sem Solshenitsyn lýs- ir svo sniildarlega f bók sinni, heldur draga saman svolftið yfir- lit úr mýmörgum dæmum hans. Margt kemur þar borgurum á Vesturlöndum á óvart, ef þeir eru ekki þeim mun sleipari í hug- myndafræði marxista eða þeirri sérstæðu rökhyggju þeirra, sem kölluð er þráttefli (dialektik). 1 hnotskurn má lýsa rússnesku réttarfari með eftirfarandi dæmi- gerðum ákvæðum: (1) Ari hljóti tiltekna refsingu ef hann brýtur tiltekin lög. (Hinn borgaralegi vesturlandabúi kinkar kunnuglega kolli, slík ákvæði þekkjast alls staðar, þótt refsingar þar eystra verði að telj- ast í strangara lagi.) (2) Bjarni hljóti sömu refsingu og Ari, ef hann veit um fyrir- ætlanir og afbrot Ara. (Hinum borgaralega finnst þetta senni- lega nokkuð strangt, væri ekki eðlilegt að gera ofurlítinn mun?) (3) Ceres hljóti sömu refsingu og Ari, ef hann hefur áformað eða Iátið sér detta f hug að fremja sama afbrot og Ari, þótt hann hafi á engan hátt undirbúið afbrotið. (Hinum borgaralega finnst dólgn- um ekki of gott að gamna sér við hugarfóstur, ef hann lætur sér það nægja. Má garminn ekki dreyma dagdrauma, án þess að honum sé refsað fyrir það? E.t.v. er þetta smáborgaralegt sjónar- mið.) (4) Davið hljóti sömu refsingu og Ari, ef hann hefur verið í aðstöðu til að fremja sama lögbrot og Ari. (Hinn borgaralegi: Er nú ekki of langt gengið, hann gæti verið alsaklaus? Hér skortir hinn borgaralega nauðsynlega innsýn og dómgreindarlipurð, sem þeim einum er gefin, sem eru innvígðir í hugmyndafræði marxista og kunna að beita fyrir sig þrátt- efli.) (5) Einar hljóti sömu refsingu og Ari, ef hugsanlegt er að hann í framtíðinni fremji hið tiltekna lögbrot. (Hinum borgaralega fall- ast nú hendur. Hvernig á dómar- inn að fara að spá um framtíðina. Það er von að hinn borgaralegi verði orðlaus. Hér koma yfirburð- ir marxismans í ljós. Marxistar einir hafa hinn rétta skilning á lögmálum þjóðfélagsins og sög- FRANSKA bókasafnið sýnir um þessar mundir þekktar franskar kvikmyndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20.30. Þriðju- daginn 11. nóv. var mynd Resnais „La guerre est finie" með Yves Montand og Ingrid Tulin. En fimmtudaginn 20. nóv. verður sýnd myndin „La Traversé de Paris“ eftir Lara, sem fjallar um hernám Þjóðverja í Parfs. Söguna gerði Marcel Aymé og má þar kenna biturt háð hans. En aðal- leikarar eru Bourvil og Jean Gabin. Þriðjudaginn 25. nóv verður sýnd myndin „Le Vieil homme et l’enfant“, þar sem Michel Simon leikur gamlan bónda, sem tekur að sér vegvillt gyðingabarn. Fimmtudaginn 4. desember verður sýnd myndin „Le Veuve Couderc" eftir Granier-Deferre með Simone Signoret og Alan unnar. Þeim verður ekki skota- skuld úr því að sjá fyrir alla fram- tíð Einars og afbrotaferil hans, ef honum verður ekki refsað í tfma.). Það er ekki að undra þótt rann- sóknarréttur ráðstjórnar hafi með nokkrum þótta getað sagt: látið okkur hafa borgara (sem þið þurfið að losna við), við skulum finna lagaákvæðin, sem fella hann. Það er ekki að undra þótt rannsóknarrétti ráðstjórnar hafi tekizt að dæma tugmilljónir manna til dauða og þrælabúða- vistar, með svo rúm ákvæði refsi- laga að vopni. Solshenitsyn lætur að því liggja að fella mætti refsi- dóm yfir Ágústínusi kirkjuföður samkvæmt slíkum lögum. En allt er þetta háð dómurunum. Það er þeirra hlutverk að túlka hin rúmu og háþróuðu lög. Aldagamalt rússneskt máltæki segir: Öttizt ekki lögin, óttizt dómarann. En vikjum aftur að hugmyndum blaðamanns Þjóðviljans. 1 ein- feldni minni hélt ég að lagasmiðir marxísta i Ráðstjórnarríkjunum hefðu náð svo langt að ekki yrði gert betur. En viti menn, ég fæ ekki betur séð en að blaðamaður Þjóðviljans geri þeim skömm til. Hugmyndir hans um lagabætur mætti fella í eftirfarandi dæmi- gert ákvæðj: (6) Þótt Finnur sé heiðarlegur borgari og virði lög og rétt og gæti ítrustu varúðar við öll verk, en hafi hann f fórum sínum gögn eða hluti, sem hinn óvenju slyngi inn- brotsþjófur Gunnar gæti stolið og misnotað, þá ber að refsa Finni. Slíka snilld og hugvitsemi sýnir enginn nema sá, sem er þraut- þjálfaður f rökhyggju marxista, þrátteflinu. Með slík refsiákvæði að vopni má korna refsingum yfir alla, einnig forgöngumenn Varins lands. Blaðamanni Þjóðviljans sést þó yfir einn galla. Jafnvel Þjóðviljinn hlýtur að óttast slíkt ákvæði, nema hann hafi sérstaka samninga við dómarana. Það er til nafnaskrá yfir áskrifendur blaðs- ins. Einhverjir trúnaðarmenn geyma þessa nafnalista. Rúss- neska leyniþjónustan hefur á að skipa slyngum innbrotsþjófum, sem hafa sýnt færleika sinn með því að nema leyndarskjöl burt úr rammgerðustu hirzlum „hans Nató“. Hver veit nema þeir teldu sér hag í að kíkja í þær upp- Iýsingar um einkahagi, sem felast í áskrifendaskrá Þjóðviljans. Samkvæmt röksemdafærslu blaðamanns Þjóðviljans fengju þeir í leiðinni nokkrar upplýsing- ar um alla hina, sem eru Þjóð- viljanum andvígir þ.e. um 80% af þjóðinni! 12. nóvember 1975. Delon. Þriðjudaginn 9. des. verð- ur á dagskrá Le Pelican og 16. des. Voici le temps des assasins eftir Duvivier með Jean Gabin, Daniel Delomre og Blain. Inn á milli kvikmyndanna eru á þriðjudögum í franska bókasafn- inu kvöldsamkomur af ýmsu tagi með fyrirlestrum o.fl. Þannig er þriðjudaginn 18. nóvember fjall- að um Absurdeleikhúsið, Alfred Jarry og leikrit hans Bubba kóng, Sigurður Pálsson stendur fyrir þvf. Þriðjudaginn 2. desember verður „Brúðkaup Fígarós” eftir Beaumarchais á dagskrá, leikritið kvikmyndað með leikurum úr Comidie Francaise. Og 20. janúar verður fjallað um Bretagnebúa við Islandsstrendur og samband Frakka og íslendinga í lok 19. aidar og sér Vigdís Finnbogadótt- ir um það. Loks er áformað að 3. febrúar kynni Elínborg Stefáns- dóttir franska söngvara. Húsavík 11. nóv. A vegum bindindisfélags Is- lands er f þessari viku haldið leið- beinendanámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Jón H. Jónsson fyrrverandi skólastjóri og Gfsli Auðunsson læknir eru aðalleiðbeinendur. Eldur í húsi á Akureyri Akureyri 13. nóv. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kvatt að húsinu númer 13 við Skólastíg klukkan 2,10 í nótt. Þar hafði kviknað í gólfi útfrá kapli sem Iá að frystikistu í eldhúsinu á neðri hæðinni en húsið er tvær hæðir og kjallari. Litill eldur var í húsinu en geysilega mikill og þykkur reykur. Reykskemmdir urðu því mjög miklar bæði á húsi og húsmunum en óverulegar af eldi og engar af vatni, því slökkvi- starfið gekk vel og tók stuttan tíma. Þá mun frystikistan með þvf sem í henni var hafa orðið ónýt. Fólk sakaði ekki og enginn reyk- ur barst á efri hæðina. Sv.P. Krani frá Siglufirði VEGNA fréttar hér f blaðinu á miðvikudag um borinn Jötun víll Matthfas fréttaritari okkar á Siglufirði taka fram, að það hafi verið krani frá Siglufirði sem rétti borinn við með aðstoð jarð- ýtu og fleiri tækja. Hins vegar kom enginn krani frá Sauðár- króki. Námskeiðið hófst í gær og sam- kvæmt könnun á sígarettureyk- ingum þátttakenda munu þeir reykja fyrir samtals 8 millj. kr. á ári, en á annað hundrað manns eru á námskeiðinu. A sunnudag eyddu þátttakend- ur f tóbak 22 þús. og 200 kr„ en í gær 190 kr. Þarna er aðeins met- inn hinn eyðandi eldur í fjármun- um. En hvers virði er heilsan. — fréttaritari. Safnaði peningum í nafni Hjálpar- stofnunarinnar FÓLK í Vesturbænum varð fyrir ónæði manns í gær, sem bankaði á dyr og bað um fé til handa Hjálparstofnun kirkjunnar. Einstaka fólk mun hafa látið eitt- hvert fé af hendi rakna, en aðrir grunað manninn um græsku. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur beðið Morgunblaðið að koma þvf á framfæri að þessi maður sé algjörlega óviðkomandi stofnun- inni og ef fólk verði mannsins vart að láta Hjálparstofnunina vita eða tilkynna lögreglunni um atferli mannsins. 100 króna meðal- verð í Grimsby VÉLBÁTURINN Valdimar Sveinsson VE seldi 18,7 tonn af blönduðum fiski í Grimsby í gær- morgun og fékk báturinn 1,9 milljónir fyrir aflann. Meðalverð er um 100 krónur íslenzkar. Þetta er sfðasta salan erlendis f þessari viku. Franskar kvikmyndir í bókasafni Frakka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.