Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1975 5 Svipmynd úr nýju Færeyjakvikmyndinni. Ný Færeyjamynd í Norræna húsinu Fyrsta heimildakvikmyndin sem Færeyingar gera sjálfir 1 DAG kl. 13.30 gefst fólki kostur á að sjá nýja færeyska kvikmynd um þjóðlíf Færeyja f Norræna húsinu. Kvikmyndin, sem er sú fyrsta gerð af heimamönnum sjálfum á 16 mm filmu, er f lit og er tekin á ýmsum stöðum f Fær- eyjum. Er rætt við fólk þar, brugðið upp svipmyndum af at- vinnu- og mannlffi og skyggnzt inn f framtfðarhugmyndir Færey- inga þar sem m.a. kemur fram að Færeyingar vilja fara varlega f notkun allra erlendra hugmynda f sfnu menningarstarfi. Þeir vilja heldur byggja nýjar hugmyndir út frá eigin rótum, eigin menn- ingu. Myndin er 29 mín. löng, en einnig verður sýnd i Norræna hús inu mynd um færeyska skáldið William Heinesen og er það félagið Ísland-Færeyjar og Fær- eyingafélagið sem hafa fengið tvo af framleiðendum myndarinnar, Roland Thomsen og Jens Pauli Heinesen, til að sýna nýju mynd- ina fyrir Islendinga. Gísli og Halldór flytja verk fyrir tvö píanó Næstkomandi laugardag, 15. þ.m. kl. 2:30 efnir Tónlistarfélagið til Hljómleika í Háskólabíói, sem verða I senn fyrir meðlimi félagsins og þá utanfélagsmenn, sem áhuga hafa á að kynnast starfsemi þess. Á hljóm- leikum þessum koma þeir fram planóleikararnir Gfsli Magnússon og Halldór Haraldsson, og þarf hvorugan þeirra að kynna nánar. Aftur á móti má það kallast alger nýlunda á tónleikum hér, að þarna flytja þeir félagar verk fyrir tvö pfanó, bæði eftir sfgilda og yngri höfunda, sum frumsamin önnur um- samin fyrir slfkan flutning. Tónlistarfélagið hefur áðui flutt nokkur af þessum verkum á hljómleik- um, sem efnt var til i Háskólabiói ekki alls fyrir löngu. Enda þótt þar væri ekki eiginlega um að ræða lokaða hljóm- leika fyrir háskólafólk eingöngu, munu flestir hafa litið svo á, og siðan hafa margir orðið til að minnast á það, að félagið ætti að gefa almenningi kost á að heyra það, sem þarna var flutt. Viðfangsefnin á þessum hljómleikum, verða því að miklu leyti hin sömu. Batiksýning Katrínar KATRÍN Ágústsdóttir opnar I dag sýningu á batikmyndum I Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin stendur til 23. nóvember og verður hún opin frá klukkan 14 til 22 daglega. Á sýningunni eru 34 verk sem öll eru til sölu. Verkin eru öll frá tveimur slðustu árum og eru viðfangs- efnin sótt í þjóðlíf fyrr og nú. Katrln Ágústsdóttir stundaði nám í Handiða og myndlistarskóla fslands Þá hefur hún sótt batiknámskeið I Danmörku hjá Lis Stolter- berg og Helge Folg. Þetta er fjórða einkasýning Katrfnar. áður hefur hún tvisvar sýnt í Reykjavik og einu sinni á Selfossi. Wœm Gfsli Magnússon Halldór Ilaraldsson Val þeirra hefur einkum verið miðað við andstæður og fjölbreytni, svo ná mætti til sem flestra. Flutt verða m.a. verk eftir J.S. Bach, umsamið fyrir tvö píanó af IVIary Howe; Jeux de Enfants — eða Barnagaman —- eftir Bitet, og verk eftir Schubert og Ravel, sem báðir þéir höfundar útsettu sjálfir fyrir tvö pianó En líka verða flutt verk yngri höfunda, eins ..Scaramouche". svíta fyrir tvö pianó eftir Darius Milhaud, og Tilbrigði um stef eftir Paganini fyrir tvö Framhald á bls. 23 Háskólatónleikar í dag Verk eftir Jórunni Viðar, Atla Heimi og Pál ísólfsson FYRSTU háskólatónleikarnir 1 vetur verða haldnir f Félagsstofn- un stúdenta f dag og hefjast kl. 17. Á tónleikaskránni eru verk eftir Pál lsólfsson, Jórunni Viöar og Atla Heimi Sveinsson. Flytj- endur eru Jórunn, Atli Heimir og Elísabet Erlingsdóttir. Á efnis- skránni eru fyrst Fimnt gamlar stemmur fyrir pfanó eftir Jór- unni, en sfðan eru fimm sönglög hennar. Þá leikur Atli Heimir tónverk sitt, Mengi, en þá syngur Elísabet tvö af sönglögum Páls Isólfssonar. Loks leika Jórunn og Atli Heimir fjórhent á pfanó Tvo hetjusöngva eftir Pál ísólfsson. Viö ræddum við Jórunni um verk hennar sem flutt verða á tónleikunum: — Tvö sönglaganna eru gömul islenzk þjóðlög, sem ég hef útsett, en um tuttugu ár eru liðin síðan ég samdi hiii. Sum þessara laga hafa verið flutt á tónleikum áður, t.d. Unglingurinn í skóginum sem Þuríður Pálsdóttir söng á Listahá- tið fyrir nokkrum árum. Annars eru stemmurnar beztar að því er ég tel sjálf. Þær eru með dæmi- gerðu stemmuhljóðfalli, þar sem mikið er um skiptingar í takti. — Gerirðu mikið af þvi að semja tónverk? — Ég geri alltaf talsvert af þvi. Kannski er það meðal annars af því að ég hef betra næði til þess en niargir karlmenn, þannig að kannski má segja, að ég sé sérrétt- indamanneskja sagði Jórunn. Áskriftarskírteini ganga að tón- leikunum í dag, en einnig er hægt að fá miða við innganginn. Elísabet Erlingsdóttir og Jórunn Viöar æfa fyrir tónleikana. KVENNADEILD Rauða- kross Islands efnir á sunnudag til föndur- og kökubasars f Fóstbræðra- heimilinu við Langholts- veg. Öllum ágóða af basarnum verður varið til kaupa á bókum og ýmsum hjálpartækjum fyrir sjúkrahúsin í borg- inni. Kvennadeild RKÍ hefur starfað við bóka- söfn sjúkrahúsanna sl. níu ár og hefur það allt verið sjálfboðaliðsvinna. Kynningar kvöld . -------:rrt' ' ' - HÓTELSAGA SUNNUDAGUR 16. NÓV. 1975 ARABÍSKUR RÉTTUR COUS COUS (Byggt á lamba og kjúklingaréttum) Kvikmyndasýning Bingó og dans JANIS CAROLL ÁSAMT HLJÓMSVEIT RAGNARS BJARNASONAR OPNAÐ KL 1 9 00 Borðum haldið til kl. 20.30 Borðapantanir hjá yfirþjóni IFeróamióstöóin hf. CENTRAL TRAVEL PHONE 112 55 TELEX 2154 I AÐALSTRÆTI 9 REYKJAVÍK ICELAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.