Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 1

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 1
40 SIÐUR 273. tbl. t>2. árg. FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson í umræðum í gærkvöldi: 500 þúsund fkm í 200 mílna lögsögu lokaðir Þjóðverjum Hafrannsóknastofnun hvatti Lúðvík Jósepsson í marz 1972 til helmings minnkunar sóknar í þorskinn Khöfn 27. nóv — AP REIÐIR fiskimenn réðust í dag inn f fiskvinnslustöðvar f dönsku hafnarbæjunum Skag- en ogHirtshalsá Jótlandi til að koma í veg fyrir vinnslu inn- flutts fisks og mótmæla þar með banni ríkisstjórnarinnar á sfld- og þorskveiði f Norður- sjó. Tókst fiskimönnunum að stöðva að mestu vinnsluna með þvf að taka vélar úr sambandi, en eigendur stöðvanna fóru sfðdegis fram á lögregluvernd. Um 50 lögreglumenn með hunda voru kallaðir út til að vernda losun um 80 tonna af frystum fiska úr norska togar- anum Sea Crown f Skagen, en fiskimenn höfðu hindrað los- unina frá því f gærmorgun. 1 öðrum fiskveiðibæjum Dan- merkur héldu fiskimenn enn uppi aðgerðum til að stöðva flutninga freðfisks með bif- reiðum erlendis frá. Næstum því allur fiskiskipafloti Dana hefur nú verið í höfn í tvær vikur til að mótmæla veiði- banninu. „Þetta er hreint öng- þveiti“, sagði eigandi fisk- vinnslustöðvar f Skagen f dag. „Framleiðsla okkar hefur ver- ið lömuð í tvær vikur og nú liggur innfluttur fiskur að verðmæti mörg þúsund d.kr. f skipunum og rotnar við hryggjurnar.“ GEIR Hallgrfmsson, forsætisráðherra, sagði í útvarps- umræðum á Alþingi í gærkvöldi um samkomulagsdrögin við V-Þjóðverja, að með samkomulaginu styrktu Islend- ingar stöðu sína á alþjðða- vettvangi, samkomulagið setji sanngirni okkar en óbilgirni Breta í skýrara Ijós en ella, gagnvart um- heiminum. Forsætisráðherra sagði ennfremur í ræðu sinni, að samkomulagið styrkti stöðu okkar á fundum haf- réttarráðstefnunnar og væri tii þess fallið að vernda það ákvæði í frum- varpi að hafréttarsáttmála, sem okkur væri mikilvæg- ast samfara 200 mflna efnahagslögsögu, en sam- kvæmt hafréttarfrumvarpi hefur strandrfkið einhliða rétt til þess að ákveða hve mikið fiskimagn má taka upp úr sjó og hver skuli gera það. í ræðu Geirs Hallgrfmssonar komu ennfremur fram eftirtalin atriði en ræðan er birt í heild á miðopnu Morgunblaðsins í dag: % Samkvæmt samkomulags- veiðilögsögunni algerlega drögunum eru nær 500 þús. lokaðir fyrir Þjóðverjum, en ferkflómetrar f 200 mflna fisk- fiskveiðilögsagan er samtals 758 þúsund ferkflómetrar. % Samkvæmt samkomulags- Framhald á bls. 22 AP-inynd PORTtJGAL — Portúgalskir bændur við vegatálmanir sem þeir settu upp á mánudagskvöld á aðalveginum til Lissabon til að mótmæla yfirgangi kommúnista í mótun landbúnaðarstefnu. Átök í dönsku hafnarbæiunum Sérþjálfaðar uppgöngu- sveitir á freigátunum — ætlað að taka togara úr höndum varðskipsmanna Um borð i HMS Brighton á Norðursjó 27. nóvember — Reuter FREIGÁTURNAR Brighton og Falmouth úr konunglega brezka sjóhernum héldu f dag frá Pitrea- vie, nærri Edinborg, áleiðis á Is- landsmið til stefnumóts við 40 brezka togara þar n.k. laugardag og freigátunnar Leopard sem þar er þegar fyrir. Hin 2,500 tonna herskip, sem eru f samfloti með birgðaskipinu Tidepool, fengu ofsarok á móti sér. John Tait, kafteinn, yfirmaður þessara verndarskipa togaraflotans, sem er um borð í Falmouth sagði f dag, að hann vonaðist til að geia fengið togaramenn til að veiða saman á 150 mílna löngu svæði og 50 mflna breiðu undan tslandi til að auðvelda freigátunum vernd- Leopard á miðunum í gær. Ljósm. Bjarni Hulgason ina. Á freigátunum hafa verið þjálfaðar sérstakar uppgöngu- sveitir sem unnt er að nota til að ná aftur togurum sem íslenzka Iandhelgisgæzlan hefur tekið. Tait kafteinn sagði að hann hefði mjög opin fyrirmæli um hvernig bregðast ætti við áreitni íslenzkra varðskipa á miðunum. „Atburðirnir hafa gerzt svo skyndilega að við getum I raun og veru ekki gert áætlun um hvernig bregðast eigi við fyrr en við vitum hvernig ástandið er.“ Freigáturnar tóku með sér sér- stakan íshafsbúnað og þriggja vikna vistir. Þá eru um borð f báðum skipunum læknir og auka þyrluflugmaður til að gera þeim Framhald á bls. 22 Carvalho ogFabiao leystir frá störfum Lissabon 27. nóvember AP—Retuer. • PORTCGALSKA rfkisstjórnin hefur sönnun fyrir þvf, að á bak við upprcisnartilraunina f land- inu fvrr í vikunni stóðu margir herforingjar og pólitfskir framá- menn úr hópi borgara sem ekki hafa enn verið handteknir, að því er háttsettur embættismaður sagði í kvöld. Skömmu áður hafði Francisco da Costa Gomes, for- seti, lofað þjóðinni að nákvæm rannsókn á uppreisnartilrauninni færi fram og aðstandendum hennar yrði hegnt. Mario Soares

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.