Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975 Eyja í hafinu eftir ofanritaðan, fjórði þáttur, Lyngið er rautt, var fluttur fyrra sunnudag. Leik- stjóri, leikarar og tæknimenn halda sínu striki með mikilli prýði. Þátturinn Á bókamarkaðinum var forvitnileg- ur. Pálmi Hannesson er ætíð sama góða sálu- féiagið og Andrési Björnssyni, sem las upp úr ritsafninu, er mjög sýnt um að koma á framfæri tignu málfari. Ekki er heldur í kot vísað þegar Hjörtur Pálsson les. Mér er til efs að margir menn á landinu séu skýrmæltari meira en skýrmæltur, í raddblænum gætir smit- andi gleði þegar hann les. Ég gerði mér ekki ljóst hve texti Jóhanns Hjálmarssonar leynir á sér fyrr en ég heyrði Hjört lesa úr bókinni kaflann um föður Jóhanns sem trúði ekki á guð, heldur á mennina í persónu Iangafa, bóndans í Kreml, og dó því rúinn trú og von. Kaflinn um Kolumbus í bókinni Landafundirnir miklu eftir Duncan Castleregh í þýðingu Steindórs frá Hlöðum var mjög vel gerður, þótt ekki stæðust efnistök Duncans samanburð við Magellan Stefáns Zweigs, sem ekki er von. Magellan Zweigs er dæmafátt lista- verk. Graham Green hef ég aldrei kunnað að meta, hvað þá að ég hafi skilið frægð hans. Efnistök eru grautarleg og reyfarabragur á þeim, en hann hefur skrifað mikið og lengi á útbreidd- asta máli heimskringlunnar, farið bil beggja, verið ágæt afþreying vel gefnu fólki og ekki ofviða öllum þorra manna. Músagildra Agötu Christie er óneitanlega spennandi leikrit og flutningurinn var áhrifa- mikill, en prentun verks og flutningur í útvarp er sitthvað. Ég held það sé alveg á mörkunum að flutningur á svona verki i útvarpi sé réttlætanleg- ur — vegna barna. Ég á við kyrkingarnar. Sex ára sonur minn spurði með óhugnaði hvaða hljóð þetta væru, strax í upphafi verksins, fyrri kyrkingin. Ég varð að segja honum að manni sem ekki kynni sér magamál væri að svelgjast á. Hann trúði mér ekki. Börn eru miklu næmari en fólk hyggur almennt — og ýmsilegt í fréttatíma sjón- varpsins er varhugavert — einkum vegna þess að ógerningur er að vita fyrirfram hver ósköp kuniK: ;;'. ’úrtast á skjánum. Andspænis spurulum syni á ég oft í brösum með að koma því sem á skjánum birtist hcim og saman við þá fullyrðingu mína að við lifum í óbrjáluðum heimi. Ég hlýt að halda henni til streitu — þótt svo ég dragi hana oft í efa með sjálfum mér. Helmingur fréttatímans þyrfti að fjalla um jákvæðar hliðar mannlífsins — og ég er raunar ekki frá því að gætt hafi viðleitni í þá veru í seinni tíð. En betur má ef duga skal. Fleira er vissulega fréttnæmt en harmkvæli — og á hverjum degi hlýtur sitthvað uppbyggilegt sem jafnframt er fréttnæmt að gerast í mannheimi. Á hverjum degi eru drýgðar margháttaðar dáðir í veröldinni og þær mætti tíunda sem mótvægi við stríðsbrölti mannskepnunnar. Skjárinn er gluggi út í heiminn, í bókstaflegri merkingu, í augum barna og röng hlutföll ljóss og skugga brengla lífssýn ungviðisinsogerheldurenginn lffselexír gömlum og lasburða, að maður ekki segi: maga- veikum. Og þarf ekki magaveika til. Stórsteikur meltast ekki vel andspænis manndrápum í Líbanon eða Angólu. Og ekki batna svefnfarir við þau. Mikill fagnaður er af klassíkinni milli ellefu og tólf á morgnana og hljómplöturabbi Þorsteins Hannessonar. Þorsteinn gefur Ragnari í Smára ekkert eftir í því að skapa rétt andrúm fyrir mússík, nema Ragnar gerði það með handafli á hljómleikum í Tónlistarfélaginu, klappaði á við tíu manns fyrir utan ósýnilega geislunina sem frá honum lagði, rétt eins og hann væri transistor f kjarnorkuveri. Það er lítið gaman að dagskrár- kynningum sem bera keim af því að verið sé að moka grúsiákvæðisvinnu.enþaðhendir einstaka sinnum í hljóðvarpi og er alltaf jafn hvimleitt. Sjávarljóð hét kvikmynd. Fallegt nafn — sem gaf þó nokkur fyrirheit. Ég gafst upp eftir tíu mínútur, var þó skútan falleg og öldurnar hrein- vaxnar. Ég hef ofnæmi fýrir ríkum pabba- drengjum af þeirri gerð sem þarna var dregin fram f dagsljósið. Ég hætti að horfa strax og sýnt var að mannfjandanum yrði ekki drekkt í myndarlok. Myndin um Tailand var frábær. Maður fékk að sjá framan í fólk, dansmeyjar, konurog karla og börn í dagsins önn. Það er nóg komið af hallar- rústum og virkismúrum í bili. Þarna vildi ég eiga heima, ef ekki er stríð, andvarpaði sonur minn að myndinni lokinni. Ég andvarpaði líka í suðaustan regninu og var kominn á fremsta hlunn að hringja í Svein Sæmundsson og grennslast fyrir um farmiðaverð til Bangkok. Kastljósið á sjávarútveginn og afurðir hans var allrar athygli vert. Nú er ekki lengur hægt að breyta besta fiski í heimi í gúanó. Skepnufóður. Mikið var. Nú þarf að fara að fullvinna hann — og flotinn orðinn of stór. Er ekki hægt að bjarga þjóðarbúinu með því að selja svo sem þriðjunginn af honum fyrir nokkra miljarða? Tfu skip eru að brenna olíu í eltingarleik um allan sjó við fisk sem fimm skip gætu veitt í rólegheitum. Is- lendingar eru undarlegur þjóðflokkur. Myndin frá Svalbarða var merkilegt rann- sóknarefni, þótt ekki væri nema fyrir það að til skuli vera menn sem sækja í það ár eftir ár að gera sig nær brjálaða í heimskautamyrkrinu f þeim tilgangi einum að því er manni skildist að eignast sólina uppá nýtt. Mætti ég heldur biðja um Tailand. Ragnar Arnalds og Eyjólfur Konráð stigu for- kláraðir um borð í þjóðarskútu Björns Teitssonar og nafna hans Þorsteinssonar. Það var ekki andi þingsalanna sem sveif yrir vötnunum, heldur Kringlu, gömlu kaffistofu alþingis, eins og ég man hana frá i gamla daga. Það er líklega að verða af sú tíð að þingmenn rífi hvor annan á hol frammi fyrir þjóðinni. Ég ætla bara að vona að orðræðunum slái ekki út í hinar öfgarnar, þær að þingmenn fari að kaffæra hvor annan í kurteisi. Það er svo skolli bragðlaust. Ein tillaga sem saman yrði sett úr því nýtilegasta f tillögum þingbræðranna yrði sennilega prýðileg. Ég á við tillögurnar um fjármögnun og bókhaldsskyldu stjórnmálaflokkanna. Eyjólfur Konráð sem kallar ekki allt ömmu sína og er stundum ekkert að tvínóna við hlutina, sýndi áður ókunna hlið á sér, gaf Ragnari Arnalds allra náðarsamlegast eftir síðasta orðið og sneri þar með dálítið á Ragnai; sem kemur allra manna best fyrir á mannfund- um. Helgi Halldórsson kvaddi. — Menn munu sakna Helga — um leið og þeir bjóða heilshugar vel- kominn til starfa þann sem f Helga stað ætlar að reyta arfann f jurtagarði tungunnar. Guðni Kol- beinsson heitir hann og er kennari að starfi. Aðspurður um málfar unglinga, hvort hann teldi þá verr mælta í dag en áður fyrr, kvaðst hann einu sinni hafa sagt við fimmtán ára landsprófs- bekk, góðan bekk, að sér fyndist málfar þeirra uggvænlega fátæklegt. Unglingarnir hefðu komið af fjöllum, ekki skilið hvað hann ætti við, hvað þá meira. Svo uggvænlegt væri ástandið i þéttbýlinu. Og svo er farið að kenna dönsku í tíu ára bekkjum barnaskóla og enskan að halda innreið sína í ellefu ára bekkina. Vonandi eignumst við ekki hraðamet í að glutra niður málinu. Við eigum nóg met fyrir — sum að endemum. NATO veitir styrki til fræðirannsókna Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðirannsókna f aðildar- rfkjum bandalagsins á hásköla- árinu 1976—1977. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum á eftir- farandi sviðum: 1. Atlantshafsbandalagið eftir aldarfjórðungs starf; sam- skipti Atlantshafsríkjanna á komandi árum. 2. Stjórnmálasamráð innan Atlantshafsbandalagsins. 3. Samskipti austurs og vesturs. 4. Áhrif erfiðleika síðustu ára f gjaldeyrismálum vestrænna rfkja á samskipti einstakra aðildarrfkja Atlantshafs- bandalagsins og efnahags- ástand þeirra. 5. Fjármögnun sameiginlegra varna nú og á komandi árum. 6. Varnir Atlantshafsbandalags- ins og skerfur evrópsku aðildarrfkjanna til þeirra. 7. Þróun afstöðunnar til Atlants- hafsbandalagsins á þjóðþingi (nafn lands). 8. Vandamál við að varðveita stuðning almennings við Atlantshafsbandalagið. 9. Grundvallarástæður aðildar (nafn lands) að Atlantshafs- bandalaginu og varanlegt gildi þeirra. 10. Erfiðleikar innan Atlants- hafsbandalagsins vegna mis- munandi efnahagsaðstæðna í aðildarríkjunum og Hættulegur leikur VESTAN við Litaver á Grensás- vegi er brekka niður að Miklu- braut. Á vetrum er þetta fyrirtaks sleðabrekka fyrir börn og unglinga, en á því er þó sá galli að þarna er stórhættulegt að leika sér vegna nálægðarinnar við Miklubraut. Má oft ekki miklu muna að krakkarnir þeytist út á brautina á sleðum sínum en þarna er umferðin einna mest um Miklubrautina. Þetta hefur við- gengist ár eftir ár og hefur lögreglan haft miklar áhyggjur af þessu og óskað eftir að úr yrði bætt, en ráðstafanir sem gerðar hafa verið, virðast ekki hafa komið að gagni. Virðist eina ráðið að setja upp einhvers konar kant f brekkuna, sem stöðvar rennsli sleðanna út á götuna. Ljósm. Sv.Þorm. Goðafræði Grikkja og Rómverja eftir Jón Gíslason Isafoldarprentsmiðja hefur gefið út Goðafræði Grikkja og Rómverja eftir Jón Gíslason. Er hún öðrum þræði hugsuð sem kennslubók fyrir menntaskóla, en á slíkri bók hefur lengi verið skortur. A hinn bðginn er hún ekki síður miðuð við þarfir al- mennra lesenda, sem hafa hug á að skyggnast inn f hinn forna menningarheim. Bókin skiptist í þrjá hluta. I hinum fyrsta er fjallað um for- sögualdir og þróun griskra trúar- bragða. I öðrum hluta er fjallað um upphaf heimsins og goðanna, aðalgoð og goðmögn. í þriðja hluta segir frá hetjusögnum, og eru þar m.a. hinar frægu sagnir um Persevs, Þesevs, Herakles og þrautir hans, ödipus, Akkilles og Ódysseif. Bókin er prýdd fjöl- mörgum myndum og þar eru einnig kort og uppdrættir til glöggvunar. í bókarlok er getið helztu heimilda frá fornöld um goða- fræði og goðsagnir, og einnig fylg- Jón Gfslason ir heimildaskrá og nafnskrá. Bók- in er um 290 bls. að stærð. í eftirmála segir höfundur eftirfarandi: „Vér Islendingar arfur vorra þjóðlegu fæða og eigum dýrmætt fjöregg, sem er mennta. En vér erum einnig samarfar allra siðmenntaðra þjóða að menningararfinum grfsk-rómverska. Ofar fellibyljum byltinga og styrjalda gnæfir Ólympos, er ýmsir mestu andans- menn Evrópu hafa klifið. Þaðan hefur þeim gefizt sýn „of veröld alla“. „Undraverður árangur jákvæðrar hugsunar” Ný bók eftir Norman Vincent Peale KOMIN er út fimmta bók Normans Vincent Peale. Nefnist hún „Undraverður árangur jákvæðrar hugsunar“ og undir- stuðningur við lakar stæð aðildarríki. 11. Stefna Sovétríkjanna gagn- vart Atlantshafsbandalaginu og aðildarríkjum þess. Upphæð hvers styrks er 23.000 belgískir frankar á mánuði, um 2—4 mánaða skeið að jafnaði, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar I gjaldeyri annars aðildarríkis, auk ferðakostnaðar. — Styrkirnir eru aðallega ætlaðir háskólamennt- uðum mönnum. Stefnt skal að útgáfu á niður- stöðum rannsóknanna, sem fara skulu fram I einu eða fleiri aðildarríkjum. Utanríkisráðuneytið veitir allar nánari upplýsingar og lætur f té umsóknareyðublöð, en umsóknir þurfa að berast ráðuneytinu í síðasta lagi 31. desember 1975. titill hennar er „Hvernig þú vinnur bug á erfiðleikum þfnum". A bókarkápu segir að bók þessi geymi frásagnir af reynslu þúsunda einstaklinga, sem farið hafa eftir þeirri kenningu er höf- undurinn boðaði í bók sinni „Vörðuð leið til lífshamingju." „Lesandanum er kennt að forðast ósigur og mistök og sýnt hvernig fólk hefur komizt sólarmegin f lífinu úr dapurleika- og skuggatil- veru; hvernig það hefur lært að lifa glatt og öruggt í stað þess að búa við óvissu og ringulreið." Baldvin Þ. Kristjánsson ritar nokkur formálsorð og segir þar m.a.: „Það hefur glatt mig einna mest um mína daga, og snortið mig dýpst, hversu margir hafa persónuega vitnað á hrærandi hátt — eins og fólk annars staðar um heim — um áhrifamátt Peales-bókanna til farsælla lífs við hinar ólfkustu og ólíklegustu aðstæður lífsins og vandamál þess. Þetta er mér ævarandi gleði- og þakkarefni." Utgefandi er Bókaútgáf an örn og örlygur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.