Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 11

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 11 Jarðhitadeild háskóla SÞ staðsett á íslandi? Tillaga þess efnis boðuð af fastafulltrúa íslands Islendingar hafa áhuga á að gegna forustuhlutverki á tveimur sviðum í hinum nýstofnaða há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Það kom fram í ræðu, sem Ingvi Ingvason, fastafulltrúi tslands, hélt í annarri nefnd allsherjar- þings S.Þ. í umræðum um háskóla S.Þ., sem tekinn er til starfa i Tokyo. Sagði hann að tslendingar væru að undirbúa sig til að bjóða fram samvinnu íslands annars vegar á sviði haf- og fiskirann- sókna og hins vegar um nýtingu og rannsóknir á jarðhita, en há- skóli S.Þ., sem hefur aðalstöðvar í Tokyo, mun hafa deildir f hinum ýmsu löndum. Sagði Ingvi, að hann vonaðist til að geta lagt fram tillögu um jarðhitadeild á íslandi fyrir næsta fund háskóla- ráðs S.Þ., sem halda á í janúar næstkomandi. Undirbúningur er í fullum gangi að hugsanlegri jarðhita- deild á íslandi hjá raunvísinda- stofnun, þar sem háskóladeild S.Þ. mundi fá inni í fyrstu, og búist við að tillogur tslendinga um það verði tilbúnar innan mán- aðar. Hugsanleg haffræðideild á Is- landi hefur líka verið í athugun hjá Hafrannsóknastofnuninni og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og sjávarútvegsráðuneytið lýst áhuga sínum, en sendinefndinni hér hefur ekki verið falið að taka neina ákveðna afstöðu, sem reyndist slæmt í umræðunum í gær. Gríski fulltrúinn, sem talaði á undan Ingva, gat í sinni ræðu tilkynnt að gríska stjórnin legði til að háskóli S.Þ. stofnaði rann- sóknarmiðstöð í Grikklandi í haf- fræði og fiskifræði, sem hefði það hlutverk að stunda rannsóknir I almennri haffræði, verndun fisk- stofna og lifandi auðlinda hafsins og sjávarmengun. Sagði hann að í Grikklandi væru margar rann- sóknarstofnanir, sem gætu veitt deild S.Þ. vinnuaðstöðu. Er ekki gott að segja hvort við erum þar að missa af tækifærinu til að hafa forustu á sviði fiski- og haffræði við háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Ingvi lagði áherzlu á það I ræðu sinni í gær, að íslendingar teldu að hagnýt notkun lifandi auðlinda hafsins væri gifurlega mikilvæg heimi með vaxandi mannfjölda og aukinn næringar- skort. Þetta væri spurning um það að mannkynið lifi af. Sagði hann að snúast ætti skipulega gegn vandanum um allan heim og því væru íslendingar nú að undir- búa áætlun um samvinnu við S.Þ. háskóla á þessu sviði, þar sem við ættum svo mikið í húfi og gætum boðið fram mikla sérfræðiþekk- ingu. Þá sneri Ingvi sér að áformum um jarðhitadeild á íslandi og sagði að þar teldu tslendingar sig geta orðið að miklu gagni í svo mikilvægu máli, sem rannsóknir og hagnýting jarðhita er, en Is- lendingar hafa áður á þessu ári lagt áherzlu á í auðlindanefndinni á fundi í Tokyo að S.Þ. háskólinn taki jarðhita- og sólarorku sem forgangsverkefni. Var það sam- þykkt þar og í efnahags- og félags- málaráði S.Þ. Sagði Ingvi, að víða um heim væri jarðhiti, sem biði nýtingar, en miklar rannsóknir ættu eftir að fara þar fram og það væri bjargföst trú okkar að þarna væru miklir möguleikar á tiltölu- lega ódýrri orku fyrir mörg lönd. Hann skýrði síðan í hve ríkum mæli tslendingar hefðu þegar nýtt og væru að undirbúa nýtingu á jarðhita. Við hefðum mikinn fjölda sérfræðinga með hagnýta reynslu við rannsóknir og nýtingu á slíkri orku. „Stjórnvöld í mínu landi eru nú af fullum krafti að undirbúa tillögu um samvinnu við háskóla S.Þ. um að setja upp deild á Islandi til að fást við rann- sóknir og þjálfun fólks á sviði jarðhitaorku,“ sagði hann. Og boðaði ákveðna tillögu um það. Á fundinum voru íslendingar meðflutningsmenn að tillögu um háskóla S.Þ. sem m.a. lagði áherzlu á að háskólinn tæki sem fyrst af fullum krafti upp sam- vinnu við stofnanir, sem áhuga hefðu og getu, og einnig að með- limaþjóðir Sameinuðu þjóðanna legðu meira til af frjáisum fram- lögum til háskólans bæði í sérstök verkefni og til að koma upp neti háskóladeilda um allan heim. Nýr rektor S.Þ. háskólans, James Hester, var á fundinum og skýrði frá því að f aðalstöðvunum í Tokyo, væri 30 manna starfslið og margar þjóðir hefðu lagt fram fé. Búið er að leggja línur að for- gangsflokkum verkefna, sem snúa að 3 sviðum, hungrinu í heiminum og mannfjölgunar- vandanum, að dreifingu auðlinda og að félagslegri þróun. Lýsti full- trúi stuðningi sínum við það. Sagði rektor, að öll áherzla yrði lögð á hagnýtar rannsóknir og þjálfun í verkefnum, sem brýnust væru fyrir heiminn. Þar yrðu ekki stúdentar við nám í stúd- entagörðum, heldur menn í þjálf- un á vissum sviðum. Þetta yrði hagnýtur háskóli en akademísk- ur, með fullri virðingu fyrir slíku. NÝR viðskiptasamningur var gerður á milli Islands og Kúbu 24. nóvember s.l. I samningum skuldbinda bæði löndin sig til að veita innflutningi hvors annars beztu kjör samkvæmt ákvæðum GATT-sáttmálans. Allar greiðslur milli landanna skulu fara fram i skiptanlegum gjaldmiðli. Þá fylgja samningnum tveir listar yfir vörur, sem hvor aðili hefur sérstaklega hug á að selja hinum. Fyrir 1960 var árlega seldur fullverkaður saltfiskur til Kúbu, en keypt þaðan i staðinn sykur, vindlar og romm. Auk þessara vörutegunda verða athugaðir möguleikar á að selja Kúbu kisilgúr, ál og aðrar iðnaðarvörur. Hafa slik viðskipti verið athuguð af viðskiptanefnd frá Kúbu, sem dvalið hefur hér undanfarna daga, en engir sölusamningar hafa verið gerðir. Einar Ágústsson, utanrikisráðherra. og Oscar E. Alcalde, sendiherra Kúbu á Islandi, undirrituðu viðskiptasamninginn. fyr/ti áfanqi Penninn er fluttur af Laugavegi 178. Nokkur hundruö metrum ofar í borginni, viö HALLARMÚLA, hefur Penninn opnað stóra og rúmgóöa verzlun. Meö tímanum kemur Penninn í Hallarmúla til meö aö veröa ein glæsilegasta ritfangaverzlun landsins — meö sérþjónustu viö hina ýmsu viðskiptahópa sína. Til þess aö auðvelda þjónustuna, og kynna hinar margvíslegu nýjungar í pappírs- og ritföngum, mun Penninn skipta hinu nýja húsnæöi viö Hallarmúla í sérstakar einingar, sem nefnast horn. Þaö kemur til dæmis til meö aö vera sérstakt horn fyrir teiknistofuvörur, annaö fyrir skólavörur, hiö þriöja fyrir skrifstofuvörur, o.s.frv. í FYRSTA ÁFANGA OPNAR: Skrifstofuhorn Töskuhorn Smávöruhorn Skólahorn Leikjahorn Gjafahorn Heimiiishorn Jólamarkaður SfÐAR VERÐUR í FLEIRI HORN AÐ LÍTA: T ækjahorn Teiknivöruhorn Húsgagnahorn Kjarahorn Nýjungahorn Hallarmúla 2 — fyrir horniö á Hótel Esju!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.