Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 15 Holdið er torvelt að temja eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Holdið er torvelt að temja er samtímasaga úr borgarlífinu um listamenn og lífsglatt fólk, þar sem ástin á það til að hafa endaskipti á tilver- unni og enginn veit hver annars konu hlýtur að lokum. Spennan vex frá fyrstu blaðsíðu og heldur stíganda allt til enda. Þetta er fjórða bók hinnar ungu skáldkonu. Hinar fyrri voru allar uppseldar en fást nú aftur í bókabúðum. Jökull Jakobsson: Feilnóta í fimmtu sinfóníunni Mannleg náttúra lætur ekki að sér hæða, nú fremur en fyrri daginn. Kona þingmannsefnisins í Arnarnesinu býr í ástlausu hjónabandi og leitar sífellt burt frá veruleikanum með síð- hærðum strákslána í Þingholtunum. Það er talsvert önnur sinfónía sem hljómar í bedda- ræflinum undir bárujárnssúðinni eða ( bein- hvíta hjónarúminu í svefnherberginu gegnt Gálgahrauni. Einn getur kallað fram undursam- lega tóna þar sem annar nær engu nema óræðu surgi. Landafundirnir miklu Handan við sjóndeildarhring LÖND OG LANDKÖNNUN: Mannkynssagan frá nýju sjónarhorni Nýr, stórmerkur bókaflokkur í þýðingu Steindórs Steindórssonar. Mannkynssöguna má skoða frá mörgum sjónarhornum. Eitt þeirra er könnunarsaga veraldar- innar, sem er í senn fróðleg og spennandi. Bókaflokkurinn Lönd og landkönnun er könnunar- saga einstakra heimshluta. Mjög ítarleg yfirlitskort sýna glögglega hinar einstöku landkönnunar- ferðir og texti bókanna talar ekki einn sínu máli, heldur er lesandinn leiddur í gegnum söguna með sérstaklega völdum litmyndum á hverri síðu af stöðum, mönnum og mannvirkjum og verður þannig sjálfur þátttakandi í þessum sögufrægu ferðum. LÖND OG LANDKÖNNUN Landa- fundírnir miklu LÖND OG LANDKÖNNUN Handan viö sjóndeildarhring Öót&Örlygix FRÖMUÐIR LANDAFUNDA: Spennandi saga einstakra íandkönnuða Þessi bókaflokkur rekst ekki á hinn sem auglýstur er hér að ofan, heldur hið gagnstæða. Ritstjóri: Sir Vivian Fuchs. Þýðendur: Kristín Thorlacius og Rögnvaldur Finnbogason. Þróunarsaga mannkynsins er samofin sífelldri leit þess að löndum og leiðum og hver nýr áfangi að baki þeirra er gerðust frömuðir landafunda er merkur kafli í mannkynssögunni. I þessum nýja bókaflokki er saga einstakra landafundafrömuða sögð mjög ítarlega, mun ítar- legar en hægt er í hinum flokknum, þar sem megináherzlan er lögð á einstök tímabil og sagt er frá mörgum í senn. í fyrra kom út fyrsta bókin í þessum flokki um MAGELLAN og fyrstu hnattsiglinguna. Önnur bókin, sem er nýútkomin segir frá KAPTEIN SCOTT og harmleiknum á Suðurskautinu. I bókinni eru 116 myndir sem teknar voru í hinum afdrifaríka leiðangri. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: Horfnir starfshættir Formáli eftir dr. Kristján Eldjárn. Daglaunamaðurinn, þúsundþjalasmiðurinn, fræðaþulurinn og hinn ritgjarni orðhagi, Guð- mundur frá Lundi, hefur skilað samtíð sinni bók sem mun lifa í framtlðinni. Hér eru á ferð- inni fróðleiksþættir og heimildir um lífsbjargráð og menningarsnið á sviðum horfins þjóðlífs sem íslenskri menningarsögu er mikill fengur í. Þetta er bók sem á erindi til allra sem unna þjóðlegum fróðleik og með nokkrum sanni má segja að hún brúi bilið milli bókar Jónasar frá Hrafnagili og okkar daga. Dr. Gina Cerminara: Svo sem maðurinn sáir Edgar Cayce um lögmál orsaka og afleiðinga. Þýðing og formáli: Ævar R. Kvaran. Hvað eru örlög — hver ræður þeim — höfum við lifað áður? Þessum spurningum svarar dul- spekingurinn Edgar Cayce í fimmtu bókinni sem kemur út um hann á íslensku. Hann segir frá Karmalögmálinu, sem þýðandinn Ævar R. Kvaran segir vera staðfestingu á algildu al- heimslögmáli um orsök og afleiðingu, sem enginn fái undan komist. Þekkingaruppsprettu Cayces má nota til þess að öðlast fagra lífs- stefnu og taka styrkum höndum um stjórnvöl eigin lífs. Ár gullna apans Fimmta bók Colin Forbes. Þýðandi: Björn Jónsson. Þrjár milljónir sterlingspunda voru greiddar fyrir kvikmyndaréttinn. Olía, arabar, skemmdarverk, allt eru þetta orð sem hljóma í eyrum okkar daglega og aldrei er að vita hvenær og hvar næsta sprengja spring- ur. Þetta er hörkuspennandi bók er segir frá ráni arabiskra skemmdarverkamanna á risa- stóru olíuskipi, sem þeir hyggjast sprengja í loft upp í höfninni í San Francisco. Atburða- rásin er vægðarlaus og við hæfi óskeikullar frásagnargáfu höfundarins. Matreiðslubókin þín i máli og myndum. Ib Wessman þýddi og staðfærði. Þetta er bókin sem konan gefur eiginmanninum í tilefni kvennaársins. I bókinni eru 535 upp- skriitir af stórum og smáum réttum, og þó segir talan ekki allt því sum númerin fela í sér fleiri en einn rétt, jafnvel heila hátíðarmatseðla. Litmynd er af hverjum rétti og bókin því mjög handhæg í notkun. Sérstakur kafli er um krydd og kryddjurtir, þar sem sagt er frá uppruna kryddtegunda og notkun. Matreiöslu- bókin þín iwjU ihj rmjn/lum. GÓÐ BÓK ER GULLIBETRI Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.