Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 16

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 Kjarvalsmyndir Sala á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval fer fram föstudag, laugardag og sunnudag 28.— 30. nóvember í Brautarholti 6, frá kl. 1 7 til 22. Bátur til sölu 59 lesta eikarbátur ný endur- byggður. Nýtt stýrishús, ný vél. Caterpillar 350 ha. Ný tæki. Til afhendingar strax. Aðal Skipasalan, Vesturgötu 1 7, sími 26560, heimasímar 74156 — 82219. Vesturgötu 1 7, sími 12284 Ný sending af flauelis og jessy kjólum frá London Mob. Mikið úrval af munstruðum blússum, velúr bolir, heilir og með rennilás, pils og buxur í úrvali, slæður, treflar og sjöl. Gjörið svo vel að líta inn Vesturgötu 1 7, sími 12284. Eggert Guðmundsson: Kjarvalsstað- ir á dagskrá NU virðist svo komið að ein- stefnumennirnir f Féiagi ísl. myndlistarmanna séu farnir að sjá eftir viðbrögðum sfnum f við- skiptum við forráðamenn borgar- innar, það er að segja þá sem fara með framkvæmdavald Kjarvals- staða. Þeir hafa orðið þess áþreif- anlega varir — „að þeir hafa misst spón úr aski sfnum“. Nú hafa þeir farið bónorðsför á fund borgarstjórans f Reykjavfk með skjal undirritað af nfutfu mönn- um, og biðja um gott veður. Mitt álit er, að niutiu- menningarnir eigi þar engu að geta breytt. Við erum þó tugir þúsunda skattgreiðendur til borgarinnar, sem ekki hafa verið beðnir um að skrifa undir umrætt skjal, og hafa þó allir sama rétt til þess að láta sinn vilja í ljós. Kjarvalsstaðir eiga aldrei að verða afhentir öfgafullum ein- ræðisöflum listamanna til um- ráða, — nei, við skattgreiðendur borgarinnar eigum allir að hafa sama rétt til afnota sýningahúss- ins og forráðamönnum borgar- innar ber að sjá um að svo verði. Ekki vil ég að réttur Fél. ísl. mypdlistarmanna verði fyrir borð borinn. Ef þeir sýna samstarfs- vilja eiga þeir að geta haldið sýningar sínar í húsinu, en það á ekki að vera í þeirra valdi að útiloka aðra listamenn frá sýningarrétti, hann á að vera jafn öllum, alvarlega starfandi lista- mönnum hvort sem þei eru félags- bundnir eða ófélagsbundnir. Ég hefi fyrir löngu sett fram mina skoðun á því, hvernig best mætti leysa þetta vandamál, svo að vel megi fara. Nú er það í valdi borgarráðs að kalla saman ábyrga menn, bæði félags- og ófélags- bundna, til viðræðna um lausn þessa máls. Ég vona að borgarráðsmenn taki þessa tillögu mína til alvar- legrar íhugunar og er þá viss um að réttláta lausn þessara mála megi finna. Kertamarkaður og kaffisala á Laugarvatni SONTAKLUBBUR Selfoss gengst fyrir kertamarkaði og kaffisölu í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 7. des. klukkan 17— 23. Allur ágóði af sölunni gengur óskiptur til styrktar heimili þroskaheftra barna 1 Árnessýslu, sem nú hefur tekið til starfa á Selfossi. Þessi kertamarkaður á Laugar- vatni er aðallega ætlaður fyrir fbúa f uppsveitum Arnessýlu en sunnudaginn 7. desember mun Sontaklúbburinn aftur efna til kertamarkaðar og þá i Tryggva- skála á Selfossi. Félagsmenn i Sontaklúbbi Selfoss eru úr allri Árnessýlu. Prjónabókin Klíti komin út KOMIN er út ný prjónabók, Elin. I bókinni eru 40 litprentaðar prjónauppskriftir. Það er ullar- verksmiðjan Gefjun á Akureyri sem gefur bókina út en auglýs- ingadeild SlS hefur haft umsjón með útgáfunni. Ritstjóri er Gunn- steinn Karlsson en uppskriftir eru eftir Arndísi Axelsson, Ingi- björgu Jónsdóttur, Sigriði Jóns- dóttur og Erlu Eggertsdóttur. VINNINGSNUMER I SÍÐASTA DRÆTTI VAR Nr. 806 Þeir, sem vilja tryggja sér sömu miðanúmer í næsta flokki, hafi samband við söluumboðið Klausturhólum, Lækjargötu 2. FIATI JÓLAGJÖF NÆST VERÐUR DREGIÐ ÞANN 20. DES. UM FÍAT 128 AÐ VERÐMÆTI EIN MILLJÓN. VERÐ MIÐANS ER KR. 1.000.—. FÍAT HAPPORÆTTI HSÍ AÐEINS 2500 MIDAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.