Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 18

Morgunblaðið - 28.11.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NOVEMBER 1975 Sveinn Benediktsson: Aflabresturinn í Perú og afleiðingar hans Ljósm. Sig. Arnfinnsson. NORÐFIRÐINGAR mótmæla komu brezka eftirlitsskipsins Othello til Nes- kaupstaðar. I NÝUTKOMNU dreifibréfi Fé- lags Isl. fiskmjölsframleiðenda ritar Sveinn Benediktsson grein um aflabrestinn f Perú og afleið- ingar hans og fer greinin hér á eftir: I síðasta Dreifibréfi Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda FlF Nr. 11/1975, er út kom 7. nóv. sl. var skýrt frá því að EPCHAP einka- sala Perú á fiskmjöli og lýsi hafi hinn 24. okt. s.l. tilkynnt, að þeir gætu ekki staðið við fyrirfram- gerða samninga um afhendingu á fiskmjöli í okt, nóv. og des. 1975 vegna aflabrests, og tilkynntu að veiðar hæfust af fullum krafti 17. nóv. 1975. ECPHAP hafði gert ráð fyrir að á árinu yrðu framleidd 1200 þús. tonn af fiskmjöli í Perú og skyldi um það bil helmingur vera fram- leiddur fyrri hluta ársins. Síðustu daga maímánaðar s.l. stöðvuðu Perúmenn veiðarnar, enda hafði þá mjög dregið úr veiðunum, og ansjóvetan er veiddist var mjög smá og fékkst aðeins syðst undan ströndinni. Gerðu Perúmenn þá ráð fyrir að hefja veiðar að nýju í septem- ber. Tilraunaveiðar 30—50 skipa i ágústmánuði gengu mjög illa. Var þess vegna frestað fram í október að hefja veiðar fyrir alvöru. Eins og að framan segir skyldi hefja veiðar af fullum krafti hinn 17. nóv. Áttu 300 til 400 skip að taka þátt í veiðunum. Þegar til kom brugðust ansjóvetuveiðarnar gjörsamlega. Dagaetn. Afll tonn mjög smá og hefði ekki náð þeim þroska, að rétt væri að veiða hana til vinnslu, þótt mergð væri af smáansjóvetu í hafinu undan ströndum landsins. EPCHAP segir, að þeir hafi samið um sölu á um 50.000 tonn- um af fiskmjöli til afhendingar fyrir n.k. áramóti og um 160.000 tonnum á árinu 1976, og málaferli að hefjast út af vanefndum EPCHAP. Talið er að ofveiði á ansjóvetu- stofninum við Perú á árunum 1967—1971 hafi átt sök á afla- brestinum við strendur Perú 1972 til 1973. I timaritinu The Scientific American 1973, sem dr. Björn Dagbjartsson, núverandi forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, benti mér og dr. Þórði heitn- um Þorbjarnarsyni á, var mjög fróðleg grein eftir vísindamann- inn bandaríska C.P. Idyll. Hrakspár þessa vísindamanns um afleiðingar af ofveiði ansjó- vetunnar rættust. Vegna ofveiði undanfarinna ára við Perústrend- ur er sagan nú að mínu áliti að endurtaka sig. Nú er það breytt frá því sem áður var og óhugsandi er að um stórkostlega hækkun á fiskmjöli í líkingu við það, sem gerðist 1972 til 1973 geti orðið að ræða, vegna þess að þá brenndu menn sig svo rækilega á háu verði, sem aðeins stóð um 1!4 mánaðar skeið tvisvar sinnum á árinu 1972 til þess að hrapa sfðan skyndilega um meira Lýslsframleiösla tonn MJölframleiöela tonn kreppan ásamt vaxandi verð- bólgu, óróa og stríðshættu um all- an heim áhrif í þá átt að flestir bændur kaupa fóður aðeins til skamms tíma. Engu að síður styrkir aflabrest- urinn í Perú verðið á fiskmjöli, en þó minna en mátt hefði, vænta, svo sem sjá má af fyrirframsölum þeim sem gerðar hafa verið að undanförnu á loðnumjöli fram- leiddu 1976 með fyrirvara um framleiðslu (sjá meðfylgjandi skýrslu Viðskiptaráðuneytisins). Hvað sem öllu líður ber nauð- syn til þess að loðnuveiðar og loðnuvinnsla verði stunduð með þeim krafti sem unnt er á kom- andi loðnuvertíð 1976. 27. nóv. 1975. Sveinn Benediktsson P.S. I Dreifibréfi FIF Nr. 14/1973 ritaði ég rækilega grein um Afla- brestinn í Perú og afleiðingar hans og vísast til þeirrar greinar. Sv. Ben. INNLENT Opið bréf til rit- stjóra Morgunblaðsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: 1 SEINNI hluta leiðara Mbl. 27/11 1975 er mjög hrósað svari forstjóra Hafrannsóknastofnun- arinnar við ósk sjávarútvegsráðu- neytisins um fræðilega umsögn um samningsdrög að landhelgis- veiðum Vestur-Þjóðverja. Þessi umsögn var látin túlka sjónarmið stofnunarinnar í heild og þar með allra sérfræðinga hennar. Hún var þó ekki borin undir megin þorra þeirra, eins og mótmælt var, m.a. í Mbl. í gær (26/1). 1 umræddum leiðara gerir Mbl. jafnframt lítið úr þessum mót- mælum, einkum að því er varðar það álit að forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar hafi farið út fyrir starfssvið sitt sem vísinda- maður. Þegar starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar unnu að skýrslu sinni um Ástand fiskstofna og annarra sjávardýra hér við land, beittu þeir að sjálfsögðu fiski- fræðilegum aðferðum, sjónar- miðum og rökum. Með slíkum hlutlægum aðferðum var komist að niðurstöðu um þann hámarks- afla, Sem óhætt væri að veiða af helstu tegundum nytjafiska okk- ar. Hvernig sá afli skiptist milli einstakra þjóða á hinsvegar ekk- ert skylt við fiskifræðileg sjónar- mið. Þegar t.d. er lagt mat á það, Framhald á bls. 22 Aðventukvöld Dómkirkjunnar SUNNUDAGURINN 30. nóvember n.k. er fyrsti sunnu- dagur í aðventu eða jölaföstu. Þá er jafnframt að hefjast nýtt kirkjuár og því víða gjört eitthvað til hátfðabrigða f söfn- uðum landsins. I Dómkirkj- unni hefur það verið gert frá því um 1930. Framan af voru haldnir aðventutónleikar, en síðan 1952 hefur dagskrá verið með fjölbreyttara sniði og hafa samkomurnar hlotið nafnið að- ventukvöld. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar hefur staðið fyrir þeim og boðar nú til 24. aðventukvöldsins n.k. sunnudagskvöld kl. 8.30. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda. Geirlaug Þorvalds- dóttir leikkona les jólakvæði eftir Guðmund skólaskáld. Hörður Áskelsson, ungur og efnilegur tónlistarmaður, leikur einleik á Dómkirkju- orgelið. Hann leikur nokkra þekkta jólaforleiki, en einnig leikur hann undir söng Barna- kórs Hlíðaskóla, sem þarna Framhald á bls. 22 Sölusýning á Kjarvalsteikningum Á BLAÐAMANNAFUNDI sem Sveinn Kjarval, sonur Jóhannes- ar Kjarvals listmálara, efndi til í gær, skýrði hann frá því að ákveð- ið hefði verið að efna að nýju til sýningar á teikningum eftir Kjar- val í Brautarholti 6, sem sýndar voru í haust í tilefni þess að Kjar- val hefði orðið 90 ára á þessu ári. Myndirnar sem spanna mjög langt tímabil í listferli Kjarvals, allt frá 1911, verða til sölu, og boðsgestir verða ekki á sýn- ingunni, sem verður opin frá kl. 17—22 næstu þrjá daga. Framhald á bls. 22 Ráðstefna Landverndar: w Fæðubúskapur Islendinga I DAG fer fram i ráðstefnusal Hótel Loftleiða ráðstefna um fæðubúskap Islendinga. Ráð- stefna þessi er haldin af Land- vernd í samvinnu við Verkfræð- ingafélag Islanas og Félag is- lenzkra búfræðikandídata og er tilgangur hennar að Ieiða saman sérfræðinga frá ýmsum starfs- greinum er fjalla um nýtingu ís- lenzkra auðlinda til fóður- og fæðuöflunar. Ráðstefnan verður sett klukkan 9 árdegis af Hákoni Guðmunds- syni, formanni Landverndar. Þá flytja eftirtaldir stutt erindi: Vil- hjálmur Lúðvíksson, Unnsteinn Stefánsson, Þórunn Þórðardóttir, Jón Jónsson, Jónas Bjarnason, Gunnar Sigurðsson, Bjarni Guð- mundsson, Stefán Sigfússon, Bergsteinn Gizurarson, Friðrik Pálmason, Gunnar Ölafsson, Jón Árnason og Björn Sigurbjörns- son. Þá verða almennar umræður og umræðuhópar starfa. Fyrir- hugað er að gefa erindi þau, sem flutt verða á ráðstefnunni, út í bókarformi á vegum Landvernd- ar. 17-nóv. 165 36 18. " 976 215 19. " 50 8 20. " 1?0 29 25. " . ».265 228 AHb 5.586 1.226 Lýslsframleiösla alls 200/220 tonn * Samanskrap eftir 17. nóv. 1975. Þegar þessi mikli aflabrestur var kominn i ljós, tilkynnti Et’CHAP, að þeir framlengdu af- hendingarfrestinn á fiskmjölinu um 60 daga til viðbótar, eða í alls 120 daga, þ.e. til loka marzmánað- ar 1976. Jafnframt tilkynntu þeir stöðv- un veiðanna og útflutningsbann á fiskmjöli. Báru þeir fyrir sig, að hafrannsóknastofnunin í Perú, Imarpe, er rannsakað hafi ansjó- vetustofninn mjög gaumgæfilega, segði að ansjóvetan væri enn en 60%. Svipuð saga endurtók sig hvað lýsisverð snerti fyrir rúmu ári. Önnur ástæðan eru sú, að nú eru til miklar birgði’' af fóðurvör- um. Þriðja ástæðan er sú, að kreppa er hjá bændum víðsvegar um heim og þeir hafa ekki bolmagn til að kaupa dýr-t fóður eða fóður- blöndur. Fóðurblöndunarstöðvar í mörgum löndum hafa minnkað eða hætt að blanda fiskmjöli í blöndur sínar. Þá hefur olíu- r Haustsýningu FIM lýkur á sunnudag Frá haustsýningunni I Norræna húsinu. NÚ UM helgina lýkur haustsýningu Félags islenzkra myndlistarmanna í Norræna húsinu, en sýningin hefur þá staSið i tvær vikur. Þar eru 96 verk 50 listamanna, — grafik, oliumyndir. vatnslitamyndir, klippimyndir, vefnað- ur og höggmyndir. Aðsókn að sýning- unni hefur verið góð og hafa nokkrar myndir selzt. Ragnheiður Jónsdóttir Ream, formaður sýningarnefndar FÍM, tjáði Mbl. að nú væri um það bil að Ijúka myndlistarsýningum, sem haldn- ar hafa verið á vegum félagsins á ýms- um vinnustöðum i borginni. Kvað hún þessa tilraun hafa gefizt vel, og hefði félagið hug á því að halda áfram á þessari braut. Sýningunni i Norræna húsinu lýkur á sunnudagskvöld og er hún opin frá kl. 2—22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.